Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 13
Laugardagur 17. desember 1983 13 ÍCAL EKKI A NÚNA Magnús: Já, ég reyndi að halda honum uppi og koma honum að bátnum aftur. En hann var svo þungur. Svo var öldugangur og læti. Ég saup sjó og okkur rak frá bátnum. Vorum komin svona 30 til 40 metra frá bátn- um. Ég gat ekki haldið honum lengur og varð að sleppa honum. Svo syntum við að bátnum aftur. Ég held að við höf- um ekki horft til baka. Við gátum ekkert gert. Ég man þegar ég kom að bátnum, þá sá ég að skrúfan snerist ennþá. Ég komst á kjöl bátsins með því að fikra mig eftir einu borði í einu með hendurnar og Elín systir hélt í fæturna á mér á meðan svo hún færi ekki í kaf. Ég náði svo með fingurgómunum í dýptarmælinn og gat skriðið upp á kjölinn. Elín sagði þá að hún kæmist aldrei upp. Ég sagði henni að fara aftur með bátnum, hann væri lægri þar. Þá sagðist hún vera hræddi við skrúfuna. En skrúfan var þá hætt að snúast. „Ég er hrædd um að vélin fari aftur í gang og þá lendi ég í skrúfunni“, sagði Elín þá. En hún fór svo aftur fyrir bátinn og þar gat ég togað hana upp á kjölinn. Svo fikruðum við okkur fram eftir kjölnum. Það var svona rólegra fram á, hann lá hærra þar en aftur á. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert. Við vorum mjög þreytt. Pabba hafði rekið langt frá bátnum og okkur líka þegar við snerum aftur að bátn- um. Við vorum orðin ansi þrekuð. Elín fékk smákast og veinaði strax og við vorum kominn á kjölinn: „Pabbi er dáinn, pabbi er dáinn“. Ég man ég sagði henni að snarhalda sér saman. Og hún jafnaði sig fljótt. — Þú hefur alltaf haldið rökréttri hugsun þrátt fyrir líkamlegt og andlegt álag? Magnús: Já, ég gerði það bæði þarna og raunar allan tímann. Það er það furðulegasta við þetta. Ekki bara ég heldur Elín raunar líka. Ég á dálítið erfitt með að skilja það núna hvernig við fórum að því að halda söns- um allan tímann. Það flutu landfestaspottar þarna út um allt og ég gat krækt í einn þeirra með fætinum. Batt endann á spott- anum utan um mig, lét Elínu taka slakann alveg af poll- anum og strekkti hann að henni þannig að ég hafði slakann hjá mér. Við áttuðum okkur strax á því að við yrðum að ná til gúmmíbátsins ef við ættum að eiga lífs- von. Ég ætlaði að kafa undir bátinn og reyna að ná gúmmíbátnum. Ég batt einn hnút á bandið og svo ætl- aði ég að hafa eina slaufu, lykkju, svo ég gæti leyst mig ef ég myndi festa mig niðri. En þetta Iosnaði svo allt þegar ég fór að kafa. Fumið og fátið var of mikið; ég batt þetta ekki nægilega vel. Ég stökk út í og kafaði undir bátinn en lenti alltof aftarlega og varð að kafa fram eftir bátnum. Það var þannig gengið frá gúmmíbjörgunarbátnum að hann var í „statívi“ og yfir honum bara öryggisbelti eins og í flugvélum. Ég gat losað um þetta öryggisbelti en þá var ég búinn með þrekið og varð að fara upp aftur. Ég beið smástund uppi við hlið bátsins meðan ég var að ná andanum og hvíldi mig. Ég var orðinn þreyttur. Ég fór svo í kaf á nýjan leik og komst niður að gúmmíbátnum og gat ýtt bátnum úr festingunni og þá flaut hann upp. Ég var alveg útkeyrður eftir þessa seinni köfun. Var nærri uppgjöf. Ég ætlaði aldrei að komast upp á kjöl aftur. Elín: Já, Magnús var orðinn ansi þreyttur eftir síðari köfunina. Við reyndum í sameiningu að koma honum upp á kjölinn en það gekk erfiðlega því bandið hafði Iosnað. Hann var alveg við það að gefast upp og sagði: „Ég get ekki meira. Halt þú bara áfram“. — Þá öskraði ég á hann og sagði honum að koma sér upp. Og ég náði góðu taki á höndunum á honum og gat togað hann upp. Magnús: En það má segja að pabbi hafi bjargað lífi okkar því þetta var eini báturinn á Rifi sem ég veit um þar sem svona var gengið frá gúmmibát. Það var svo auðvelt að losa bátinn eins og pabbi hafði gengið frá honum; bara eitt handtak og þá var hann laus. Ef gúmmíbáturinn hefði verið festur með þessum venju- lega hætti, reyrður fastur með 100 spottum, þá hefði mér aldrei tekist að losa hann því það var erfitt að eiga við þetta sérstaklega af því báturinn var á hvolfi. Éf pabbi hefði ekki gengið svona frá gúmmíbátnum þá værum við ekki hér. Eftir að ég hafði kafað í annað skiptið þá hélt ég fyrst að gúmmíbáturinn hefði fest sig einhverstaðar á bátn- um því hann flaut ekki alveg strax upp. En svo skaut honum upp. Elín: Það gekk hins vegar mjög illa að opna bátinn. Við náðum í bandið á gúmmíbátnum og toguðum endana út og kipptum, kipptum og kipptum en ekkert gekk. Magnús: Já, þetta gekk erfiðlega. Það var mjög vont að opna hann og ég rykkti margsinnis, en það gekk ekki. Þá sagði ég bara að þetta þýddi ekki neitt. „Þetta er búið, nú deyjum við“, sagði ég. En við þessi orð kom smá hamagangur í Elínu og hún kippti og kippti af öll- um kröftum og loks opnaðist báturinn. Það var mikill léttir þegar báturinn blés út. Magnús Ólason, Elín Óladóttir og Guðbjörg Haraldsdóttir segja frá Þá dofnaði ansi mikið yfir okkur Elín: Þegar við reyndum síðan að komast ofnaí gúmmíbátinn, þá stökk ég á eftir Magnúsi sem komst strax ofan í hann en ég hitti ekki bátinn og lenti í sjón- um. Ég náði þó fljótt í bandspotta og gat híft mig upp í bátinn. Magnúsi var svo kalt að hann ætlaði að fara strax niður í einn af fjórum álpokum sem voru í bátnum, en hann var í stígvélum og hefur einnig farið harkalega að því hann fór í gegnum pokann og reif hann. Þeir eru líka of stutti þessir pokar, þótt þeir pössuðu mér. Þeir eru mjög þunnir álpokarnir og viðkvæmir svo við rif- um tvo og áttum því engan til vara. Eftir þetta fórum við að reyna að ausa bátinn en hættum því fljótlega því okkur var orðið svo kalt að við skriðum ofan í álpok- ana tvo sem enn voru heilir. Magnús: Það var komið talsvert vatn í bátinn sem ér yfirbyggður en við höfðum ekki rænu á að ausa hann almennilega. í fljótfærni skutum við þó þegar upp rakettu sem var í bátnum. Það var algjör vitleysa því það gat enginn séð okkur og svo uppgötvuðum við seinna að þetta var einasti flugeldurinn í bátnum. En þrátt fyrir patið á okkur, þá fannst mér samt ein- hvern veginn að við værum hólpin þegar við vorum komin ofan i gúmmíbátinn. í bili að minnsta kosti vor- um við komin í öruggt skjól. Við hugsuðum um það helsta að fá einhverja hlýju í kroppinn eftir að við höfðum gefist upp við að ausa og flugeldurinn var frá. Við lágum þétt saman, reyrð- um okkur saman til að njóta hlýju hvort frá öðru. Síðan móktum við svona næstu klukkutíma eða þar til klukkan var um 10 um kvöldið. Þá skall ólag yfir bátinn og honum hvolfdi næstum því. Þá fórum við aðeins að ranka við okkur og gera ýmsar ráðstafanir. Við skoðuðum það nákvæmlega sem í bátnum var að finna. Settum út rekakkeri sem voru tvö í bátnum og eftir það fór báturinn miklu létt- ara í ölduna og lét betur í sjónum. Svo þurrkuðum við allan sjóinn úr bátnum og fullblésum gólfið í honum. Elín: Hún var afskaplega léleg ausan sem var í bátn- um. Það átti að ausa í eins konar segl en við gátum ekkr notað það og þurrkuðum upp með svampinum og losuðum vatnið í stígvélin okkar. Magnús: Það voru í bátnum einar fimm eða sex vatnsdollur og einhver matur í pakkningum. En við snertum aldrei við þessu. Þá var einnig sjúkrakassi þarna en við þurftum ekkert á honum að halda. Opnuðum hann samt og sköðuðum i hann. Þarna voru líka þrjú blys og vasaljós. Síðast en ekkisíst var neyðar- sendir um borð í bátnum. Við fórum að nota neyðarsendinn klukkan 10 um kvöldið. Það vantaði hins vegar allar upplýsingar á sendinn um það hve lengi rafhlöðurnar ættu að duga, þannig að við þorðum ekki að hafa kveikt á honum alla nóttina. Slökktum síðla nætur á sendinum. Síðar feng- um við að vita að svona rafhlöður eiga að duga sólar- hringum saman. — Höfðuð þið einhverja hugmynd um í hvaða átt bátinn ræki? Magnús: Eitthvað suður. Við vorum hrædd um að reka út úr firðinum. Vonuðum samt að vindurinn væri ekki á hánorðan, heldur vestanstæður, þannig að okkur myndi reka inn. Það kom svo siðar í ljós að okk- ur rak alltaf út fjörðinn. — Um hvað töluðuð þið þessar sautján klukku- stundir um borð í gúmmibátnum? Elín: Við töluðum lítið saman. Spurðum hvort annað hvort hinu væri kalt eða eitthvað þess háttar. Lítið annað. Magnús: Kannski höfum við forðast að ræða það sem gerst hafði. Við töluðum lítið um þann atburð. Elín: Við vorum á tímabili farin að missa vonina. Þegar tíminn leið og ekkert bólaði á björgun varð maður svartsýnni. Svo var það líka mikið áfall þegar við sáum skip en það fór framhjá okkur án þess að sjá gúmmíbátinn. Þá dofnaði ansi mikið yfir okkur. Magnús: Við sáum skip um klukkan 5 um nóttina. Þá hefði verið gott að hafa rakettu til að gera vart við sig. Ég fór út í opið á bátnum með blys og vasaljós og reyndi þannig að vekja athygli á okkur. En það var svo mikill öldugangur, að það sást ekki til okkar. Skipið var allt uppljómað, skipverjar sennilega verið í aðgerð eða eitthvað svoleiðis, þannig að þeir hafa ekki séð langt frá skipinu. Þetta skip hefur verið svona 3 til 4 mílur frá okkur þegar næst var. En það er erfitt að meta fjarlægðir og skipið hvarf sjónum okkar mjög fljótlega. Við sáum einnig annað skip um nóttina en það var fjær. Það var sárt að horfa á ettir þessum skipum, því ef sést hefði til okkar hefðum við verið hólpin. Elín: Úr Magnúsar gekk alltaf þannig að við gátum fylgst með tímanum. Það var oft horft á klukkuna. Mitt úr fylltist aftur á móti af sjó og stoppaði. Magnús: Maður hugsar margt við svona aðstæður. Við hugsuðum bæði heim til mömmu og höfðum af því áhyggjur hvernig hún tæki þessu. Vorum hrædd um að hún ætti erfitt með að sætta sig við fráfall pabba. Hugsunin var á reiki en ég var aldrei hræddur; ég trúði því alltaf að við kæmumst af. Ég hins vegar gerði mér alveg ljóst að við værum ennþá í lífshættu en ein- hvern veginn fannst mér alltaf að við værum sloppin fyrst við komumst i gúmmíbátinn. Elín: Ég var sjóveik. Ég reyndi að taka sjóveikispillur sem voru um borð en ældi þeim jafnóðum. Og við höfðum ekkert til að æla í svo ég ældi bara í stígvélið mitt. Ég á ekki vanda til sjóveiki en líklega hef ég verið búin að kyngja sjó og maginn því gert uppreisn. Magnús: Þegar nær dró morgni, þá minntist Elín þess að það væri flug á Rif klukkan hálftiu um morg- uninn. Við ákváðum því að kveikja á sendinum rétt áður og settum hann síðan í gang um níuleytið. Ég vissi að þetta var neyðarsendir sem aðeins næði flugumferð, þannig að lítið gagn væri í að hafa hann opinn um nóttina, þá voru engar flugvélar á lofti. Þarna um morguninn fórum við að tala meira sam- Framhald á bls. 16

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.