Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. desember 1983 11 Eiríkur Jóhannesson, skátaforingi. Fæddur 9. september 1900. Dáinn 12. desember 1983. Hinsta kveðja frá Hraunbúum og Hjálparsveit skáta Hafnarfirði. Kornin er stundin að kveðja pig vinur og bróðir, kvikna svo lifandi ótal myndir af þér. Við fetum í buganum fornar og nýjar slóðir, ég finn að þú gengur ennþá þœr leiðir með mér. Hraunbúar, Eiríkur, hamingju bœði og gleði bafa margsinnis sótt til þín, daga sem kveld. Á vormótum okkar svo fjölmargt skemmtilegt skeði, er skátar sér léku og sungu við snarkandi eld. Já, þar varst þú Eiríkur löngum lífið og sálin, leikandi á gítar og yrkjandi skátasöng. Með kítnni í augum þú kastaðir sprekum á bálin, og kvöldin þau urðti okkur hvorki dimm eða löng. Hlýr í athöfn, hugsjónamaður í verki, heillar og mótar unga viðkvœma sál. Hraunbúar bera yngri sem eldri þess merki við eldinn að hafa numið þitt tungumál. Við þökkum þér Eiríkur þúsund brosin þín hlýju, þökkum vináttu, samfylgd utn dali og fjölt. En einhvern títna aftur við hittumst að nýju við eldinn og heyrum þar söngva, hlátur og köll. Á hugans lendur tnyndir tnargar skrifa minningar setn óralengi lifa. Vertu svo cetíð sœll og blesaður bróðir. Blessun þérfylgi utn ókunnar, nýjar slóðir. Mcð skátakveðju, Hörður Zóphantasson Skráð umferðarslys: Slysum fækkar Alls urðu 592 umferðarslys á landinu í nóvembermánuði. I 555 tilvikum varð einungis um eigna- tjón að ræða, í 45 tilvikum slys með meiðslum og dauðaslys urðu 2. 214 þessara umferðaslysa áttu sér stað í Reykjavík. Eru þá dauðaslys í urriferðinni á 11 mánuðum þessa árs komin upp í 14, en voru 21 á sama tímabili í fyrra. Slys með meiðslum eru kom- in upp í 420, en voru 494 í fyrra. Dauðaslysum hefur því fækkað um þriðjung, en slysum með meiðslum um 15%. í umferðarslysum á árinu hafa ökumenn farartækjanna verið í 80% tilfella karlmenn. Karlmenn voru hins vegar um 62% slasaðra. Yfir 72% umferðarslysanna áttu sér stað í þéttbýli. 369 nauðungarupp- boð auglýst í Reykjavík: 72% í Breiðholti í nýjasta hefti Lögbirtingablaðs- ins eru alls 369 fasteignir, íbúðir, auglýstar af borgarfógetaembætt- inu á nauðungaruppboð eftir kröfu Veödeildar Landsbankans. Af þessum 369 fasteignum eru alls 265 eða tæplega 72% í Breið- holti. Þá eru 36 fasteignir í Árbæ, samanlagt tæplega 82% í þessum hverfum. Auk þess eru 13 fasteign- anna í Grandagötunum vestur í bæ, en 55 fasteignir úr öðrum hverfum borgarinnar. Skuldirnar eru mjög misjafnlega háar, allt frá 1-2 þúsund krónur upp í nær milljón. í 68 tilfellum af 369 (yfir 18%) eru skuldirnar 50 þús- und krónur eða meira. Hæsta ein- staka skuldarupphæðin er tæpar 950 þúsund krónur sem Öryrkja- bandalagið skuldar og er eign þess að Hátúni 10 nú auglýst á nauð- ungaruppboð. Auk þess einnig eign félagsins í Flyðrugranda 20 vegna annarrar skuldar upp á 112 þúsund. Samanlagt hjá Öryrkjabandalag- inu vel yfir 1 milljón krónur. Næst hæsta upphæðin var hjá ein- staklingi sem skuldar tæpar 500 þúsund krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.