Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. desember 1983 7 DRAUMURINN EFTIR ANTON TJECHOV. ÞÝÐANDI: ÞH Síðustu dagana fyrir jól hafði verið örtröð hjá veðlánaranum. Á stórhátíð er fátækt ekki skömm heldur hrœðileg óhamingja.... Stundum kann okkur að finnast, að vetur konungur kalli kaldrana- legt haustið til liðsinnis til að geta enn frekar aukið á eymd mann- skepnunnar með reiði sinni. Þá sameinast snjór og regn, loftið verður dimmt og þrungið ógegn- sæju rakalofti. Kaldur og blautur næðir vindurinn tryllingslega um glugga og þök. Það hvín í loftgöt- um og skorsteinum. Sótsvart loftið er mettað þunglyndi. Jafnvægi náttúrunnar hefur raskast. Þessi kuldi og vosbúð þrýstir sér inn í okkur. Einmitt þannig var veðrið jóla- nóttina 1887, þegar ég var enn frjáls maður og ekki orðinn einn af refsi- föngunum. Ég vann þá hjá veð- lánara að nafni Tupajev, sem var gamall uppgjafa skipstjóri. Það var miðnætti. Ég hafðist við í bakherbergi, þar sem veðmunum var fyrir komið að boði vinnuveit- anda míns. Dauft blátt ljós lýsti herbergið, en ég lá í fleti mínu. Ég gegndi hlutverki varðhundsins. Allt umhverfis voru pakkar, kistur, hús- gögn og fleiri munir. Öllu ægði saman á gráum tréveggjum; pelsar úr héraskinni, ermalausar leður- treyjur, byssur, myndir, litlir lampar og gítar. Yfir þessu átti ég að vaka. Ég lá á stórum rauðum kassa bak við gluggann, sem hafði að geyma sérstaklega verðmæta hluti. Ég horfði hugsandi á veikt ljósið. Af einhverri ástæðu var einhver órói í mér. Þessir hlutir, sem voru geymdir þarna ollu mér alltaf ein- hverjum óróleika.. Á nóttunni, þeg- ar ljósið flökti, var eins og þeir vöknuðu til lífsins. Og núna þegar regnið lamdi gluggann og vindurinn nauðaði í ofninum og uppi á loftinu, fannst mér allt í einu, að þeir sendu frá sér hljóð. Áður en þeir höfnuðu hér höfðu þeir allir farið um mínar hendur. Ég vissi allt um hvern ein- stakan hlut. Ég vissi t.d. að eigandi gítarsins hafði veðsett hann til að kaupa lyf. Ég vissi að með byssunni hafði drykkjumaður skotið sig... konan hafði falið byssuna fyrir lögreglunni, en síðan veðsett hana fyrir kistunni. Glitrandi armband, sem lýsti svo fagurlega til mín úr glugganum, hafði verið stolið. Ung stúlka hafði veðseft náttkjólana tvo til þess að greiða aðgang að dans- sal, þar sem hún ætlaði að vinna sér inn peninga. í stuttu máli sagt var hægt að lesa eymdina uppmálaða út úr hverjum þessara hluta, sjúk- dóma, afbrot og aðskiljanlegar syndir eigendanna. Af éinhverri ástæðu virtust hlut- irnir tala sérstaklega sterkt til mín þessa nótt. — Leyfðu okkur að komast heim, virtust mér þeir segja. Slepptu okkur! — En það voru ekki bara pant- munirnir sem slógu mig óhug. Þeg- ar ég horfði út um gluggann út í myrkrið sá ég í gegnum tárvota rúðuna, að lifandi andlit námu við gluggann utan frá og horfðu inn. — Hvílík della, hugsaði ég. Ég herti upp hugann. Þetta var ekkert annað en bölvuð viðkvæmni. En sannleikurinn var bara sá, að þarna í myrkrinu var ég farinn að finna til samviskubits. Ég sem hafði verið afbragðs veðlánari. Ótrúlegt en satt. Sagt er, að samviskubit fái veðlánarinn aðeins gegn panti. Hjá honum gengur allt kaupum og söl- um; annað þekkir hann ekki. Það vakti því ekki litla furðu mína, að ég skyldi fásamviskubit. Hvaðan kom það? Ég snéri mér á hörðu fletinu, læsti augunum saman og reyndi af fremsta megni að bæla þessa til- finningu niður. En sú viðleitni var til litiís. Kannski var það að hluta vegna þess, hve örmagna ég var líkamlega og andlega eftir daginn. Síðustu dagana fyrir jól hafði verið örtröð hjá veðlánaranum. Þegar stórhátíð stendur fyrir dyrum er það engin skömm að vera fátækur. Það er hræðileg óhamingja. Á slíkum stundum grípur fátæklingurinn í veðlánarann eins og drukknandi maður í hálmstrá. En hann finnur ekkert nema kaldan steininn. Á aðfangadag hafði verið slíkt margmenni hjá okkur, að það var varla hægt að ganga um í geymslu- herberginu. Allt frá því um morg- uninn og fram á kvöld hafði ég þjarkað við fólk, kúgað það þar til upphæðin var komin niður í ekki neitt, horft á tárin falla og hlustað á bænir, sem skiluðu litlum árangri. Að vinnudegi loknum gat ég varla staðið í fæturna. Ég var magnþrota á sál og líkama. Það var því engin furða, að ég lá þarna andvaka og velti mér af einni hlið á aðra. Ég heyrði að einhver barði að dyrum... Síðan heyrði ég rödd veð- lánarans: — Sofið þér, Pjotr Demjanyj? — Ekki ennþá, hvað var það? — Ég var að hugsa um, hvort við ættum ekki að hafa læst í fyrramál- ið. Jólahátíðin er að ganga í garð og veðrið er óskaplegt. Fátæklingarnir munu streyma hingað eins og flug- ur að hunangskrukku. Þannig að ef þér farið ekki til messu í fyrramálið, þá setjist þér við kassann... góða nótt! Flökt Iogans í olíulampanum kallaði fram óhug í mér þegar eigandinn var farinn. Best ég siökkvi á honum. Ég stóð upp og gekk út í hornið þar sem lampinn stóð. Blái loginn barðist við dauðann, blossaði síðan aftur upp, dó út snögglega og hvarf. En áður en hann hvarf lýsti hann upp helgimyndina, veggina og gluggann augnablik. Um leið sá ég tvö andlit; fölleit litu þau gegnum gluggann þétt að rúðunni og þrengdu sér inn í herbergið. — Það er enginn þarna... sagði ég við sjálfan mig. Þetta er bara eitthvað, sem ég ímynda mér. En þegar ég hafði slökkt á lamp- anum gerðist nokkuð, sem hafði ekki lítil áhrif á hugarástand mitt. Skyndilega heyrði ég hvin í lofti rétt yfir höfðina. aðeins sekúndubrot og síðan kvað við skerandi hávaði. Ég var gripinn skelfingu um leið og gítarinn ómaði. Ég setti hend- urnar á eyrun og hljóp að fletinu eins og geðveikur maður. Ég gróf andlit mitt í koddann og reyndi að ná andanum nær dauður af hræðslu. — Slepptu okkur! ...fannst mér pantmunirnir segja. Vegna hátíðar- innar! Þú ert sjálfur fátækur og vesæll. Þú skilur þetta. Þú hefur sjálfur reynt, hvernig er að vera bæði soltinn og kaldur. Slepptu okkur! Já, vissulega þekkti ég þetta af eigin raun. Fátæktin hafði einmitt rekið mig hingað inn þar sem ég mat hluti annarra fátæklinga. Fátæktin hafði neytt mig til að fyrirlíta eymdina gegn nokkrum brauðmolum. En ég var of örmagna. Það var sama hvernig óttinn grófst inn í mig og samviskan olli mér kvölum. Ég sofnaði. Ekki þungum svefni. Ég heyrði í gegn um svefninn, hvernig vinnuveitandi minn bankaði enn einu sinni að dyrum. Það var hringt til messu. Vindurinn nauðaði og regnið lamdist við þakið. Ég lá með lokuð augun, en samt sá ég, hvernig allir hlutirnir í herberginu þrýstu sér að mér. Þeir grátbændu mig um að fá að komast heim. Gítarinn tal- aði til mín með hvínandi tónum. í gegn um gluggann horfðist ég í augu við beiningamenn, gamlar konur og skækjur. Þau stóðu og biðu þess að fá hlutina sína aftur. Ég heyrði í draumi hvernig eitt- hvað byrjaði að krafsa eins og mús. Ég reyndi að hnipra mig saman því kuldinn þrengdi sér gegn um hverja rifu í veggnum. Þar sem ég lá þarna heyrði ég fólk hvísla. Hvílíkur draumur! Hversu óhugnanlegt þetta allt var. Bara að ég fari að vakna. Glerhlutur féll á gólfið og brotnaði. Bak við glugg- ann grillti í ljós, sem féll á loftið inni í herberginu. — Hafðu ekki svona hátt, sagði einhver. Þá vekur þú bara hann Heródes þarna. Taktu af þér skóna. Einhver kom í áttina til mín og byrjaði að fikta við hengilásinn. Þetta var gamall maður. Ég sá föla tærða ásýnd manns. Hann var í her- mannafrakka og útslitnum skóm. Til hans gekk annar ungur grind- horaður maður. Skyrtan var flaks- andi og yst fata var hann í stuttum jakka.. Þeir hvísluðu einhverju hvor að öðrum við gluggann. Framh. á 22. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.