Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 17. desember 1983 Það er hvalur fastur í netinu mínul Hann rak upp stór augu,sjómaðurinn Everest Patey, er hann hugði að þorskaneti sínu úti fyrir Fichot-eyju við strönd Nýfundnalands. í netinu, sem var um 27 metrar á hlið, fljótandi gildra, sat fastur 10 metra hnúfubakur, eirðarlaus og blásandi. Nú var úr vöndu að ráða fyrir Patey. Svona net kostar um 285 þúsund krónur og því illt að missa það, enda virði meira en meðal sjómannstekjur á ári. Og þorskur- inn komst undan... Ekki var þetta nú í fyrsta skipti sem hnúfubakur flæktist i veiðarfæri sjómanna á þessum slóðum, þessi hvala-tegund er í útrýmingarhættu og ákveðnar reglur sem gilda honum til verndar. Patey varð að hringja til háskólans í St. John’s og hafði samband við Dr. Jon Lien, dýraatferlisfræðing. Sá hinn sami brást skjótt við ásamt aðstoðarmanni, þau óku i 9 klukkustundir og daginn eftir leigðu þau Éugvél sem flaug þeim upp með ströndinni og þá flutti bátur þau út i eyjuna. Doktor þessi var þeim kostum gæddur að hafa fundið upp aðferð sem bæði bjargar hvölunum undir slíkum kringumstæðum og forðar netum frá því að eyðileggj- ast. Galdurinn er að róa hvalinn svo hann leyfi mönn- um að eiga við sig. Smátt og smátt tókst að losa um flækjuna þar til aðeins ein lína var eftir og þá var hægt að lyfta öllu netinu upp og yfir hvalinn. Lien lítur á sig sem tengilið sjómannanna og hval- anna. „Ef þetta á að heppnast þarf ég samvinnu beggja aðilaí* Það eru sjómennirnir sem eru erfiðari í taumi! Þeir hafa illan bifur á umhverfisverndarmönnum vegna mótmæla þeirra gegn árlegu drápi á kópum hörpuselsins. Því leggur Lien ekki áherslu á hvala- verndun er hann ræðir við sjómennina, heldur fjár- hagslegan ávinning af því að forða netinu frá skemmd- um. Frá 1979 hefur Lien og aðstoðarmönnum hans tekist að bjarga meir en 150 hnúfuhvölum á þennan hátt. Fyr- ir þann tíma dóu venjulega um 20 hvalir í netum nú að- eins um 5 á ári. AUSTURBORG Stórholti 16 — Sími 23380 K^VersiUlt Við eigum allt í jólamatinn Ókeypis heimsendingar 10% aukaafsláttur á öli og gosdrykkjum Tilboð á öllu konfekti og kertum AUSTURBORG ER K—VERSLUN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.