Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 17. desember 1983 Eftirfarancli frásögn er úr nýútkominni bók þeirrci Önundar Björnssonar og Guð- mundarÁrna Stefánssonar ,,Horfst í augu við dauðann“, sem Setberg gefur út. Þar segir afhetjulegri baráttu tveggja systkina við dauðann í sjávarháska á Breiðafirði „Fjörutíu og eins árs gamall maður, Óli T. Magnús- son, fórst er bátur hann Léttir SH 175, sökk á Breiða- firði í fyrrakvöld. Með honum á bátnum voru tvö börn hans, Magnús Ólason 19 ára og Elín Óladóttir 17 ára. Þeim var báðum bjargað úr gúmmíbjörgunarbáti af þyrlu varnarliðsins. Þau eru bæði við góða heilsu“. Þannig segir í upphafi fréttar í DV frá 19. ágúst 1982 af sjóslysi á Breiðafirði. Eins og kemur fram í þessum hluta fréttarinnar, þá drukknaði Óli T. Magnússon, skipstjóri og eigandi bátsins, en tvö börn hans komust um borð i gúmmíbjörgunarbát. í honum dvöldu þau síðan í 17 klukkustundir uns þeim var bjargað. Fannst gúmmíbjörgunarbáturinn með Elínu og Magnús innanborðs um átján sjómílur vestur af Öndverðarnesi. Var þá vindhraði fjögur til fimm vind- stig. Það var flugvél frá Flugleiðum á leið til Patreks- fjarðar um klukkan hálftíu að morgni hins 18. ágúst sem heyrði í neyðarsendi bátsins. Flugvél flugmála- stjórnar tókst síðan að miða hann út og finna hann nokkru síðar. Elínu og Magnúsi var ekki meint af. Þau voru flutt með þyrlu varnarliðsins á Borgarspítalann, en fengu að fara þaðan fljótlega að lokinni rannsókn. — En hvernig skyldi þessi atburður geymast í minn- ingu þessara ungmenna — Magnúsar Ólasonar og Elínar Óladóttur? Hvaða mörk setti þessi atburður, bæði fráfall föður þeirra og barátta þeirra sjálfra upp á líf og dauða, á lífsviðhorf þeirra og þankagang? Hvernig var og er líðan móður þeirra, ekkju Ola T. Magnússonar, Guðbjargar Haraldsdóttur? Eitt ár var liðið frá hinu hörmulega slysi á Breiðafirði þegar Magnús og Elín Ólabörn og Guðbjörg Haralds- dóttir móðir þeirra voru sótt heim og þau beðin að fara nokkrum orðum um þessa atburði og afleiðingar þeirra. Vitanlega var um margt erfitt fyrir þau að rifja ná- kvæmlega upp hinar hræðilegu stundir ágústmánaðar ’82 en þau létu þess hins vegar getið að fremur vildu þau reyna að ræða þau mál, þótt erfið væru, heldur en að bæla þau í undirmeðvitundinni. Magnús Ólason er fæddur 22. september 1963, Elín Óladóttir 30. ágúst 1965 og móðir þeirra, Guðbjörg Haraldsdóttir 7. september 1938. Óli T. Magnússon var 41 árs þegar hann lést. Hann var sjómaður um langt árabil, hin síðari ár starfaði hann við járnabindingar í Reykjavík á veturna en flutt- haustið 1982. Faðir þeirra drukknaði í slysinu, en systkinin Magnús Ólason og Elín Óladóttir komust ígúmmíbjörgunar- bát, þar sem þau höfðust við í sautján klukkustundir. ist vestur að Rifi á Snæfellsnesi með fjölskyldu sína, þegar voraði, og gerði þar út bát sumarlangt. Var Óli með útgerðina á Rifi ellefta sumarið í röð þegar slysið varð þann 17. ágúst 1982. Magnús: Það hafði verið bræla i nokkra daga — norðansjór — og við þvi ekki komist á sjó. En um sjö- leytið þennan þriðjudagsmorgun 17. ágúst, þegar við vöknuðum, virtist sem veðrið hefði gengið eitthvað niður. Þó var smábræla og pabbi var ekki viss hvort við ættum að leggja i ’ann. Það var hálf tvístigið á bryggj- unni á Rifi. Ekki vitað hvort við ættum að fara eða vera. En við lögðum samt í ’ann. Veðrið var í sjálfu sér ekkert vont. Dálítill vindur, en hann lægði verulega þegar leið á daginn. Við stímdum í þrjá klukkutíma norður á svokallaðan Fláka, það eru svona 20 mílur út á fjörðinn. Vorum að skaka þar allan daginn. En svo fór að bæta í vindinn. Við höfðum jafnvel ætlað að liggja úti um nóttina og sagt mömmu það. En um sjöleytið um kvöldið var komin hálfgerð bræla og þungur sjór svo ákveðið var að halda heim. Við höfðum veitt um sex hundruð kíló þennan dag. Allt hafði gengið snurðulaust. Pabbi hafði um daginn haft sambandi við annan bát í gegnum talstöðina. Hann talaði þar við Sigurð Runólfsson á Sunnutindi og gaf honum í skyn að við færum sennilega í land þennan sama dag. Þegar við hófum heimferðina þá fórum við að slíta fiskinn ég og Elín, en pabbi var í stýrishúsinu. Við höfðum líklegast ekki keyrt nema í svona 10 mínútur, þegar þessi rosaalda reið yfir bátinn og færði hann á hvolf. Þessi bátur var þannig að hann var frekar þunnur að framan. Þegar kominn var dálítill fiskur í hann, þá fór hann strax að láta á sjá. Hann var mjög góður á móti en slæmur á lensinu. í þessum báti vildi ég frekar hafa 10 vindstig á móti en 3—4 á eftir. Og við vorum á lensi þarna. Hnúturinn kom eiginlega aftan á bátinn, þó aðeins bakborðsmegin. Og báturinn sló nefinu undan þegar hnúturinn kom og fór á hliðina. Og yfirum alveg um leið. Það liðu í mesta lagi tvær til þrjár sekúndur frá því hann var réttur þar til hann var kominn á hvolf. Þetta gerði engin boð á undan sér því veðrið var alls ekki slæmt; svona fimm eða sex vindstig en þó nokkur sjór — undiralda vegna brælu undanfarinna daga. En það var bara svona svakalegur hnútur í þessu. Maður átti sér einskis ills von. Við Elín vorum á dekki að gera að fiskinum; ég stjórnborðsmegin en hún bakborðsmegin. Ég vissi ekkert fyrr en rekkinn var kominn á kaf og ég fékk sjó á móti mér. Mastursstagið fékk ég svo í hnakkann og var heppinn að rotast ekki. Og kominn á bólakaf í einu vetfangi. Elín: Ég sá ölduna koma fyrir ofan mig, náði að standa upp en sjórinn henti mér síðan afturábak og ég kastaðist út úr bátnum Magnúsarmegin — stjórn- borðsmegin — og fór í sjóinn á undan honum. Hann snerist hins vegar með bátnum og lenti undir honum. Pabbi var í stýrishúsinu. Hann hefur örugglega ekki orðið var við neitt fyrr en aldan reið yfir og báturinn var kominn á hvolf. Mangús: Ég komst vandræðalítið upp á yfirborðið; var fyrstur upp. Svo kom Elín nokkrum sekúndum sið- ar. Við biðum smástund og svömluðum í sjónum meðan við vorum að jafna okkur en um leið og við höfðum náð andanum sagði Elín: „Hvar er pabbi? Hvar er pabbi?“ Síðan skaut pabba loks upp en þá rak hann burt frá bátnum. Ég hélt fyrst að hann væri að synda í burtu. Ég hugsaði ekki um það á þessu auganbliki að það var auðvitað algjör della að synda frá bátnum því hann var á floti, þó á hvolfi væri. Ég synti á eftir pabba og Elín kom í humátt á eftir. Svo náði ég honum. Þá sá sé hvernig komið var. Hann var búinn að súpa mikinn sjó. Hann var dáinn. Það hafa kannski liðið svona 10 til 15 sekúndur frá því við komum upp þar til við sáum hann. Annars er erfitt að meta tímalengd svona eftir á. Það gerðist allt svo hratt en líka svo hægt, t.d. þegar við leituðum að pabba og biðum þess að við sæjum hann koma upp. En ég held svona eftir á að hyggja að hann hafi verið í kafi svona tæpa mínútu. Það er mögulegt að hann hafi orðið fyrir höggi inni í stýrishúsinu þegar báturinn fór yfir. Hann lendir á hvolfi þar inni og stýrishúsið er lítið og pabbi var þrek- vaxinn maður. Þá eru dyr stýrishússins einnig litlar og hugsanlegt að pabbi hafi átt erfitt með að komast út. — Hvað með þig Elín; gekk það vandræðalítið fyrir þig að komast upp á yfirborðið? Elín: Það gekk ekki nógu vel. Ég var alveg að komast upp þegar einhver hringsnúningur virtist koma frá bátnum og togaði mig niður aftur; þá varð ég hrædd. En sagði við sjálfa mig: „Ég skal ekki deyja núna“. Og loks tókst mér að klóra mig upp á yfirborðið. Magnús: Hræddur? Það er dálítið skrýtið en maður hugsar ekki beint um hræðslu á svona augnablikum. Maður hugsar ekki um það hvort maður sé í lifshættu eða ekki, eða hvort maður muni ef til vill deyja á næstu sekúndum. Ég hugsaði bara um að bjarga mér. Og svo að líta eftir Elínu og pabba. Elín: Ég varð bara hrædd þarna þegar ég sogaðist niður aftur. — Hvernig gekk ykkur að halda ykkur á floti í öldu- gangi og sjávarkulda og auk þess fullklædd og þyngri fyrir vikið? Magnús: Það gekk mjög vel. Við vorum algölluð, í lopapeysum og lambhúshettum og lágum stígvélum. En það var ekkert vandamála að halda sér á floti. Og fyrir kulda fundum við ekki fyrr en við vorum komin upp úr sjónum. — Hvað gerðist svo þegar þið höfðuð synt til föður ykkar? Magnús: Eins og ég sagði áðan þá sýndist mér fyrst sem hann hefði synt frá bátnum til að forðast iðuna en þegar ég náði honum þá var hann með andlitið í kafi og hefur sennilega verið með það þannig allan tímann og bara rekið frá bátnum. Elín: Mér fannst eins og pabbi svamlaði með hönd- unum fyrst en svo lá hann alveg hreyfingarlaus í sjón- um. Og þegar Magnús kom að honum og sneri honum við þá var hann helblár í framan. Magnús reyndi að halda honum uppi og synda með hann en hann gat það ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.