Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 17. desember 1983 íslensk bókamenning er verómæti EYSTEINN í ELDLÍNUNNI Skíðadcild KR tók nýja skíða- lyftu í gagnið á síðasta vetri. Sjón- varpað var frá vígslunni og alþjóð varð vitni að því, að tveir knálegir menn vippuðu sér í stólana og brunuðu upp. Annar aivanur Blá- fjalla- og Aipakappi, sonur glímu- kóngs og núverandi forsaetisráð- herra. Hinn á tæp þrjú ár í áttrætt. Saga Eysteins Jónssonar er svo einstæð að hreinni undrun sætir. Og fyrir þá, sem gaman hafa af þjóðmálum og þó sérstaklega því kyngimagnaða hugtaki „stjórnun efnahagsmála“ er hún hreinn reyf- ari. Ljóslifandi birtist lesandanum heljarglíma smáþjóðar við ömur- legustu atburði veraldarsögunnar, stríð og kreppu. En hún er líka vitnisburður um seiglu, þor og hæfileika til þess að sjá út úr sortanum, láta ekki bugast og end- anlega sigra þraut. Bæði sigur á þeim ógnaröflum, sem steðjuðu að utanfrá og enginn mannlegur mátt- ur hér uppá Fróni gat ráðið við. En ekki síður sigur þess, sem stendur í miðju iðukasti stjórnmálanna í öll- um þeim höggorustum sem harð- astar voru háðar, engetur samt met- ið andstæðingana. Það sem mesta athygli vekur þó við lestur ævisögu Eysteins Jóns- sonar er óvanaleg staða hans í stjórnmálasögunni og hvernig þess- ar tvær sögur fléttast saman. Eysteinn var þannig búinn að sitja á þingi í hvorki meira né minna en þrettán ár þegar menn á borð við Gylfa Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson stíga fyrst á þing. Eysteinn hafði setið nær áratug á þingi og þar lengst af sem ráðherra, þegar Bjarni Benediktsson settist á þing og efast þó enginn um það svipmót sem Bjarni setti á stjórn- mál aldarinnar. Einar Olgeirsson, sem yngri kynslóðinni finnst ábygg- ilega að hafi átt í rammaslag við íhaldið frá upphafi íslandsbyggðar, er fjórum árum yngri þingmaður en Eysteinn. Sjálfur Framsóknarjöfurinn Ólafur Jóhannesson, sem einnig er að senda frá sér bók um þessar mundir, var rétt að hefja sitt starf á Alþingi íslendinga, þegar beinum valdaferli Eysteins var að Ijúka. Og enn leikur Eysteinn sér á skíð- um. Ef þetta er ekki það sem gamla fólkið I sveitinni kallaði „að endast vel“, þá veit ég bara ekki hvað það er. Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrrum menntamálaráðherra Framsóknar, ferst sagnaritunin vel úr hendi. Sagan er t.d. furðanlega laus við allt kjördæmatos og má segja það í rauninni stórkostlegt, þar sem þeir Eysteinn þjónuðu svo lengi sama kjördæminu. Fyn'dni þeirra félaga nýtur sín ágætlega, ekki síst þar sem hún birtist í beinum tilvitnunum í ræður og rit á hverjum tíma. Fyrir áhugamenn um sagnfræði er bókin stórkostleg. Og þó fyrst fremst vegna vægi þeirra atburða sem um er fjallað og það á mæli- kvarða sögunnar. Eldlína Eysteins er nefnilega enginn smá sinueldur. Átökin eru við stríð og heims- kreppu og ágjöfin á þjóðarskútu Islendinga er vissulega mikil. Sá sem segir frá er einnig í brenni- punkti vandans, fjármálaráðherra þjóðarinnar og ritari leiðandi stjórnmálaflokks. Frásögnin af þessari miklu viðureign er því frá fyrstu hendi, og vandamál Eysteins eru svo innilega samofin vandamál- um heimsins að í bókahillunni mætti Eysteinn þess vegna standa með Roosevelt og Keynes. Þetta tímabil þeirra félaga hefur hlotið gífurlega fræðilega umfjoll- un og heil „náttúrulögmál" í hag- fræði hafa orðið til. Stórþjóðir hafa velkst í vafa hvað gera skal. Svo berjast menn uppá ísiandi við drauginn og tekist er á um hvort „slá eigi niður kaupgetuna" eða auka verklegar framkvæmdir, eins og Eysteinn og félagar vildu. Nú er alltaf þægilegt að vera vitur eftir á, sérstaklega þegar veröldin er búin að heyja heila heimsstyrjöld, til þess svona í og með að afsanna vitlausar kenningar í efnahagsmál- um. Svo eru auðvitað sjálfsagt margar leiðir að sama markmiði. En það er blátt áfram stórkostlegt að lesa það, að „stjórn hinna vinn- andi stétta" uppá íslandi skyldi ramba á þá lausn út úr vandanum, sem vissulega með fullum rétti má benda á sem einn möguleika til þess að lina hörmungar heimskreppunn- ar, — hefðu þeir Eysteinn og Keynes fengið að ráða svona tíu árum fyrr. Eysteinn valdist ungur til forystu. Sagt var að Jónas frá Hriflu hefði næmt auga fyrir góðum mönnum og m.a. átt ríkan þátt í að Eysteinn, Framhald á 21 síðu VERSTÖÐVUM, FISKIMIÐ, VIÐ- BÚNAÐUR VERTÍÐA OG SJÓ- FERÐA, RÓÐUR OG SIGLING, FLYÐRA, HAPPADRÆTTIR OG HLUTARBÓT, HÁKARL OG ÞRENNS KONAR VEIÐARFÆRI. í bókinni eru 361 mynd, þar af 30 prentaðar í litum. íi'itiuíh flríðtjitnssoii áslcmkiv **tiumvl)íctttv ! Föðurland vort hálft er hafió Lúðvfk Kristjánsson: ÍSLENSKIR S)Á\ARHCTTIR III Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu út 1980 og 1982 og eru stórvirki á sviði íslenskra fræða. Meginkaflar þessa nýja bindis eru: SKINNKLÆÐI OG FATNAÐUR, UPPSÁTUR, UPPSÁTURSGJÖLD, SKYLDUR OG KVAÐIR, VEÐUR- FAR OG SJÓLAG, VEÐRÁTTA í MENNINGARSJŒHJR SKÁLHOLTSSTfG 7— REYKJAVÍK — SÍMI 13652

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.