Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 19
Laugardagur 17. desember 1983 ;19 Félaear í blíðu oe stríðu: Þannig urðu Tommi og Jenni til... Þeir eru fjölmargir aðdáend- ur hinna sistríðandi félaga, katt- arins Tomma og músarinnar Jenna. Hinn óheppni köttur og þessi ómótstæðilega mús hafa barið sér leið inn - hug og hjörtu milljóna manna á öllum aldri. Kannanir hafa sýnt að á mánu- dagskvöldum safnast þúsundir íslendinga fyrir framan sjón- varpið til að lyfta brúnum með Tomma og Jenna. Þeir hafa slegist um áratuga- skeið, en mega þó hvorugur af hin- um sjá. En hvernig urðu þeir til? Upphafið má rekja til verkfræði- nema og bankastarfsmanns. William Hanna nam verkfræði og blaðamennsku, en árið 1931 breytti hann algjörlega um stefnu er hann lét undan teiknimyndaástríðu og stundum er það músin Jenni Hve glöggur ertu? Það eru fimmtán hlutir- hvorki meira né minna-sem ekki eru eins á myndunum tveimur. Ef þú getur fundið þá alla, þá ertu bara býsna snjall og athyglisgáfan í lagi. Ef þú kemst ekki upp fyrir tíu, þá ætt- irðu að láta athuga sjónina og ef þú finnur bara fimm mismunandi hluti, þá er eitthvað að.. Stundum er það kötturinn Tommi sem.hefur betur.... sinni og gerðist aðstoðarmaður hjá fyrirtækinu „Harman and Ising“. Þar starfaði hann til 1937, er hann fékk starf hjá Metro Goldwin Mey- er, þar sem Fred Quimby sat við stjórnvölinn. í fyrstu var sá ekkert hrifinn af framlagi Hanna. Sam- tímis var Joseph Barbera að klífa metorðastigann í teiknimynda- heiminum, en hann hafði þó ætlað sér stóra hluti i bankakerfinu. Hanna og Barbera hófu þá sam- starf sem reyndist einstaklega ár- angursríkt. „Puss gets the boot“ var fyrsta verk þeirra. Það átti upphaflega að vera stök teiknimynd og stjórinn Quimby átti erfitt með að sjá húm- orinn á bak við sífellda rimmu katt- ar og músar. En teiknimyndin varð strax með eindæmum vinsæl og var útnefnd til eftirsóknarverðustu verðlaunanna. Jólanótt Þriðja Tomma og Jenna teikni- mynd Hanna og Barbera var „Jóla- nótt“ og var sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum um jólin 1941. Meðal æstra teiknimyndaaðdáenda er þessi mynd almennt talin til hinna örfáu perla í sögu teikni- myndanna. Vinsældir Tomma og Jenna eru óvéfengjanlegar,‘þó sumir setji fyrir sig hversu rimmá þeirra er rík af of- beldi á köflum. Rétt er það að oft er hart barist og þess má í framhjá- hlaupi geta, að könnun sem nýverið var gerð í Bandaríkjunum leiddi í ljós að af þeim 10 teiknimyndaþátt- um sem þóttu hvað ofbelisfyllstir lentu þeir félagarnir í 9. sæti. 8 aðrir teiknimyndaþættir þóttu ofsa- fengnari og í fyrsta sæti var félagi sem aldrei hefur skemmt íslenskum sjónvarpsáhorfendum — Bugs Bunny. HYDRIX fyrir þurra húð Hydrix er létt dagkrem sem virkar og gefur húðinni nauðsynlegan raka. Húðin verður mjúk og eftirgefanleg. Það er notaleg tilfinn- ing og mjög góð vörn gegn okkar veðráttu. Hydrix rakakrem fást bæði lituð, ólituð og mött. LANCÖME PARIS Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavík — Iceland

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.