Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. desember 1983 17 Einn Bandaríkjamannanna sagði mér, að við værum á leið til Reykjavíkur, á Borgarspítalann. Elín: Ég vissi aftur á móti ekkert hvert við vorum að fara og þvi hafði ég enga hugmynd um hvar við vorum þegar þyrlan lenti. Ég vildi standa upp og ganga út úr þyrlunni en þeir bönnuðu mér það og lögðu mig á bör- ur. Ég var bókstaflega reyrð niður á börurnar og gat því ekkert séð hvar ég var þegar ég var borin inn á Borgar- spítalann. Það var ekki fyrr en ég var komin þar inn að ég áttaði mig á því hvert ég var komin. Þeir hafa líklega haldið að ég fengi kast eða eitthvað og þess vegna viljað hafa mig bundna. En það var ekkert að mér. Ég hefði vel getað gengið frá þyrlunni. Magnús: Við vorum strax drifin þarna inn á stofu og dúðuð teppum og síðan hitamæld. Við vorum bæði inni á sömu stofunni, aðeins laust skilrúm á milli. Við fengum líka fljótlega mjólk og eitthvað að borða. Elin: Ég vildi strax fá að fara heim. — Vissuð þið hvort mamma ykkar hefði fengið frétt- ir af ykkur? Elín: Nei, við vissum ekkert um það. En ég bað fljót- lega um að fá að hringja. Og fékk það. Hringdi úr her- bergi þarna rétt við. hringdi í mömmu. Spurði hana hvort hún væri búin að frétta þetta. Já, sagði hún. Þá var klukkan um hálf þrjú um daginn. Svo kom í ljós síðar að lengi vel vissi mamma ekki hvert okkar þriggja hefði farið. Hún fékk bara að vita, að eitt okkar hefði drukknað og tvö komist af. Hún hélt ekki að það hefði verið pabbi. Henni datt helst í hug, að það hefði verið ég. Þannig var það líka hjá krökkunum fyrir vestan — í Rifi, sem fengu óljósar fréttir af atburðum í fyrstu. Það héldu allir þar að ég hefði dáið, én pabbi og Magnús komist af. Við brotnuðum báðar — Guðbjörg Haraldsdóttir, hvenær fékkst þú vitneskjú um það sem gerst hafði? Guðbjörg: I útvarpsfréttúnum klukkan 10 þennan morgun og í hádegisfréttunum heyrði ég að bátur hefði farist á þessum slóðum. En það hvarflaði ekki að mér að það væru mín börn og minn maður sem lent hefðu í þeim háska. Ég reiknaði með því, að þau yrðu úti á sjó um nóttina, þannig að ég hafði enga ástæðu til að ótt- ast um þau. En svo er það að frænka mín ein sem býr fyrir vestan bankar upp á hjá mér klukkan kortér fyrir eitt. Ég sá strax á þessari frænku minni að eitthvað var að. Og þá skyndilega áttaði ég mig; það var báturinn okkar sem var týndur. Þessi frænka mín hafði haft tal af þeim hjá Slysa- varnafélaginu og þeir báðu hana að segja mér hvað gerst hefði. Hins vegar var hún beðin um að segja mér ekki hvert þeirra þriggja hefði farist. Að svo stöddu átti hún bara að segja mér að eitt þeirra þriggja hefði farist. Það var gert til þess að ég hefði tíma til að átta mig. Og frænka mín gerði þetta. En þetta átti alls ekki að gera. Ég æddi um alveg óð og spurði í sífellu: Hver? í tæpa tvo klukkutíma var ég í þessari óvissu. Það var það erfiðasta. Að vita að tveir eða tvö hefðu komist lífs af en ekki hvert þeirra. Ég fékk ekki að vita hverjir hefðu bjargast fyrr en Elín hringdi til mín af spítalanum. Við Elín gátum eiginlega ekkert talað saman í síman- um. Við grétum bara. Við brotnuðum báðar. Ég var ekki með sjálfri mér. Mér fannst ég hafa tapað svo miklu. Ég hugsaði bara um það eitt til að byrja með. Áfallið var svo mikið. Þegar ég fór svo aðeins að jafna mig þá þakkaði ég fyrir það að hafa þó heimt þau heil, Magnús og Elínu. Elín: Já, þetta var erfitt símtal við mömmu. Síðan hringdi ég líka til Hornafjarðar í kærasta minn sem vann þar. Hann vissi ekki hvort ég hefði komist lífs af fyrr en hann heyrði í mér þarna í simanum. En eftir að hann heyrði í mér, þá rauk hann strax af stað til Reykjavíkur. Fór á puttanum og var kominn til mín til Reykjavíkur um kvöldið. Magnús: Við vorum beðin að staldra við á spítalan- um nokkra stund, þótt í ljós hefði komið að við vorum bæði heil heilsu. Og það var allt í lagi að okkur fannst, því við höfðum raunverulega engan stað til að fara á. Við vorum Iyklalaus og komumst því ekki inn heima. Mamma var enn fyrir vestan en kæmi í bæinn um kvöldið. En svo fengum við lásasmið og hann gat opnað fyrir okkur. Við vorum komin heim klukkan hálf sjö um kvöldið og á undan mömmu. Þegar við komum þangað fórum við Elín strax inn í sitt herbergið hvort. Þá reyndi ég að gráta. En ég gat ekki grátið. Ég var svo lengi að átta mig á því, hvað hefði í raun gerst. Áfallið kom síðar. Tilfinningarnar komu ekki upp á yfirborðið hjá mér fyrr en ég fékk mér í glas í fyrsta skipti eftir atburðinn. Það gerði ég nokkrum vikum seinna. Þá brotnaði ég alveg niður. Var inni á ballstað þegar það gerðist. Gekk þá heim til bróður míns, Hartmanns, og jafnaði mig þar. Elín: Magnús lætur aldrei tilfinningar sínar í Ijós. Magnús: Það var bara aldrei tími til að leyfa tilfinn- ingunum að komast að allan þennan tíma. Við vorum alltaf upptekin við annað. — Hefur þessi sameiginlega lífsreynsla ykkar systkinanna fært ykkur nær hvort öðru? Elin: Það hefur fært okkur nær hvort öðru. Já, við erum samrýndari. Guðbjörg: Þetta slys hefur breytt miklu í þessum efn- um. Þau gera eiginlega allt hvort fyrir annað. Áður kom þeim stundum illa saman, eins og ekki er óalgengt meðal systkina. Eftir slysið eru þau sem eitt. Samband þeirra er miklu nánara en fyrr. Þau vita að hefðu þau ekki staðið saman þegar slysið gerðist, þá hefðu þau ekki komist af. Sú vitneskja bind- ur þau traustum böndum. — Hafið þið farið á sjó eftir atburðinn? Magnús: Éiginlega ekki; bara með Akraborginni. En mig langar á sjó. Elín: Mig Iíka. Guðbjörg: Ég er ekkert ánægð með að þau fari aftur á sjó. Ég vil að þau fari aldrei aftur á sjó. Það er erfitt að vera án Óla — Hefur slysið breytt lífsviðhorfi ykkar? Magnús: Já, hvað mig snertir. Þetta hefur breytt Iífs- viðhorfi minu mikið. Ég lifi meira en áður fyrir líðandi stund. Gef mér tíma til að njóta lífsins og vil fá eins mikið út úr hverri stund og kostur er. Áður en þetta gerðist, þá reyndi ég að spara og halda í við mig á ýmsum sviðum. T.d. átti ég ekki bíl, en lang- aði mikið til að eignast einn. En fannst það vera peningasóun. Núna er ég hins vegar búinn að kaupa mér „átta gata“ bil. Ég veit að það er peningasóun en ég hef gaman af því að eiga svoleiðis bíl. Og af hverju ætti ég þá ekki að láta það eftir mér? Ég reyni að fá eins mikið út úr lífinu og ég get. Reyni að njóta þess meðan ég get. — Guðbjörg, finnst þér að börnin þín hafi þroskast mikið þetta siðasta ár, eftir að slysið varð? Guðbjörg: Þau hafa þroskast. Þó hafa þau ekki breyst mikið. Það er furða hvernig þeim hefur tekist að komast yfir þennan atburð án þess að hafa hlotið ör. Ég er ánægð með að þau skuli ekki hafa brotnað. Sumir hefðu ekki þolað allt þetta álag, sem þau hafa þurft að ganga í gegnum. Ég sjálf hef átt erfiðara með að taka þessu. Sorgin er alltaf til staðar. Að hann Oli skuli hafa þurft að fara svona ungur. Eftirsjáin er mikil. Ég er einmana, þótt ég eigi börnin mín að. Það er erfitt að vera án Óla. Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öölast vilja réttindi sem skjal- þýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í febrúar n.k., ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skal senda dóms- og kirkju- málaráðuneytinu fyrir 6. janúar 1984 á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Við innritun í próf greiði próftaki gjald, er nemur helmingi gjalds fyrir löggild- ingu til að verða dómtúlkur og skjalþýð- andi. Gjaldið, er óafturkræft, þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. des- ember 1983. ÚTBOÐ Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum í EIMA 200; pípulagnir, pallao.fl., fyrir verksmiðju sínaá Reykjanesi. Verkið skal vinnast fyrri hluta ársins 1984. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Sjó- efnavinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Vermi h.f., Höfðabakka 9, Reykjavík, gegn 1.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Vermi h.f. föstudaginn 6. janúar 1984, kl. 11.00 f.h. FUJ í Reykjavík Jólagleðin verðurhaldin n.k. laugardagskvöld 17. desember kl. 20.30 I félagsmiðstöð SUJ að Hverfisgötu 106 A, þriðju hæð. Komum öll Stjórnin 124... 425... 126... 127...428... 429... 130...«1... Borgarmálaráð alþýðu- flokksins í Reykjavík. Borgarmálaráðið er kvatt saman til fundar m.k. mánu- dag 19. desmeber kl. 17 á venjulegum fundarstað að Austurstræti 16, efstu hæð. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun borgarinnar 1984. 2. Kosning í trúnaðarstöður. 3. Önnur mál. Vinsamlegast mætið vel og stundv-íslega. Formaður. Styðjið mannréttindabaráttu í El Salvador og Mið-Ameríku Við söfnum fé til barnahjálpar í Mið-Ameríku Mannréttindanefnd El Salvador Greiða má inn á spb. 101-05-16500 Landsbanka íslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.