Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 12

Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 12
                                                                           !          "  #      $    %   !      "#    !  $     &      '      %&  %                                      !         "                         hefur Eyjabökkum verið bjargað, en um leið er miklu fórnað norðan jökla, bæði í byggð og óbyggð, ef ráðist verður í Kárahnjúkavirkjun sem ekki er boðleg framkvæmd að mínu mati.“ Sáttir frá borði „Við Hjörleifur Guttormsson og Jóhann Már Maríusson, yfirverk- fræðingur Landsvirkjunar, komum fram með þá tillögu að lausn sem friðun Þjórsárvera byggist á,“ upp- lýsir Vilhjálmur Lúðvíksson. „Þar eru verin friðuð en veitt undanþága til Landsvirkjunar um gerð miðlun- arlóns í allt að 581 metra hæð. Þetta var talið skerða verin óverulega. Við komumst að þessari niðurstöðu í sameiningu. Fyrirvari var þó um að rannsóknir leiddu ekki í ljós eitthvað alvarlegt vanmat á áhrifum þess mannvirkis.“ Jóhann Már Maríusson, núver- andi aðstoðarforstjóri Landsvirkj- unar, rifjar upp að hann hafi hafið störf hjá Landsvirkjun þegar deilan stóð sem hæst. „Ég hafði verið að vinna við eftirlit í Búrfellsvirkjun fyrir Harza, bandaríska hönnuði virkjunarinnar, og kom inn í Lands- virkjun árið 1970 eða akkúrat þegar málið var eiginlega komið í hnút á milli Landsvirkjunar og Náttúru- verndarráðs. Menn setjast síðan nið- ur og leggja allt kapp á að finna við- unandi lausn á vandanum. Eftir talsverðar umræður var Kvíslaveitu- hugmyndin svo komin upp á borðið. Hugmyndin var reyndar komin fram áður. Höfundur hennar er Haukur Tómasson jarðfræðingur og er hann enn starfsmaður Orkustofnunar. Kvíslaveituleiðin virtist að vel athug- uðu máli ekkert óálitlegur kostur frá virkjunarsjónarmiði. Að vísu fylgdi henni sá galli að flytja þurfti vatn frá óeldvirku svæði yfir á eldvirkara svæði en þeim flutningi þótti ekki fylgja svo mikil áhætta að ekki væri viðunandi.“ Jóhann Már segir að ekki hafi ver- ið erfitt að fá náttúruverndarsinna til að samþykkja undanþáguna um lónshæðina. „Hin eiginlegu Þjórsár- ver sluppu náttúrlega,“ segir hann. „Þess vegna held ég að menn hafi all- ir verið ósköp ánægðir og gengið sáttir frá borði. Auðvitað tók tals- verðan tíma að jagast um málið áður en lausnin fannst og á ferlinum kom hin svokallaða SINO-nefnd inn í málið. SINO var samstarfsnefnd iðn- aðarráðuneytisins, náttúruverndar- ráðs og orkufyrirtækja.“ Vilhjálmur staðfestir að Lands- virkjun hafi ekki mótmælt friðuninni þegar hún var ákveðin, þrátt fyrir að um gífurlegt hagsmunamál væri að ræða. „Þess vegna er ekki hægt að tala um að Landsvirkjun hafi pínt Náttúruverndarráð til þess að hafa undanþágu fyrir miðlunarlón í frið- uninni. Frekar má segja að Náttúru- verndarráð hafi náð samkomulagi við Landsvirkjun þar sem staða ráðsins var mjög veik en hagsmunir Landsvirkjunar mjög miklir. Þá var sú staðreynd öllum ljós að hálend- ismiðlanir eru forsenda þess, að hægt sé að virkja jökulár landsins með hagkvæmum hætti.“ Vilhjálmur rifjar upp að nokkrir harðir virkjanamenn hafi gert lítið úr náttúruverndarsjónarmiðum á 7. og 8. áratugnum. „Þeir bentu á að gerð miðlunarlóns í Þjórsárverum væri hagkvæmasti virkjanakostur- inn í landinu. Það viðhorf var hins vegar ekki ríkjandi hjá Landsvirkj- un síðar, til dæmis um 1980 þegar samstaða náðist í málinu. Þá sýndu forsvarsmenn Landsvirkjunar mál- inu mikinn skilning.“ Vilhjálmur segir að Náttúru- verndarráð hafi viljað leita viðunandi lausna vegna þarfa raforkukerfisins fyrir frekari orkuvinnslu. „Við ætl- uðum okkur ekki að standa í vegi fyrir nýtingu umhverfisvænna orku- linda í landinu.“ Áðurnefnd ráðgjafanefnd frá árinu 1981 hefur fengið nafnið Þjórs- árveranefnd í frétt í Morgunblaðinu í byrjun ársins 1999. Þar er rifjað upp að nefndinni hafi verið falið að meta hvort framkvæmd Norðlingaöldu- lóns með yfirborð við 581 m y.s. rask- aði óhæfilega náttúruverndargildi Þjórsárvera. Reifað er að forsendur nefndar- innar til að meta áhrif lóns við Norð- lingaöldu hafi tekið nokkrum breyt- ingum frá því að hún tók til starfa árið 1981. Hugmyndir um 6. áfanga Kvíslaveitu hafi komið inn í myndina og haft töluverðar breytingar í för með sér. Með honum yrði vestustu Þjórsárkvíslum veitt í Kvíslaveitu í stað þess að þær myndu renna í gegnum Þjórsárver eða Norðlinga- öldulón. Samdóma álit nefndarinnar sé að framkvæmd 6. áfangans og lóns við Norðlingaöldu með yfirborði í 581 m y.s. sé ekki raunhæfur kost- ur. Landsvirkjun, sem eigi fulltrúa í nefndinni, hafi því hafið athuganir á öðrum möguleikum. Í fréttinni segir Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirkjunar og fulltrúi fyrirtæk- isins í Þjórsárveranefnd, að þrír kostir komi helst til álita, þ.e. að lækka yfirborð lóns við Norðlinga- öldu, að dæla vatni úr Norðlingaöld- umiðlun og yfir í Kvíslaveitu þar sem hún fellur til Þórisvatns eða hverfa frá hugmyndinni um Norðlingaöldu- veitu og gera þess í stað minna inn- takslón neðar í farvegi Þjórsár. Enda þótt Helgi dragi taum fyrsta kostsins í fréttinni kemur þar fram að allir kostirnir þrír séu í athugun. Munar um hvern metra Af fréttaflutningi má síðan ráða að Landsvirkjun hefur einkum beint sjónum sínum að áhrifum ferns kon- ar lónshæðar á náttúrufar á svæð- inu, þ.e. 581 m y.s., 579 m y.s., 578 m y.s. og 575 m y.s. Enda þótt sex metra munur á lægsta og hæsta lónsstæðinu virðist ef til vill ekki mikill í fyrstu, sýna rannsóknir Landsvirkjunar og fleiri fram á gríð- arleg áhrif jafnvel minnstu yfir- borðshækkunar í flatlendinu. Þannig gerir Landsvirkjun ráð fyrir að lóns- hæð upp á 581 m y.s. myndi fara yfir hreiðurstæði u.þ.b. 573 heiðargæsa- para eða um 8% af þeim stofni sem verpir á þessum slóðum og elur ung- viði sitt. Samsvarandi tölur fyrir 579 m y.s. er 365 hreiðurstæði eða 5% stofnsins. Ef farið er einum metra neðar fer fjöldi hreiðurstæða niður í 239 eða 3,3%. Miðað við lægstu mögulegu lónshæð eða 575 m y.s. yrði óverulegur fjöldi hreiðurstæða undir vatnsborðinu. Norðlingaölduveita í 575 m Landsvirkjun kynnti skýrslu sína um mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu sl. vor. Þar er talað um að Norðlingaölduveita feli í sér að Þjórsá verði stífluð austan við Norðlingaöldu og myndað 29 km² lón, Norðlingaöldulón, með vatnsyf- irborði í 575 m y.s. Vatni verði síðan dælt um 13 km löng göng yfir í Þór- isvatnsmiðlun. Á blaðamannafundi vegna skýrsl- unnar benti Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, á að fyrirhug- aðar framkvæmdir væru 6 m neðar en undanþáguákvæðið um 581 m y.s. gerði ráð fyrir árið 1981. Ástæðan fyrir því væri að Landsvirkjun gerði sér grein fyrir að svæðið væri mjög viðkvæmt og vilji væri fyrir því að gera allt sem hægt væri að gera til þess að draga úr stærð lónsins þann- ig að það rýrði ekki gildi Þjórsár- vera. Í niðurstöðum kemur fram að matsvinna Landsvirkjunar hafi leitt til þess að tilhögun framkvæmda hafi verið breytt verulega til að draga úr eða koma í veg fyrir alvar- leg neikvæð umhverfisáhrif. „Að mati framkvæmdaraðila er niðurstaða mats á umhverfisáhrifum að með Norðlingaölduveitu með lón í 575 m y.s. haldi friðland Þjórsárvera einkennum sínum og að breytingar verði ekki á forsendum fyrir tilvist veranna. Þar með telur Landsvirkj- un að sýnt hafi verið fram á með rök- studdum hætti að nýting og verndun Þjórsárvera fari saman og sé í sam- ræmi við þá stefnumörkun ríkisins sem kemur fram í auglýsingu nr. 507/1987 um friðlýsingu Þjórsárvera og nýtingu svæðisins.“ Tvær fylkingar Skemmst er síðan að minnast úr- skurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu frá því í liðinni viku. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fellst stofnunin með skilyrðum á tvo kosti, þ.e. lón í 575 og 578 m y.s. Á hinn bóginn er hafnað lóni í 581 m y.s. Landsvirkjun hefur fagnað úrskurð- inum. Jóhann Már hrósar Skipulags- stofnun fyrir fagleg vinnubrögð. „Lengi vel vorum við vonglaðir um að 581 m y.s. væri í lagi. Síðan hafa farið fram áratuga rannsóknir og að þeim loknum þóttumst við vissir um að 581 m y.s. væri enn í lagi. En þeg- ar menn fóru að tala saman varð ljóst að það myndi ekki nást sátt um það svo við fórum þá að reyna að ná ein- Friðlýsing með und- anþágu Vilhjálmur: „Við vorum að tengja efnahagslegan og félagslegan raun- veruleika saman við náttúruvernd, það var vinnulagið hjá okkur.“ Jóhann Már: „Hin eiginlegu Þjórsárver sluppu náttúrlega. Þess vegna held ég að menn hafi allir verið ósköp ánægðir og gengið sáttir frá borði. “ Hjörleifur: „Ég skipti ekki um ham við að gerast iðnaðarráðherra. Ég studdi samkomulag Náttúru- verndarráðs og Landsvirkjunar árið 1981 um friðun Þjórsárvera. Það varð að leggja eitthvað undir til að ná samkomulagi.“ 12 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þjórsárver hafa ekki farið varhluta af uppblæstri á hálendinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.