Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 32

Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 32
32 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ 18. ágúst 1992: „Þegar litið er til þeirra miklu hagsmuna, sem Ísland hefur af því, að EES-samningurinn gangi í gildi um næstu áramót eins og að er stefnt, vekur það furðu, að forystumenn stjórn- arandstöðunnar skuli láta í veðri vaka að það sam- komulag, sem gert var um af- greiðslu málsins á Alþingi síð- astliðið vor standi ekki lengur. Þetta kom fram í bréfi Alþýðubandalagsins, Fram- sóknarflokksins og Kvenna- listans til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í seinustu viku. Í fyrsta lagi telur stjórn- arandstaðan að EES- samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrá og telur ekki unnt að ljúka fyrstu umræðu á Alþingi um samninginn nema ríkisstjórnin gefi fyr- irheit um stjórnarskrárbreyt- ingu. Af torskiljanlegum ástæðum tekur stjórnarand- staðan ekki mark á áliti fjög- urra sérfróðra lögfræðinga, sem tekið hefur af allan vafa um það, að samningurinn samræmist stjórnarskránni í einu og öllu. Það er líka sér- kennilegt að heyra Ólaf Ragnar Grímsson og Stein- grím Hermannsson tala um að EES-samningurinn brjóti stjórnarskrána. Þessir menn leiddu ríkisstjórnina, sem hóf samningaviðræðurnar um EES og stóð að þeim einhuga. Í þeim samningaviðræðum komu öll meginatriði núver- andi samnings mjög fljótlega upp á yfirborðið. Kröfur beggja aðila, Fríverzl- unarsamtaka Evrópu og Evr- ópubandalagsins, varðandi stofnanahluta samningsins lágu fyrir löngu áður en Steingrímur og Ólafur Ragn- ar létu af ráðherraemb- ættum.“ . . . . . . . . . . 18. ágúst 1982: „Alþýðu- bandalagið hefur ákveðið þátttöku í allt að 10% verð- bótaskerðingu launa í lok þess verðbótatímabils, sem hefst 1. september nk. Þar of- an í kaupið hefur Alþýðu- bandalagið ákveðið, til að herða enn betur á sultaról- inni, að fresta verðbótum á laun, sem koma áttu til greiðslu 1. desember nk., um mánuð, eða til 1. janúar nk. Þetta er gert á þann hátt, að verðbótatímabil, sem nú eru fjögur á ári og þrír mánuðir hvert, verða aðeins þrjú en mánuðinum lengri. Þetta þýð- ir, að launþegar verða að bera verðhækkanir, sem verðbólga vinstri stjórnsýslunnar hefur í för með sér, óbættar, mán- uði lengur hér eftir en hingað til. Þannig verður „kjara- skerðingin“ þyngri í raun en sem svarar verðbótaprósent- unum, sem hrifsaðar verða af launþegum með stjórnvalds- ákvörðun, þvert á gildandi kjarasamninga. Þegar þessi áform ráðherra Alþýðubandalagsins, höfunda slagorðanna „kosningar eru kjarabarátta“ og „samn- ingana í gildi“, hafa verið framkvæmd, stendur aðeins eftir helft þeirra verðbóta á almenn laun í landinu sem gildandi kjarasamningar stóðu til.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í REYKJAVÍKURBRÉFI fyrir viku var fjallað nokkuð um skipulag mið- borgarinnar og framtíð hennar. Þar var sérstaklega vikið að Laugaveg- inum og niðurstöðum starfshóps um endurmat á deiliskipulagi við Banka- stræti og Laugaveg en svo virðist sem sátt hafi tekist um tillögur sem virðast falla ágætlega að sérkennum reykvískr- ar byggðar og umræðu um íslenskt borgarlands- lag. Ekki var þó mikið vikið að hafnarsvæðinu sem er þó það svæði sem líklega hefur sett mestan svip á Reykjavík frá upphafi vega. Í nánustu framtíð er fyrirhuguð þar mikil uppbygging sem varðar alla borgarbúa auk þess sem hún helst í hendur við nauðsynlega uppbyggingu þeirrar líf- æðar sem Laugavegurinn á að vera miðbænum. Ef horft er yfir farinn veg er ljóst að höfnin hef- ur ekki einungis verið hreyfiafl atvinnulífsins í Reykjavík um margar aldir, heldur hefur hún einnig verið ríkur þáttur í daglegu lífi Reykvík- inga. Lýsingar þeirra fjölmörgu sem lýst hafa uppvexti sínum í elsta hluta Reykjavíkur í gegn- um tíðina bera vott um að höfnin hafi ætíð haft ómótstæðilegt aðdráttarafl við leik og starf, og nægir að nefna fræga íslenska barnasögu, „Gvendur Jóns og ég“ eftir Hendrik Ottóson sem dæmi um það. Bókin kom út þegar Reykja- vík stóð á þeim tímamótum þar sem með sönnu var hægt að segja að hún væri að breytast úr bæ í borg, og mótaðist sá heimur sem lýst er í sög- unni af þeirri ljúfu fortíðarþrá sem oft á tíðum einkennir viðhorf okkar allrar til bernskuslóð- anna. Slík fortíðarþrá er ætíð ríkur þáttur í um- hyggju okkar fyrir þeirri borgararfleifð sem um- kringir okkur, en hún má þó ekki koma í veg fyrir að umbætur sem breyta ásýnd borgarinnar eigi sér stað. Um þessar mundir stendur Reykjavík á álíka mikilvægum tímamótum sem ráðið geta úrslitum um hvort hún þróast úr þeirri borg sem hún nú er í þá heimsborg sem hún þarf að verða til að vera samkeppnisfær við aðrar borgir bæði gagnvart þjóðinni sjálfri og erlendum gestum. Af þeim sökum er vert að hafa í huga að þær breytingar sem verið er að vinna að núna eiga eftir að móta umhverfi kom- andi kynslóða og jafnframt er áríðandi að sú um- ræða sem nú á sér stað miði að því að brúa með farsælum hætti bil fortíðar og framtíðar. Hafnarsvæðið, menning og lífsafkoma Þótt verslun og við- skipti hafi leitað út fyrir miðborgina á síðustu 15 árum eða svo, á menningar- starfsemi af ýmsu tagi enn mjög traustar rætur í miðborginni og virðist fremur eflast en hitt. Þar er ekki einungis um að ræða rótgrónar stofnanir, heldur má einnig líta á þá öflugu dagskrá sem boðið er upp á í dag, laugardag, undir formerkjum Menning- arnætur, sem einn fjölmargra þátta sem stuðlað hefur að menningarlegri ímynd miðborgarinnar á síðustu árum. Dagskrá menningarnætur er orðin mjög viðamikil og óhætt er að fullyrða að allir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi, enda stefnt að því að ungir sem aldnir geti átt skemmtilegar og fróðlegar stundir í hjarta mið- borgarinnar. Þær þúsundir manna sem leggja leið sína í miðborgina á þessum degi eru að sjálf- sögðu að styrkja tengsl sín við höfuðborgina, en það er mjög mikilvægt til þess að halda viðhorfi borgarbúa í jákvæðum farvegi. Sömuleiðis má telja víst að sá mikli fjöldi fyrirtækja og stofn- ana sem tekur þátt í dagskrá Menningarnætur bendi eindregið til þess að fjölbreytt menningar- starf eigi framtíð fyrir sér á þessu svæði en það er höfuðborginni mikill vegsauki, ekki einungis gagnvart þeim sem hér búa, heldur einnig gagn- vart þeim er sækja landið heim. Hefðbundin menningarstarfsemi á vegum borgarinnar hefur í auknum mæli verið að fær- ast nær höfninni, en ekki er langt síðan Borg- arbókasafnið og Listasafn Reykjavíkur í Hafn- arhúsi opnuðu dyr sínar fyrir almenningi á Grófarsvæðinu. Fyrirhuguð bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn í samvinnu Reykjavíkurborgar og ríkisins er einhver stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í á þessu svæði og ljóst er að bundnar eru miklar vonir við að vel takist til að tengja þá fjölþættu starfsemi sem þar á að fara fram miðborginni sem heild. Guðni Tyrfingsson, einn þeirra arkitekta sem hlut áttu að þeirri tillögu sem í janúar sl. hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um þessa miklu uppbyggingu, sagði af því tilefni að hann teldi að tónlistar- og ráðstefnuhús ásamt hóteli við höfn- ina gæti hamlað gegn neikvæðri þróun í mið- borginni og m.a. komið í veg fyrir að verslun og þjónusta færist í enn meira mæli en orðið hefur í úthverfin. „Með öflugu menningarlífi og bættri þjónustu má snúa þessari þróun við og tónlistar- og ráðstefnuhús ásamt hóteli, kaffihúsum og margs konar annarri þjónustu verður aðdrátt- arafl. Höfn, atvinnustarfsemi og þjónusta eiga að geta búið saman,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið. En eins og fram kom í ritstjórn- argrein hér í blaðinu 24. janúar sl. er fjallaði um þetta málefni „þarf ekki að orðlengja hversu mikilvægt það er að í miðborg þrífist virkt mannlíf að degi til, sem eðlilegt mótvægi við það blómlega næturlíf sem nú er drjúgur þáttur í miðborgarbragnum“. Í erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt á ráðstefnunni „Framtíð ráð- stefnuhalds á Íslandi“ sem haldin var í vor, kom fram að kannanir Ferðamálaráðs gefi til kynna að hingað komi tæplega 40.000 gestir á ári til að sækja ráðstefnur og fundi. Þessir gestir skila allt að 3,7 milljörðum í gjaldeyristekjur á ári ef miðað er við árið 2000, svo ljóst er að hér er um umtalsverðan markað að ræða. Borgarstjóri benti á að ráðstefnu- og fundamarkaðurinn sé jafnframt talinn hvað ræktarlegasti geirinn inn- an ferðaþjónustu í heiminum. Ingibjörg Sólrún vék í framhaldi af því að framkvæmdum við fyr- irhugað ráðstefnu- og tónlistarhús, og sagði „aukin umsvif á sviði alþjóðlegra ráðstefna og sýninga hafa jákvæð áhrif á aðrar atvinnugrein- ar. Ráðstefnuhúsið færir okkur því ekki einungis dýrmæta ferðamenn – heldur er það einnig vett- vangur fyrir gríðarlega mikinn innflutning á þekkingu fyrir íslenskt atvinnulíf – vilji það nýta sér tækifærið – og opnar nýja gátt að alþjóð- legum tengslum. Fyrirhuguð uppbygging á Austurbakka mun án efa einnig marka þáttaskil fyrir miðborg Reykjavíkur og veita inn í hana auknu lífi og krafti. Kraftmikil miðborg er svo aftur mikilvægt aðdráttarafl fyrir borgarbúa jafnt sem ferðamenn [...].“ Þau margföldunarhá- hrif sem borgarstjóri dregur hér fram eru mjög mikilvæg og ljóst að ef vel tekst til mun hafn- arsvæðið halda áfram að vera hreyfiafl reyk- vísks atvinnulífs um ókomna framtíð, jafnvel þótt hefðbundið hlutverk hafnarinnar sjálfrar eigi eftir að breytast eitthvað í tímans rás eftir því sem aðrar hafnir í Reykjavík þróast. Eðlilegt flæði milli ólíkra þátta Umræðu um bygg- ingu og hlutverk tón- listar- og ráðstefnu- húss má þó ekki aðskilja frá uppbygg- ingu á hafnarsvæðinu í heild, því forsendan fyrir því að slík stórfram- kvæmd heppnist er að vel takist að tengja hana annarri starfsemi og búsetu í næsta nágrenni svo flæðið á milli allra þeirra ólíku þátta sem gera miðborgina eftirsóknarverða sé ekki rofið heldur eflt. Óhætt er að fullyrða að sú tenging sem verðlaunatillagan um skipulag tónlistar- og ráðstefnuhúss á Austurbakka gerir ráð fyrir, þ.e.a.s. í gegnum göng undir Geirsgötu, sé helsti veikleiki hennar. Mun æskilegra væri að Lækj- artorg tengdist Austurbakkanum og starfsem- inni þar með eðlilegum og auðveldum hætti og fengi þannig aftur sitt gamla hlutverk sem mik- ilvægur og líflegur hlekkur á milli Laugavegs og hafnarinnar. Því verður þó ekki komið auðveld- lega til leiðar á meðan Geirsgatan skilur torgið – og reyndar miðborgina alla – frá hafnarsvæðinu. Pétur Ármannsson arkitekt lét í ljós þá skoð- un í umfjöllun um framtíð miðborgarinnar hér í blaðinu í vor, að svigrúm væri til að koma ný- byggingum fyrir á svæðinu fyrir neðan Arnarhól við Kalkofnsveg til móts við tónlistarhúsið. Hann benti á að þarna færi mikið land undir gatnamót og umferðareyjar sem mætti útfæra á annan hátt. „Ef menn tækju þá ákvörðun að setja Geirsgötu í stokk undir þetta svæði eða undir hafnarmynnið, ef það er talið raunhæft, þá væri hægt að byggja þarna nýja og fallega mið- borgarbyggð með íbúðum á efri hæðum húsa en mikil eftirspurn er eftir nýju íbúðarhúsnæði í miðborginni. Þarna mætti einnig koma fyrir kvikmyndahúsi, listaháskóla og fleiri stofnunum sem ekki hefur verið rúm fyrir í miðbænum. Þá værum við á þessu svæði ekki aðeins að byggja tónlistarhús heldur heilt hverfi í kringum tón- listarhúsið sem nyti góðs af þeirri miklu fjárfest- ingu og öfugt.“ Pétur talar hér fyrir munn fjöl- margra aðila sem láta sig skipulagsmál varða, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndin er viðruð. Nú, þegar til stendur að hefjast handa við uppbyggingu á þessu svæði, virðist þó sem sá tími sé kominn að óhjákvæmilegt sé að at- huga hana nánar svo miðborgin geti í raun orðið órofin og lífleg heild þar sem fólksstraumurinn nær að flæða frekar en að vera beint í þröngan og takmarkandi farveg á borð við undirgöng. ÓTRÚLEGUR VANDRÆÐAGANGUR ÖRYGGI Í SUNDLAUGUM Ekki mátti miklu muna, að 10ára drengur drukknaði í sund-laug á Tálknafirði sl. fimmtu- dag. Hann festist í stiga. Á nokkrum vikum hefur fjórum sinnum skapast hættuástand í sundlaugum. Þetta nær engri átt. Atvik sem þessi hljóta að leiða til þess, að foreldrar hugsi sig um tvisvar áður en þeir leyfa börnum sínum að fara í sund. Fólk hefur treyst því, að vel sé fylgzt með börnum í sundlaugum. Fyrir nokkrum vikum varð alvarlegt atvik í sundlaug í Hafnarfirði. Í því tilviki virðast gæzluaðilar 6 ára drengs hafa verið í heitum potti á meðan drengurinn var í lauginni. Orð Stefáns Harðarsonar, deildar- stjóra hjá Vinnueftirlitinu, í samtali við Morgunblaðið í gær má skilja á þann veg, að ekki sé kveðið á í reglu- gerð um lögun stiga í sundlaugum heldur virkni þeirra. Á undanförnum árum hafa of oft orðið alvarleg óhöpp og stundum hörmuleg slys í sundlaugum. Sú átak- anlega reynsla á að kenna okkur að það þarf að taka upp mun strangara eftirlit með fólki í sundlaugum og setja mun nákvæmari reglur um út- búnað og gerð sundlauga. Það fór betur en á horfðist í sund- lauginni á Tálknafirði. Atvikið þar á að verða okkur hvatning til að gera róttækar ráðstafanir til að tryggja aukið öryggi í sundlaugum. Það hlýt- ur að vera krafa foreldra um land allt. Það er nánast ótrúlegt að lesa íMorgunblaðinu í gær lýsingar Sigþórs Magnússonar, skólastjóra Klébergsskóla á Kjalarnesi, á stöðu nýbyggingar við skólann og endurbóta á gömlu skólahúsnæði. Skólastarfið á að byrja eftir rúma viku. Hér í blaðinu í gær er ástandi skólahúsnæðisins lýst á þennan veg: „…búið er að ryðja út úr eldri stjórnunarhluta hússins og koma gögnum þaðan fyrir í hrúgu í einni kennslustofunni. Stjórnunarálman í nýbyggingunni er ekki tilbúin og kennslustofur eru þaktar þykku iðnað- arryki. Lóð skólans er ófrágengin, hús- gagnastaflar þekja sameiginleg rými í kennsluálmunni og loks er gangur, sem átti að tengja kennsluálmuna og stjórnunarálmuna, ekki tilbúinn.“ Skólastjórinn lýsir tilraunum sínum til að þoka málum áfram með þessum orðum: „Það er engin launung á því, að við höfum margsinnis reynt að ýta á verkið og að því væri haldið áfram. Því miður höfum við ekki alltaf fengið svör, sem okkur líkaði og jafnvel verið gefið í skyn að okkur kæmi þetta ekki nægi- lega mikið við því að verkið væri í svo góðum höndum hjá Fasteignastofu borgarinnar.“ Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, hefur eftir- farandi um þetta mál að segja í Morg- unblaðinu í gær: „Ég veit ekki hvort það er eftirlitið eða úrræðin, sem grip- ið var til, sem bregðast. Niðurstaðan talar sínu máli: Þetta hefur tafizt úr hömlu og er alveg óviðunandi – það er alveg rétt hjá fólkinu.“ Vinnubrögð í sambandi við fram- kvæmdir eru orðin svo árangursrík, að stórhýsi rísa á innan við ári. Eftirlit með framkvæmdum er sömuleiðis orð- ið mjög gott. Það blasir við, að fram- kvæmdaaðilinn hefur brugðizt í þessu tilviki og erfitt að komast hjá annarri niðurstöðu en þeirri, að það hafi eft- irlitsaðilinn á vegum Reykjavíkur- borgar líka gert. Hvernig er hægt að klúðra málum eins og hér hefur verið gert? Það er augljóst að vitneskja hefur legið fyrir um að vandi væri að skapast en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert fyrr en alltof seint.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.