Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 41 GSM 896 8232 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-17 KRÍUÁS 39 OG 41 - HF. Sýnum í dag mjög vönduð og skemmtileg raðhús. Húsin eru 217,3 fm milliraðhús ásamt 29,3 fm bílsk., samt. 246,6 fm. Mjög gott skipulag. Húsin skilast fullbúin að utan og rúmlega fokheld að innan (einangruð). Verð aðeins 13,3 milj. Verið velkomin - heitt á könnunni. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 FANNAFOLD 26 - OPIÐ HÚS Vandað og vel byggt 167 fm einnar hæðar steinsteypt einbýlishús með innbyggðum rúmgóðum bílskúr. M.a. góðar stofur með útgengi á hellulagða suður- og vesturverönd, 3 rúmgóð svefnherbergi, sauna o.fl. Fallegur gróinn garður, hiti í stétt o.fl. Gott hús á skjólgóðum stað í rótgrónu hverfi. Verð 22,5 millj. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG MILLI KL. 14.00 OG 17.00 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Gullfallegt 3ja herbergja raðhús með verönd og fallegum afgirtum suðurgarði. Parket á holi, stofu og herbergjum. Flísalagt baðherbergi. Góð beykiinnrétting í eldhúsi. Stórt þvottahús/geymsla. Barnvænt umhverfi. Áhv. hagst lán u.þ.b. 3,5 millj. Valdimar tekur á móti þér og þínum. Opið hús í dag, sunnudag frá kl. 14-16 Víðiteigur 2D Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is Nú þegar búið er að heimila sölu félagslegra íbúða á frjálsum markaði hefur opnast spennandi tækifæri fyrir marga. Hóll fasteignasala hefur opnað þjónustuver þar sem þú getur feng- ið allar upplýsingar um þessi nýju lög. Ef þú ert í söluhugleiðingum verðmetum við hratt og örugglega þér að kostnaðarlausu. Um leið viljum viljum við óska þeim stóra hópi sem þegar hafa selt félagslegar íbúðir hjá Hóli, innilega til hamingju Sláðu á þráðinn eða sendu okkur netpóst. Seljendur félagslegra íbúða Hún amma mín eða amma Lí, eins og við systkinin kölluðum hana oft í gríni, var sérstök kona. Það er erfitt að setja nokkur orð á blað, ég þyrfti að gefa út heila bók með skemmtilegum sög- um um afrek hennar ömmu. Ég hef alltaf sagt að ég hafi átt tvennskonar ömmur, ömmu sem bakaði kleinur og tók í eyrun á okkur frændsystk- inunum, þegar við vorum óþekk, og svo átti ég þessa nýtísku ömmu, sem ræddi stjórnmál og kvenréttinda- mál. Amma var á undan sínum tíma. Hjá ömmu Lí og afa Helga kynnt- ist maður snemma heimsmálunum og listum. Heimilið var alltaf opið og kynntist ég snemma mörgum lista- mönnum og rithöfundum landsins. Amma var líka afskaplega ættrækin og mjög tengd systrum sínum. Það var oft glatt á hjalla þegar þær syst- urnar komu saman og oft mikil stríðni þeirra á milli. Kímni ömmu og lífsgleði var ein af sterkum hlið- um hennar og þrátt fyrir háan aldur hvarf þessi kímni hennar aldrei. Mér mun alltaf vera minnisstætt þegar ég kom með fyrrverandi manninn minn í heimsókn til Íslands í fyrsta skipti. Við fórum að heimsækja ömmu, sem þá var komin inn á hjúkrunarheimili. Hún heilsaði hon- um á lýtalausri sænsku og spurði hann hvernig honum litist nú á ömmu gömlu með hestandlitið. Hún bölvaði stjórnmálum heimalands hans, enda greinilega vel inni í hvað LÍNEY JÓHANNESDÓTTIR ✝ Líney Jóhannes-dóttir fæddist á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 5. nóvember 1913. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 18. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 25. júlí. væri að ske, honum til mikillar furðu, enda ekki vanur að konur á níræðisaldri væru með heimsmálin á hreinu. Eftir að hafa kvatt ömmu leit maðurinn minn á mig og spurði hvort amma væri alltaf svona. Eitthvað hefur honum þótt þessi gamla kona á níræðis- aldri, konan með hest- andlitið, merkileg, því mikið var um hana rætt við vini og vandamenn þegar heim var komið. Ég kvaddi ömmu um miðjan júní sl., þá á leið til Kaupmannahafnar. Amma dró upp ljósrit af kvæðum um hænsni og asna. Hana langaði til að þýða þessi kvæði en vantaði réttu orðin. Sálin og lífsviljinn hjá henni ömmu minni voru sterk þrátt fyrir háan aldur og heilsubrest. Ég þakka ömmu minni fyrir að skilja eftir spor af æsku sinni og lífs- reynslu handa næstu kynslóð. Ég kveð þig, amma mín. Ég vil líka þakka starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönn- un. Arna Hrönn Pálsdóttir. Líney Jóhannesdóttir er látin. Hún hafði verið veik lengi, en allt til loka var hægt að ná því góða, djúpa sambandi, sem við áttum eins lengi og ég hef þekkt hana. Ég hitti hana og Helga fyrst í Stokkhólmi nokkr- um árum fyrir 1940, áður en þau lögðu aftur heim til Íslands með Pál litla. Þá fannst mér hún vera sér- staklega falleg með þessi dökkbláu augu og þann virðuleika, sem hún ávallt bar með sér. Þegar ég seinna í lífinu hafði lært íslensku tengdi ég hana alltaf við orðið „kvenskörungur“. Þetta var þó ekki besta lýsingin á henni. Virðu- leikinn var mest tengdur við útlitið – þessi þungi hárhnútur í hnakka og beina bakið. Þegar hún var með börnum var hún barn. Allur aldur bjó í henni. Henni voru gefnir margs konar sköpunarhæfileikar umfram skáldskapinn. „Líney er ekki ham- ingjusöm, nema hún geti haft áhyggjur út af einhverju,“ sögðu hennar nánustu oft. Og það er satt – flestar stundir var eitthvað sem lagðist á hana, stórmál úti í heimi eða áríðandi áhugamál nálægt henni. Ef hún mögulega gat gerði hún eitt- hvað til að bæta úr. Oftast var það erfitt, eins og snemma þann morgun þegar við töl- uðumst við um síðustu fréttina að Írak hefði ráðist á Kúveit. Það myndi leiða til alvarlegra atburða, kom okkur saman um, til að nefna eitt dæmi. Samt sá hún hið broslega í öllum hugsanlegum aðstæðum. Það var ævintýri að vera í félagsskap Lín- eyjar, hvort sem hún var að eltast við hænurnar sínar úti eða lesa úr smásögu, sem hún var nýbúin að skrifa. Helst dvelja hugsanir mínar í „hinu vaxandi húsi“, eins og ég innra með mér kallaði bygginguna við Þinghólsbraut í Kópavogi. Stundum virtist allt vera á leið út í sjó undir seglum plastdúkanna. Í hvert skipti sem ég leit inn var einhver nýtilbú- inn viðauki sem dást mátti að. Sonur hennar, Jóhannes, kom því í verk. Þessum kafla í lífi hennar og heillandi ást hennar á börnum, dýr- um og fólki – í þeirri röð – er lýst í bókinni „Á kvennaslóðum“. Ég verð snortin í hvert sinn sem ég les hana. Þarna í stofunni sat maður með Líneyju milli himins og sjávar, sem blöstu við beint úr stórum glugga. Það var sérstakur blár bjarmi í því herbergi. Við töluðum lengi saman. Ég gleymdi öllum mínum sorgum, þeg- ar ég var í heimi Líneyjar. Ef til vill var ég of lengi hjá henni. Ef svo er er það henni sjálfri að kenna – og þakka. Hún töfraði mig með frá- sögnum sínum og því andrúmslofti sem umlukti hana. Ég er þakklát hverri stund í samvistum við Lín- eyju og sakna hennar mjög. Britta Björnsson, Stokkhólmi. Hún elsku amma Þura er dáin. Þegar okkur bárust þessi tíðindi voru þau svo óraunveruleg og allt í einu fundum við fyrir því hversu langt í burtu við erum. Okkur langaði mest af öllu að taka næsta flug til Íslands og takast á við sorgina og missinn með ykkur hinum. Þannig gat það því miður ekki orðið. En smátt og smátt áttuðum við okkur á því að amma er ekki lengur hér á meðal okkar en fundum jafnframt fyrir því að hún yrði alltaf hjá okk- ur í gegnum þær góðu minningar sem við eigum um hana. Amma var einstök, hún var ró- leg, ljúf og traust. Alltaf boðin og búin til að hjálpa öllum, jafnt við gleði og sorg. Hún var fastur stólpi í að halda fjölskyldunni saman og lagði mikið upp úr samskiptum við bæði börn sín, barnabörn og barna- barnabörn. Amma var atorkusöm og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni enda enn í blóma lífsins, það hlýtur því að vera að Guð hafi vantað slíka konu sér til hjálpar við lausn á erf- iðum verkefnum sem við þekkjum ekki til. Ég minnist þess sem snáði að hafa farið til ömmu norður á Siglu- fjörð í hinum ýmsu fríum mínum. Amma hafði alltaf nógan tíma til að ÞURÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR ✝ Þuríður Andrés-dóttir fæddist á Eyrarbakka 8. mars 1924. Hún lést af slysförum 6. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 15. ágúst. spjalla og hlusta á hin- ar ýmsu hugleiðingar sem við krakkarnir höfðum. Aldrei reidd- ist hún, þó svo að ég rifi niður heilu vegg- fóðrin í fínu stofunni hennar eða þegar ég sturtaði öllu bökunar- efninu og mjólkurvör- unum saman í eina hrúgu og hrærði í, en það hafði kaupmaður- inn sett inná ganginn fyrir framan eldhúsið. Ég eyddi ófáum stundum á háaloftinu í húsinu hennar ömmu á Hávegi 10 við skemmtilegan leik. Það var allt- af svo fínt hjá ömmu þrátt fyrir að alltaf væri fullt af fólki í kringum hana enda fjölskyldan stór. Ég minnist líka þeirra tíma þar sem ég lá á gólfinu i stofunni og hlustaði á kaffibrúsakarlana á meðan amma sinnti hinum ýmsu húsverkum og sendi mér jafnan hlýtt bros, þetta voru áhyggjulausir tímar. Þegar amma flutti frá Siglufirði fann ég fyrir söknuði yfir að nú væru okkar góðu fríum saman lok- ið en fljótlega varð mér ljóst að ná- lægðin við að hafa ömmu í Reykja- vík gerði mér kleift að hitta hana oftar, það var gott að geta leitað til hennar með skömmum fyrirvara því að amma hafði alltaf ráð við öllu. Eftir að ég óx úr grasi hafa samverustundir mínar með ömmu breyst á þann hátt að við stórfjöl- skyldan höfum komið saman við hin ýmsu tækifæri og hefur amma alltaf verið þungamiðjan í hópnum þó svo að hún sæktist ekki eftir sviðsljósinu. Því miður hefur dvöl mín og fjöl- skyldu minnar erlendis síðastliðin ár gert samverustundir okkar færri en við hefðum óskað. Við höf- um þó hist við öll tækifæri þegar við höfum verið á Íslandi og ég veit að amma hefur alltaf hugsað til okkar eins og allra hinna í fjöl- skyldunni. Og nú er hún hjá okkur öllum hvar og hvenær sem er. Elsku amma, við kveðjum þig um stundarsakir en þú lifir í huga okkar og hjarta að eilífu. Okkur langar að kveðja þig með eftirfar- andi bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Páll Birgis og fjölskylda, Sønderborg, Danmörk. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.