Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 51 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöld 23. ágúst og laugardag 24. ágúst í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Fimm daga námskeið í blómaskreytingum frá kl. 9-17, dagana 26.-30. ágúst. Kenndir eru mismunandi blómvendir, brúðarvendir, skreytingar, kransar og annað eftir óskum. Skráning í síma 555 3932 - Uppl. í síma 897 1876. Blómaskreytinganámskeið VR styrkurUffe Balslev Upplýsingar gefur Martin í síma 567 4991 eða 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar í haust á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með miklu reynslu. Hómópatanám hitablásarar WESPER Nú eru til afhendingar einir bestu blásararnir á markaðnum: 7kw, 10kw, 19kw/24kw og 28kw/35kw Pípurnar er úr kopar - nikkel. Miklu sterkari en eirinn. Hljóðlátustu blásararnir á markaðnum. Verði mjög stillt í hóf. 40 ára reynsla. WESPER UMBOÐIÐ. SÓLHEIMUM 26, 104 REYKJAVÍK, SÍMI 553 4932, GSM 898 9336, FAX 581 4932. Innritun á námskeið hefst 26. ágúst Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18. BÚTASALA - AFSLÁTTARDAGAR 19.-23. ágúst 35 - 40% afsláttur af bútum. 20% afsláttur af öðrum vörum.                              Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þolinmæði þín og réttlæt- iskennd er meiri en orð fá lýst og afmælisbarnið er djúphyggið. Hindranir og áskoranir ögra því til átaka og sigra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þar sem sköpunargleði þín er sterk um þessar mundir er rétt að láta vita af því með einhverjum hætti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er tími kominn til að þú festir rætur ef þú ætlar það þá einhvern tíma. Reyndu að finna þér fótfestu í lífinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samskipti við aðra eru með betra móti, enda hefurðu áttað þig á að hömlur í þeim efnum voru ekki utanað- komandi heldur komu inn- an frá. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Upplagt er að gaumgæfa áform sín í dag af hrein- skilni og átta sig á hvað þarf til að ná markmiðun- um. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þar sem þrjár reikistjörnur eru í ljónsmerkinu dregst fólk og auður að þér og þú munt ná miklu fram næsta árið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur mikla löngun til að eiga samskipti við aðra í dag og munt fá mikið út úr skoðanaskiptum við fólk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vonir þínar og hugmyndir um framtíðina munu frem- ur rætast í dag en aðra daga, ekki síst þar sem þú áttar þig betur á hverju þú getur áorkað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú eru upplagðir tímar til að taka þátt í hreyfingum er hafa það að markmiði að bæta heiminn eða þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér er nú ljóst að það dug- ar lítt að lifa lengur með gömlu fordómunum. Fólk getur alltaf þroskast, sama hversu gamalt það er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert í þeirri ágætu stöðu að geta notið auðæva ann- arra, annað hvort gegnum förunaut þinn eða arf eða gjafir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er rétti tíminn til að leita til sérfræðinga með þín mál. Njóttu ráða þeirra, það þarf ekki að finna hjól- ið upp aftur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér mun fara svo fram í vinnunni á árinu að það hálfa væri nóg. Taktu já- kvætt á öllum breytingum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 90ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 18. ágúst, er níræð Ólafía Thorlacius, Nóatúni 32, Reykjavík. Hún verður að heiman. 70ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 19. ágúst, er sjötugur Halldór Árnason skósmiður, Lind- arsíðu 4 á Akureyri. Hall- dór er að heiman á afmæl- isdaginn. LJÓÐABROT Ráðið Hossir þú heimskum gikki, hann gengur lagið á, og ótal asna stykki af honum muntu fá; góðmennskan gildir ekki, gefðu duglega á kjaft: slíkt hefir, það ég þekki, þann allra bezta kraft. Benedikt Jónsson Gröndal. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. cxd5 exd5 5. Bf4 Rf6 6. e3 Bf5 7. Rge2 O-O 8. Rg3 Be6 9. Bd3 c5 10. dxc5 Bxc5 11. O-O Rc6 12. Hc1 d4 13. Rb5 Bb6 14. e4 Rg4 15. Rf5 Bxf5 16. exf5 Rge5 17. Be4 He8 18. Dh5 a6 19. Ra3 d3 20. Rc4 Rxc4 21. Hxc4 d2 22. f6 g6 23. Dh6 Dxf6 24. Bxd2 Bd4 Staðan kom upp á Lost Boys mótinu sem lauk fyrir skömmu í Amster- dam. Ivan Sokolov (2677) hafði hvítt gegn Andrey Shchekachev (2546). 25. Bxc6! bxc6 26. Hxd4! og svartur gafst upp enda gengur 26...Dxd4 ekki upp vegna 27. Bc3. Ís- landsvinurinn Ivan teflir nú undir fána Hollands en hann hefur búið þar í mörg ár ásamt konu sinni og börn- um. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞAÐ hefur lengi vafist fyrir dálkahöfundi að koma orð- um að því þegar karl og kona spila saman. Banda- ríkjamenn tala hiklaust um „mixed pair“, sem einhvern veginn gengur ekki í beinni þýðingu sem „blandað par“. Ef til eru „blönduð pör“ ættu líka að vera að vera til „óblönduð pör“. Hvernig líst mönnum á þetta: „Meckstroth og Rodwell eru eitt besta óblandaða par sögunnar.“ Nei, þetta gengur ekki. Norður ♠ 98 ♥ K1092 ♦ DG5 ♣9873 Vestur Austur ♠ KG6 ♠ D107532 ♥ 5 ♥ G43 ♦ K98432 ♦ 76 ♣DG6 ♣K2 Suður ♠ Á4 ♥ ÁD876 ♦ Á10 ♣Á1054 Stundum er farið í kring- um vandann með því að kalla það „parakeppni“ þegar karl og kona spila saman, en það er óþægilega tvírætt, því parakeppni er auðvitað tvímenningur. Þetta er vandamál, en ég bið menn þó lengstra orða að taka ekki upp orðin „samkynja“ og „gagn- kynja“ til að leysa vandann. Flestir spilarar hneigjast til að spila á móti makker af sama kyni, án þess þó að vera samkynhneigðir. Að svo mæltu er tíma- bært að koma sér að efn- inu. Helen Sobel (1910– 1969) og Charles Goren (1901–1991) mynduðu sennilega þekktasta „blandaða par“ bridssög- unnar. Goren var kennivald síns tíma, stórtækur höf- undur sem allir þekktu, og Sobel mátti lúta því að vera í skugga meistarans. Í hópi keppnisspilara naut Sobel hins vegar réttmætrar virð- ingar sem toppspilari. Ekki voru þó allir jafn vel upp- lýstir um hæfileika konunn- ar. Eitt sinn spurði áhuga- samur áhorfandi Sobel hvernig það væri að spila á móti sönnum meistara. Svarið var: „Ég veit það, þú ættir að spyrja Charles.“ Sobel var með spil suð- urs að ofan, sagnhafi í fjór- um hjörtum. Vestur kom út með laufdrottningu, sem hún tók með ás og lagði niður ÁD í hjarta og vestur kallaði í tígli með fyrsta af- kasti. Hvernig myndi les- andinn spila? Soblel ákvað að treysta afkastinu og láta tígulsvín- inguna eiga sig, en byggja þess í stað upp slag á tígul sem niðurkast fyrir spaða- hundinn heima. Ekki er þó sama hvernig það er gert. Ef þriðja trompið er tekið áður en tígullinn er fríaður missir sagnhafi vald á spilinu og nær ekki byggja upp slag á fjórða laufið. Ekki má heldur spila tíg- ulás og tígli, því vestur spil- ar þá enn tígli og lætur austur trompa. Sobel fann rétta leikinn – spilaði tígultíu undan ásn- um. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 40ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 19. ágúst, verður fertug Krist- björg Theodórs Jónsdóttir, meinatæknir, starfsmaður hjá deCode, Húsalind 5, Kópavogi. ALDARMINNING. Aldarminning hjónanna frá Ingjaldshóli, Maríu Óladóttur, f. 18. ágúst 1902, d. 4. desember 1972, frá Miðhrauni, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi, og Jörundar Þórðarsonar, f. 10. ágúst 1901, d. 19. desember 1988, frá Bíldhóli á Skógarströnd, Snæfellsnesi. Þau giftu sig 9. júní 1928 og eignuðust sjö börn, og í dag eru afkomendur þeirra sjötíu og fimm. Þau hættu búskap 1966 og fluttu suður. Þau hvíla í Kefla- víkurkirkjugarði. Blesssuð sé minning þeirra. Flotaforinginn vill fá saltið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.