Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. hér sérðu debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort og alþjóðlegt stúdentaskírteini. 4kort F í t o n / S Í A REYKJAVÍKURMARAÞON, sem markar upphaf menningarnætur í miðborg Reykjavíkur, fór fram í góðu veðri í gær. Þátttaka í hlaup- inu var mjög góð. Þetta er í sjöunda sinn sem menningarnótt í miðborg- inni er haldin. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, setti menn- ingarnótt í Lækjargötu á hádegi og ræsti um leið hlaupara í Reykjavík- urmaraþoni. Dagskrá menningarnætur var fjölbreytt að vanda en fjöldi þátt- takenda hefur aukist ár frá ári. Margar verslanir, veitingahús, kirkjur, söfn, gallerí og vinnustofur voru opin frameftir og margs kon- ar viðburðir voru í boði í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Góð þátt- taka í Reykjavík- urmaraþoni Leigubílstjóra- félagið Frami Vill fækka leyfum úr 570 í 520 FRAMI, eitt þriggja félaga leigubílstjóra á höfuðborgar- svæðinu, hefur óskað eftir því við samgönguráðuneytið að endurskoðaður verði fjöldi leyfa til leigubílaaksturs sem í dag eru 570. Telja forsvars- menn Frama að með minnk- andi verkefnum sé nauðsynlegt að fækka leyfum. Ástgeir Þorsteinsson, for- maður Frama, segir brýnt að fækka leyfum þar sem sam- dráttur hafi ríkt í leiguakstri síðustu misserin. Því hafi verið óskað eftir fundi um málið. Reykjavíkurborg á móti Jóhann Guðmundsson hjá samgönguráðuneytinu segir ósk Frama hafa komið fram snemma í sumar og hafi í fram- haldi af henni verið leitað um- sagnar sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og hinna tveggja félaga leigubílstjóra, Andvara og Átaks. Segir hann lítil viðbrögð hafa komið frá sveitarfélögunum, en þrjú sveitarfélög, Bessastaðahrepp- ur, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafi lýst sig mótfallin fækkun leyfa. Jóhann segir málið verða rætt á fundi 3. september og hafi verið boðaðir á hann fulltrúar Frama, sveitarfélaga, leigubílastöðva og Vegagerðar- innar, sem sér nú orðið um framkvæmd málaflokksins fyr- ir hönd samgönguráðuneytis- ins. Ráðuneytið sér eftir sem áður um útgáfu leyfa, kærumál og fleira. Jóhann segir að síðar verði fulltrúar Átaks og And- vara boðaðir til fundar. Jón Stefánsson, varaformað- ur Átaks, sagði að stjórn félags- ins hefði ritað samgönguráðu- neytinu og óskað eftir því að fulltrúar Átaks sætu fundinn 3. september ásamt fulltrúum Frama. „Á fundinum er mein- ingin að taka fyrir mál sem varðar alla leigubifreiðastjóra, þ.e. fjölda starfsleyfa á höfuð- borgarsvæðinu, og því fráleitt að ekki skuli allir aðilar sem málið varðar vera boðaðir til fundarins,“ segir í bréfi Átaks. Jón segir bílstjóra sammála um að rétt sé að fækka leyfum en spurning sé hvaða aðferð eigi að beita. HÓPUR erlendra sérfræðinga sem unnið hafa að fornleifauppgreftri við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal hefur fundið grafreit, sem miklar líkur eru á að sé frá heiðnum sið. Rannsóknir benda til að um sé að ræða brunagröf, þar sem lík hafi verið brennd að heiðnum greftr- unarsið. Fundist hafa brunnin bein og viðarkol og bendir flest til að þarna hafi komið í ljós fyrsta brunagröfin sem fundist hefur á Ís- landi. Hauskúpa virðist hafa verið klofin með eggjárni Alls hafa vísindamennirnir fund- ið sjö beinagrindur við uppgröftinn að Hrísbrú og hefur aldursgreining leitt í ljós að beinin eru allt frá upphafi landnáms. Þ.á m. hefur fundist hauskúpa sem ber greini- lega merki þess að hafa verið klof- in í sundur með eggjárni. Bandarískir og norskir fræði- menn hafa unnið að uppgreftri í landi Hrísbrúar í sex undanfarin ár í samvinnu við Þjóðminjasafn Ís- lands, undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla. Hefur 14 manna hópur sérfræðinga á ýmsum svið- um haldið rannsóknunum áfram í sumar. Uppgreftrinum er nú að ljúka. Rústir kirkju sem virðist hafa verið reist snemma á 11. öld Byock sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að við rannsókn- irnar hefði m.a. fundist rústir kirkju sem virðist hafa verið byggð snemma á elleftu öld eða skömmu eftir kristnitöku, leifar af bæjar- eða gripahúsi frá því snemma á tí- undu öld og grafreitur sem virðist hafa verið notaður bæði í heiðnum sið og kristnum sið skömmu eftir kristnitöku. Að sögn hans hefur C-14 aldurs- greining leitt í ljós að elstu beina- grindurnar sem fundust séu frá því um 900. Talið er að kirkjan hafi staðið að Hrísbrú fram á tólftu öld en þá verið flutt að Mosfelli. Skv. Egilssögu á að hafa staðið kirkja á þessum slóðum fyrir 1.000 árum, sem reist var við kristnitöku. Að mati Byocks er m.a. athygl- isvert að í einni gröfinni er ein- göngu að finna leggbein en aðrar leifar virðist hafa verið teknar upp og fluttar. Einnig hafi fundist hval- bein í grafreitnum með áristum krossi eða rúnum, sem sé þá vænt- anlega úr heiðnum sið. Merkar uppgötvanir við fornleifa- uppgröft að Hrísbrú í Mosfellsdal Telja sig hafa fundið heiðna brunagröf TÖLUR Útlendingaeftirlitsins um hælisleitendur á Íslandi undanfarin ár sýna mikla fjölgun þeirra sem leita til Íslands. „Líklegt má telja að þessi fjölgun tengist aðild okkar að Schengen- samstarfinu en vegna vegabréfa- frelsisins kemst fólk skilríkjalaust frá Evrópu hingað. Að sama skapi gerist æ oftar að fólk hverfur af landi brott áður en málsmeðferð er lokið,“ segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Útlendingaeftirlitsins sem fer með málefni hælisleitenda og annarra út- lendinga sem hingað koma. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands, segir endurskoðunar þörf á samningum RKÍ og ríkisins vegna fjölgunar hæl- isleitenda. Einnig séu fólksflutning- ar almennt miklir í heiminum um þessar mundir. Mikil fjölgun hælisleitenda                         Flóttamenn/B1 Á ÞESSU ári hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á um 14,7 kíló af hassi, 300 grömm af amfetamíni, 50 grömm af mari- júana, 30 grömm af kókaíni auk nokkurs magns af sterum og um tug áhalda til fíkniefnaneyslu. Fíkniefnin eru falin í kókdósum, í kaffibaukum og í nærbuxum svo eitthvað sé nefnt. Þau eru límd á fótleggi og á maga, falin í enda- þarmi og þau eru gleypt. Magnið er svipað og á síðasta ári en fleiri ein- staklingar hafa verið teknir fyrir smygl. Margir smygla efnum innvortis Kári Gunnlaugsson, aðaldeildar- stjóri tollgæslunnar, segir eftirtekt- arvert hve margir reyni að smygla kannabisefnum innvortis. Vitað sé að sterkari og dýrari fíkniefnum hafi verið smyglað með þessum hætti en þar til fyrir nokkrum misserum var tiltölulega sjaldgæft að reynt væri að smygla kannabis- efnum innvortis. Slíkt sé stór- hættulegt enda geti umbúðirnar ut- an um fíkniefnin hæglega rifnað í meltingarveginum sem geti valdið dauða smyglarans. Í lok júlí sl. var breskur karl- maður handtekinn með um hálft kíló af hassi innvortis og nokkrum dögum síðar stöðvuðu tollverðir ís- lenskan karlmann sem hafði 100 grömm af sama efni innvortis. Að- spurður hvað geti valdið því að fleiri smygli kannabisefnum inn- vortis en áður segir Kári að hluti skýringarinnar sé að reynt sé að halda uppi öflugu fíkniefnaeftirliti á flugvellinum. Fíkniefnaleitarhundar hafi reynst vel við að hafa uppi á smyglurum auk þess sem tollgæsl- an notast við jónatæki sem nemur hvort fíkniefnaagnir eru á farangri eða fatnaði farþega. Margir hafi játað fíkniefnasmygl eða -neyslu eftir að jónatækið hefur gefið til kynna að viðkomandi hafi verið ná- lægt fíkniefnum. Meirihluti þeirra sem eru teknir með fíkniefni eða með áhöld til neyslu eru að koma frá Kaupmannahöfn og þeir eru yf- irleitt á aldrinum 18–30 ára. Á þessu ári hafa 40–50 mál komið til kasta tollgæslunnar. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík rannsak- ar umfangsmeiri mál en lögreglan á Keflavíkurflugvelli lýkur málum þar sem um er að ræða lítið magn efna. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hef- ur í ár lagt hald á 14,7 kg af hassi Reyna margar smyglleiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.