Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 25

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 25 Einkaumboð Fæst í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins SNB Öndunar- vöðlur SNB Öndunarjakki SNB NEOPRENE Vöðlur 1063 / TA K T ÍK 25.7’02 Sólhattur FRÁ Gott fyrir ónæmiskerfið? Með gæðaöryggi. FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 18 52 5 08 /2 00 2 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn Mallorca Vikutilbo› kr. *59.900 Ver›: kr. *48.467 m.v. 2 fullor›na og 2 börn í viku m.v. 2 fullor›na í viku Ver›: Glæsileg hótel Í Palma er fjölbreytt úrval frábærra veitingasta›a, kaffi- húsa og skemmtista›a en auk fless er Palma rómu› verslunarborg. Njóttu fless a› gista á frábærum hótelum í hjarta flessarar heillandi borgar. Gistista›ur gefinn upp 2 dögum fyrir brottför. Hótel Mirador **** Frábærlega sta›sett í hjarta Palma. Hótel Tryp Bellver **** Rétt vi› mi›borg Palma. Hótel El Cid **** Vi› ströndina í Can Pastilla, stutt frá mi›borg Palma. 26. ágústá Mallorca kr. *66.130 á mann í tvíb‡li í viku í sept. frá Ver›: *Innifali›: Flug, flugvallarskattar og gisting í viku m/morgunmat. TILBOÐ ÓSKAST í Mitsubishi Montero Sport árgerð 2000 vél V-6, 24 v. (ekinn 34 þús. mílur), Jeep Wrangler Hard Top árgerð 1999 vél 2,5 (ekinn 19 þús. km.) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 20. ágúst kl. 12-15. TORFÆRUBIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í Mercedes-Benz Unimog torfærubifreið m/dieselvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA NÝLEGA var farinn leiðangur inn að Goðahnjúkum á Vatnajökli á veg- um björgunarsveitanna á Austfjörð- um. Erindið var að endurnýja raf- geyma og lagfæra endurvarpa á hnjúknum Sendli. Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri og björgunarsveitamaður á Egil- stöðum, undirbjó ferðina og stjórn- aði henni. Félagar frá björgunar- sveitunum á Egilsstöðum, Vopnafirði, Bakkafirði og Norðfirði, ásamt Sigurði Harðarsyni, rafeinda- virkja frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, lögðu af stað með allan búnað á föstudagskvöldi. Hafði þá undirbúningur fyrir ferðina staðið lengi og búið að bíða nokkuð eftir heppilegu færi og veðri, en svæðið í kringum hnjúkinn er oft erfitt yfir- ferðar og hættulegt vegna þess hversu sprunginn jökullinn getur verið. Sigurði Harðarsyni segist ferða- sagan svo, að ekið hafi verið inn að Snæfelli og áfram að jökli: „Þar voru vélsleðar teknir af bílum og kerrum og settur upp svefnskáli sem er á Uraltrukk björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum. Sváfu menn þar í eina fjóra tíma. Síðan var lagt var af stað inn á jökul í birtingu í mjög góðu skyggni og færi. Snjór virtist nýlega fallinn og ekki byrjaður að bráðna svo mikið. Höfðu menn á orði að fær- ið væri óvenju gott miðað við árs- tíma. Ferðin gekk vel, en vegalengd- in að endurvarpanum er ríflega 100 km í austur þaðan sem lagt var upp. Ekki var hægt að komast á snjósleð- um upp á hnjúkinn og því varð að bera og hífa rafgeymana síðustu 100 metrana upp að endurvarpanum. Vinnan á staðnum gekk vel og einnig ferðin til baka, enda hélst veðrið gott allan tímann. Komið var niður af jöklinum undir kvöldið.“ Hyggjast tryggja allt svæðið norðan Vatnajökuls Björgunarsveitirnar eiga mikinn fjölda samskonar endurvarpa, sem eingöngu eru drifnir af sólarorku. Þar af leiðandi geta þeir verið á fjöll- um og jöklum þar sem ekki er raf- magn. Þetta er einstakt kerfi að þessu leyti og algjörlega íslensk hönnun og smíði. Fyrsti endurvarp- inn var settur upp síðla árs 1984 á Eyjafjallajökul. Síðan hafa þessi tæki verið þróuð og endurbætt. Við- hald kerfisins er mjög lítið miðað við fjölda endurvarpa á nálægt fjörutíu stöðum á landinu. Uppsetning og viðhaldsferðir sem þessi eru einung- is unnar í sjálfboðavinnu af björg- unarsveitamönnum sjálfum. Sigurð- ur segir að ef greiða ætti allan kostnað og laun við þetta væri um milljónatugi að ræða. Hann segir stöðugt verið að bæta við kerfið. Fyrir stuttu voru t.d. tveir endur- varpar settir upp til að bæta fjar- skiptin á svokölluðum Laugavegi. Vegna aukinnar umferðar um Kára- hnjúkasvæðið er mögulega í undir- búningi að setja endurvarpa á Snæ- fellið. Telja menn að með því sé búið að tryggja allt svæðið norðan Vatna- jökuls eins vel og unnt er. Þess má að lokum geta að hnjúk- urinn Sendill var nafnlaus áður en endurvarpi björgunarsveitanna var settur þar upp. Nafngiftin er þannig til komin að næsti hnjúkur við heitir Grendill og þótti við hæfi að nefna þennan Sendil vegna sendis björgunarsveitanna. Björgunarsveitir á Austurlandi í leiðangri á Goðahnjúkum Sólorkusendar á 40 stöðum um land allt Ljósmynd/SH Endurvarpi björgunarsveitanna á Austurlandi er staðsettur á fjallinu Sendli, en sá tindur er hluti af Goðahnjúkum Vatnajökuls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.