Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 35 ✝ Hjalti Haralds-son fæddist á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal 6. des- ember 1917. Hann lést á Dalbæ á Dal- vík 11. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Stefánsson, f. 20 des. 1883, d. 21. júní 1958, og kona hans Anna Jóhannesdótt- ir, f. 9.júní 1890, d. 5.okt. 1974. Systkini Hjalta eru: Stefanía Kristín, f. 29. nóv.1912 (látin), Friðrika Vigdís, f. 2. jan. 1915 (látin), Jóhannes, f. 13. ágúst 1916 (látinn), Halldór Kristinn, f. 23. feb. 1920 (látinn), Lárus Blómkvist, f. 10. des. 1925 (látinn), Fríða Hrönn, f. 5. maí 1938, búsett í Kópavogi. Eiginkona Hjalta var Anna Sölvadóttir, f. 6. ágúst 1923, á Sviðningi í Kolbeinsdal í Skaga- firði, d. 17. júlí 2000. Börn þeirra eru: 1) Haraldur Gauti, f. 12.5. 1946, búsettur á Akranesi, maki: Hjördís Líndal Guðnadóttir. Börn þeirra eru Guðni Hjalti, Kolbrún Linda og Halldór Krist- inn. Þau eiga sjö barnabörn. 2) Jónína, f. 4.4. 1948, búsett á Ak- ureyri . Barn hennar er Inga María, faðir Ingu er Stefán Frið- geirsson. Maki Jónínu: Grétar Geirsson (skildu). Þeirra börn eru Anna Guðrún, Ásta Guðbjörg og Kolbrún Erla. Jónína á sjö barnabörn. 3) Halldóra Kristín, f. 23.2. 1950, búsett á Dalvík, maki Árni Guðfinnsson. Þeirra börn eru Hjalti, Auður og Guðfinna. Þau eiga þrjú barnabörn. 4) Sölvi Haukur, búsettur í Svarfaðardal, f. 20.4. 1952, maki: Rósa Sigrún Kristjánsdóttir. Þeirra börn eru Kristján Loftur (látinn), Sigurður Jóhann, Ómar Hjalti, Anna Heiða, Jón Haraldur og Kristjana Lóa. 5) Jón Ragnar, f. 28.4. 1955, búsettur í Svarfaðardal, maki Dóra Kristín Kristinsdóttir. Þeirra börn Silja Dröfn og Sonja Björk. Dóttir Dóru sem ólst upp hjá þeim er Sara Dögg. 6) Anna Sig- ríður, f. 14.4. 1960, búsett á Dalvík, maki Gunnar Aðal- björnsson. Þeirra börn: Hafþór, Eyþór og Sigríður Jódís.7) Sólveig María, f. 19.5. 1964, búsett á Dalvík, maki Arn- þór Guðjón Bene- diktsson. Þeirra barn er Benedikta. Sólveig var áður í sambúð með Guð- brandi Guðbrands- syni. Þeirra börn eru Aníta og Andrea. 8) Hjalti Viðar, f. 23.9. 1966, búsettur í Svarfaðardal, maki Hildur Birna Jónsdóttir. Þeirra börn Kjartan, Jón Bjarni og Daníel Máni. Hjalti fluttist ungur með for- eldurm sínum að Ytra- Garðs- horni og ólst þar upp. Hann veiktist á unglingsárum af berkl- um og var í nokkur ár á Kristnes- hæli, náði heilsu með næsta undraverðum hætti. Hann var farkennari í Saurbæjar-og Öng- ulsstaðahreppi 1941–42 og varð búfræðingur frá. Hólaskóla 1944. Hjalti og Anna hófu búskap á Litla-Hamri í Öngulstaðahreppi 1945 og bjuggu þar til 1950 er þau tóku við búi í Ytra-Garðs- horni og var Hjalti þar bóndi alla sína starfsævi. Hjalti tók virkan þátt í fé- lagsmálum, var oddviti í Svarf- aðardalshreppi, hafði frumkvæði að borun eftir heitu vatni á Hamri og í Laugarhlíð í Svarf- aðardal. Hann starfaði sem kenn- ari við Húsabakkaskóla frá 1959– 73, tók virkan þátt í kórastarfi og var einn af stofnendum Kiwanis- klúbbsins Hrólfs. Hann var frum- kvöðull að stofnun Golfklúbbsins Hamars, sat í stjórn UMSE um tíma og á Alþingi sem varaþing- maður árin 1966, 1968 og 1969. Útför Hjalta verður gerð frá Dalvíkurkirkju á morgun, mánu- daginn 19. ágúst, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku afi og langafi. Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og hugsa til baka og minningarnar eru margar sem koma upp í hugann, sérstaklega er mér það minnisstætt þegar ég var sendur í sveitina til ömmu og afa. Það var margt sem ég lærði þessi sumur sem ég var hjá ykkur og margt var brallað. Þú hafðir alla tíð sérstakt lag á börnum og minnist ég þess þegar við heimsóttum ykkur í síðasta skiptið áður en amma dó. Þá kallaðir þú á Catherine og fórst með hana inn í stofu og spilaðir á sög fyrir hana. Hún var alveg dolfallin yfir þessu og man hún það ennþá. Þú hugsaðir svo vel um hana ömmu í hennar veikindum og þegar við komum að jarðarförinni hennar fannst mér í fyrsta skipti að þú værir kannski farinn að eldast, en það var afstætt í þínum huga. Þú varst alla tíð svo fullur af orku og þegar veikindin voru farin að hægja verulega á þér hlýtur þér að hafa liðið sem fanga í eigin líkama en hugsunin var alla tíð mjög frjó og ef upp komu vandamál á lífsleiðinni voru þau eingöngu þar til að takast á við þau. Þannig var viðhorf þitt til lífsins. Núna finnur þú ekki meira til og er það huggun harmi gegn, og ef- laust ert þú kominn á fulla ferð aftur og ekkert hægir á þér lengur. En nú er komin kveðjustund og það er sárt að þurfa að kveðja en ég mun alla tíð muna þá tíma sem ég var hjá ykkur ömmu og tel ég ykkur eiga stóran hluta í mér. Kveðja frá Marie Ann, Hjalta Mikael, Catherine Soffíu og Hönnu Louisu. Guðni Hjalti Haraldsson. Við rennum í hlaðið á Saabinum, sjáum ömmu í eldhúsglugganum og afi stendur á tröppunum að taka á móti fólkinu. Hann heilsar með kossi og skeggið stingur mig í kinnina, og segir svo: „Ertu komin, blessunin?“ Þetta er mín sterkasta minning frá ömmu og afa í Garðshorni sem rifjaðist sterkt upp fyrir mér sunnudaginn síðastlið- inn. Afi var dáinn, afi sem faldi páskaeggin, afi sem heilsaði og kvaddi með kossi og stingandi skegginu, afi sem hafði alltaf mikið að bardúsa en samt gaf sér tíma til að spjalla við okkur krakkana. Hann spilaði bíum bíum bambaló á sögina þegar við komum að heim- sækja þau ömmu. Það var mikil kúnst. Ég fór að heimsækja hann á Dal- vík ekki alls fyrir löngu, þá sá ég sög- ina liggja á eldhúsbekknum, hann sagðist vera hættur að spila. Þá vissi ég og sá að veikindin voru að sigra þennan mikla mann. Elsku afi, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum og þann heiður að vera beðin að syngja í afmælinu þínu. Nú kemur enginn í Garðshorn og sér ömmu í eldhúsglugganum og afa á tröppunum, nú fær enginn koss og kveðju frá afa með skeggið sem risp- aði litla kinn. Góður Guð geymir ömmu og afa, þau eru saman á ný á sínum stað þar sem kvöl og veikindi plaga engan. Þakka góðar stundir. Kolbrún Erla. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl, grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil, við bakkana beggja megin, blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Lækurinn minnir á lífið, lindin er tær og hrein í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru, lækjarins óskadraum. (Sigurður Hansen.) Hann situr á stól og er að spila á sögina sína, í kringum hann sitja barnabörnin og hlusta á. Þessi sjón var ekki óalgeng þegar ég var lítil stelpa, í stofunni sat hann afi minn og leyfði okkur að hlusta á sig spila, oft- ast sat hann með lokuð augun og lifði sig inn í músíkina að fullu. Hann var einnig mjög söngelskur og sönglaði iðulega við hin ýmsu verk en oftast er hann gekk eftir ganginum og var á leið í eldhúsið til ömmu að fá sér kaffibolla. Ég gleymi minni dvöl í Ytra-Garðshorni aldrei, því þar var alltaf glatt á hjalla, mörg börn að leik og mikill gestagangur, og þótti fólki gott að setjast í eldhúsið í Garðs- horni og fá sér kaffi og spjalla. Afi minn gerði allt vel sem hann setti hug sinn í, og alltaf var hann tilbúinn að spjalla og leika við barnabörnin. Elísu Eir dóttur minni fannst það upplifun að fara að hitta afa langa eins og hún kallaði hann og sér mikið eftir honum, en ég hugga hana með því að segja henni að nú sé afi langi kominn til hennar ömmu löngu og þau séu bæði glöð og ánægð að vera saman á ný. Ég vil muna þau eins og ég sá þau oft í eldhúsinu í Garðs- horni. Þá stendur amma við bekkinn og afi kemur og kyssir hana á kinn- ina og sest svo við borðið og fær sér kaffibolla og mola með. Elsku afi, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og það er hughreystandi að hugsa til þess að núna líður þér vel, og þjáningum þín- um er lokið. Þín dótturdóttir, Ásta. Elskulegur afi okkar Hjalti er lát- inn. Við kveðjum hann í dag með söknuði, en við varðveitum minning- ar um frábæran og hjartagóðan mann, sem alltaf tók vel á móti okkur með ýmsu góðgæti. Hann virtist allt- af hafa tíma til að sprella við okkur þegar við komum í heimsókn. Elsku afi, loks ertu kominn á staðinn, sem þú vildir alltaf vera á, við hliðina á ömmu. Við þökkum margar yndis- legar samverustundir sem við áttum með þér, elsku afi. Megi Guð geyma góðan afa. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn, og dregur andann djúpt og rótt, um draumabláa júlínótt. Nú sefur allt svo vel og vært, sem var í dagsins stríði sært, og jafnvel blóm með brunasár þau brosa í svefni gegnum tár. Og sá sem alla yfirgaf, fór einn um fjöll með mal og staf, hann teygar svefnsins svölu veig, og sál hans verður ung og fleyg. (Davíð Stef.) Hvíl í friði, elsku afi. Guðfinna, Aníta, Andrea, Benedikta Líf, Kjartan, Jón Bjarni og Daníel Máni. Það besta sem gat komið fyrir mig var að alast upp í Ytra-Garðshorni hjá afa og ömmu. Ég vil því þakka fyrir þær stundir sem þið gáfuð mér, sem eru mér ómetanlegar. Hvílið í friði. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, Svo aldrei, aldrei gleymi, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir.) Inga María Stefánsdóttir. Nú þegar komið er að kveðju- stund, kæri afi, langar okkur systk- inin að þakka þér allar samveru- stundirnar. Einhvern veginn hafðir þú alltaf nægan tíma og þolinmæði til að hlusta og leiðbeina okkur, hugga og styrkja þegar eitthvað bjátaði á. Það gilti einu um hvað við þurftum að ræða, trésmíði, fótbolta, fiðluleik eða ef okkur vantaði aðstoð við heimanám, þá var hjálpin vís hjá þér. Enda varst þú mjög fjölhæfur og op- inn fyrir öllum nýjungum. Þú keyptir þér tölvu með öllu þegar þú varst orðinn 80 ára, og notaðir hana mikið. Þú hafðir yndi af tónlist, komst t.d. alltaf syngjandi í heimsókn til okkar. Spilaðir af mikilli fimi á sög, og reyndar fleiri hljóðfæri. Við minnumst glaðværðar þinnar og vitum að hún og öll hvatningin þín mun fylgja okkur í amstri lífsins. Og glæðir nokkur gleði meiri yl en gleðin yfir því að vera til og vita alla vængi hvíta fá, sem víðsýnið – og eilífðina þrá? (Davíð Stefánsson.) Blessuð sé minning afa okkar. Hafþór, Eyþór og Sigríður Jódís. Genginn er gegn bóndi og sannur Íslendingur, maður hugsjóna og hugmynda, kominn af Krossaætt á Árskógsströnd í föðurætt og Hær- ingsstaðaætt í Svarfaðardal móður- megin, Hjalti Haraldsson bóndi í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurt skeið er hann lést á áttugasta og fimmta aldursári. Skammt varð á milli Hjalta og Jó- hannesar bróður hans, fyrrum bónda í Laugahlíð og síðar skrifstofumanns hjá KEA á Dalvík. Jóhannes lést á Akureyri hinn 17. júní síðastliðinn á áttugasta og sjötta aldursári. Alla tíð var mjög kært með þeim bræðrum sem og Ytra-Garðshornsfólkinu öllu og fór undirritaður ekki varhluta af þeirri miklu hlýju og umhyggju, sem ég fann þegar ég fyrst kom þangað níu ára gamall til sveitadvalar hjá þeim sæmdarhjónum Haraldi og Önnu, foreldrum Hjalta. Síðan varð Ytra-Garðshorn mitt annað heimili í mörg ár og ætíð tal- inn einn í hópnum og seinna dvaldi Albert, sonur okkar hjóna, á sumrin hjá Hjalta og konu hans Önnu. Allt verður það seint fullþakkað. Á þeim tímum þegar Hjalti var um tvítugt var „setinn Svarfaðardalur“. Búið var á öllum jörðum og mikið mannlíf og menning blómstraði, ekki síst í skjóli ungmennafélagsins og góðs skóla, svo fátt eitt sé nefnt, og þar skipaði Hjalti sér í fremstu raðir. Hjalti var maður grannvaxinn, tæplega meðalhár, snaggaralegur, spaugsamur en með hófsemd þó. Hann hafði mjög gott vald á íslenskri tungu, var hagmæltur vel og hafði lipran ritstíl. Tónlist var honum með- fæddur hæfileiki. Hann lék á ýmis hljóðfæri og leikur hans á sög vakti sérstaka athygli. Söngmaður var hann alla tíð og fannst mér raunar annar hver maður í dalnum vera músíkant. Hefði Hjalti verið ungur maður í dag sé ég hann fyrir mér allt eins vel sem poppara. En lífið var kröfuharðara en þetta, því nítján ára veiktist Hjalti af berkl- um og þurfti að dvelja á Kristneshæli í rúm tvö ár en náði góðri heilsu aft- ur. Eftir það stundaði hann svokall- aða farandkennslu víða í Eyjafirði. Síðan lauk hann búfræðinámi frá Hólum í Hjaltadal árið 1944. Þar kynntist Hjalti konuefni sínu, Önnu Sölvadóttur, glæsilegri ungri stúlku skagfirskra ætta og saman koma þau í dalinn í júní lýðveldisárið. Þegar hér var komið ævi þeirra var fram- tíðin ráðin. Þau setja bú sitt að Litla- Hamri í Eyjafirði og búa þar til árs- ins 1950 að þau taka við föðurleifð Hjalta í Ytra-Garðshorni og búa þar fram á síðustu ár. Meðfram búskapnum sinnti Hjalti bæði félagsmálum og stjórnmálum. Hann var meðal annars oddviti sveit- arinnar, sat á Alþingi um stundar- sakir 1966 og 1968 sem varaþing- maður og var í mörgum nefndum og ráðum sem aðrir kunna betur skil á en ég. Greinar eftir hann um þjóðmál og fleira hafa birst í blöðum. Einnig kenndi hann við Húsabakkaskóla. Anna og Hjalti eignuðust glæsi- legan hóp barna, átta talsins, og eru afkomendur þeirra vel á sjötta tug- inn, búandi hérlendis sem og erlend- is. Lífið færði þeim hjónum ótal margar gleðistundir, þótt sorgin knýði einnig dyra. En þau kunnu vel að lifa hvort heldur var við hið norð- læga skammdegi eða ljúfan blæ sól- mánaðar. Önnu missti Hjalti fyrir tveimur árum eftir þung veikindi. Þann tíma gaf hann sig allan og meira til að létta henni stundirnar, sjálfur kom- inn á níræðisaldur. Komu mér þá í huga eftirmæli um föður Hjalta rituð af sveitunga hans og fræðaþulnum Birni R. Árnasyni á Grund en þar segir svo: „Hann var hvorki kvartsár eða vílsamur. Maður frjálslyndur og bjartsýnn, glaður og reifur í lengstu lög, vongóður og hress. Huggaði sig sjálfur þegar á móti blés og þuldi ekki barlómsóðinn. Ekki æðrugjarn enda garpur í mannraunum.“ Sú var lyndiseinkunn Hjalta í gegnum lífið. Hann lyfti höfði gegn éli hverju. Nú hefur bóndinn kvatt dalinn sinn. Til viðar er sólin gengin við Brennihnjúk. Svo rís hún aftur við Rimar og gyllir dalinn fagra. Með þessum fáu orðum kveðjum ég og fjölskylda mín gamlan vin og þökk- um samfylgdina. Jón Ragnar Steindórsson. Kveðja frá Golfklúbbnum Hamri Sú harmafregn barst okkur sunnudaginn 11. ágúst sl. að Hjalti Haraldsson í Ytra-Garðshorni væri látinn. Hjalti var heiðursfélagi Golf- klúbbsins Hamars og okkur öllum afar kær, sem unnið hafa að upp- byggingu þessa klúbbs og vallar. Það lýsir kannski best framsýni og bjart- sýni Hjalta að þegar Golfklúbburinn var stofnaður 1989 var hann sá er kveikti neistann að stofnun klúbbs- ins, þá orðinn rúmlega 70 ára. Hann bauð okkur hluta af landi sínu og alla tíð síðan vann hann að því að klúbburinn gæti eignast land- ið og var þá ekki alltaf að hugsa um eigin hag. Af framsýni sinni sá hann að sú natni sem lögð var í uppbyggingu og ræktun skilaði sér í fjölda fólks á öll- um aldri sem undi sér hið besta á svæðinu. Fyrir ári síðan var loks gengið frá kaupum á landinu og þar með lokið á farsælan hátt því ferli sem Hjalti hafði unnið svo lengi að. Þeir eru margir klúbbfélagarnir sem hlustað hafa á glaðværan söng þegar gengið var á 5. teig sem er skammt frá bæj- arhúsum á Ytra-Garðshorni. Þessi glaðværi vinnusöngur gamla manns- ins er nú þagnaður. Hann mun samt lifa í minningu okkar og ef til vill koma upp í hugann þegar staðið er á áðurnefndum teig þar sem sér svo vel yfir þennan fallega völl sem Hjalta þótti svo vænt um og vildi fyr- ir alla muni lofa okkur klúbbfélögum að njóta með sér. Það tókst honum svo sannarlega og fyrir það erum við öll svo innilega þakklát. Með virð- ingu og þakklæti kveðja klúbbfélag- ar þennan aldna höfðingja og votta börnum hans og fjölskyldum þeirra innilega samúð. F.h. Golfklúbbsins Hamars Guðm. Ingi Jónatansson. HJALTI HARALDSSON EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.