Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 18.08.2002, Síða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á MENNINGARNÓTT í miðborg- inni var tilkynnt hvaða listamenn hafa fengið úthlutað starfslaunum borgarinnar 2002, hvaða tónlistar- hópur hefur fengið styrk borgarinnar til rekstrar tónlistarhóps þetta ár og nýir samningar við sviðslistahópa í borginni. Athöfnin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur hófst kl. 15 með ávarpi Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar. Ásrún Kristjánsdótt- ir menningarmálanefnd tilkynnti nið- urstöður menningarmálanefndar um úthlutun starfslauna listamanna og hvaða tónlistarhópur nyti styrkjar sem Tónlistarhópur Reykjavíkur 2002. Alls var úthlutað 20,4 milljón- um króna. Signý Pálsdóttir, menningarmála- stjóri Reykjavíkur, greindi frá starfs- samningum við nýja sviðslistahópa í borginni og samningi við Loftkastal- ann og greindi frá því að í maí 2001 hefði borgarstjóri undirritað starfs- samninga menningarmálanefndar Reykjavíkur til þriggja ára við þrjú sjálfstæð leikhús: Kaffileikhúsið, Leikfélag Íslands og Möguleikhúsið auk þriggja sjálfstæðra myndlistar- sala og sjö tónlistarhópa. „Tveir þess- ara samninga, þ.e. við Kaffileikhúsið og Leikfélag Íslands eru úr gildi fallnir. Vegna þessa var nú til ráðstöf- unar í styrkjaramma menningar- málanefndar 6,4 m. á árinu 2002 og 14 m. á árinu 2003.“ Leigusamningur við Loftkastalann Í máli Signýjar kom fram að Leik- félag Íslands hefði m.a. nýtt starfs- samning sinn til að taka Loftkastal- ann á leigu. „Vegna fjárhagsvanda Leikfélags Íslands sá leikhúsfólk og leikhúsgestir fram á að Loftkastalinn væri að hverfa af sjónarsviðinu sem leikhús. Loftkastalinn er langstærsta leikhúsið á vettvangi sjálfstæðu leik- hópanna og nauðsynlegt að sjá til þess að leiklistarstarf leggist þar ekki af. Til að tryggja að þetta leikhús verði áfram til ráðstöfunar fyrir sjálf- stæða leikhópa í borginni var menn- ingarmálanefnd reiðubúin að nýta þann hlut styrksins sem runnið hefði til Loftkastalans áfram til sama leik- húss,“ sagði Signý. Hún sagði enn- fremur að menningarmálanefndin hefði á fundi hinn 3. júlí sl. samþykkt að á árinu 2002 renni 3,3 milljónir til leigusamnings við Loftkastalann fyr- ir sviðslistahópa í borginni og á árinu 2003 6,6 milljónir. Upphæðin miðast við 550 þús. kr. á mánuði í 18 mánuði. Jafnframt samþykkti menningar- málanefnd að gerðir yrðu nýir starfs- samningar við sviðslistahópa frá 17. ágúst 2002 til ársloka 2003. Til þeirra verði varið 3,1 milljón á árinu 2002 og 7,4 milljónum á árinu 2003. Samkvæmt tillögum faghóps menningarmálanefndar í sviðslistum verður gerður starfssamningur við Vesturport sem nemur 1,9 milljónum á árinu 2002 og 4,8 milljónum á árinu 2003. Þá verður gerður starfssamningur við Sumaróperuna sem nemur 800 þúsund krónum á árinu 2002 og 1,8 milljónum á árinu 2003. Þriðji starfssamningurinn verði gerður við brúðuleikhúsið Rauðu skóna sem nemi 400 þúsund krónum á árinu 2002 og 800 þúsund krónum á árinu 2003. Faghóp í sviðslistum skipuðu Signý Pálsdóttir, Hallmar Sigurðsson og Ragnheiður Tryggva- dóttir. Ásrún Kristjánsdóttir kynnti nið- urstöðu dómnefndar um starfssamn- ing við tónlistarhóp en alls sóttu 13 um slíkan samning. „Dómnefnd komst að þeirri einróma niðurstöðu að tilnefna Eþos kvartettinn sem tón- listarhóp Reykjavíkur árið 2002– 2003. Kvartettinn skipa Auður Haf- steinsdóttir, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, Gréta Guðnadóttir og Guðmundur Kristmundsson. Starfslaun til einstakra listamanna nema samtals 49 mánaðarlaunum. Þau hafa nú verið hækkuð til jafns við starfslaun listamanna hjá ríkinu. Í máli Ásrúnar Kristjánsdóttur kom fram að langflestar umsóknir voru í myndlist og hönnun eða 73 samtals, þá barst 21 umsókn í tónlist, 18 í leik- list og 3 í danslist, flokkaðar saman sem sviðslistir, 20 í ritlist og 7 í leik- ritun, 3 í kvikmyndun og 2 í ljós- myndun. Eftirfarandi listamenn hlutu starfslaun Reykjavíkurborgar. 3 mánaða starfslaun Anna Pálína Árnadóttir tónlistar- maður, Árni Heimir Ingólfsson tón- listarmaður, Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður, Eyjólfur Einars- son myndlistarmaður, Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistarmaður, Ingvar E. Sigurðsson leikari, Jónas Þorbjarnarson ljóðskáld, Olga Berg- mann myndlistarmaður, Sveinn Lúð- vík Björnsson tónlistarmaður. 5 mánaða starfslaun Hlín Agnarsdóttir leikritahöfund- ur, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. 6 mánaða starfslaun Þór Vigfússon myndlistarmaður, Þórunn Ósk Marinósdóttir tónlistar- maður. Úthlutun starfslauna og -samninga menningarmálanefndar Reykjavíkur Fjórir starfs- samningar og starfslaun til 13 listamanna Morgunblaðið/Ásdís EÞOS kvartettinn: Guðmundur Kristmundsson, Greta Guðnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. ÞEGAR Jóhannes Jóhannesson listmálari lést árið 1998, þá 77 ára gamall, var hann að mála fyrir sýn- ingu í Gerðarsafni í Kópavogi. Var því ráðist í það að safna saman verk- um eftir listamanninn sem nú fjórum árum síðar eru til sýnis í listasafninu ásamt verkum Gerðar Helgadóttur sem listasafnið er tileinkað. Jóhann- es og Gerður voru á meðal lista- manna sem ruddu brautir abstrakt- listar á Íslandi. Jóhannes í málverki og Gerður myndhöggvaralist. Málverk Jóhannesar á sýningunni eru ýmist í einkaeign eða í eigu lista- safna. Það elsta er „Uppstilling“ sem hann málaði á árunum 1940–44. Jó- hannes tileinkaði sér fljótt formfræði kúbismans, þótt ýmissa annarra áhrifa gæti í verkum hans. Tvær myndir sem bera titilinn „Ballet“ eru ágætt dæmi um það hvernig lista- maðurinn þreifaði fyrir sér í ólíkum stílbrigðum á fyrstu árunum. Báðar eru myndirnar málaðar árið 1947 og hafa samskonar myndbyggingu en ólík efnistök. Önnur minnir á efnis- tök Svavars Guðnasonar en hin á konustúdíu eftir Pablo Picasso, en hann var mikill áhrifavaldur á list- sköpun Jóhannesar. Abstraktmálverk Jóhannesar ein- kennast af hringjum og skeifulöguð- um formum. Innan þeirra takmarka einbeitti hann sér að fagurfræðileg- um rannsóknum sínum. Leitaði hann að „hreyfingu“ forma á myndfletin- um líkt og listamenn Fútúrismans og Vortismans höfðu gert, en með öðr- um hætti. Þar sem tvívíður flötur er í eðli sínu hreyfingarlaus, skapast hreyfingin með skynvillu í litum og formum. Er það greinilegt í mynd- unum „Hrynjandi“ og „Dansað við sund“, en þær eru til sýnis í austursal safnsins. Þar hanga einungis ab- straktverk málarans að einni mynd undanskilinni. Nefnist hún „Kona í svörtu“ og er á meðal fallegustu mál- verka á sýningunni. Þótt myndin sé fígúratíf þá er hún nær eingöngu byggð á skeifulöguðum formum líkt og abstraktmálverk hans. Myndina málaði Jóhannes á árunum 1997–98 og er eitt af síðustu málverkum hans. Ber hún þess merki að sköpunar og rannsóknareðli listmálarans hafi enn verið í fullu fjöri þótt líkaminn hafi ekki öllu lengur getað haldið í við andagiftina. Gerður Helgadóttir fæddist árið 1928 og lést um aldur fram árið 1975. Verk hennar á sýningunni eru öll í eigu Gerðarsafns. Það elsta er „Selló- leikarinn“, bronsskúlptúr frá árinu 1949, sem er jafnframt eina fígúratífa mannamyndin. Ári síðar vann hún óhlutbundna skúlptúra undir áhrif- um kúbismans, mótaða í leir og steypta í brons. Eru tveir slíkir til sýnis í vestursal safnsins ásamt tveim svartmáluðum járnmyndum (Komposition) sem hún smíðaði árið 1951–52. Eru járnverkin unnin undir áhrifum danska myndhöggvarans Roberts Jakobsens, en byggjast ann- ars á strangflatarlist rússneska Konstruktivismans, hollenska „de Stijl“-hópsins og þýska Bauhaus- skólans. Lítið ber á strangflatarlist í verk- um Jóhannesar og er hún frekar sammerki Gerðar við málarana Valtý Pétursson og Þorvald Skúlason. Aft- ur á móti er það hreyfingin sem er helsti skyldleiki hennar og Jóhann- esar, eins og má glöggt sjá í verkinu „Síhreyfing“ sem er í austursalnum og er byggt á bogalöguðum formum, ekki ólíkum þeim sem Jóhannes til- einkaði sér. Í anddyri Gerðarsafns eru þrír járn- eða víraskúlptúrar sem Gerður smíðaði á síðari hluta sjötta áratug- arins. Í þeim má sjá, í formum og táknum, merki um spíritískar hug- leiðingar listakonunnar. Ber þar „Babelsturninn“ hæst hvað varðar smíð og glæsileika. Um það leyti var Gerður farin að iðka hugleiðslu og hugrækt undir leiðsögn Jeanne de Salzmann, en hún var nemandi og vinur rússneska dulspekingsins G.I. Gurdjieff og kenndi fræði hans eftir að hann lést árið 1949. Engar heim- ildir eru ritaðar sem greina frá tengslum Gerðar við spíritísk fræði Gurdjieffs og hvernig þau hafa haft áhrif á listsköpun hennar. G.I. Gur- djieff, var einhver magnaðasti dul- spekingur tuttugustu aldarinnar. Kynnti hann m.a. virka hugleiðslu- tækni (active meditation) þar sem gerandinn beitir líkama sínum í hvirfil-snúninga (whirling) í bland við taktfastar og táknrænar hreyfingar. Tvímælalaust mætti rannsaka tengsl Gerðar við fræði Gurdjieffs og myndi það án efa gefa okkur nýjan og dýpri skilning á listaverk hennar. Augljóst er að eftir miðjan sjötta ára- tuginn nálgaðist hún list sína út frá spíritisma og skipa hreyfing og jafn- vægi þar stóran sess. Greinir þar á hreyfingu í verkum hennar og Jó- hannesar, en hreyfing í málverkum hans virkar jafnan á mig sem flökt- andi sundrung frekar en jafnvægi. Fróðlegt er að sjá verkum þeirra stillt upp saman í salarkynnum Gerð- arsafns og skoða þau í samhengi við hvert annað. Ætti sýningin að vera fagnaðarefni fyrir þá sem unna ab- straktlist og skyldumæting fyrir hvern þann sem vill kynnast sögu ís- lenskrar framúrstefnulistar. Hreyfing formanna MYNDLIST Gerðarsafn Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 11–17. Sýningunni lýkur 8. sept- ember. MÁLVERK OG SKÚLPTÚR JÓHANNES JÓHANNESSON OG GERÐUR HELGADÓTTIR Jón B.K. Ransu Verk Jóhannesar Jóhannessonar og Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni. VORIÐ 2000, rétt áður en hann útskrifaðist frá Kennaraháskóla Ís- lands, gaf Ásgrímur Ingi Arngríms- son út ljóðabók er hlaut góðar við- tökur kollega míns hér á blaðinu, Skafta Þ. Halldórssonar. Í fyrra- haust var hann eitt ungskáldanna sem lásu úr ljóðum sínum á upp- lestrarkvöldi sem ljóðvinafélagið Besti vinur ljóðsins efndi til í Þjóð- menningarhúsinu. Þá fyrir jólin átti hann ljóð í ljóðasafninu Ljóð ungra skálda sem Sölvi Björn Sigurðsson gaf út í samvinnu við Mál og menn- ingu. Daginn eftir sumarsólstöður opn- aði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Kjarvalsstofu á Borgar- firði eystra til að heiðra minningu málarans Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals (1885–1972) sem var alinn þar upp frá fimmta ári. Af þessu til- efni var frumsýnt leikrit eftir Ás- grím Inga um atburði sumarsins 1914 þegar Kjarval sneri aftur heim til átthaganna til að mála marg- fræga altaristöflu sem síðan hefur prýtt Bakkagerðiskirkju. Eins og Ásgrímur Ingi þakkar Þórði Helgasyni, læriföður sínum í ljóðlist, á hann Andrési Sigurvins- syni leikstjóra mikið að þakka hve vel tókst til um frumraun hans í leikritun. Ásgrímur Ingi ráðgaðist við Andrés um efnið áður en lagt var í hann og að skriftunum loknum tók Andrés við, fór yfir verkið, dró fram dramatíkina í efniviðnum, pússaði og betrumbætti. Ásgrímur Ingi styðst við ýmsar heimildir, þ.á m. skrif Matthíasar Johannessen og Indriða G. Þorsteinssonar um Kjar- val auk þjóðsagna sem spunnist hafa um persónu hans á heimaslóð- um. Þegar kom að því að skipa í hlutverk taldi Andrés höfundinn sjálfvalinn í aðalhlutverkið – enda svipar honum til Kjarvals á unga aldri. Það er ekki að sökum að spyrja, hann stóð sig með ágætum. Til að gefa innsýn í sálarlíf Kjar- vals las Andrés fjölda ljóða hans á segulband og eru þau flutt á meðan á sýningu stendur. Skáldskapur Kjarvals er mjög sérstakur – minnir á stundum á ljóð Þórbergs Þórð- arsonar, sem að vísu var margfalt betra skáld – en ljóðin eru mjög at- hyglisverður minnisvarði um hugs- anagang málarans og tilfinningalíf. Á milli eru stutt og hnitmiðuð atriði um hverdag sumarsins 1914 á Borg- arfirði: Konur hittast og ráða ráðum sínum um nýja altaristöflu og ákveða að ráða Kjarval; Jói í Geita- vík, en svo kölluðu sveitungarnir hann, hittir aftur fóstrur sínar, Mar- gréti og Þórunni, fermingarsystur sína og aðra Borgfirðinga. Einstaka ljóð er sviðsett og þar hvarflar hug- ur Kjarvals til Reykjavíkur, eða hann hugsar til ástarinnar sinnar í Danmörku í broti úr bréfi til henn- ar. Sýninguna alla einkennir ákafur einfaldleiki sem speglast í leik- myndinni, hvítum striga er stillt upp á nokkrar málaratrönur og á bak við svart baktjald. Búningarnir eru af sama toga og komast sennilega nærri því hvernig fólk bjó sig á þessum árum. Áhorfendur sem ekki þekktu efnið áður fá nýja sýn á Kjarval, hér er ekki meistari ís- lenskrar málaralistar í fyrirrúmi heldur sveitastrákurinn Jói sem kemur aftur á heimaslóðirnar til að launa Borgfirðingum fóstrið. Aðstandendur sýningarinnar eru fjölmargir, þar af rúmir tveir tugir leikenda. Sýningin var vel unnin þó að æfingatíminn væri stuttur og enginn fór illa með textann sinn. Eftirminnilegust var Elsa Guðbjörg Jónsdóttir sem Margrét, en hún hafði unun af því að kýta við Þór- unni systur sína, sem leikin var af Elísabetu Sveinsdóttur, en Margrét og Þórunn uppfóstruðu Jóhannes Sveinsson Kjarval í sameiningu. Enn býr Borgarfjörður að þeim fjölda manna sem hann hefur upp- fóstrað og hafa forframast úti í hin- um stóra heimi. Eins og Kjarval forðum snúa Andrés Sigurvinsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson aft- ur til fæðingarsveitar sinnar og launa fóstrið. Þeir hafa virkjað Borgfirðinga til að skapa sýningu sem fjölmennustu sveitarfélög mættu telja sig fullsæmd af. Fósturlaun LEIKLIST Leikfélagið Vaka, Borgarfirði eystra Höfundur: Ásgrímur Ingi Arngrímsson. Leikstjóri og dramatúrg: Andrés Sig- urvinsson.Sunnudagur 4. ágúst (frum- sýning laugardag 22. júní), GILLIGOGG Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.