Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 17

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 17 MIKIÐ tennisæði hefur runnið á Úsbeka og jafnvel hafa ráðherrar í ríkisstjórn landsins tek- ið upp á því á gamals aldri að mæta klukkan fimm á hverjum morgni út á tennisvöll. Skýr- ingin á þessum óvænta íþróttaáhuga er sögð vera af pólitískum rót- um runnin: Íslam Kar- ímov, forseti Úsbekist- ans, er nefnilega sem bergnuminn af áhuga á íþróttinni. Karímov forseti, sem ræður því sem hann vill ráða í Úsbekistan, mun hafa ákveðið að þjóð sín, sem eru 25 milljónir manna, skuli deila nýtil- komnum áhuga sínum á tennisíþróttinni. Skipaði hann helstu ráðgjöfum sínum og emb- ættismönnum að sýna gott for- dæmi og því var ekki um annað að ræða fyrir þessa heiðursmenn – en í tennisáhugamannahópnum eru nú nokkrir aðstoðarforsæt- isráðherrar, auk innanríkis-, við- skipta- og fjármálaráðherra – en að festa kaup á tennisskóm, fá sér þjálfara og byrja að æfa bakhönd- ina. „Í fyrstu voru þeir býsna kjána- legir á að horfa – fullorðnir menn að reyna að læra grundvall- aratriði í tennis,“ segir Ígor Shepelev, forseti tennissambands Úsbekistan. Allir hafa þó tekið stórstígum framförum eftir þrot- lausar æfingar. Marat Safin meðal keppenda á alþjóðlegu móti í Tashkent Athygli vekur að á sama tíma og alvarlegur efnahagsvandi hef- ur þjakað Úsbeka, m.a. hefur þurft að loka verksmiðjum í land- inu og verðbólga hefur rokið upp úr öllu valdi, hefur ríkisstjórn landsins fundið aura til þess að leggja nýja tennisvelli en þeim hefur fjölgað úr 25 í 120 á örfáum árum. Þá hafa verið til peningar í kassanum til þess að halda al- þjóðlegt tennismót og allt frá árinu 1994 hefur verið keppt ár- lega um Forsetabikarinn svokall- aða í Tashkent. Var á sínum tíma ráðist í að byggja leikvang í höf- uðborginni sem getur tekið allt að þrjú þúsund áhorfendur í sæti og stjörnur eins og Marat Safin, sig- urvegari á opna bandaríska meist- aramótinu í hittiðfyrra, hafa tekið þátt en verðlaunafé nemur jafnan um 600 þúsund dollurum, eða um 50 milljónum íslenskra króna. Skilar sér í betri árangri Karímov forseti hefur það fyrir sið að koma ætíð til að horfa á úr- slitaleik mótsins, hann afhendir sigurverðlaunin og leysir auk þess bæði sigurvegarann og þann sem lendir í öðru sæti út með gylltum, heimatilbúnum sloppi, auk höf- uðfats. Þessi forsetaskipaði tennisáhugi í Úsbekistan hefur skilað árangri. Áður en landið varð sjálfstætt ríki, þ.e. áður en Sovétríkin lið- uðust í sundur árið 1991, tókst því aldrei að verða ofar en í ellefta sæti á lýðveldamóti Sovetríkjanna en fimmtán lýðveldi áttu aðild að Sovétríkjunum þegar þau voru og hétu. Núna standa einungis Rússar Úsbekum framar, að sögn Shepe- levs, og hafa þeir eignast mikla afrekskonu í sportinu en úsbesku stúlkunni Irodu Tulyaganovu skaut nýverið upp á stjörnuhim- ininn í hinum alþjóðlega tenn- isheimi. Tulyaganova vann þrjá sigra á alþjóðlegum tennismótum í fyrra og taldist meðal tuttugu bestu tennisleikara í heiminum það árið. Hún er sem stendur í 30. sætinu á heimslista alþjóðatennissambands- ins en segist stefna á fyrsta sætið. „Ég er afar ánægð með að for- setinn skuli hafa svo mikinn áhuga á tennis. Ef hann hefði hann ekki hefði ég sennilega ekki náð þetta langt,“ segir Tulyag- anova, sem er tvítug. Og ýmislegt bendir reyndar til að margir embættismannanna, sem einungis tóku að iðka tennis af ótta við að óhlýðnast tilmælum Karímovs forseta, hafi fyllst sönn- um áhuga á íþróttinni. „Auðvitað þurfti eitthvert tilefni í fyrstu en það er ekki hægt að neyða neinn til þess að hafa gaman af tennis. Það er fegurð íþróttarinnar sjálfr- ar sem kveikir áhuga fólks,“ segir Ravshan Fayzullajev, varaborg- arstjóri í Tashkent, en sjö ár eru nú liðin síðan hann tók að spila tennis. „Þegar þú kannt íþróttina og skilur út á hvað hún gengur geturðu ekki annað en notið henn- ar.“ AP Stund milli stríða hjá Tulkun Jabbarov, rík- isstjóra í Namanganskoy í Úzbekistan, en Jabbarov er einn af fjölmörgum háttsettum embættismönnum sem vakna eldsnemma á hverjum morgni til að spila tennis – í sam- ræmi við óskir Íslams Karímovs forseta. Tennisæði runnið á Úsbeka Ráðherrar úr ríkisstjórn landsins eru mættir út á tennisvöll klukkan 5 á morgnana ’ Ég er afar ánægðmeð að forsetinn skuli hafa svo mikinn áhuga á tennis. ‘ Tashkent. AP. HÓPUR vísindamanna við Max Planck-stofnunina í Leipzig í Þýskalandi segja að gen, sem upp- götvað var í fyrra og vitað er að stökkbreyttist fyrir um það bil 200.00 árum, geti hafa gegnt mik- ilvægu hlutverki í þróun hæfni mannsins til að tala og þar með skapa menningu. Í frétt The Wash- ington Post segir að gerðar verði til- raunir á músum til að kanna hvaða áhrif genið hafi á hæfileika þeirra til að mynda flókin hljóð þótt ekki sé búist við því að dýrið geti lært að tala. Skýrt var frá niðurstöðum rann- sóknanna í netútgáfu tímaritsins Nature. Umrædd stökkbreyting varð ríkjandi meðal forfeðra nú- tímamannsins á óvenju skömmum tíma sem þykir sýna að hún hafi gert manninn hæfari í lífsbarátt- unni, ef til vill hafi hæfnin til að gefa frá sér margbreytileg og skýr hljóð komið að gagni við dýraveiðar. Gen- ið ber heitið FOXP2 en nákvæmlega hvernig það eykur hæfnina til að tala er enn óljóst. Uppgötvað var í fyrra að viss stökkbreytt útgáfa af umræddu tungumálsgeni virtist tengjast kvilla sem veldur fólki erf- iðleikum við að tjá sig, getan til að hreyfa tungu og varir minnkar og auk þess virðist það valda því að fólk notar rangar tíðir sagna, að sögn AP-fréttastofunnar. Flestar stökkbreytingar í nátt- úrunni skipta engu máli eða eru slæmar fyrir viðkomandi lífveru en stöku sinnum gera þær hana hæfari og verða þá ríkjandi eiginleiki í teg- undinni. „Einhvers konar tjáskipti fóru fram en síðan varð þessi breyting og þeir sem nutu hennar gátu tjáð sig mun skýrar. Ef til vill var það um þetta leyti sem við náðum tökum á raunverulega nútímalegu og skýru tungumáli. Tungutak okkar var, ef svo má segja, fínstillt,“ segir Svante Paabo, sem stýrði rannsóknahópn- um í Leipzig er fæst við mannerfða- fræði. Hann tekur fram að afla þurfi frekari vitneskju um hlutverk gens- ins. „Fólk gæti sagt að ef þessu geni yrði komið fyrir í simpansa myndi hann geta talað. Það held ég ekki, tal er flóknara en svo.“ Líklegt er að nokkur gen eða jafnvel fjölmörg komi við sögu í sambandi við þróun tals. Munurinn á tungumálsgeninu og á samsvar- andi geni í simpönsum, sem taldir eru skyldari mönnum en önnur dýr, er ekki mikill, aðeins tvær sameind- ir eru frábrugðnar í þeim hluta gensins sem máli skiptir. En svo lít- ill munur á uppbyggingu getur oft skipt sköpum, þess má geta að mun- urinn á genamengi simpansa og manns er aðeins um 1%. Ýtti stökkbreyting í geni undir þróun tals? Örfáar sam- eindir kunna að hafa skipt sköp- um fyrir þróun menningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.