Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 21

Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 21 HÚN VAR löng ogvirðuleg röðin, sembeið þolinmóð eftirað fá aðgang aðfundinum hjá SPRON. Eins og sagt var frá í fréttum sjónvarps: máttarstólpar þjóðfélagsins voru mættir. Menn virtust léttir í skapi, spauguðu sín í milli, enda var framundan fundur í sparisjóðnum án þess að til mik- illa átaka kæmi. Andstæðar fylk- ingar höfðu fallist í faðma. Í rauninni var ekkert eftir nema fallast á að það væri í lagi fyrir þá að fallast á að stofnfé þeirra í sjóðnum fimmfaldaðist að raun- gildi. Margur hefur nú lagt meira á sig til að græða minna fé, með því einu að rétta upp höndina. Nú er það sosum ekki í frásögur færandi þótt einhver græði á bankastarfsemi og má segja að okkur hinum, sem ekki græðum, komi það lítið við, hvað þeir aðhaf- ast, þessir menn og þessir mátt- arstólpar, þótt ekki hefði verið verra að hafa verið með í röðinni, svona óskaplega afslappaður og yfirvegaður og fimmfaldaður að raungildi. Nei, það er í sjálfu sér ástæðulaust að öfundast út í þetta fólk, enda ekki máttarstólpar fyrir ekki neitt. Þeirra gæfa var að eiga stofnfé í SPRON, sem ekki liggur á lausu og ekki fyrir hvern sem er að koma höndum á. Og hefur sos- um ekki verið mikils virði. Frekar fórnarkostnaður göfugra manna. Það hefur að vísu aldrei verið upplýst hvernig menn geta orðið stofnfjáreigendur í sparisjóði, því aldrei hafa þessi stofnfjárbréf ver- ið boðin út og aldrei hefur manni verið boðið að gerast stofnfjáreig- andi. Sem ekki er von. Blankir menn eiga sjaldnast banka. Og ekki skrítið. Þú ert ekki mátt- arstólpi. Og svo hefur þetta held- ur ekki verið neitt til að sækjast eftir. Stofnfé er bara peningur í innistæðu í sparisjóðnum, sem ekki hefur gefið neitt af sér, nema rétt vextina til að halda í við verð- bólguna. Nei, þetta kemur manni ekki við og satt að segja fóru þessar deilur allar fyrir ofan garð og neð- an hjá hinum sauðsvarta almenn- ingi, þegar lögfræðingarnir voru að rífast um lagatúlkanir og bankastjórarnir að bera af sér sakir og svo var líka sagt að þetta væru fjandsamleg afskipti af hálfu Búnaðarbankans, sem voru þó ekki alvarlegri en svo, að bankinn bauð allt í einu af örlæti sínu fjór- falt gengi í stofnféð. Það var nú meiri fjandskapurinn! Stjórn sjóðsins brást illa við þessum tíðindum og starfsmenn ruku upp til handa og fóta og buðu betur, fimmfalt gengi, sögðu þeir, og söfnuðu stuðningsyfirlýsingum og fjárfestum út og suður. Fram að þessu og áfram inn í þessa deilu hafa vísir menn verið að halda því fram að stofnfé væri bara stofnfé. Ekki hlutafé, ekki áhættufé og stofnfjáreigendur ættu ekki nokk- urn skapaðan hlut í sparisjóðnum, nema það sem næmi stofnfénu og vöxtunum af því. Verðmætin í sparisjóðnum, eignirnar og við- skiptavildin og peningarnir og allt klabbið væri í rauninni eig- endalaust! Alþingismenn og ráð- herrar hafa meira að segja fullyrt að svo væri og það ætti enginn sparisjóðina, nema þá helst sam- félagið. Það var þá sem ég sperrti eyrun, því ég er hluti af samfélag- inu, ekki satt? En samfélagið átti engan mann á fundinum í SPRON á mánudag- inn og engan mann í stjórn og glöggir menn segja réttilega að ekki sé bannað að þiggja borgun fyrir það sem aðrir vilja kaupa af þér. Jafnvel þótt þú eigir það ekki. Þannig að þeir hjá SPRON bíða nú spenntir eftir því hvað fjár- málaeftirlitið segir um þessi kaup og þessi tilboð á fimmföldu gengi og ef æðsta valdið í eftirlitinu með fjármálum landsmanna leggur blessun sína yfir fyrirætlanir starfsmannanna og stofnfjáreig- endanna þarf ekki lengur að lifa við þá óvissu að ekki finnist eig- andi að fjármagninu í SPRON. Mikill léttir yrði það fyrir alla að- ila. Ekki bara þá sem geta þannig selt það sem þeir vissu ekki að þeir áttu, heldur líka fyrir okkur hin sem héldum að við ættum eitt- hvað sem við ekki eigum. Og þetta eigendalausa fjarmagn, sem hefur safnast upp í algjöru mun- aðarleysi, er loksins komið í örugga höfn. Þetta er ævintýri líkast og svip- ar til þess öryggisleysis sem skap- aðist fyrir fiskana í sjónum, sem syntu um hafið, eigendalausir í reiðileysi, þangað til stjórnvöld tóku af skarið um að útgerðin ætti þessa fiska og gæti selt þá fyrir markaðsprís, eins og lögmálin um framboð og eftirspurn segja til um. Og kvótinn komst í góðra manna hendur. Samfélagið, hvað er nú það? Það erum við hin, sem ekki stönd- um í röðinni og ekki höfum átt neinn að, til að bjóða okkur að ger- ast stofnfjáreigendur, og það er þjóðin, Íslendingarnir, sem ekki komast á fundi hjá SPRON og ekki eru í stjórn og ekki eru starfsmenn og eru bara það sem heitir samfélag, sem er ómerki- legt og gamaldags samheiti um ótíndan lýð, sem í besta falli á við- skipti við banka og sparisjóði til að standa undir rekstri þeirra. Það er nú allt og sumt og þess vegna kemur okkur þetta eiginlega ekk- ert við, sem er að gerast í banka- viðskiptunum, og næst er auðvitað að selja ríkisbankana, sem eru fjandsamlegir sparisjóðum og öðrum minnimáttar í þjóðfélaginu, og aftur geta þá máttarstólparnir lagt fram tilboð eða þá bara gert eðlilegt tilkall til þeirra eig- endalausu verðmæta sem liggja í hirðuleysi allt um kring. Hvort heldur í sjó eða á þurru landi. Það getur ekki nokkur maður farið að öfundast út af þessu. Hvað þá að breyta markaðs- lögmálunum. Hvað þá að hafa pólitíska skoðun á kaupunum eins og þau gerast á eyrinni. Og spari- sjóðnum. Teikning/Andrés Eigendalaus verðmæti HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram Skot- veiðimenn Það er að bresta á! Biðin er á enda, eftir 2 daga hefst gæsaveiðin á ný. Í eina viku bjóðum við mjög takmarkað magn af völdum byssum á frábæru verði. Athugið takmarkað magn og ein vika. Nokkur verðdæmi: Benelli Super 90 ........................102.900 stgr. Benelli Centro ............................109.900 stgr. Benelli Mancino..........................107.900 stgr. Benelli Raffaello ........................135.900 stgr. Benelli Nova..................................48.900 stgr. Remington 11-87..........................89.900 stgr. Browning Silver Camo ................69.900 stgr. Browning Gold Fusion ................89.900 stgr. Franchi AL48 ................................58.900 stgr. Norconia........................................29.900 stgr. Sellier & Bellot haglaskot. Frábær skot á góðu verði. 2 ¾" og 3" 42 gr. og 53 gr. Felunet, fatnaður og fylgihlutir í úrvali. 150 leirdúfur og 250 skeet skot á 4.490 Veiðihornið Kringlunni - Byssur, skot, fatnaður og fylgihlutir Veiðihornið Hafnarstræti - Skot, fatnaður og fylgihlutir Veiðihornið Síðumúla - Fatnaður og fylgihlutir (frá 1. sept.) Símar 551 6760, 568 8410, 575 5122 www.veidihornid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.