Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 33

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 33 Framkvæmdir við að setja Geirsgötu í stokk eru að sjálfsögðu kostnaðarsamar, en á móti vegur að hér er hreinlega um að ræða það mikið hagsmunamál, að það getur beinlínis skipt sköp- um um hvernig sá mikilvægi miðborgarhluti sem hafnarsvæðið er dafnar í tengslum við aðrar líf- æðar miðborgarinnar. Umferð um Geirsgötu er nú þegar mjög mikil og á væntanlega eftir að fara vaxandi því Hringbrautin mun ekki enda- laust taka við aukinni umferð þar sem hún er þrengst. Það er því fyrirsjáanlegt að með tím- anum verði Geirsgatan enn meiri hindrun á milli hafnar og miðborgar en hún er núna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og full ástæða til að ítreka það sem vikið var að hér að ofan varðandi það að sú fjárfesting sem þarna er fyrirhuguð skili sér sem best – hagsmunirnir eru marg- þættir fyrir ferðamannaiðnaðinn, verslun og þjónustu í miðborginni og ekki síst borgarbúa sjálfa. Listaháskólinn sem hreyfiafl Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoð- un að tæpast sé hægt að finna Listaháskóla Íslands ákjósanlegri stað í Reykjavík en í tengslum við þá fjölbreyttu menningarstarfsemi sem fyrirhuguð er á hafnarsvæðinu í framtíð- inni. Samkvæmt verðlaunatillögunni um tónlist- ar- og ráðstefnuhús, er gert ráð fyrir að hann verði í Tryggvagötunni og tengist menningar- starfsemi á Miðbakka með göngubrú. Fleiri möguleikar eru vafalaust fyrir hendi, því nokkrir álitlegir auðir reitir eru á þessu svæði auk möguleika á að nýta húsnæði sem þegar er til staðar að hluta til eða sem heild. Hvernig sem nánari útfærsla á því á eftir að verða er í öllu falli víst að á þessu svæði yrði skólinn í næsta nágrenni við Borgarbókasafn, Listasafn Reykja- víkur í Hafnarhúsi og fyrirhugað tónlistar- og ráðstefnuhús, en að auki í námunda við Þjóðleik- húsið, Íslensku óperuna og Listasafn Íslands. Þjóðarbókhlaðan, háskólasvæðið og fyrirhugað þekkingarþorp í Vatnsmýrinni er heldur ekki langt undan og því allar forsendur til samnýt- ingar og samstarfs á milli allra þessara stofnana eins og best verður á kosið. Listaháskólinn er ungur og starfsemi hans og hlutverk í íslensku samfélagi enn í mótun. Af þeim sökum ber að hafa í huga að honum er ætl- að mjög öflugt og margþætt hlutverk í menning- ar- og menntalífi landsmanna sem án efa mun auka á vægi hans sem eins hornsteina menning- arlífsins þegar til framtíðar er litið. Til þess að fjölbreytni starfseminnar verði óumdeildur styrkur skólans þarf að huga vandlega að teng- ingum hans sem lifandi miðstöð lista, ekki bara við aðrar listastofnanir eins og áður var nefnt, heldur einnig við samfélagið í heild. Það er því mikill fengur að því að hafa Listaháskólann þar sem hjarta miðborgarinnar slær, þar sem sem skólinn sjálfur og nemendur hans njóta góðs af mannlífinu í miðborginni, tengslum við atvinnu- lífið við höfnina og síðast en ekki síst nálægð við hið opna haf sem svo sterkt hefur mótað lífs- mynstur og sjálfsímynd þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Ekki má heldur gleyma að stór vinnustaður á borð við slíkan skóla er einnig mikil lyftistöng fyrir þjónustu og verslun í miðborginni yfir dag- inn og fyrirsjáanlegt að allt það fólk sem þar kemur til með að sinna starfi sínu og námi myndi án efa verða litskrúðugt mótvægi í borg- armyndinni við það næturlíf sem nú setur svo sterkan svip á borgarmyndina. Grófin og Aðalstræti Grófin hefur tekið miklum stakkaskipt- um að undanförnu og eiga Borgarbókasafn- ið og starfsemi Listasafns Reykjavíkur í ný- uppgerðu Hafnarhúsi ekki síst þátt í því. Ef til vill má segja að sú menningarstarfsemi sem þessar stofnanir standa fyrir á þessu svæði sé dæmigerð fyrir þá breytingu á hlutverki hafn- arsvæðisins sem nú er að eiga sér stað, en á ár- um áður gegndi Grófin einmitt lykilhlutverki í starfsemi hafnarinnar og tengslum hennar við miðborgina. Í Grófinni var öldum saman upp- sátur fyrir báta sem reru þaðan og lá Aðalstræti, elsta gata í Reykjavík, beint niður að henni. Í gegnum Bryggjuhúsið var undirgangur niður að Grófinni og segir Trausti Valsson í bók sinni „Reykjavík, vaxtarbroddur, þróun höfuðborgar“ með réttu, að húsið hafi þjónað sem einskonar borgarhlið fyrir Reykjavík þar sem allur varn- ingur var t.d. selfluttur frá skipum með uppskip- unarbátum að bryggjunni þar og síðan inn í bæ- inn. Bryggjuhúsið, sem yngri Reykvíkingar þekkja líklega betur undir nafninu Kaffi Reykja- vík, setur enn svip sinn á það sem í seinni tíð hefur verið nefnt Grófartorg og því vel við hæfi að arkitektar hins nýja húsnæðis Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi hafi kosið að gera úr inngangi Listasafnsins eins konar bryggju eða brú í gegnum húsið í átt til hafnarinnar. Sú brú er ef til vill táknræn fyrir framtíðarhlutverk menningar á hafnarsvæðinu og þróun Reykja- víkur sem heimsborgar á alþjóðlegan mæli- kvarða. Í nýju deiliskipulagi fyrir þetta svæði er gert ráð fyrir að endurnýja tengsl Aðalstrætis og Ingólfstorgs við hafnarsvæðið með því að opna þangað gönguleiðir á nýjan leik og fer ákaflega vel á því að tengja þannig saman minj- ar liðinnar tíðar og menningu samtímans. Aðalstræti er líklega sú sögufræga gata í mið- borginni sem tíminn hefur farið einna hörðust- um höndum um. Götumyndin þar er ærið sund- urleit og því gæti reynst erfitt að brúa bil gamla tímans og hins nýja. Þær hugmyndir sem kynnt- ar hafa verið um uppbyggingu á horni Aðal- strætis og Túngötu eru þó mikilvægt skref í þá átt en þar er fyrirhugað að byggja endurgerðir sögufrægra húsa úr götunni, í tengslum við upp- byggingu Aðalstrætis 16. Framkvæmdin er um margt áhugaverð, jafnvel þó aðeins sé um ytri endurgerð byggingnna að ræða, ekki síst vegna þess að vonir standa því til að hægt verði að samtvinna gamlan tíma og nýjan með þessum húsum en þau verða samtengd með nýtísku- legum glerbyggingum. Það er þó afar mikilvægt að vel takist til þannig að aðgengi að þeim forn- minjum sem þarna eru verði gott og þeim sýnd- ur tilhlýðilegur sómi. Eftir að Ísafoldarhúsið var gert upp á nýjum stað í Aðalstræti hefur hin gamla mynd götunnar að auki styrkst nokkuð enda kallast sú framkvæmd á við endurbætur á Geysishúsinu sem eru í fallegu samræmi við gamlar og sögufrægar byggingar á borð við Fálkahúsið í Hafnarstræti. Hagur borg- arinnar er okkar hagur Eins og tæpt var á í Reykjavíkurbréfi fyr- ir viku skiptir miklu máli að skapa grund- völl fyrir nýja íbúa- byggð í miðborginni, en dagleg þátttaka íbúa í borgarlífinu er ríkur þáttur í að styrkja innviði miðborgar vegna þeirra fjölbreyttu starfsemi sem þarf til að þjóna þörfum þeirra. Sá mikli fjöldi íbúa sem nú býr í nýjum fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu fyrir of- an Sæbrautina hefur án efa gætt miðborgina meira lífi, þótt ekki séu allir sammála um ágæti svo hárra bygginga við strandlengjuna þar sem viðkvæm tengslin á milli manna og umhverfis eru auðveldlega rofin. Íbúðarbyggð vestast á hafnarsvæðinu og á þeim auðu svæðum sem eru vestan við Seljaveg getur hæglega vegið jafn- þungt og um leið verið mikilvægur þáttur í þeim landfræðilega ramma sem mun afmarka mið- borgina þegar Vatnsmýrin verður orðin virkur hluti hennar. Í niðurlagi borgarumfjöllunar síðustu viku var vísað til orða Italo Calvino úr skáldsögunni „Ósýnilegum borgum“, en þar fjallar hann m.a. af næmleika um tengsl mannskepnunnar við þá miklu vél sem siðmenningin og borgarsamfélag- ið er og mikilvægi þess að meta það að verð- leikum sem þátt í andlegum veruleika mann- anna. Í bókinni vísar Calvino á einum stað til samtals Marco Polo og Kublai Kahn þar sem þeir ræða þátt einstakra steina í styrk þess boga er heldur uppi steinbrú. Kahn segir sig ekkert varða um steinana, hann hafi einungis áhuga á boganum sjálfum, en Polo bendir honum á að án steinanna sé enginn bogi. Þessi myndlíking er ákaflega sterk með tilliti til borgarinnar og vísar að sjálfsögðu til þeirrar staðreyndar að styrkur heildarinnar liggur í þeim einstöku þáttum sem mynda hann. En Calvino, sem hafði einstakt lag á að setja fram fleira en eitt sjónahorn, er sjálf- um sér samkvæmur og telur myndlíkingu Polo ófullnægjandi því „án bogans hafa steinarnir enga þýðingu“, segir hann. Orð hans lýsa ómældri virðingu fyrir heildinni ekki síður en einstökum þáttum hennar – borgin, með öllum þeim fjölskrúðugu möguleikum sem hún hefur upp á að bjóða, gefur lífi okkar þýðingu sem við sem einstaklingar gætum ekki notið með öðrum hætti. Þau eru þörf ábending til okkar allra, ekki síst á afmælisdegi borgarinnar á morgun 18. júní, um að bera hag borgarinnar fyrir brjósti ekki síður en hag okkar sjálfra, þar sem þetta tvennt fer óhjákvæmileg saman. Morgunblaðið/Golli Kvöldstemning í Þórsmörk. Framkvæmdir við að setja Geirsgötu í stokk eru að sjálf- sögðu kostnaðar- samar, en á móti vegur að hér er hreinlega um að ræða það mikið hagsmunamál, að það getur beinlínis skipt sköpun um hvernig sá mik- ilvægi miðborg- arhluti sem hafn- arsvæðið er dafnar í tengslum við aðrar lífæðar miðborg- arinnar. Laugardagur 17. ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.