Morgunblaðið - 18.08.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 18.08.2002, Qupperneq 59
KRAKKARNIR í múm hafa verið á stífu tónleikaferðalagi um Banda- ríkin í mánuð. Í mánuðinum þar á undan léku þau um gjörvalla Evr- ópu en ferðalagið endar svo í Japan um þessa helgi. Þau léku í Osaka í gærkvöldi og Tókýó mun njóta list- fengi þeirra í kvöld. Nú er vart blettur í Bandaríkj- unum sem múm hefur ekki stigið sínum tónelska fæti á. Í New York léku þau í Knitting Factory sem er mekka framúrstefnutónlistar þar vestan hafs og David Fricke, hinn virti tónlistargagnrýnandi Rolling Stone, mætti á svæðið og var bara hress með frammistöðu múmara. Hann segir þau, líkt og Björk og Sigur Rós, mjög næm fyrir ljóðrænu ljóss og rýmis og segir að endingu að tónlistin sé dásamleg og djörf; unnin úr ljúfum og viðkvæmum efni- viði. Við hin, sem sitjum hér á Fróni, getum séð sveitina og heyrt í Þjóð- leikhúsinu 30. ágúst næstkomandi. Ljósmynd/Chris Bellew Múm spilaði í San Fransisco, laugardaginn 10. ágúst, í Great American Music Hall, og er þessi mynd tekin þar. Múm í Japan Dásamleg og djörf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 59 STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10.  HK DV www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 14. „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com Frumsýning Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber og fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. l i í l i i j li i ll j l l . Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Frumsýning Ben affleck Morgan Freeman 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað Sýnd kl. 3.45, 6, 9 og POWER kl. 11.15. POWERSÝNING kl. 11.15. Á STÆRSTA THX tJALDI LANDSINS Sýnd kl. 6, 9 og Powersýning kl. 10.30. B. i. 14. Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Mán 6 og 8. Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl Powersýning kl. 10.30.  ÓHT Rás2  HK DV  Radíó X Frumsýning Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber og fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. . Forsýning Powerforsýning kl. 8. Powerforsýning kl. 8. Yfir 15.000 MANNS Sýnd kl. 2, 4, 6.30, 8.30 og 10.30. Mán 6.30, 8.30 og 10.30. Yfir 35.000 MANNS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán 6, 8 og 10. Sun. kl. 2 og 4.15. 2 fyrir 1 Allar síðustu sýn. The Sweetest Thing Sexý og Single Yfir 15.000 MANNS TÓNLISTARMAÐURINN Beck hefur nú nefnt væntanlega breið- skífu sína sem kemur á markað þann 23. septembermánuðar. Grip- urinn hefur hlotið nafnið Sea Change og hefur að geyma 12 lög. Í kjölfar útgáfunnar hyggst kapp- inn svo leggja upp í tónleikaferð frá miðjum október og fram í desem- ber. Það sem markvert þykir við þá ferð er að hljómsveitin Flaming Lips hefur verið ráðin sem undir- leikarar Beck. Engir tónleikar hafa enn verið bókaðir en Beck sagði í samtali við MTV sjónvarpsstöðina að hann væri mjög spenntur fyrir samvinnunni og myndi leggja á sig nánast hvað sem er til að hún gengi upp. Reuters Beck er mikill aðdáandi hinna logandi vara, eða Flaming Lips. Beck og Flaming Lips hyggja á samstarf Leitast eftir logandi vörum SÖNG- OG leikkonan Jennifer Lopez eyddi nýlega nokkrum millj- ónum í að kaupa nýjan bíl handa nýja kærastanum, Ben Affleck. Jennifer, eða J-Lo eins og hún er oft kölluð, lét ekkert minna duga en Aston Martin DB7, en bílinn keypti hún í Coral Gables í Flórída. Ekki gerði hún þetta þó vegna þess að Affleck vantaði nauðsyn- lega bifreið því hann er nýbúinn að kaupa sér Ferrari Spider hjá sömu bílasölu. Affleck, sem er 29 ára, fór strax í bílferð með J-Lo, sem er 32 ára, og keyrðu þau saman um Miami Beach á nýja farartækinu. Parið kynntist við upptökur á myndinni Gigli þar sem þau fara bæði með hlutverk. Örlát J-Lo Reuters Það er gott að eiga góða að, sérstaklega J-Lo. Á YFIRSTANDANDI Edinborg- arhátíð eru hjónin Susan Sarandon og Tim Robbins meðal fjölmargra sem troða upp á sviði. Leikritið þeirra The Guys fjallar um harmleikinn 11. september. Tim og Susan eru einu leikararnir í hlutverkum slökkviliðsstjóra sem tók þátt í björgunarstarfinu og rit- stjóra sem hjálpar honum að skrifa eftirmæli um fjóra undirmenn sína. Þau hjónin, þá sérstaklega Tim, eru þekkt fyrir sterka ádeilu í vönduðum verkum sínum. Þar muna allir eftir kvikmynd þeirra Dead Man Walking, sem Tim leik- stýrði en Susan fékk Óskarinn fyrir aðalhlutverkið, en þar beindist ádeilan að dauðarefsingum. Löngu uppselt hafði verið á leik- sýningarnar þrjár í Edinborg, og þeir sem fengu þá miða voru víst ekki sviknir. Áhorfendur stóðu á fætur og klöppuðu í langan tíma og allir vildu óska hjónunum til ham- ingju með verkið. Á fréttavef BBC segir að leikritið gefi góða innsýn í það sem fólk þurfti að upplifa og að þetta hafi verið harmleikur allra. Á blaða- mannafundi í Edinborg sögðu Robbins og Sarandon að ætlunin með leikritinu væri ekki að fjalla um pólitískar afleiðingar árásanna. Tim Robbins og Susan Sarandon slá í gegn í Edinborg með leik- riti um 11. september. Harmleik- ur á sviði Trúlofunar- og giftingahringir 20% afsláttur www.gunnimagg.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.