Morgunblaðið - 29.12.2002, Side 17

Morgunblaðið - 29.12.2002, Side 17
greinum. Gerum ráð fyrir að stórir bílaframleið- endur, matvælaframleiðendur, tölvufyrirtæki og bankar beiti þrýstingi. Breytingarnar yrðu ekki gerðar samstundis eða í einu vetfangi, heldur gæti tekið mörg ár að smábreyta gildandi lögum þar til einokunarfyrirtæki ráða ríkjum í heiminum. Á tí- unda áratug síðustu aldar runnu saman sam- skiptafyritæki, fyrirtæki í skemmtanaiðnaði, síma- fyrirtæki, þjónustuveitur á Netinu, bankar og fyrirtæki á öðrum sviðum. Þetta voru aðeins fyrstu vísbendingar um það sem koma skyldi. Grunneiningar opna upplýsingasamfélagsins Það er ljóst að ekki verður aftur snúið – bylting hins opna upplýsingasamfélags er hafin og hún er knúin öflum af ýmsum toga:  Tölvum, sem eru nánast jafnalgengar og síminn. Árið 1999 höfðu 54% bandarísku þjóðarinnar að- gang að einkatölvu.  Samskiptaneti. Milljónir tölva eru tengdar með samskiptaneti og fjöldi þeirra eykst hratt. Heims- þorpið er ekki framtíðarsýn heldur raunveruleiki. Árið 1999 voru 32% Bandaríkjamanna áskrifendur að netþjónustu frá heimilum sínum.  Tölvulæsi. Tölvunotendur eru að verða tölvulæs- ir um leið og forrit og tæki eru að verða auðveldari í notkun. Þessi tvíþætta þróun gerir að verkum að í grunninn verður tölvunotkun jafnauðveld og að keyra bíl fyrir milljónir manna.  Viðskipti. Fólk, fyrirtæki og stofnanir vinna saman með því að tengja tölvur sínar. Um allt eiga sér stað skipti á upplýsingum. Rafræn viðskipti við neytendur munu vaxa. Markaðsveltan var 20 millj- arðar dollara árið 1999 og hún verður samkvæmt spám 150 milljarðar dollara árið 2003. Viðskipti og pantanir milli fyrirtækja og farsímaviðskipti er bú- ist við að þróist hratt.  Auknum aðgangi. Það verður erfiðara og dýrara að koma í veg fyrir það að farið verði inn á tölvur í leyfisleysi.  Gervihnettir eru ásamt þróun í söfnun upplýs- inga og senditækni að breyta því hvernig við lifum. Að auki hallast heimurinn meir og meir í átt að því að allt sé opið og meira sé vitað um staðreyndir og atburði. Stjórnvöldum hefur hvað eftir annað mis- tekist að fela upplýsingar, sem þau vilja ekki að al- menningur viti um. Þetta má rekja til ýmissa þátta, þar á meðal eftirfarandi:  Fjölmiðlar verða stöðugt ágengari í sókn sinni eftir „sannleikanum“ eða að vera á undan með frétt- ina. Blaðamenn og Netið leika mikilvægt hlutverk í að brjóta niður múra leyndarhyggju og miðla upp- lýsingum. Sem dæmi má nefna Watergate, Persa- flóastríðið og Lewinsky-hneykslið.  Siðareglur hafa verið endurskoðaðar rækilega á undanförnum árum. Nú tala margir til að mynda um kynlíf (til dæmis Lewinsky-hneykslið) og mál, sem eitt sinn voru talin afbrigðileg, með mun opnari hætti en áður.  Það hefur sýnt sig að lýðræði er tískufyrirbrigði níunda og tíunda áratugarins. Hvort sem litið er til Austur-Evrópu, Austurlanda fjær eða Afríku hafa umbætur í lýðræðisátt fært milljónum manna um heim allan áður óþekkt frelsi. Framtíðin er komin Í bókinni 1984 sá Orwell fyrir sér að fjöldinn lyti algerri stjórn. Opna upplýsingasamfélagið sprettur hins vegar út úr lýðræðinu. Vestrænt samfélag hef- ur búið við höft í hundruð ára. Leyndarhyggja, tor- tryggni og ákveðin einangrun hafa verið þrír oft ónefndir grundvallarþættir lífsins. Nú eru grund- vallarbreytingar að eiga sér stað í heiminum. Árum saman hefur landamæra verið vandlega gætt, en nú eru lönd um alla Vestur-Evrópu nánast að afnema tollverði og útlendingaeftirlit á landamærum. Hug- myndin um sameiningu Evrópu er að rætast. Þessi opnun nær einnig til upplýsinga og þar ráða eiginhagsmunir ferðinni eins og annars staðar. Stöðugt fleiri fyrirtæki láta nú gera áhættu- og kostnaðargreiningu á því hvort tryggja eigi öryggi upplýsinga. Þegar þau átta sig á að þau muni tapa minna með því að draga úr öryggisviðbúnaði en með því að ausa fjármunum í að tryggja öryggi er breytinganna að vænta. Hinn efnahagslegi raun- veruleiki mun leiða til þess að viðskiptageirinn mun slaka á öryggisviðbúnaði, en ekki hugmynda- fræðileg öfl eða hið helga grundvallarlögmál leynd- arhyggjunnar. Hið opna upplýsingasamfélag framtíðarinnar færist nær með hverjum deginum. Það verður stöð- ugt erfiðara að finna fyrirtæki eða banka, sem ekki hefur gengið á hönd hinu opna upplýsingasamfélagi með því að opna vefsíðu og bjóða þjónustu á Net- inu. Hver sá sem reynir að hunsa Netið verður skil- inn eftir ranglandi um gamla sveitavegi á meðan heimurinn þýtur hjá eftir upplýsingahraðbrautinni. Höfundur er stjórnandi rannsóknarseturs Marko og Lucie Chaoul um upplýsingamat við stjórnunardeild Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Dag nokkurn kemur sérfræð- ingur við miðlungi stórt verð- bréfafyrirtæki í Bandaríkj- unum í vinnuna og á skrif- borði hans bíður eftirfarandi skýrsla: Dagsetning: 27. mars Tími: 16.00—20.00 Varðar: Jósef K. Starf: háttsettur verðbréfamiðlari Starfsvettvangur: Kyrrahafs- hlutabréfamarkaðurinn. Heimili: Sannleiksgötu 2424, Los Angeles. Kyn: karl Hjúskaparstaða: giftur Skráðar athafnir: 1. 16.17: Viðkomandi fór af skrif- stofu. Heimild: orkueftirlitstölva fyrirtækisins skráði að ljós á skrif- stofu viðkomandi höfðu verið slökkt. 2. 16.19: Viðkomandi yfirgaf bygg- inguna. Heimild: stimpilklukka fyr- irtækisins. 3. 16.24: Viðkomandi fór af bíla- stæði. Heimild: Rafræn tölva við hliðið. 4. 16.35: Viðkomandi keypti bens- ín hjá Skeljungi við Þekkingarveg 11733 (á leið í öfuga átt við heimili sitt). Heimild: Tölva greiðslukorta- fyrirtækis. 5. 16.51: Viðkomandi lagði við Beverly Hilton-hótelið í Beverly Hills. Heimild: Tölva umferðar og bílastæðamiðstöðvarinnar. 6. 16.58: Viðkomandi greiddi flösku af kampavíni og súsjí-bakka með greiðslukorti. Veitingarnar voru sendar á herbergi 434. Heim- ild: Tölva greiðslukortafyrirtækis. Samkeyrsla: Herbergi 434 var skráð á Maríu S. forstjóra flutn- ingafyrirtækisins Bradley (BIF), sem er eitt af helstu vöruflutn- ingafyrirtækjunum á hluta Kyrra- hafs. Heimild: Gestaskrá hótelsins. 7. 18.12: Viðkomandi hringdi í tvö númer í Osaka og var hvort símtal skemmra en mínúta. Heimild: Sím- kortatölva. 8. 18.21: Viðkomandi fór af bíla- stæði hótels. Heimild: Tölva um- ferðar og bílastæðamiðstöðvarinn- ar. 9. 19.12: Viðkomandi kom heim til sín. Heimild: Umsjártölva heimilis. Aðrar upplýsingar, sem máli skipta: A. Hlutabréf í BIF hafa hækkað um 12 dollara hluturinn á hlutabréfa- markaðinum í Tókýó í dag. B. Jósef K. hefur sagt ritara sínum að hann verði seinn fyrir í dag, en beðið hana að fylgjast með for- vitnilegum hreyfingum í vöruflutn- ingageiranum. C. María S. flaug til Tókýó 87 mín- útum eftir að hafa skráð sig út af herberginu á Hilton-hótelinu og tæplega sex klukkustundum eftir að hún kom frá Osaka. Mælt er með að viðkomandi aðili verði kvaddur til og málið rann- sakað frekar. Frysta ber viðskiptareikninga hans og gera verðbréfaeftirlitinu við- vart samstundis. Grunur leikur á um innherja- viðskipti. Skýrslu lýkur hér Lesandann kann að reka minni til þess að framhjáhald var talið glæpur í 1984 eftir Orwell. Dæmið hér á undan mætti einnig leggja út í þá veru. Framtíðar- sýn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.