Morgunblaðið - 29.12.2002, Side 27

Morgunblaðið - 29.12.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 27 bert Combas. Stór hluti þessara verka hafi þó verið gjafir til safnsins, enda séu tækifæri til að eignast slík verk á hóflegu verði mjög fá og verð- lag á þeirri alþjóðlegu myndlist sem vert væri að bæta í söfnin oftast hærra en söfnin ráði við. Þá líti safnið í auknum mæli til þess möguleika að fá öflug erlend listaverk að láni, t.d. frá listunnendum og söfnurum, í lengri eða skemmri tíma, til að geta sýnt þau í íslenskum söfnum. Ólafur er á sama máli en segir það miður að söfnin hafi ekki svigrúm til að beina sjónum að erlendri myndlist í innkaupum sínum, en þar hljóti þau þó að taka mið af gæðum líkt og í öðru. „Íslensk myndlist er hluti af stærra alþjóðlegu samhengi og mark- viss innkaup á erlendri samtímalist myndu að sjálfsögðu styrkja þá list- sögulegu sýn sem safnið miðlar og skýra samhengi hennar og samband við alþjóðlega myndlist.“ Listmarkaður í molum Fyrirferðarmikill vandi í íslenskum listheimi tengist því hversu markað- urinn fyrir samtímalist er hér dræm- ur og endurspeglar verðlag á mark- aðnum illa hið raunverulega verðmæti listaverkanna. Þannig hafa íslenskir myndlistarmenn sem og kaupendur listaverka að litlu að keppa þegar verðmæti verka þeirra vex ekki í samræmi við það orðspor og virðingu sem þeir afla sér. Í ljósi gagnrýni Kristins Hrafnssonar hér að framan eru þeir Ólafur og Eiríkur spurðir hvort stóru söfnin gætu orðið meira leiðandi í verðmyndun á ís- lenskri myndlist, m.a. með því að gera innkaup sín sýnilegri og greiða mun meira fyrir verk reyndra listamanna en þeirra sem enn eru að byggja sér orðspor. Ólafur Kvaran segir rétt að vekja athygli á því að þau verk sem listasafnið kaupir séu mjög sýnileg annars vegar á heimasíðu safnsins og á sýningum, líkt og yfirlitssýningin Íslensk myndlist 1980–2000 beri vitni um en þar séu sýnd um 300 verk frá síðustu tveimur áratugum í eigu safnsins. „Verðmyndun á listaverkum er hins vegar flókið mál og mótast af margþættum kringumstæðum. Ég tel að Listasafnið geti ekki orðið í far- arbroddi hvað varðar beina verð- myndun listaverka af þeirri einföldu ástæðu að við höfum of lítið inn- kaupafé til að geta stýrt eða haft áhrif á þennan markað. Aftur á móti getur Listasafnið í ljósi þess hlutverks síns að byggja upp þekkingu og vitund um myndlist meðal almennings átt þátt í að efla áhuga og eftirspurn eftir lista- verkum, og styrkt þannig markað fyr- ir myndlist, sem tvímælalaust er mjög veikur hér á landi,“ segir Ólafur. Eiríkur Þorláksson tekur undir það sjónarmið Ólafs að dræm hreyfing á íslenskum myndlistarmarkaði sé flóknari vandi en svo að söfnin ein og sér geti snúið honum við. „Samtíma- list virðist eiga sér mjög takmarkaðan markhóp kaupenda hér á landi, og í sumum tilvikum eru það nær ein- göngu söfnin sem kaupa hana. Vand- inn í þessu liggur því ekki hjá söfn- unum því þau eru að kaupa í samræmi við sína bestu vitund af því sem er að gerast á hverjum tíma. Það er líka spurning hversu langt söfnin eiga að ganga í að vera nokkurs konar um- boðsmenn eða kynningarfulltrúar fyrir listamenn. Vandamálið liggur í því að hér hafa ekki orðið til öflugir seljendur samtímalistar sem náð hafa til fyrirtækja, almennings og erlendra kaupenda að því marki að það skipti einhverjum sköpum fyrir íslenska myndistarmenn. Þetta liggur að ein- hverju leyti í því að það vantar al- menna listfræðslu hér á landi, fólk hefur takmarkaðan skilning á list og hefur ekki alist upp við slíkan skiln- ing,“ segir Eiríkur og bendir á að í dag hafi fólk því miður ekki sama áhuga á að eignast myndverk og var hér fyrir fjörutíu árum eða meira þeg- ar heimili töldust ekki menningar- heimili nema þar væru „original“ listaverk á veggjum. Stækka þarf markaðinn Eiríkur telur þó að þær viðtökur sem íslenskir myndlistarmenn hljóta á erlendum vettvangi séu ákveðinn mælikvarði sem íslenskur listmarkað- ur gæti litið til meira en nú er gert. „En eins og málin standa nú byggist það að mestu á framtaki listamann- anna sjálfra hvernig þeim gengur að koma sér á framfæri erlendis. Þetta er stór veikleiki í listalífinu hér, ís- lenskir listamenn eru almennt í þeirri einyrkjastöðu að vera bæði að vinna sín listaverk og reyna að koma þeim á framfæri. Á erlendum vettvangi eru venjulega starfandi gallerí, viðskipta- fyrirtæki, sem gerast umboðsmenn listamanna sem þau hafa tiltrú á og þiggja hluta af sölutekjum takist að koma listamanninum á framfæri. Hér er aðeins starfandi eitt gallerí sem vinnur að því að skapa íslenskum myndlistarmönnum tengsl á erlend- um vettvangi og það er einfaldlega of lítið.“ Ólafur Kvaran er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að kynna ís- lenska samtímamyndlist á erlendum vettvangi en þar verði einnig að koma til öfl sem ekki varði beinlínis starfs- svið listasafnanna. „Listasafn Íslands hefur leitast við að kynna íslenska myndlist í þeim stóru alþjóðlegu söfn- um sem það hefur myndað tengsl við. Það þarf hins vegar að leggja áherslu á að stækka þann markað sem ís- lenskir myndlistarmenn hafa aðgang að og í því verður að gera greinarmun á því starfi sem Listasafn Íslands hef- ur unnið í samvinnu við erlendar safn- astofnanir annars vegar og mark- vissri kynningu á íslenskri sam- tímamyndlist erlendis hins vegar. Það eru allt önnur lögmál sem gilda í hinu síðarnefnda. Þar erum við að tala um tengsl milli íslenskra myndlistar- manna og galleríheimsins, og að gera þeim kleift að taka þátt í alþjóðlegum sýningum. Í nágrannalöndunum, t.d. í Skandinavíu, rekur hið opinbera stofnanir sem annast slíkar kynning- ar, þar sem þær þykja ekki á færi ein- staklinga eða gallería. Í Danmörku er t.d. rekin slík stofnun, auk þess sem rekið er gallerí í New York á vegum danska ríkisins. Það er því pólitísk ákvörðun fyrst og fremst hvernig við stöndum að víðtækri kynningu á ís- lenskri myndlist erlendis og hvort hér ætti að setja á fót einhvers konar stofnun sem sinnti þessu starfi. Það er löngu tímabært að marka sér skýra stefnu af hálfu stjórnvalda.“ Ólafur segir að lokum að eðlilegt sé að kröfur til stofnunar á borð við Lista- safn Íslands séu miklar en jafnframt mikilvægt að þær séu raunsæjar. „Það hlutverk sem við sinnum fyrst og fremst er að safna og varðveita ís- lenska listasögu, sýna hana og rann- saka – en einnig að byggja upp fræðslustarf og alþjóðlega samvinnu í tengslum við erlendar liststofnanir. Þetta eru stóru hlutverkin okkar.“ Eiríkur Þorláksson segir að lokum að þegar rætt er um hvernig hægt sé að efla starfsemi listasafna hér á landi sé einnig mikilvægt að líta til þeirra þátta sem ekki beinlínís blasa við hin- um almenna sýningargesti. „Hvað Listasafn Reykjavíkur varðar er mik- ilvægt að bæta hina tæknilegu að- stöðu, bakgrunn og starfsaðstöðu og það sem lýtur að viðhaldi og varð- veislu listaverka. Þá skortir mjög á fjármuni til þess að setja starfsfólk í rannsóknarvinnu og útgáfustarfsemi um listaverkaeignina. Oft hefur verið bent á að mjög vanti rit um íslenska listasögu, ekki síst á síðari hluta 20. aldar. Það væri eðilegt að slík rit kæmu út í tengslum við rannsóknar- starf í söfnum og háskólum. Hins veg- ar er það fjármagn sem söfnin hafa til umráða fyrst og fremst miðað við rekstur á sýningaraðstöðu. Fyrir það líður möguleiki þeirra á að stunda rannsóknir og standa að útgáfu sem gæti orðið til þess að auka skilning og vitund bæði á innlendum og erlendum vettangi, um hvað samtímalistin er og hvaða hlutverki hún getur gegnt í samfélaginu. Þó verður að hafa í huga að það er með listasöfn eins og aðra þjónustu að það er alltaf hægt að auka hana og gera betur. En ákvörðun um fjármagnið til stofnunarinnar og þar með ramma starfseminnar hlýtur alltaf að vera pólitísk og henni verður að lúta,“ segir Eiríkur Þorláksson. heida@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.