Morgunblaðið - 29.12.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 29.12.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið BIFREIÐ var ekið á gang- brautarljós á Hörgárbraut á Akureyri laust fyrir klukkan 23 á föstudagskvöld. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri sakaði öku- manninn, sem var einn í bifreiðinni, ekki. Bílnum var ekið upp á umferðareyju og á tvenn gangbrautarljós og urðu þau óvirk fyrir vikið. Að sögn lögreglu leikur grunur á að ástæða óhappsins sé sú að ökumaðurinn hafi ekki skafið hélu af framrúðunni. Athöfn sem tekur aðeins örfáar mínútur kostaði því ökumanninn skildinginn. Skóf ekki og klessti á gang- brautarljós BORIÐ hefur á svartfugladauða á Borgarsandi fyrir botni Skaga- fjarðar undanfarna daga. Nátt- úrufræðistofnun Íslands telur að hungurdauði sé á ferðinni. Stofn- uninni hafa ekki borist tilkynningar um svartfugladauða annars staðar á landinu en á sama tíma í fyrra rak tugi þúsunda dauðra fugla á land allt frá Snæfellsnesi í vestri til Mjóa- fjarðar í austri. Aðallega rekur dauða langvíu nú á land auk haftyrðils sem er minnst- ur svartfugla við Íslandsstrendur. „Á aðfangadag fór að bera á deyj- andi fugli í fjörunni við botn Skaga- fjarðar,“ segir Ólafur K. Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Fugl byrjaði þá að skríða deyjandi í land en þeir eru þá orðnir svo að- framkomnir að það verður ekki aft- ur snúið. Þeir eru hættir að geta bjargað sér. Þessir fuglar kafa eftir æti og það kostar sitt, þegar þeir eru orðnir of máttfarnir til að kafa er úti um þá og þeir bíða dauðans.“ Á sama tíma í fyrra fannst dauð- ur svartfugl við ströndina í tvo mán- uði. „Það er nú skrítið, að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við fengum í fyrra frá Hafró [Hafrann- sóknastofnun] var það æti sem fugl- inn sækist eftir, loðnan og sílið, í mjög góðu ásigkomulagi. Þannig að þetta er enn svolítil ráðgáta. Það sem við sjáum er hungurdauður fugl í fjörum og tvær skýringar geta verið á því. Annaðhvort er ekk- ert heppilegt æti að fá eða að fugl- inn nær einfaldlega ekki í það.“ Ólafur var spurður hvort hungur- dauði tugþúsunda fugla hefði ekki áhrif á stofnstærðina. „Það fer eftir því hvaða árgangar verða fyrir hungurdauðanum, hvort um sé að ræða ungfugla eða kyn- þroska fugla, hvort það hafi áhrif á stofninn og hvort þetta gerist aftur og aftur,“ segir Ólafur. „Svona þungt högg eins og stofninn varð fyrir í fyrra grisjar hann kannski og dregur úr öðrum affallaþáttum.“ Ólafur segir erfitt að segja til um hvort fugladauðinn breiðist út. „Á liðnum árum hafa komið upp tilvik sem virðast vera bundin við ákveðin svæði. Það var mjög óvanalegt eins og í fyrra hvað þetta spannaði stórt svæði.“ Náttúrufræðistofnun mælist til þess að fólk láti stofnunina vita ef dauðan fugl rekur á fjörur víðar um landið. Máttvana svartfugl- ar skríða á land GENGI krónunnar hefur ekki verið sterkara frá því horfið var frá fastgengisstefnunni í mars árið 2001. Framlegð og veltufé frá rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja og annarra útflutningsfyrir- tækja minnkar að öllu jöfnu og takmarkar þá svigrúm þeirra til athafna. Þessa þarf þó ekki endilega að sjá stað í ársreikningum þeirra þar sem skuldir í erlendri mynt minnka á móti sem þó er fyrst og fremst reiknuð stærð. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að það sé engin spurning að sterk staða krónunnar sé farin að hafa áhrif á fyr- irtæki í sjávarútvegi. Þetta hafi bein áhrif á tekjur fyrirtækjanna. Friðrik segir að auðvitað reyni menn að tryggja sig fyrir gengisbreyt- ingum eftir bestu getu en það sé hægara sagt en gert þegar langtímabreytingin sé í eina átt eins og nú hefur verið. „Ég held að flestir úr okkar röðum vilji sjá gengisvísitöluna einhvers staðar í kringum 130 en hún er nú 125 stig. Þetta er far- ið að hafa áhrif, það er engin spurning.“ Edda Rós Karlsdóttir hjá Búnaðarbankanum segir að hækkandi gengi krónunnar komi niður á framlegð fyrirtækja í sjávarútvegi þótt það sjáist ekki endilega í niðurstöðutölum árs- eða árshlutareikninga þeirra þar sem þau séu líka með skuldir í erlendri mynt. „Hækkandi gengi krónunnar hefur mikil áhrif á raunverulega rekstrarfkomu sjávarútvegsfyrirtækjanna og veltufé þeirra frá rekstrinum minnkar að óbreyttu.“ Kemur illa við fyrirtæki í ferðaþjónustu Edda Rós segir að ekki megi heldur gleyma áhrifum af hækkandi gengi á fyrirtæki á borð við Marel, Össur og Delta-hluta Pharmaco. „Raunar er það svo að af þeim félögum sem skráð eru í Kauphöllinni vega útflutningsfyr- irtækin nokkuð þungt og um þau má fullyrða að þeirra hagur er almennt ekki að batna.“ Edda Rós segir að styrking krónunnar komi illa við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þau séu að mestu með tekjur í erlendri mynt en gjöld í krónum. Edda Rós segir að fyrirtæki geti tryggt sig fyrir gengisbreytingum með framvirkum samn- ingum, þ.e. menn festi gengi á gjaldeyri þótt við- skiptin fari fram löngu síðar, og svo með viln- unum, en þá hafi menn sölurétt á gjaldeyri í framtíðinni á ákveðnu gengi en hafa val um hvort þeir nýta þennan rétt. Þetta hafi færst í vöxt hjá fyrirtækjum, bæði þeim stærri og líka hjá minni fyrirtækjum. „Með framvirkum samn- ingum eru fyrirtæki að læsa inni ákveðna fram- legð af rekstri. Rekstraróvissa er því minni á samningstímanum og ef í ljós kemur að ákveðin gengisþróun er viðvarandi má segja að fyrir- tækin hafi fengið ákveðinn frest til að grípa til viðeigandi ráðstafana í rekstri.“ Sterk staða hefur áhrif LÍÚ telur að hátt gengi krónunnar sé farið að hafa óæskileg áhrif VEGNA aukins áhuga á þorskeldi leggur Hafrannsóknastofnun nú aukna áherslu á framleiðslu á þorsk- seiðum í tilraunaeldisstöð sinni við Grindavík. Útgerðarfélag Akureyr- inga (ÚA), Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði og Síldarvinnslan í Nes- kaupstað eru meðal þeirra fyrir- tækja sem keypt hafa umtalsverðan fjölda af þorskseiðum frá stöðinni en seiðaframleiðslan sjálf er mjög sér- hæfð og flókin. Árið 2001 voru framleidd um tíu þúsund þorskeiði í stöðinni en fram- leiðslan í ár er nær þrefalt meiri eða 28 þúsund seiði og er stefnt að því að auka framleiðsluna verulega á næstu árum. Í byrjun ársins var reist 800 fermetra viðbygging við tilrauna- stöðina við Grindavík og settur upp fullkominn tækjabúnaður til hita- stjórnunar og tókst því að auka seiðaframleiðsluna verulega með bættri aðstöðu. Að sögn Agnars Steinarssonar, sjávarlíffræðings við rannsóknarstöðina, er um þessar mundir verið að skoða hvort fyrir- tæki í sjávarútvegi muni koma að seiðaframleiðslunni, þ.e. að hún verði samstarfsverkefni Hafrann- sóknastofnunar og valinna fyrir- tækja. Þá verði væntanlega gerðar ráðstafanir til að auka framleiðsluna verulega. Styttist í fjöldafram- leiðslu á þorskseiðum  Vinna að/6 ÚTSÖLUR eru hafnar í mörgum verslunum höfuðborg- arsvæðisins og fleiri verslanir munu bætast við næstu vikuna. Búist er við að afsláttur verði svipaður og á undanförnum árum eða á bilinu 20 til 60%, a.m.k. til að byrja með, en aukist eitthvað þegar á líður. Útsölurnar standa gjarnan út janúar. Þorvaldur Þorláksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Smáralindar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nokkrar verslanir í verslunarmiðstöðinni hefðu hafið útsölu, s.s. Debenhams, en í flestum verslunum myndu þó útsölurnar byrja 3. janúar. Gert er ráð fyrir að í flestum verslunum Kringlunnar hefjist útsölur sömu helgi, þótt nokkrar hafi þegar tekið forskot á sæluna. Í nokkrum verslunum á Laugaveginum í Reykjavík eru einnig hafnar útsölur en að sögn Guðrúnar Guð- mundsdóttur, starfsmanns í versluninni Sautján á Laugavegi, má búast við að útsölur hefjist almennt í kringum 6. janúar. Útsölur að hefjast Morgunblaðið/Jim Smart Um 20–60% afsláttur veittur til að byrja með TALIÐ er að náttúruleg afföll af svartfugli hér á landi séu um 100 þúsund fuglar á ári. Stofnarnir eru mjög stórir, ef stuttnefjan er ekki talin með, en talsvert drapst af henni í fyrra. Hún er á válista, að- allega sökum ofveiði við Græn- landsstrendur. Náttúruleg afföll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.