Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ deginu í gær en vinstra megin við ráðherra situr Ragna Ólafs- dóttir skólastjóri. Að hennar sögn er fiskur fram- reiddur a.m.k. tvisvar í viku í mötuneyti skólans. Almennt virð- ist hann falla krökkunum vel í geð og t.d. taki þeir soðningunni mjög vel þegar boðið sé upp á hana. Einn og einn nemandi hafi reyndar á orði að fiskur sé ekki oft á borðum heimavið en það hindri þá þó ekkert í að gæða sér á þessari hollu fæðu. „Mér er nú sagt að kannski ÞAU Oddur Jarl Haraldsson, Nik- ola Óskar Kojic og Elena Arn- grímsdóttir, sem öll eru nem- endur í Melaskóla, tóku hraustlega til matar síns í hádeg- inu í gær enda ekki á hverjum degi sem þau hafa Árna Mathie- sen sjávarútvegsráðherra sem borðherra. Ekki spillti fyrir að ís- lenskt sjávarfang var á boð- stólum, matreitt á íslenska vísu í formi plokkfisks, og auðvitað var almennilegt rúgbrauð með. Melaskóli bauð ráðherra og að- stoðarmanni hans, Ármanni Kr. Ólafssyni, í plokkfisksmáltíð í há- hafi þau borðað ívið betur að þessu sinni af því að þau vissu að ráðherra væri kominn til að sjá hvað þau væru dugleg að borða fisk,“ segir Ragna og bætir því við að ein sex ára stúlkan hafi sérstaklega kveðið upp úr með að það væri nú „skemmtilegt að borða með sjávarútvegs- ráðherra!“ Þannig hafi unga fólkið sann- arlega fundið til ábyrgðar sinnar og eflaust vakið hrifningu hinna hátt settu matargesta. En allir tóku vel til matar síns, bæði full- orðnir og börn. „Skemmtilegt að borða með sjávarútvegsráðherra“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins HEILSUFAR barna við ættleiðingu og aðlögun og skólaganga kjörbarna verða á meðal viðfangsefna málþings sem Íslensk ættleiðing stendur fyrir á laugardag í safnaðarheimili Hall- grímskirkju kl. 13–17. Málþingið er haldið í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að ættleiðingar frá útlöndum hófust hér formlega, að sögn Ingi- bjargar Birgisdóttur, eins skipu- leggjanda málþingsins og fyrrver- andi stjórnarmanns í félaginu. „Um 400 ættleidd börn eru nú hér á landi en í byrjun var aðallega um að ræða ættleiðingar frá Kóreu og síðan Gvatemala,“ segir Ingibjörg. Félagið hefur nú leyfi til að hafa milligöngu um ættleiðingar frá Indlandi, Kína, Kólumbíu, Taílandi og Tékklandi. Hún segir að auk þess að sjá um ættleiðingar sé talsvert félagsstarf á vegum Íslenskrar ættleiðingar, eins og jólaböll og útilegur. Í gegnum fé- lagið geti fjölskyldurnar haldið sam- bandi og miðlað af reynslu sinni. Ingibjörg bendir á að mikilvægur lið- ur í að byggja upp sjálfsmynd barns- ins sé að foreldrar séu frá upphafi heiðarlegir, segi t.d. strax frá upp- runa. „Stundum getur verið óvissa um einhverja hluti en við ráðleggjum fólki alltaf að skýra rétt frá. Ágæt regla er að tala þannig við barnið að öruggt sé að þú þurfir ekki að leið- rétta neitt seinna.“ Meðal fyrirlesara á málþinginu eru Monica Dalen, prófessor við há- skólann í Osló, sem fjallar um rann- sókn sína á skólagöngu og aðlögun kjörbarna í Noregi, Baldur Krist- jánsson, lektor í sálfræði, og Gestur Pálsson barnalæknir. Málþing Íslenskrar ættleiðingar Um 400 ættleidd börn hér á landi JÓN Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, var kjör- inn formaður Samtaka ferðaþjón- ustunnar á aðalfundi samtakanna sem lauk í gær. Fráfarandi formað- ur, Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, gaf ekki kost á sér. Aðrir í stjórn eru Anna Sverr- isdóttir, Steingrímur Birgisson, Einar Bollason, Hrönn Greipsdótt- ir og Signý Guðmundsdóttir. Nokkrar ályktanir voru samþykkt- ar á fundinum og er í einni þeirra fagnað hugmyndum forsætisráð- herra um skattalækkanir. „Skattar og gjöld á ferðaþjónustufyrirtæki eru almennt íþyngjandi auk þess sem svört atvinnustarfsemi skekkir víða samkeppnisstöðu fyrirtækja,“ segir þar og er þess krafist að ferðaþjónustufyrirtækin greiði al- mennt lægra þrep virðisaukaskatts. Þá segir í annarri ályktun að brýnt sé að taka stjórnskipulag ferðaþjónustunnar til endurskoðun- ar. Lög um skipulag ferðaþjónustu séu að stofni til frá árinu 1964 og brýnt sé að opinber stjórnsýsla verði skilin frá markaðsstarfsemi og aukin áhersla lögð á viðhald og þróun landsins sem sérstæðs áfangastaðar. Aðalfundurinn fagnar aukinni þátttöku hins opinbera í markaðs- starfi og landkynningu og beinir því til stjórnar að leita eftir sam- starfi við yfirvöld um að auka framlögin enn frekar og ákveða hvernig fénu skuli verja á hlut- lausan hátt. Einnig lagði fundurinn áherslu á mikilvægi hvalaskoðunar og vísaði til ályktunar frá árinu 1999 þar sem varað er við „van- hugsuðum og lítt undirbúnum áformum um að hefja hvalveiðar að nýju við Ísland“, eins og segir í þeirri ályktun. Samtök ferðaþjónustunnar funduðu Jón Karl Ólafsson kjörinn formaður HÖFUÐBISKUPAR Norður- landanna áttu samráðsfund í Reykjavík í gær. Eru slíkir fundir haldnir árlega og fjallað um mál sem lúta að störfum lútersku kirknanna á Norðurlöndum. Karl Sigurbjörnsson biskup segir fundina bæði til upplýsingar og sam- ráðs, m.a. vegna aðildar kirknanna að alþjóðlegum samstarfsaðilum. Auk þess sem biskupar upplýsa hver annan um fréttir úr kirkju sinni skiptast þeir á skoðunum um ýmis málefni þeirra. Karl segir að að þessu sinni hafi verið rætt ítarlega um það sem er að gerast í trúar- bragða- og kristindómsfræðslu á Norðurlöndunum. Meðal annars séu gengin í gildi ný lög í Noregi og Finnlandi sem auki þátt trúar- bragðafræðslu og ekki síst kristin- dóms í skólum. Einnig segir hann hafa verið rætt mikið um samband ríkis og kirkju og um stöðu kirkj- unnar andspænis auknum fjölmenn- ingarlegum áhrifum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Norrænu biskuparnir funda á biskupsstofu. Frá hægri: Jukka Paarma, erkibiskup í Åbo í Finnlandi, K.G. Hammar, erkibiskup í Uppsölum í Sví- þjóð, Karl Sigurbjörnsson biskup, Erik Norman Svendsen, biskup í Kaup- mannahöfn í Danmörku, Finn Vagle, biskup frá Niðarósi í Noregi, og Þor- valdur Karl Helgason biskupsritari. Höfuðbiskupar Norð- urlanda í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.