Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 15

Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 15 FRAMKVÆMDASTJÓRI Félags heyrnarlausra, Hafdís Gísladóttir, segist óánægð með nýja reglugerð um hlutdeild ríkisins í kostnaði við heyrnartæki, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur kynnt. Hún segir að félagið muni mótmæla breytingunum. Í nýju reglunum felst að föst fjár- hæð komi í staðinn fyrir hlutfalls- lega niðurgreiðslu á hjálpartækjum sem heyrnarskertir þurfa á að halda. Gert er ráð fyrir að hlutdeild einstaklinga í kostnaði vegna heyrnartækja muni hækka um 5% við nýju reglurnar, hann hefur hingað til verið að meðaltali 37% en verður 42%, segir í fréttatilkynn- ingu frá ráðuneytinu. „Við munum mótmæla hækkun- inni enda finnst mér hún ekki for- svaranleg sérstaklega í ljósi þess að nú er ár fatlaðra,“ segir Hafdís. Hún segir langflesta notendur til- heyra hópi láglaunafólks og því komi hækkunin sér illa fyrir marga. Ef fólk geti ekki nýtt sér þau tæki sem í boði eru vegna þess að það hafi ekki efni á þeim, sé hætta á að það einangrist meira en þegar er. „Hér er verið auka verulega kostn- aðarþátttöku heyrnarskertra en okkur finnst yfirhöfuð ekki rétt að fólk sé látið borga fyrir fötlun sína.“ Hún bætir við að það séu sérstök vonbrigði að Heyrnar- og talmeina- stöð verði ekki gert að sjá um út- hlutun á símatækjum sem heyrn- arlausir geti nýtt sér til samskipta. Í nýju reglunum er sú megin- breyting gerð að greiðsluþátttaka ríkisins miðast ekki lengur við 60– 70% kostnaðar heldur er miðað við fasta upphæð 28.000 krónur á hvert tæki. Sé miðað við 55 þúsund króna meðalverð á heyrnartæki gæti breytingin þýtt um 5–10.000 króna kostnaðarauka á tæki fyrir almenn- ing. Hjálpartæki fyrir heyrnarskert börn verða áfram greidd að fullu og ekki verða breytingar á greiðslu- þátttöku þeirra sem eru illa heyr- andi, þ.e.a.s. mjög heyrnarskertir eða þurfa að nota svokölluð beinsk- rúfutæki. Með reglunum öðlast þeir nú rétt til niðurgreiddra heyrnartækja sem fara í svokallaða kuðungsígræðslu og þurfa þar með að endurnýja heyrnartæki sín. Ríkið greiðir fyrir aðgerðina og tilheyrandi heyrnar- tæki að fullu, auk þess 9/10 hluta tækjanna við endurnýjun þeirra eftir aðgerð, en greiddi ekkert áð- ur. Þá er dregið úr áhrifum hækk- unarinnar með því að lífeyrisþegi sem hefur bætur frá Trygginga- stofnun getur sótt um frekari upp- bætur á lífeyri. Ástæðan fyrir því að föst fjárhæð komi í stað hlutfallsgreiðslu er sú að í nýju lögunum er heimild til að gera þjónustusamninga við aðra en Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Var talið eðlilegra að miða við fasta upphæð þar sem ráðuneytið hefur engin áhrif á verðmyndun heyrn- artækja, segir í fréttatilkynningu. Nýjar reglur um hjálpartæki Félag heyrnar- lausra mun mót- mæla breytingum -sem hitt a í MARK Línuskautar frá ROCES Vandaðir skautar með góðum legum og hjólum. Verð frá kr. 12.255 stgr. Úrval af hlífum og hjálmum. Borðtennisborð frá KETTLER Verð aðeins kr. 28.405 stgr. Carving skíði og skíðafatnaður. Flottustu merkin, DYNASTAR, SCOTT, LANGE og LOOK. 30 % stgr. afsláttur. Carving pakkar fullorðins frá kr. 28.693 stgr. Alvöru fótboltaspil Vönduð stöðug borð, 2 - 8 geta leikið í einu. Verð frá kr. 13.205 stgr. Billiardborð: Pool og Snooker Stærðir 4, 5 og 6 fet. Varahluta- og viðgerðarþjónusta Verslið þar sem þjónustan er 5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M ar ki ð / 0 4. 2 00 3 Snjóbretti frá SCOTT og SIN Brettaskór, bindingar, gleraugu, hanskar og snjóbrettafatnaður 30 % stgr. afsláttur. Brettapakkar frá kr. 29.900 stgr. Mikið úrval af golfvörum á frábæru verði. Golfsett 1/2 frá kr. 10.925 stgr. heil m/poka og kerru frá kr. 34.960 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 Boxvörur Boxpúðar frá kr. 11.305 stgr. Boxdropar, speedballs frá kr. 3.325. Boxhanskar frá kr. 2.090 stgr. Fjallahjól frá GIANT,SCOTT og BRONCO GIANT CrMo stell með dempara kr. 25.555 stgr. GIANT Ál stell og dempari frá kr. 29.925 stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.