Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRUAR 1993 F Y R S T DAVfÐ ODDSSON. Með aðstoð Steingríms Hermannssonar tókst honum að slá risnumet Óla Jó. í forsætisráðuneytinu. HALLDÓR BLÖNDAL. Risna í landbúnaðarráðuneytinu hefur aldrei verið meiri en árið sem hann tók við af Steingrími J. Sigfússyni. HALLDÓR, DAVÍÐ OG SIGHVATUR SLÁ RISNU- MET Fregnir hafa borist af háum risnu- og ferðakostnaði ríkisins 1991 og hann meira að segja orðið leiðaraefni í Morgunblaðinu. Fyrstu íjóra mánuðina og það í miðri kosningabaráttu ríkti ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar en síðustu átta mánuðina ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Báðar ríkisstjórnir eiga því hlut að máli, sú síðari væntanlega stærri hlut. Athyglisverðar tölur koma í ljós þegar risna aðalskrifstofa ein- stakra ráðherra er skoðuð. Árið 1991 hljóðaði risnukostnaður rík- isstjórnar og aðalskrifstofa ráðu- neytanna alls upp á 82,2 milljónir að núvirði og hefur þrisvar áður orðið hærri. Ný met í risnukostnaði voru slegin á aðalskrifstofum þriggja ráðuneyta þetta ár, miðað við raungildi risnu síðustu tuttugu ár- in. Risna aðalskrifstofu forsætis- ráðuneytisins var 10,5 milljónir að núvirði. Eldra metið var frá 1973, í tíð Ólafs Jóhannessonar heitins, 9.3 milljónir, og kostnaðurinn var 8,8 milljónir hjá Steingrími Her- mannssyni 1990. Á metárinu ríkti Steingrímur í fjóra mánuði en Davíð Oddsson í átta. Risna aðalskrifstofu landbún- aðarráðuneytisins var 5,1 milljón. Þar rfkti í fjóra mánuði Steingrím- ur J. Sigfiísson en Halldór Blön- dal það sem eftir lifði árs. Eldri met voru slegin allhressilega af þeim Steingrími og Halldóri; áður átti Steingrímur Hermannsson metið frá 1979,2,8 milljónir. Risna aðalskrifstofu heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytisins var 7.3 milljónir, en þar ríkti fyrstu fjóra mánuðina Guðmundur Bjarnason áður en Sighvatur Björgvinsson tók við. Guðmundur átti eldra metið, 7,2 milljónir, 1988. Risnukostnaður ríkissjóðs í heild, A- og B-hluta, reyndist 1991 alls 222 milljónir, en 195 milljónir 1990. HASSMÁLIÐ NÁLGAST FYRNINGU Enn er engin hreyfmg í ódæmdu fíkniefnamáli tálbeit- unnar í kókaínmálinu, Jóhanns J. Ingólfssonar. Hann var handtek- inn í febrúar 1990 fyrir aðild að smygli á þremur kílóum af hassi og fór fram á það við fíkniefnalög- regluna í fyrra að fá ívilnun í því máli gegn því að leggja gildruna fyrir Stein Ármann Stefánsson. Lögreglan sendi málið fyrst frá sér í desember 1990, saksóknari gaf út kæru í ágúst 1991 og ítrekaði hana við dómara síðastliðið vor. Málið er eitt af mörgum sem Héraðs- dómur erfði frá dómstóli í ávana- og fíkniefnamálum og liggur enn óhreyft. Það er „í bunkanum“ hjá Guðjóni SL Marteinssyni dóm- ara, sem kveðst ekki vita hvenær það verður tekið fyrir. Nú eru lið- in þrjú ár frá því Jóhann var hand- tekinn og fer töfin því að nálgast þá lengd sem dómarar hafa nefiit óásættanlega með tilliti til mann- réttinda sakbomings. KOSNINGASKIP TIL GRÆNHÖFÐA? Á mánudag voru opnuð útboð í smíði skips sem Þróunarsam- vinnustofnun hyggst gefa til Grænhöfðaeyja. Lægsta boð áttu Þorgeir og Ellert á Akranesi, en málið bíður endanlegrar af- greiðslu. Tíminn skiptir þó máli, því í útboðinu var gert ráð fyrir að skipið yrði tilbúið til afhendingar í nóvember á þessu ári. Einhverjir halda því fram að þessi asi sé eng- in tilviljun, þar sem rætt er um að halda kosningar á Grænhöfðaeyj- um snemma á næsta ári. Björn Dagbjartsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsamvinnustofnun- ar, vill ekki gera þessu skóna, en viðurkennir þó að stjórnmála- menn eyjaskeggja þurfi eins og aðrir að sýna kjósendum sínum fram á árangur. Málið komst á skrið eftir að sjávarútvegsráðherra eyjanna, Helena Semedo, kom til íslands í sumar. Hún sá Malaví- skipið fræga á Akureyri og sagðist gjarna vilja eintak. Það varð úr; hún fær skip af sömu gerð og Hastings Banda, aðeins fáeinum metrum lengra. BJÖRN ENN í HÍÐI SÍNU Nokkuð er síðan kom til um- ræðu að Björn Friðfinnssson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu, tæki við starfi hjá effirlits- stofnun EFTA, sem verður til þeg- ar og ef EES verður einhvem tíma til. Þessi ráðagerð er nú í mjög lausu lofti, ef ekki farin alveg út um þúfur, vegna þess hversu EES ætlar að dragast á langinn. EFTA- löndin eru hvert af öðru í viðræð- um um aðild að EB og þar með getur fjarað hratt undan effirlits- stofnuninni eins og öðru sem EFTA tengist. Að minnsta kosti heyrum við úr viðskiptaráðuneyt- inu að Björn sé hættur við að taka 1 I stjórnkerfinu er nú verið að vandræðast' með drög að frumvarpi til Iaga um tóbaksvam- ir. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn, sem vildi ekki leggja það ffarn sem stjórnarfrumvarp, svo Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sendirþað til meðferðar heilbrigðisnefridar þingsins, þar sem situr í forsæti Sigbjöm Gunnarsson. Nefndin á að kanna hvort og hver leggur málið ffarn. Meðal nýmæla í ffumvarpinu er að heil- brigðisráðherra skuh ákveða hæstu leyfileg mörk skaðlegra efna í tóbaki. I greinargerð er vísað í hugmyndir innan EB um að takmarka tjöm í sígarettum fyrst við 15 milligrömm og síðar við 12. f Finnlandi er þegar miðað við 15 og landlæknir Islands hefur lagt til við ráðherra að sama verði gert hér. Þetta þýddi í reynd að á íslandi fengist ekki lengur þorri þeirra sígarettutegunda sem vin- sælastar eru. Fyrir ofan 15 milligramma mörkin eru til dæmis (í styrkleikaröð); Gauloises síu- laus, Camel síulaus, Prince, Wlnston, Pall Mall, Winston af lengri gerð, Camel með síu, More og More Menthol, Kool, Salem, Dun- hill, Viceroy, Lucky Strike og Gold Coast af báðum gerðum. Ofan 12 milligramma markanna em til dæmis: Royale af báð- um gerðum, Prince Lights og Kent. Neðan markanna er fátt annað en „lights“-útgáfúmar af Winston, Gold Coast, Viceroy, Camel og Salem. Ef ffumvarpið yrði samþykkt óbreytt þyrfti leyfi heilbrigðis- nefndar (gegn gjaldi) til að selja tóbak og það mætti ekki sjást á sölustöðum. Ekki eru ákvæði um nákvæmlega hvar kaupmenn skuli fela það. Þá yrði bannað að reykja í hléi í bíó og leikhús- um, en krár fengju undanþágu frá banni sem gildir að nokkm um önnur veitingahús. Þó yrðu kráargestir að drepa í áður en farið væri á klósettið, enda á undanþágan „ekki við ganga, sal- erni og því um líkt“. Hert yrði reykingabann í almenningi ff á því sem nú er, en ekki dygði tóbaksunnendum að flýja í notkun á reyklausu tób- aki. Það yrði bannað samkvæmt ffumvarpinu — allt nema svarta taðið sem ÁTVR ffamleiðir og æ færri vilja kaupa. Ástæðan? „Til að vemda íslenska neytendur fyrir tilraunum tóbaksffamleiðenda“, sem loksins em farnir að framleiða tóbak semfólkvillnota. Sighvatur vill ekki leggja tóbaksfrumvarpið fram sjálfur. saman á skrifborðinu sínu alveg á næstunni. REGNBCXjlNN SKIPTIR LIT- UM Kvikmyndahúsið Regnboginn er þessa dagana að fá nýjan mann í starf markaðsstjóra, engan ann- an en Ingvar Þórðarson, fyrrum skemmtanastjóra Hollý og höfund frægrar bókar um hvernig á ekki að ffemja bankarán. Hann er ekki alveg óvanur bíóinu, var meðal annars framleiðandi Sódómu Reykjavíkur, og lætur spyrjast að vænta sé þáttaskila hjá Regnbog- anum, sem verði effir breytinguna besta bíó í Evrópu. Fráfarandi markaðsstjóri er Andri Þór Guðmundsson. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN í BÍLASÖLU Undanfarið hafa bílasalar sett mikið af tilboðum á markaðinn, þar á meðal Sigftís Sigfússon og félagar hjá Heklu, sem bjóða með- al annars vaxtalaust lán í bíla- kaupum, allt upp í hálfa milljón króna. Lánin eru þó ekki alveg laus við skilyrði. Viðkomandi verður nefnilega að tryggja bílinn hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Þegar bílakaupendur grennslast fyrir um hverju þetta sætir kemur skýringin: að það sé sem sagt Tryggingamiðstöðin sem lánar fyrir bílakaupunum. Við heyrum að svipaður samningur sé í gildi á milli Toyota-umboðsins og Sjó- vár-Almennra. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON. Ekki aldeilis skorið niður í risnukostnaði. JÓHANN J. INGÓLFSSON. Töfin á afgreiðslu hassmálsins farin að nálgast hættumörk. BJÖRN DAGBJARTS- SON. Grænhöfðeyingum liggur á að fá sams konar skip og harðstjórinn í Malaví. BJÖRN FRIÐFINNSSON. EES dregst á langinn og þar með ferðin hans til Evrópu. INGVAR ÞÓRÐ- ARSON. Tekinn við stöðu markaðsstjóra Regnbogans. SIGFÚS SIGFÚSSON. Góð lánakjör með aðstoð Tryggingamiðstöðvarinnar. „Egsá raunar margar fagrar konur í Páfa- garði og kom mérþað gleðilega á óvart. “ í^z Yfir sig hvfldir „Sumir hafa ekki unnið mjög lengi og eiga erfitt með að fara strax í mjög harða vinnu.“ Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarð- vík. Fara af varamannabekkn- um á námsbekkinn „Ef ekkert gerist í málum mínum fyrir vorið liggur beinast við að pakka saman, koma sér heim og taka upp þráðinn við námið að nýju.“ Guöni Bergsson atvinnuvaramaöur. | ÞORSTEINN KÁRIBJARNASON Á SAUÐSKINNSSKÓNUMIRÓM Það kemur þó á óvart „Ég er mjög ánægður með sýninguna og eigin ffammistöðu.“ Kristján Jóhannsson stórsöngvari. „Það er erfitt að beijast við tréhesta ár eftir ár.“ Halldór Gunnarsson, formaöurFé- lags hrossabænda. Nema tékk- heftið hafi verið skilið eftir opið „Ég held nú að byggða- vandi Bolungarvíkur sé meira og stærra mál en það hver ræstir skrifstof- una mína.“ Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.