Pressan


Pressan - 25.02.1993, Qupperneq 8

Pressan - 25.02.1993, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 Ofbeldi barna gegn öðrum börnum í kjölfar hins hroðalega morðs tveggja drengja í Liverpool á ungu barni hefur vaknað umræða í þjóðfélaginu um ofbeldi barna gegn öðrum börnum. Þeir sálffæðingar sem PRESSAN ræddi við vegna málsins telja sig ekki geta fullyrt að ofbeldi á meðal barna hér á landi hafi aukist á síð- ustu árum, þótt margir hafi það á tilfinningunni, enda litlar sem engar rannsóknir til að styðjast við. Hins vegar telja menn að heimur skóla- barna fari sífellt harðnandi og má þar nefha aukið einelti og klíkumynd- anir, sem margir kennarar telja sig hafa orðið vara við. BRAGIGUÐBRANDSSON aðstoðarmaður félagsmálaráðherra nefndi það sem raunhæfan möguleika að drengirniryrðu vistaðir á Sogni, meðferðarheimili fyrir geðsjúka afbrotamenn, enda þótt þeir séu ekki afbrota- menn í skilningi laganna. EINAR GYLFIJÓNSSON forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins segir að aðstæður og ástand drengjanna tveggja á Árbót verði metið þegar þeir ná sextán ára aldri. Ef niðurstaðan verður sú að það beri að halda þeim inni verður máli þeirra skotið til dómstóla, sem þá munu úrskurða hvort svipta beri drengina sjálf- ræði. Þorgeir Magnússon, sálfræð- ingur hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, treysti sér ekki í samtali við PRESSUNA til að meta hvort aukning hefði orðið á ofbeldi á meðal barna. Hins vegar telur hann sig hafa orðið varan við aukningu á kynferðislegu áreiti og kynferðislegu ofbeldi hjá börnum í gegnum starf sitt og þar séu þá jafhan á ferðinni strákar sem mis- þyrmi litlum stúlkum. Þó sé erfitt að meta hvort sú aukning stafar af fjölgun tilvika fremur en því að mál sem þessi séu nú tekin mun alvarlegri tökum auk þess sem öll umræða um þau sé nú talsvert opnari en áður. Raunar eigi það einnig við um allar aðrar hliðar of- beldis og það sé af hinu góða. Aðspurður segir Þorgeir að langflest börn sem beita ofbeldi hafi sjálf orðið fyrir ofbeldi. Hann hafi að minnsta kosti ekki enn rekist á krakka, sem beitt hefur annan ofbeldi, sem ekki hafi orðið fyrir því sjálfur. Þorgeir bendir svo á að það þurfi ekkert endilega að koma frá foreldrum, allt eins gæti verið að viðkomandi hafi átt erfitt uppdráttar í félagahópnum og því fundið þá leið að berja frá sér — nota sömu aðferð og við hann er beitt, nema kannski að verða svo- lítið fyrri til. Þannig fullyrðir hann að hér sé í langflestum tilvikum um að ræða einstaklinga sem hafa fengið að kenna á því sjálfir. UMRÆÐUNNIMARKVIST HALDIÐ UTAN FJÖLMIÐLA Fjölmiðlar hafa lítið fjallað um ofbeldi barna gegn öðrum börn- um, enda hefur þess vandlega ver- ið gætt að halda fjölmiðlum utan við málin. Mörg alvarleg mál hafa ekki fengið neina umfjöllun, og nægir þar að nefna mál piltsins á Akureyri sem hér er greint frá, en um það birtist örlítil frétt í DV á sínum tíma. Þótt mál piltsins á Akureyri sé alvarlegast af þeim sem PRESSUNNI er kunnugt um eru til mörg önnur hrikaleg dæmi. Má þar nefna fjölmörg dæmi um einelti í skólum, sem off á tíðum hefur gengið út í öfgar. f fyrra var til meðferðar hjá bamavemdaryfirvöldum í Keflavík mjög alvarlegt ofbeldismál er tengdist þremur bræðrum á aldr- inum 10 til 16 ára. Samkvæmt heimildum blaðsins höfðu þeir ít- rekað beitt önnur böm mjög alvar- legu ofbeldi. Þá höfðu þeir misnot- að aðra pilta kynferðislega og var ungur piltur svo hart leikinn eftir þá að hann þurffi á læknismeðferð að halda. Sáu foreldrar hans sér ekki annað fært en flytja í burtu. AUKIN HNÍFAEIGN BARNA ÁVÍSUN Á OFBELDI f marslok á síðasta ári vakti talsverða athygli mál níu ára drengs, sem stakk annan tíu ára í kviðarholið með hníf. Forsaga þess máls var sú að drengirnir áttu í einhveijum eijum og brá þá annar þeirra upp svokölluðum butterfly-hníf, en það eru hnífar þar sem blaðið skýst út þegar þrýst er á haldið, og stakk hinn í ofanverðan nára og upp í kviðar- holið. íbúi í nærliggjandi húsi varð vimi að atburðinum og kall- aði til lögreglu og sjúkrabíl. Hlúði hann svo að þeim særða þar til hjálp barst. Drengurinn, sem var valdur að hnífsstungunni, var settur í umsjón barnaverndaryfir- valda til að byija með, en þau fóru með málið. Hann er af erfiðu heimili og má geta þess að fyrir þennan atburð höfðu talsverðar kvartanir borist vegna ofbeldis- hneigðar hans. Fjölmiðlar greindu frá þessu máli og spunnust út ffá því talsverðar umræður í þjóðfé- laginu um hnífaeign barna og unglinga og þá óheillaþróun sem af því hlytist. HVAÐ VERÐUR UM PILT- INN FRÁ AKUREYRI? Margir hafa velt því fyrir sér hvað verði um piltinn frá Akur- eyri, svo og þann sem svipað er ástatt fyrir og er vistaður með Vistheimilið í Aðaldal Unglingspilturinn frá Akur- eyri, sem fjallað er um hér á opnunni, er undir stöðugu eftir- liti á vistheimili á bænurn Árbót I Aðaldal f Suður-Þingeyjarsýslu, sem sett var á stofn síðastliðið haust. Unglingaheimili ríkisins rekur vistheimilið, en reksturinn heyrir undir félagsmálaráðu- neytið, og er kostnaðurinn um 13 milljónir á ári samkvæmt fjárlögum. Vistheimilinu var komið á fót í því augnamiði að vista piltinn frá Akureyri, sem nú er á fimm- tánda aldursári, og annan dreng ári yngri, sem einnig á við atferl- istruflun að stríða. Sá hafði dval- ið á bænum Árbót í nokkur ár, áður en vistheimilið var sett á stofn, hjá hjónum sem starfað hafa með unglinga í fjölda ára. Drengirnir eru báðir taldir þurfa á sérstakri umönnun, að- stoð og eftirliti að halda og var ekki um neitt húsnæði á vegum hins opinbera að ræða þar sem hægt var að vista þá. Vistheimil- inu var þvf komið á fót í neyð. Fimm starfsmenn annast dreng- ina og gæta þeirra frá morgni til kvölds, auk sálfræðings, sem hefur reglulegt eftirlit með þeim. Einnig er kennari á staðnum. Þess má geta að bærinn Árbót í Aðaldal er nokkuð einangraður frá öðrum býlum, og eru um það bil þrír kílómetrar að næsta bæ.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.