Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 F Y R S T F R E M S T M E N N o o cc < o 0 Z o z Kristján Jóhannsson tenór Gunnar Felixson Metropolitan-óperunnar Ég veit ekkert um óperur. Ekki baun. Þess vegna getur hver sem er logið því að mér að Kristján Jó- hannsson sé falskur, hafi veika rödd og hafi aldrei sungið í stóra salnum í Carnegie Hall heldur að- eins í litlum sal innaf lobbíinu. Og á sama hátt getur hver sem er log- ið því að mér að Kristján sé einn hinn þriggja stóru í óperuheimin- um — meira að segja hann sjálf- ur. Og þar sem maður hefur heyrt svo margt um Kristján — bæði gott og vont — hef ég komið mér upp ákveðinni varnartækni til að meta hvað sé hæft í frægðarsög- unum af honum. Ein aðferðin er sú að skoða hverjir syngja með honum þegar hann vinnur helstu afrekin. Á Metropolitan nú um helgina voru eftirtaldir með hon- um á sviðinu; Aprile Millo, Dolora Zajick, Vladimir Chernov, Jeffrey Wells og Jane Shaulis. Ef maður vill líta hlutlaust á frægð Kristjáns þá er hann líkast til álíka frægur og þetta fólk. Og minna ffægur ef eitthvað er, því hann var að debút- era á Metropolitan en hitt fólkið var þegar búið að því. Samt þekki ég hvorki haus né sporð á því. Enda veit ég ekkert um óperur. Annað sem ég hef í huga þegar ég heyri fréttir af Kristjáni er hvort hann tekur þátt í fyrstu eða fimm- tugustu sýningu á viðkomandi uppsetningu. Mér skilst nefnilega að óperuhúsin tjaldi því fínasta á fyrstu sýningunum. Þegar hann debúteraði í Vínaróperunni fyrr í vetur tók hann þátt í 52. sýningu. Á Metropolitan söng hann í sýn- ingu númer guðmávitahvað. Þessi uppfærsla á II Trovatore var sett upp árið 1987 og þá með Pava- rotti. Eitt enn sem ég gæti að varð- andi Kristján er samanburðurinn. Nú er mér sagt að Enrico Caruso, Jussi Björling og Luciano Pava- rotti hafi sungið hlutverk Manric- os á Metropolitan á undan Krist- jáni. í fyrsta lagi ætti maður að spyrja hverjir hinir séu svo maður geti betur áttað sig á ffægð Krist- jáns. I öðru lagi ætti maður að spyrja sig hvort Gunnar Felixson sé þá jafnffægur og Ian Ross sök- „Þaðfékk líka efahyggjumann eins og mig til að efast um allt húllumhœið í kringum Kristján þegar ég sá hverjir héngufyrir utan búningsklef- ann hjá honum á Metropolitan. Égsá ekki betur en þar vœri Hörður Sigurgestsson meðal ann- arra. Miðað við allt tilstandið hefði maður búist við einhverjum af Getty- eða Onassis-stœrðar- gráðu, — að minnsta kosti varsá síðarnefndi þekktur fyrir ást sína á óperusöngvurum. Brjóst- vit mitt segir að efforstjórar lítilla skipafélaga hangafyrir utan einhverjar dyr þá séu smástirni þarfyrir innan. “ um þess að Gunnar skoraði mark á Anfield árið 1964. Það fékk líka efahyggjumann eins og mig til að efast um allt húllumhæið í kringum Kristján þegar ég sá hverjir héngu fýrir ut- an búningsklefann hjá honum á Metropolitan. Ég sá ekki betur en þar væri Hörður Sigurgestsson meðal annarra. Miðað við allt til- standið hefði maður búist við ein- hverjum af Getty- eða Onassis- stærðargráðu, — að minnsta kosti var sá síðarnefndi þekktur fyrir ást sína á óperusöngvurum. Brjóstvit mitt segir að ef forstjórar lítilla skipafélaga hanga fyrir utan einhverjar dyr þá séu smástirni þar fyrir innan. ___________ • 45 Edda Sigrún Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður Dæmd í fangelsi fyrir að draga sér fé fr skjólstæðingum Edda Sigrún Ólafsdóttir hér- aðsdómslögmaður hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Þá var hún dæmd til að greiða 100.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og allan sakarkostnað. Auk þess var hún svipt málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi í tvö ár. Dóminn kváðu upp Guðjón Marteinsson héraðsdómslögmaður og með- Eúda *ismi ÖialatóttM' ta@naáar FEFLETTI UMFERDARSL YSA Ég er enginn 1 U]i|iengaiÍ Siáir fyrfr m namtiö Þekktra Frétt PRESSUNNAR 1. nóvember 1990 sem hratt rannsókninni af stað. dómendurnir Halldór Arason og Stefán D. Franklín. Ekki liggur fyrir hvort dómnum verður áfrýj- að. Edda Sigrún var dæmd fyrir að hafa dregið sér fé ffá 25 skjólstæð- ingum eins og kom ffam í ákæru, samtals um fjórar milljónir króna. Rannsókn málsins beindist á tímabili að viðskiptum hennar við mun fleiri skjólstæðinga, en ekki þótti tilefni til ákæru nema í máli 25 skjólstæðinga. Þess má geta að ákæruvaldið var lengi vel tregt til að taka á málinu og hafði að minnsta kosti einu sinni vísað því frá þegar PRESSAN hóf skrif sín um mál- ið. Var reyndar svo komið að Edda Sigrún og lögmaður henn- ar, Viðar Már Matthíasson, báru því við í vörn málsins að skrif blaðsins hefðu öðru ffem- ur stuðlað að ákæru. Virðist dómarinn hins f***K#!<í**mS t*tm >*»)>**** •0 I :*a va irwwbrh* I /m«*w Un usr* CMa S(&inv M hHmnv afHtfU- vegar hafa fundið nógu mörg refsiverð athæfi til að sakfella Eddu. Dómari hafnaði þeim rökum Eddu að henni hefði verið heimilt að innheimta fjárhæðir af skjól- stæðingum sínum fyrir önnur störf sem hún taldi sig hafa unnið fyrir þá. Aliir skjólstæðingarnir sem hér um ræðir voru fórnar- lömb umferðarslysa, en Edda sér- hæfði sig í innheimtu trygginga- bóta. Fjármununum sem hér um ræðir hélt Edda eftir á tímabilinu frá maí 1988 til janúar 1990. Þegar skjólstæðingar gerðu að lokum at- hugasemdir hóf hún að greiða til baka fé sem hún hafði haldið eftir. Dómarinn taldi að „ákærða not- aði þannig heimildarlaust og til eigin þarfa innheimtufé sem hún hélt eftir svo sem í ákæru greinir11. Teldist því sannað að hún hefði gerst seíc um fjárdrátt. Einnig var Edda fundin sek um brot á regl- um um bókhald og lögum um söluskatt, en hún hafði ekki greitt söluskatt upp á um 500 þúsund krónur. Eins og áður segir hóf Edda að greiða skjólstæðingum sínum til baka þegar upp komst um fjár- dráttinn, en ekki er ljóst hvort þeir sætta sig við það uppgjör eða hefja niálarekstur. Á L I T Samningur ríkissjóðs og Seðlabanka fsiands Ragnar Arnalds þingmaður: „Það er viðurkennt að raun- vextir eru miklu hærri hér en í öllum nálægum löndum og 2,5 til 3 sinnum hærri en þeir voru hér fyrir einum áratug, en alltof hátt raunvaxtastig er tvímælalaust ein meginástæðan fyrir stöðnuninni sem gripið hefur æ meira um sig í íslensku efnahagslífi síðustu árin. Menn hafa árum saman ímyndað sér að lánamarkaðurinn hér næði eðlilegu jafnvægi af sjálfu sér og raunvextir mundu þá lækka, en þetta hefur ekki gerst. Mér er til efs að umræddur samningur skipti verulegu máli sem aðgerð til lækkunar vaxta, því að reynsl- an sýnir að raunvaxtastig á ís- landi er í sjálfheldu og lækkar ekki af sjálfu sér, þrátt fyrir lága vexti erlendis og mjög lágt fjár- festingarstig hérlendis með ein- földum markaðsaðgerðum. Það þarf ákveðnari aðgerðir og vafa- laust dugar ekkert minna en bein íhlutun Seðlabanka og ríkis- stjórnar.“ Magnús Gunnarsson, form. VSÍ: við að taka lán. Um leið gefa breytingarnar Seðlabanka Islands meiri möguleika til að stýra vöxt- unum. Það má segja að með þessu sé verið að búa til tækin til að Seðlabanki íslands fari að starfa í líkingu við seðlabanka annarra ianda.“ , Halldór Ásgrímsson 1 þingmaður: afskipti, ef takast á að ná vöxtun- um niður hér á landi.“ Valur Valsson, bankastjóri: Þórður Frið- jónss., forstj. Þjóðhagsst.; „Ég tel þessar ákvarðanir fjár- málaráðherra rnjög jákvæðar. Ég held að með þessum breytingum sé verið að setja meiri aga á ríkis- fjármálin og á vissan hátt bindur þetta hendur fjármálaráðherra „Ég tel samning ríkissjóðs og Seðlabanka íslands jákvæðan. Fjármálaráðherra beitti sér fyrir því á síðasta ári að vextir réðust eingöngu á markaði. Með þessu tel ég að hann sé að viðurkenna að það gangi ekki og Seðlabanki Islands þurfi að hafa mun meiri „Undanfarna mánuði hefur fjármálaráðuneytið gert ýmsar breytingar á starfsháttum sínum gagnvart Seðlabanka íslands og verðbréfamarkaðnum sem allar hafa verið til framfara. Þessi samningur er enn eitt skref á þeirri braut. Hann styrkir mark- aðsvexti í sessi sem grundvöll vaxtakerfisins í landinu. Ég tel þennan samning já- kvæðan.“ Ég tel það framfaraspor að taka fyrir yfirdrátt ríkissjóðs hjá Seðlabanka Islands. Enginn vafi er á þvi að þessi heimild hefur átt sinn þátt í þeirri þenslu og verð- bólgu sem einkenndi íslenskan þjóðarbúskap um langt skeið. Af- nám þessarar heimildar felur hins vegar ekki sjálfkrafa í sér að vextir breytist við núverandi að- stæður, heldur er verið að marka skýrari leilcreglur um vaxtamynd- un en gilt hafa hér á landi. Það er verið að breyta leikreglum, ekki vöxtum.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.