Pressan


Pressan - 25.02.1993, Qupperneq 23

Pressan - 25.02.1993, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 23 N Æ R M Y N D Tómas A. Tómasson ÞETTA ER LINUDANS Þú ert að kaupa Hótel Borg á 172 milljónir og 100 milljónir eru komnar i framkvœmda- kostnað. Hótelið er bara 35 her- bergi og offramboð á hótelrými. Verður ekki óhemjuerfitt að láta dœmiðganga upp? „Ábyggilega. Það er enginn hlutur, sem er einhvers virði í þessum heimi, auðveldur. Lífið er og á að vera erfitt. Þegar ég loks skildi þetta, þá fyrst fór að verða gaman að vera til og ég hætti að hafa óraunhæfar væntingar um tilveruna. En fólki þykir vænt um Borgina og ef það veit að ég hef þar staðið mig vel þá á ég séns og get klórað mig út úr þessu. Ég vona að þetta verði massíf síg- andi lukka.“ Kaupsamningurinn við Reykja- víkurborg er mun hagstœðari en þegar hún sjálf keypti hótelið 1990. Hvernigfórstu aðþessu? „Það voru íjórir aðilar sem buðu í og mínu tilboði var tekið. Ég veit ekki meir.“ Ferill þinn virðist einkennast af velgengni og áföllum á víxL Tek- urþú undirþað? „Já, já. Fyrsta alvarlega áfallið var Matarbúðin í Hafnarfirði, ég var tvö ár að borga það ævintýri. Þegar ég opnaði Tomma-ham- borgara átti ég von á að seija 200 til 300 hamborgara á dag, en þeir urðu fljótlega um 1.000 á dag, allt upp í 1.400 á tímabili. Fyrstu mánuðina gekk rosalega vel með Villta tryllta Villa, en aðsóknin hrundi og ég var líka tvö ár að borga þær skuldir. Sprengisand- ur leiddi mig nær til gjaldþrots og það er mér nú gjörsamlega óskilj- anlegt hvemig mér tókst að opna Hard Rock. Það tókst þó og hefur gengið vel. Þetta er línudans." Sagt er að Hagkaup og/eða Vífil- fell haft leyst til sín húsnœðið í Kringlunni, þar séu nœr allar innréttingar í eigu annarra og ýmsir lausamunir á kaupleigu og í láni. Er það rétt? „Þetta er kjaftagangur. Fram- kvæmdakostnaðurinn við Hard Rock gerði mér vissulega erfitt fyrir, þótt reksturinn gengi vel. í ágúst 1991 fékk ég langtímalán í formi fjármögnunarleigusamn- ings upp á 155 milljónir hjá Steini hf., sem er hlutafélag í eigu Sjó- vár-Almennra, Hagkaups og Jara sf., en Vífilfell er aðili að síðast- nefnda félaginu. Ég geri ráð fyrir að sögusagnir um að ég eigi ekk- ert í þessu séu til komnar vegna þessa samnings." Hvað með framtíðina? Okkur er sagt að enn blundi í þér að gerast lögfrœðingur og ná æðstu met- orðumípólitík? „Rétt, ég læt mig enn dreyma um lögfræðina og er staðráðinn í að verða forsætisráðherra þegar ég verð stór!“ ingastaðinn varð ég að bíða í tvö ár eftir að draumurinn rættist." Sumarið 1985 stofnar Tómas ásamt Úlfari Eysteinssyni sam- eignarfélagið Sprengisand. Þeir, ásamt Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni og Sverri Hermannssyni fast- eignasala, byggðu veglegan skyndibitastað með sama nafni neðst á Bústaðaveginum, sem var opnaður 2. nóvember 1985. „Ég hafði verið sex vikur í þjálfun hjá McDonalds í Bandaríkjunum og vissi að þeir byggðu staði sína upp á hundrað dögum. Og það tókst að byggja þetta á hundrað dögum. Vissulega var opnað með pomp og prakt, en þetta reyndist dýr- keypt. Áætlaður byggingarkostn- aður fór úr á milli 20 og 25 millj- ónum upp í tæpar 50 milljónir króna. Það tókst ekki að þjálfa starfsfólk sem skyldi, matseðillinn var ekki frágenginn og allt var þetta mér að kenna. Ég hafði ráðið ferðinni og tekið áhættuna og það varð úr að ég bauðst til að kaupa félaga mína út. Ég borgaði þeim til baka framlag þeirra og við Helga vorum ein í þessu frá janúar 1986. í kjölfarið fylgdu erfiðir tímar, við Helga bjuggum á staðnum í þrett- án mánuði. Ástandið var svo slæmt að fimm þekktir íslenskir lögfræðingar og athafnamenn ráðlögðu okkur allir sem einn að fara í greiðslustöðvun, nauða- samninga eða hreinlega í gjald- þrot. En ég var með Hard Rock í huga og vildi alls ekki gefast upp. Og einhvern veginn tókst mér að klóra mig út úr þessu vonlausa ástandi. Ég viðurkenni nú að á þessum tíma var ég tæknilega séð gjaldþrota.“ OPNAR HARD ROCK CAFÉ EN TAPAR Á GREIÐASEMI VIÐVINSINN Hard Rock Café í Kringlunni opnaði Tómas í júlí 1987 og hafði miklu verið kostað til. Fóru fram- kvæmdir úr áætluðum 60 til 80 milljónum í 160 milljónir. Stuttu síðar seldi hann fyrrum félögum sínum í GGS rekstur Sprengisands og leigði þeim húsið. Fasteignin var og er enn skráð á Ingva Tý Tómasson, son Tómasar. En samhliða þessu, haustið 1987, tók hann þátt í stofnun tveggja hlutafélaga í tengslum við rekstur Tunglsins, með Vilhjálmi Svan Jóhatinssyni. Sagan segir að Tómas hafi með þessu viljað koma Vilhjálmi til hjálpar, því Vil- hjálmur hafi nánast bjargað lífi Tómasar á sínum tíma með því að koma honum út úr drykkjunni, og því neitar Tómas ekki. Hann fór út úr hlutafélögum þessum nokkrum mánuðum síðar, en fé- lögin urðu síðar gjaldþrota. Tóm- as var í talsverðum ábyrgðum og neitar því ekki að hafa orðið fyrir tjóni vegna þessara mála. „Minnstu ekki á það ógrátandi,“ segir hann. Hann undirstrikar þó að hann muni bera hlýhug til Vil- hjálms hvað sem á dynur. Tómas lenti í kröggum út af þessu og vorið 1989 stofnaði hann hlutafélagið fsrokk, sem tók við Hard Rock Café af Bakhúsi. Hlutafé Isrokks var óvenjuhátt miðað við þennan bransa; 50 milljónir króna. Þá er þess að geta að framlag Bakhúss var 24,5 millj- ónir og var að hluta greitt með fasteigninni Kringlunni 41. KOSTNAÐURINN VIÐ HÓTEL BORG 8 MILLJÓNIR Á HERBERGI Með þessu var rekstur Hard Rock brynjaðri en áður fyrir áföll- um og Tómas sneri sér að næstu verkefnum; 1990 opnar hann bæði Borgarkjallarann, nætur- klúbbinn Ömmu Lú í Borgar- kringlunni og Glaumbar við Tryggvagötu. 1 ljósi fyrri reynslu vildi Tómas hins vegar hafa vaðið fyrir neðan sig og skráði son sinn lngva Tý sem eiganda, en Ingvi hafði starfað náið með föður sín- um í Hard Rock og stjórnar mál- um þar nú. Báðir þessir staðir fóru vel af stað, en hvað Ömmu Lú varðar fór samdrátturinn í þjóðfélaginu að segja til sín. Amma Lú var byggð upp sem fi'nn staður í dýrari kantinum og vekur athygli að nú er þar boðið upp á kvöldmáltíðir fyrir 1.993 krónur. Glaumbar er talinn hagkvæm rekstrareining, en Tómas og Helga eru nú skilin og fékk Helga Glaumbar í sinn hlut. 1 september 1992 rættist átta ára gamall draumur hans þegar undirritaðir voru samningar, þar sem Tómas kaupir Hótel Borg á 172 milljónir króna. Hann á að borga vaxtalausar 22 milljónir, eina milljón mánaðarlega í tæp tvö ár, en afganginn á skuldabréf- um til 15 ára með fyrstu afborgun í september 1995. Lánið er verð- tryggt með 5 prósenta vöxtum. Borgarsjóður hafði tveimur árum fyrr keypt hótelið á 147 milljónir og telur Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi að raunvirði þess sem Tómas leggur fram sé tíu prósent- um lægra. Tómas hefur frá þessum tíma varið um 100 milljónum króna í endurbætur á hótelinu og með kaupverðinu er kostnaður Tóm- asar kominn í að minnsta kosti 272 milljónir. Það er mikill til- kostnaður fyrir ekki stærri rekstr- areiningu, í hótelinu verða aðeins 35 herbergi — þeim hefur verið Ragnar Tómasson hæstaréttarlögmaður og athafnamaður „Ég þekki Tómas vel en hef aldrei skil- ið hann. Dugnaðurinn er einstakur, metnaðurinn mikill og stoltið ríkt. Hann segir fátt en gerir margt. Hann er mikill ein- fari, nokkurs konar Clint East- wood. Skrápurinn er þykkur en kvikan næm. Hann elskar að vera upp fyrir haus í fram- kvæmdum, koma hugmyndum í rækt. Allt skal vera fullkomið. Hugmyndir hans eru fastmótað- ar og hann vinnur afar mark- visst að verkum sínum. Ég ber mikla virðingu fyrir Tómasi. Hann er engum líkur." Magnús Kjartansson tónlistarmaður og vinur „Við Tómas vorum mjög nánir þegar ég var í hljómsveit- inni Júdasi og hann rakFesti í Grindavík, fyrir um það bil fimmtán árum. Það var á gullaldarárum Suður- nesjaballanna, þegar bæði Reykvíkingar og aðrir nærsveit- ungarfylktu þangað liði með rútum. Þetta voru hátt í þrettán hundruð manna böll helgi eftir eftir helgi. Það er i mesta lagi að allra vinsælustu hljómsveitirnar hitti nú á eina jafnfjölmenna tónleika á ári; ef þær eiga lag í fyrsta sæti og stórt félagsheim- ili liggur á lausu. Tommi var allt- af eitthvað að bralla og kom sí- fellt með nýjar hugmyndir sem hann fylgdi eftir. Grindvíkingar voru mishrifnir. Okkurfannst hann stundum fara of djúpt í hlutina, en það er greinilega á því sem hann hefur komist svona langt. Það dofnaði strax yfir Suðurnesjaböllunum þegar Tómas hætti. Sjálfur hefurTommi leynilega rokktendensa og átti það til að taka með okkur lagið á æfing- um. Uppáhaldslög hans voru Brown Sugar með Rolling Stones og Taking Care of Busi- ness, sem ég veit að er enn í miklu uppáhaldi hjá honum. Það kom manni því ekki á óvart að hann skyldi setja Hard Rock á stofn, enda hreifst hann mjög af hugmyndinni. Hard Rock sameinar bæði matar- og rokk- áhuga hans." fækkað úr 47 — og kostnaðurinn nær 8 milljónir á herbergi. Til samanburðar má neína að kostn- aðurinn á bak við hvert herbergi við uppbyggingu nýrra og stórra hótela á borð við Hótel Örk, Hótel Island og Holiday Inn var á bilinu 5 til 7 milljónir króna. Herbergja- fjöldinn segir þó ekki alla söguna því Tómas ætlar sér stóra hluti með veitingasölunni. Nær allir þeir sem PRESSAN ræddi við voru sammála um að Tómas væri með kaupunum og framkvæmdunum á Borginni að taka mjög mikla íjárhagslega áhættu. í raun væri erfitt að sjá fyrir sér hvernig hann ætlaði að fá dæmið til að ganga upp. NÝ KONA, NÝTT HÚS, NÝTT VERKEFNI, NÝTT LÍF Samhliða því að Tómas er á tímamótum með Hótel Borg eru nú að ganga yfir þær breytingar í lífi hins 44 ára Tómasar að hann er skilinn við eiginkonuna Helgu Bjarnadóttur. Ný sambýliskona hans er Ingibjörg Stefanía Pálma- dóttir, 31 árs dóttir Pálma Jóns- sonar heitins, stofnanda Hag- kaups. Þau hafa keypt húseignina Sóleyjargötu 5. Almannarómur segir að þar kunni Tómas að hafa komist í tæri við digra sjóði til að byggja á í framtíðinni, en aðrir draga í efa að slíka sjóði sé þar að finna. Tómas segir svona vanga- veltur ekki svaraverðar. f dag er allur rekstur Tómasar; Borgin, Amma Lú og Hard Rock, á hans eigin nafni og hann einbeitir sér að því að gera Hótel Borg að stór- veldi að nýju. Hann viðurkennir fúslega að það gæti reynst erfitt. Einn viðmælandi, sem þekkir vel til Tómasar, taldi ekki ólíklegt að eftir mikinn barning og erfiðleika tækist Tómasi ætlunarverk sitt, en að því loknu, kannski 1995, setti hann Borgina undir stjórn ein- hvers annars og sneri sér að ein- hverri annarri hugsjón. Það kæmi engum á óvart. Friðrik Þór G uðmundsson dsamt Guðrúnu Kristjánsdóttur

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.