Pressan - 25.02.1993, Síða 13

Pressan - 25.02.1993, Síða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRIÍAR 1993 13 HVERS VEGNA Mega útlendingar ekki eiga í íslenskum sjávarútvegi? ÞRÖSTUR ÓLAFSSON, AÐSTOÐARMAÐUR UTANRlKISRÁÐHERRA, SVARAR: Um áratuga skeið hefur verið um það góð samstaða meðal Is- lendinga að við ættum að sitja ein- ir að auðlindum okkar. Þessi af- staða var hluti af þeirri stefnumót- un sem sjálfstæðisbarátta okkar markaði í atvinnumálum. Póli- tísku sjálfstæði þyrfti að fylgja efnahagslegt sjálfstæði, og á með- an við værum að byggja upp eigin atvinnuvegi og móta samskipta- reglur við umheiminn, þá var inn- lent eignarhald í atvinnulífinu grundvallaratriði. Þá má ekki gleyma því að heimsviðskiptin áttu sér á þessum tíma stað milli sjálfstæðra þjóð- landa á grundvelli tvíhliða samn- inga þar sem fjármagnshreyfingar voru með öllu undanþegnar. Spurningin um erlenda eignarað- ild var einfaldlega ekki á dagskrá. Mikið hefur breyst á sviði al- þjóðaviðskipta frá tímum þessara mótunarára. í kjölfar víðtækara frelsis í vöruviðskiptum hafa fleiri svið verið að bætast við. Nú eru ffjáls viðskipti bæði með fjármagn og þjónustu komin í sama flokk og venjulegar iðnaðarvörur og það styttist í að landbúnaðarvörur verði einnig viðfangsefni frjálsari viðskiptahátta. Þá hefur það orðið í mun ríkara mæli eðlilegur hluti af efnahags- stefhu einstakra ríkja að fá erlent fjármagn til þátttöku í innlendu atvinnulífi. Við íslendingar höfum talið okkur hafa sérstöðu hér sem og á fleiri sviðum. Vegna smæðar oWc- ar verði fyrirvarar okkar á þessum sviðum að vera með öðrum og ákveðnari hætti en annarra. Þetta er sjónarmið sem allvíðtæk sam- staða er um meðal þjóðarinnar. Við megum þó ekki vera svo óttaslegin og varkár að við sköð- um eigin atvinnulíf. Við höfum samþykkt lög sem opna mjög fyrir fjármagnsflutninga milli Islands og annarra landa. Samningurinn um EES kemur á frelsi á þessum sviðum þótt þar sé sjávarútvegur undanskilinn. Fjármögnun fyrirtækja hefur breyst. Nú er aðaláhersla lögð á eigin fjármögnun í gegnum hluta- fé, en áður fyrr var aðaláherslan lögð á lánsfjármagn sem var að meirihluta erlent. Þá lánuðu út- lendingar okkur fé sem var án áhættu af þeirra hálfu en hafði ágætis ávöxtun. Nú bæði vilja menn og þurfa áhættufjármögnun því menn geta ekki tryggt ávöxtun án áhættu. Ef íslenskur hlutabréfasjóður hefur fengið erlenda aðila með áhættufjármagn til að taka þátt í starfsemi sjóðsins, þá er þessum íslenska sjóði, jafnvel þótt hann sé að 90% í eigu íslenskra aðila, óheimilt að gerast eignaraðili í ís- lensku sjávarútvegsfyrirtæki. Hér erum við farin að skaða okkur sjálf. Við erum að takmarka aðgang íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja að íslensku fjármagni. Menn sjá í hendi sér að það er ekki aðferð til að styrkja íslenskan sjávarútveg. Þess vegna er ég hlynntur því að rýmkað verði um gildandi regl- ur þannig að íslenskum fyrirtækj- um, sem e.t.v. hafa erlenda eign- araðild að hluta, verði heimilað að leggja fram áhættufjármuni í ís- lenskan sjávarútveg. „Efíslenskur hlutabréfasjóður hefur fengið erlenda aðila með áhœttufjár- magn til að taka þátt í starfsemi sjóðs- ins, þá erþessum íslenska sjóði, jafnvel þótt hann sé að 90% í eigu íslenskra aðila, óheimilt að gerast eignaraðili í íslensku sjáv- arútvegsfyrirtœki. Hér er- um viðfarin að skaða okkur sjálf(C STJÓRNMÁL HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Steingrímur og fréttamennirnir Hafa má litla ffétt, sem birtist í nokkrum fjölmiðlum á dögunum, til marks um gagnrýnisleysi þeirra á stjórnarandstöðuna. Steingrím- ur Hermannsson lét hafa það eff ir sér í Bylgjunni og víðar, að erlend- ar skuldir hefðu aukist hraðar í tíð núverandi stjórnar en á meðan hann var sjálfur forsætisráðherra. í beinu framhaldi af því birtist stór ffétt í DV um það 18. febrúar, að erlendar skuldir væru að aukast. Sýnt var línurit með myndum af íslenskum forsætisráðherrum og fjármálaráðherrum þar sem línan tók stefnu upp á við yfir ásjónum Davíðs Oddssonar og Friðriks Sophussonar. Stephan G. Stephansson orti, að hálfsannleikur væri oftast óhrekjandi lygi. Tölur Steingríms, Bylgjunnar og DV voru einmitt villandi. Erlendar skuldir höfðu vissulega aukist hratt sem hlutfall af landsframleiðslu. En megin- ástæðan til aukningarinnar var sú, að landsframleiðslan hafði snar- minnkað, — ekki hin, að erlendar skuldir hefðu skyndilega tekið upp á því að stóraukast. Menn þurfa ekki langt nám í bamaskóla til þess að vita það, að hlutfallstala getur hækkað, ef nefnari hennar minnkar, þótt teljarinn aukist lítið sem ekkert. Hér var nefnarinn landsframleiðslan, en teljarinn er- lendar skuldir. Þegar ræða skal um erlendar skuldir er landsframleiðsla ekki besta viðmiðunin, ef hún tekur eins miklum breytingum og hin síðustu ár. Við slík skilyrði kann eðlilegri viðmiðun að vera skuldir næstu ára á undan. Þá eru skuldir eins árs bornar saman við skuldir einhvers tímabils á undan, ekki við landsffamleiðslu. (Allar verða tölurnar auðvitað að vera á sam- ræmdu verðlagi, svo að gengis- breytingar raski ekki samanburð- inum.) f frétt DV var að vísu getið um breytingar á erlendum skuld- um á milli ára, en línuritið var „Fyrstu tvö ár ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar jukust erlendar skuldir miklu hrað- ar enfyrstu tvö ár ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar. “ ekki dregið effir þeim. Þegar tölur blaðsins eru skoð- aðar nánar, en litið framhjá lands- framleiðslunni, kemur í ljós, að fyrstu tvö ár ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar jukust er- lendar skuldir miklu hraðar en fyrstu tvö ár ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Árin 1988-1989 juk- ust erlendar skuldir úr 192,2 millj- örðum kr. í 208,8 milljarða kr., um 8,6%. Árin 1991-1992 jukust erlendar skuldir hins vegar úr 208,8 milljörðum kr. í 220,9 millj- arða kr., um 5,8%. Tölur DV (sem eru raunar aðr- ar en ég hef undir höndum, þótt það breyti ekki niðurstöðum stór- kostlega) sýna, að núverandi rík- isstjórn hefur snarhægt á skulda- söfnun íslendinga erlendis, þótt henni hafi ekki tekist að stöðva hana með öllu, enda óhægt um vik í miðri kreppu. Því er við að bæta, að fréttamenn Bylgjunnar og blaðamenn DV mættu spyrja Steingrím Hermannsson þeirrar spurningar, hvernig hann geti í senn mælt með því að taka ffekari lán erlendis og ráðist á ríkisstjórn- ina fyrir að auka erlendar skuldir of hratt. Getur skýringin á full- komnu gagnrýnisleysi þessara fjölmiðla verið sú, að þeir séu í stjórnarandstöðu með Steingrími Hermannssyni? Hötundur er dósent við Hl. STJÓRNMÁL Úr tengslum við veruleikann Forystumenn kennara og BSRB leita nú til umbjóðenda sinna eftir heimild til að boða verkföll síðari hluta mars næstkomandi. Með verkfallsvopnið í höndum telja þeir mögulegt að þvinga fram launahækkun í deilum sínum við ríkisvaldið. Það er með hreinum ólíkindum að forystumenn verka- lýðssamtaka skuli vera eins gjör- samlega úr takt við raunveruleik- ann, sem við blasir í íslensku efna- hagslífi, og raun ber vitni. Hitt er svo annað, að sagan kennir verka- lýðsforystunni, ekki síst þeim sem eru í fararbroddi opinberra starfs- manna, að hægt er að ná nokkr- um árangri í baráttu við ríkis- stjórnir. Arangurínn hefur reynd- ar alltaf verið skammvinnur, enda samið um það sem ekki er til, en forystumennirnir geta þó hreykt sér af „vel“ unnu starfi þegar næst er kosið í trúnaðarstöður, og ríkis- stjórn er ánægð með að „friður“ skuli ríkja á vinnumarkaði. Á sama tíma og þúsundir fs- lendinga ganga um atvinnulausar þykir þeim sem leiða BSRB og kennara rétt að boða til verkfalla. Krafan er að fá stærri sneið af köku sem hefur orðið æ minni á undanförnum árum vegna óráð- síu og óstjómar í efhahagsmálum undanfarna áratugi. Þeir sem við mesta atvinnuöryggið búa telja best að sækja aukinn hlut úr minna búi þegar aðrir eru án at- vinnu. F\Tr eða síðar lendir reikn- ingurinn á borði skattgreiðenda, ef ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stendur ekki af sér fyrirhugað áhlaup opinberra starfsmanna. Það skal dregið í efa að forystu- menn umræddra samtaka fái um- boð til verkfalls, enda því ekki trú- að að óreyndu að umbjóðendur þeirra séu jafnmikið úr takt við raunveruleikann og þeir. (Sú spurning vaknar hvaða afleiðingar það hefur fyrir forystumenn BSRB og kennara, fái þeir ekki leyfi fé- lagsmanna sinna til að boða verk- fall. Og það hlýtur að vera um- hugsunarefni hve ólík vinnu- brögðin eru innan verkalýðshreyf- ingarinnar, annars vegar meðal BSRB og hins vegar annarra félaga í ASÍ.) En það er engu að síður mjög mikilvægt að ríkisstjórnin taki af öll tvímæli um að staðið verði gegn nauðasamningum lík- um þeim sem gerðir hafa verið alltof off. Hér skiptir engu hvort opinberir starfsmenn og þá sér- staklega kennarar eigi sldlið að fá hærri laun eða ekki. Það versta sem maður gerir með allt niður um sig í fjármálum - með gjald- fallna víxla og óreiðuskuldir út „Á sama tíma ogþúsundir íslendinga ganga um atvinnulausarþykirþeim sem leiða BSRB og kennara rétt að boða til verkfalla. Krafan er aðfá stœrri sneið af köku sem hefur orðið œ minni á undan- förnum árum vegna óráðsíu og óstjórnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi. Þeir sem við mesta atvinnuöryggið búa telja best að sœkja aukinn hlut úr minna búiþegar aðrir eru án atvinnu. “ um allan bæ — er að grípa til framlengingar og slá ný lán og halda óhófinu áffam. Eina leið okkar íslendinga út úr efnahagsvandanum er að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur, auka bjartsýni á framtíðina og draga úr eyðslunni, meðal annars með því að færa hluta vinnuafls- ins frá hinu opinbera til einkaað- ila. Launahækkanir (og skiptir engu hver á í hlut) stefha í þveröf- uga átt. Ríkisstjórnum hefur oft verið svo mjög í mun að koma á ein- hverjum samningum og skapa frið á vinnumarkaði að þær hafa tekið fullan þátt í gerð óraunhæffa kjarasamninga og raunar hvatt sérstaklega til þeirra. Með þessu hafa stjórnarherrar keypt sér dýr- an stundarfrið, en ýtt vandanum á undan sér yfir á næstu ríkisstjórn og svo koll af kolli. Margt bendir til að ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar ætli sér ekki að falla í freistni heldur standa fast gegn hvers konar þrýstingi. Það vekur góðar vonir um að raunverulegur árang- ur náist á síðari hluta kjörtíma- bilsins. Hötundur er tramkvæmdastjóri Atmenna bókafélagsins. f Á UPPLEIÐ Ólína Þor- varöardóttir. Það hefur ekkert heyrst af henni þessa vik- una. Og þeg- ar Ólína á í hlut eru eng- ar fréttir góðarfréttir. Davíð Sche- ving Thor- steinsson. Þjóðin elskar hann og fyrir- tækið hans samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Á einu ári hefur honum tekist að skjóta Hagkaup, Flugleið- um, Bónus og Eimskip aftur fyrir sig. Kristján Jóhannsson. Og þó. Hann er í raun ekki á uppleið. Hann erá toppnum. Og kemst því ekki hærra. Krist- ján ersem- sagt i kyrr- stöðu. 4 Á NIÐURLEID Matthías Mathiesen. Það passar einhvern veginn ekki fyrir þennan Kennedy Hafn- arfjarðar að standa í deilum við bæinn um einhverjar milljónir. Hann hefði átt að láta ein- hverju ættmenni sínu eftir að vera í forsvari fyrir Einar Þorgils- son og co. Heimir Steinsson. Ríkisút- varpið hans er í þrettánda sæti yfir óvinsælustu fyrir- tækin á lista Frjálsrar verslun- ar en kemst ekki á lista yfir þau vinsælu — öfugt við flest önnur óvinsæl fyrirtæki. Heimirget- ureftil vill huggað sig við að Stöð 2 kemst ekki ofaren í 33. sæti á vinsælda- listanum. Friðrik Sop- husson. Jó- hannes Nor- dal er búinn að svipta hann yfir- dráttarheim- ildinni.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.