Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 21

Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 21 E R L E N T Grátið í beinni útsendingu Bandaríkjamenn hafa löngum verið þekktir fyrir ómenningu í sjónvarpi og hefur lágkúrulegt af- þreyingarefnið sem þjóðin húkir yfir ffá morgni til kvölds þótt slá flestu öðru við. Evrópubúar hafa séð ástæðu til að taka bandarískt sjónvarp sér til fyrirmyndar og því hafa frjálsu sjónvarpsstöðvarnar verið að færa sig upp á skaftið í ómenningunni hin síðari ár. ítalir hafa til dæmis markað sér ákveðna sérstöðu með skemmti- þáttum sínum í djarfari kantin- um, þar sem kvenstjórnendur sýna sig klæðlitlir og þátttakendur kasta af sér dulunum í hita leiks- ins. ítölsku barnatímarnir eru sömuleiðis sér á báti, en þættirnir eru afspymu frjálslegir og afar ólíklegir til að ná vinsældum nema stjórnandinn sé kona, með ljóst (litað) hár, gerðarleg brjóst og íklædd efnislitium, örstuttum kjólgopa. BÁGBORIÐ SÁLARLI'F HAFT AÐFÉÞÚFU Nokkuð er síðan „Reality-TV“ hélt innreið sína í evrópskt sjón- varp, en sú nýjung hefur átt geysi- miklurn vinsældum að fagna beggja vegna Atlantsála. I' þáttum þessum eru það raunverulegir hörmulegir atburðir sem sýndir eru, oft í beinni útsendingu. Þannig fara sjónvarpsáhorfendur til dæmis með lögreglunni á vakt- ina og fylgjast með eltingaleikjum, handtökum, skothríðum og jafn- vel morðum. Þýskaland og Lúxemborg eru meðal þeirra landa Evrópu þar sem bæði „Reality-TV“ og djarfir þættir að ítölskum sið hafa notið mikilla vinsælda hjá notendum frjálsu sjónvarpsstöðvanna. Hjá því varð þó ekki komist að áhorf- endur yrðu um síðir leiðir á ber- um brjóstum og eltingaleikjum við glæpamenn og vildu eitthvað Lágkúrulegt afþreyingarefni í sjónvarpi á æ meiri vin- sældum að fagna í Evrópu og virðast engin takmörk vera fyrir ómenningunni. Nýjum þáttuin hefur nú verið hleypt af stokkunum þar sem fólk grætur út sorgir sínar, svarnir óvinir ná sáttum og afbrotamenn játa syndir sínar í beinni útsendingu. Kynferðlsafbrotamaður játar syndir slþar í beinni útsendingu. * Kona sættist við bróður sinn ( síma eftir fimmtán ára þögn. nýtt. Þarlendir sjónvarpsstjórar neyddust því til að leggja höfuðið í bleyti og upphugsa nýjar leiðir til að halda áhorfendum við efnið, eða öllu heldur skjáinn. Og nú er allra nýjasta lágkúruhugmyndin orðin að veruleika, þar sem bág- borið sálarlíf fólks er haft að fé- þúfu og það í beinni útsendingu. SÆTTUST EFTIR FIMMTÁN ÁRAÞÖGN Lúxemborgar-sjónvarpsstöðin RTL, sem sendir út víða um Evr- ópu, fór nýverið af stað með af- þreyingarþátt af sálræum toga og af vinsældunum að dæma virðist stöðin enn eina ferðina hafa hitt í mark með metnaðarlausu vali sínu á sjónvarpsefni. Þátturinn nefnist Fyrirgefðu mér og er byggður þannig upp að fólk sem lengi heíur átt í illdeilum nær sátt- um frammi fyrir alþjóð. Spennan er látin magnast á dramatískan hátt, hinn sáttfusi fenginn í sjón- varpssal, forsaga málsins rakin og loks hringt í óvininn, sem búinn hefur verið undir sýninguna. Sá mætir í sjónvarpssal, „öllum að óvörum“, og þátttakendur fyrir- gefa hvor öðrum, oftast með til- heyrandi táraflóði. f einum þættinum var kona á fimmtugsaldri mætt í sjónvarpssal þeirra erinda að ná sáttum við bróður sinn, en þau höfðu ekki talast við í fimmtán ár eftir riffildi. Konan hringdi í bróðurinn, sem var þurr á manninn og spurði hvað hún væri að vilja eftir öll þessi ár. í því brotnaði konan saman og þáttarstjómandin neyddist til að að taka við símtól- inu um stund, á meðan hún var að jafna sig. Samtalið hélt áfram og loks stundi konan upp ósk sinni; að bróðirinn kæmi og sækti hana svo þau gætu farið saman að gröf móður sinnar. í því birtist bróðirinu, sem hafði beðið með þráðlausan síma á bak við þilið, og þau systkinin féllust í faðma með tilheyrandi lófaklappi við- Gyðingar gagnrýna Spielberg Leikstjórinn Steven Spielberg vinnur um þessar mundir að gerð kvikmyndar um nasista og voðaverk þeirra isiðari heimsstyrjöldinni. Spielberg hafði ráðgert að upptökur færu að hluta til fram á sögu- slóðum, iAuschwitz íPól- landi, þar sem er að finna minjar um illræmdustu út- rýmingarbúðir Adolfs Hitler. Hafði leikstjórinn fengið eittþúsund statista til liðs við sig og áttu þeir að leika gyðinga á leið i fangabúðir. Varaforseti heimsþings gyðinga, Kalman Sultanik, sá sig þó tilneyddan að grípa í taumana og meina Spielberg upptökur íAu- schwitz, þar sem búðirnar lægju undir skemmdum og þyldu ekki með nokkru móti slíkan átroðning. ikjölfarið lét Ignatz Bubis, forseti aðalráðs gyðinga í Þýskalandi, í sér heyra. Hann lýsti opinberlega yfir þeirri skoðun sinni, að það væru hrein helgispjöll, að Spielberg skyldi hafa látið byggja eftirlikingu af fangabúðum nasista fyrir nokkrar senur myndar sinnar. Að ekki væri talað um þá fyrirætlun hans að taka hluta myndarinnar upp á sögu- slóðum; upphaflega í Auschwitz ognúef til vill i Krakau i Póllandi. staddra áhorfenda. VIÐURKENNDIKYNFERÐ- ISLEGA MISNOTKUN STÚLKUBARNS Annað feiknavinsælt afþreying- arefni af svipuðum toga er þáttur þýsku sjónvarpsstöðvarinnar SAT 1, Geföu þig fram. í þættinum kemur örvinglað fólk fram í beinni útsendingu og grátbiður fjölskyidumeðlimi og ástvini, sem af einhveijum ástæðum hafa látið sig hverfa sporlaust, að snúa aftur heim. Þáttur þessi er feikivinsæll og einkum foreldrar nota tækifær- ið og freista þess að endurheimta böm sín sem hlaupist hafa á brott. Eins og gefur að skilja er tilfinn- ingaflóðið í þættinum mikið og gráturinn sár og komast áhorf- endur í sjónvarpssal oft ekki hjá því að verða tárvotir um augun af meðaumkun, að ekki sé talað um alla þá er heima sitja. Einn vafasamasti nýi sálarlífs- þátturinn er að öllum líkindum þáttur þýsku stöðvarinnar SAT 1, Égjáta, en þar fá morðingjar og kynferðisafbrotamenn tækifæri til að grátbiðja um fýrirgefningu syndanna, allt í beinni útsend- ingu. Nýlegur gestur þáttarins var maður nokkur sem um árabil hef- ur misnotað stúlkubörn við gerð klámmynda. f útsendingunni sat maðurinn á bak við skilrúm sem huldi andlit hans. Stjórnandinn gekk hart að honum og spurði hann spjörunum úr: „Hvað gerð- irðu börnunum? Láttu ekki svona maður, hvað er það sem þú gerðir eiginlega við þau?“ Maðurinn neyddist til að skýra frá voðaverk- um sínum og rifja grátklökkur upp Ijóta fortíðina og stóðu áhorf- endur á öndinni á meðan. Gestir þáttarins Égjáta losna ekki við að svara óþægilegum spurningum, en þeim er gefrnn kostur á að biðja fórnarlömb sín og aðstand- endur þeirra fyrirgefhingar og það tækifæri hafa margir afbrotamenn gripið fegins hendi, enda þótt vafasamt sé að uppátækið beri til- ætlaðan árangur. UMDEILDAR SKOÐANIR Skoðanir á sálarlífsþáttunum nýju sem skotið hafa upp kollin- um að undanförnu eru afar um- deildar. Ekki skortir áhugann á meðal þeirra sem aðhyllast af- þreyingu og lágkúrulegt sjón- varpsefni. Þættimir hafa að með- taltali náð til rúmlega fimm millj- óna áhorfenda og hjá sjónvarps- stöðinni RTL sækja til dæmis dag hvem milli 300 og 400 manns um þátttöku í þættinum Fyrirgeföu mér. Og á meðan áhorfendur nenna í stórum stíl að velta sér upp úr vandmálum annarra og liggja yfir þáttunum eru sjón- varpsstjórar og auglýsendur hæst- ánægðir. Hinir, sem líta lágkúruna horn- auga og gera kröfur um metnað- arfyllra sjónvarpsefni, hafa þó ekki getað dulið óánægju sína. Mönnum þykja þættirnir lítils- verðir og ganga langt út fyrir öll velsæmismörk. Það geti vart talist eðlilegt lengur á hvaða stig sýni- hneigð almennings er komin. Umsjónarmenn þáttanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að notfæra sér bágborið sálarástand fólks og hafa ekkert nema gróða- vonina í huga, enda þótt þeir þyk- ist vera að hjálpa fólkinu út úr ógöngum sínum. Stjórnendurnir hafa svarað gagnrýninni á þann veg að þættirnir séu fjarri því að vera yfirborðskenndir. Þeir starfi sjálfir af sannfæringu og hafi djúpa samúð með þátttakendum, sem séu í mikilli sálarangist og séu þeim „eilíflega þakklátir fyrir hjálpina11. Bergljót Friöriksdóttir Kynlífsbylting á Indlandi Indverska fegurðardísin Mehr Jesia, ein af eftirsóttustu fýrirsæt- um í heimi, er í hópi þeirra sem nú beita sér af öllu afli fýrir frjáls- um ástum á Indlandi. Hafin er mikil herferð um allt landið fýrir frjálslyndi í ástamálum, en hingað til hefiir allt er lýtur að nekt, kyn- þokka og kynlífi skilyrðislaust flokkast undir tabú. Viðhorf hinna frjálslyndu er svo ólíkt því sem tíðkast hefur á Indlandi að ekki er annað hægt en tala um kynlífsbyltingu. AUt á að verða kynþokkafýllra en áður, meira að segja hinn hefðbundni klæðnaður indverskra kvenna, „sari“, sem færður hefur verið í nútímalegra horf af ffamsæknum fatahönnuð- um. Fyrirsætan Jesia er fremst í flokki „byltingarsinnna" og hafa myndir af henni, djarfar á ind- verska vísu, birst á forsíðu allra helstu tímarita og á veggspjöldum sem hengd hafa verið upp í borg- um og bæjum um alit land. Eitt gat fýrirsætan þó ekki, enda þótt himinháar upphæðir væru í boði, en það var að auglýsa smokkinn. Sjálf hafði hún ekkert á móti því. Hins vegar voru það hreintrúaðir foreldrar hennar, sem töldu að þar með gengi hún einum of langt. Frjálslyndur bingmaflur ítalska klámdrottningin og fyrrum þingkonan Cicciolina vakti bæði undrun og hneykslan um allan heim þegar hún tók upp á því að bera á sér brjóstin, jafnt innan þingsala sem utan. Vittorio Sgarbi, þingmaður Frjálslynda flokksins ítalska, hefur nú fetað í fótspor klámdrottningarinnar og opinberað nekt sína, með öðrum hætti þó. Hugmynd þingmanns- ins er ekki úr lausu lofti gripin. Ný auglýsingaherferð Benetton-stór- veldisins, þar sem sjálfur eigand- inn, Luciano Bentton, birtist sjón- um almennings nakinn, hefur vakið gífurlega athygli um allan heim, þó einkum á Italíu þar sem vart hefur verið um annað talað. í síðustu viku birtist svo öllum að óvörum samskonar nektarmynd afþingmanninn Sgarbi á forsíðu ítalska tímaritsins L’Espresso. Rétt eins og Benetton hylur Sgarbi kynfæri sín með höndunum á for- síðumyndinni, en undir henni stendur: „Ég er líka nakinn".

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.