Pressan - 25.02.1993, Síða 7

Pressan - 25.02.1993, Síða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 D Ó M S M A L • 7 I gær var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Grétari Ingvasyni, yfirlyíjafræðingi Landakotsspítala. Var Jón Grétar dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsisvist fyrir brot á lögum um lyfjadreifingu, fjárdrátt, fjársvik og skjalafals. Vegna þess hve mikil dráttur hafði orðið á málinu var framkvæmd tólf mánaða af refs- ingunni frestað og felld niður eftir tvö ár ef Jón Grétar heldur al- mennt skilorð. Þá var ákærði dæmdur til að greiða í sekt til rík- issjóðs 3,3 milljónir króna og um leið er Jón Grétar sviptur starfs- leyfi lyfjaffæðings í tvö ár. Einnig er honum gert að greiða 400.000 krónur í þóknun til sækjanda málsins, Jónatans Sveinssonar, og 300.000 krónur í málsvarnarlaun til verjanda síns, Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns. Vegna dráttar málsins var ákærði ekki dæmdur til að greiða málsóknar- laun í ríkissjóð. Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirsson héraðsdómari ásamt meðdómendunum Þor- valdi Árnasyni yfirlyfjafræðingi og Þorvaldi Þorvaldssyni, löggilt- um endurskoðanda. Brotin eru framin á árunum 1986 til 1990, en þá var Jón Grétar yfirlyfjafiræðingur St. Jósefsspítala, Landakotsspítala og í hiutastarfi hjá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. FJÁRDRÁTTURINN byggð- IST Á SAMKOMULAGIVIÐ APÓTEKIN Málið komst upp þegar stjórn- endur St. Jósefsspítala báðu ríkis- endurskoðun um rannsókn vegna gruns um að ekki væri allt með felldu í lyfjabúrinu. Þá virðist hafa rifjast upp fyrir mönnum að árið 1988 gerði ríkisendurskoðun at- hugasemdir við rekstur Jóns Grét- ars á lyfjabúri Landakotsspítala. Rannsóknin leiddi til ákæru 18. október 1991. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að Jón Grétar gerði sam- komulag við stjórnendur Ing- ólfsapóteks og Vesturbæjarapó- teks um að sam- hliða afgreiðslu apótekanna á lyfj- um, sem ákærði skilaði í lyfjabúr spítalans, yrði sér greiddur í pen- ingum 12 til 17 prósenta afsláttur af útsöluverði lyfjanna. Þetta var honum unnt vegna þess að hann hóf við- skipti með lyf, án tilskilinna leyfa til lyfsölu, og lét þau sjúklingum í té til að innheimta Jilut sjúklings í hverju lyfi. Síðan skilaði hann lyfseðlun- um inn í apótekin og fékk greiðslur sem námu inn- kaupaverði lyfj- anna, að frá- d r e g n u m greiðsluhlut sjúk- lings í hverju lyfi. Allar peninga- greiðslur, sem leiddu af hinni óheimilu lyfja- sölu, dró Jón Grétar sér og fé- nýtti í eigin þágu. Upphæðirnar sem hér um ræðir eru 6.704.258 krónur hjá Vest- urbæjarapóteki og 7.229.270 krónur hjá Ing- ólfsapóteld. Jón Grétar útbjó að jafriaði sér- staka reikninga á apótekin fyrir afsláttargreiðslum, sem apótekin sáu um að reikna út og fúligera. í nokkrum tilvikum kom hann með reilcninga óviðkomandi þess- um viðskiptum en stílaða á apó- tekin, svo sem reikninga fyrir tölvubúnaði og viðgerðarreikn- inga. Greiddu apótekin þessa reikninga fyrir ákærða. VIÐSKIPTIN VIÐ APÓTEK- IN í ANDSTÖÐU VIÐ LÖG UM LYFJADREIFINGU OG BÓTAKRÖFU LANDAKOTS- SPÍTALA ÞVÍ HAFNAÐ Landakotsspítali gerði háa bótalcröfú í málinu sem var alger- lega vísað frá — meðal annars vegna þess að hún var vanreifuð og ekki nægilega sundurliðuð. Bótakrafan byggðist á því að spít- alanum hefði borið sá afsláttur sem Jón Grétar fékk hjá apótek- unum. Aðalástæðan fyrir höfnuninni var hins vegar sú að öll viðskjptin hefðu verið ólögleg. Segir í dómn- um: „Þá er ennfremur á það að Werner I. Rasmusson apótekari: Viðskipti Jóns Grétars og Vesturbæjar- apóteks og Ingólfsapó- teks voru andstæð lög- um um lyfja- dreifingu. Jón Grétar hylur höfuð sitt í dómssalnum, en hann situr hér við hlið verjanda síns, Gests Jónssonar hæstaréttariögmanns. líta að afsláttur sá sem ákærði áskildi sér í apótekunum byggðist á viðskiptum sem voru í sjálfu sér andstæð lögum um lyfjadreifmgu og hefðu verið spítalanum jafn- óheimil og þau voru ákærða.“ Bæði Kristján Pétur Guð- mundsson, lyfsali í Vesturbæjar- apóteki, og Wernerl. Rastnusson, lyfsali í Ingólfsapóteki, voru spurðir um eðli viðskiptanna fyrir dómnum. Kristján kvaðst hafa litið svo á að afslátturinn væri ætlaður spít- alanum en ekki einstökum starfs- mönnum. Aðspurður um ávísanir sem hann gaf út og stílaði á Jón Grétar sagði hann þær hafa verið „í þágu Landakots en að beiðni ákærða“. Werner sagði fyrir réttinum að hann hefði ekld séð neitt óeðlilegt við viðskiptin við ákærða. Hefði hann álitið að hann ætti viðskipti við yfirlyfjafræðing Landakots- spítala en ekki við ákærða per- sónulega. Hann hefði litið svo á að kostnaðarreikningar sem apótek- ið tók að sér að greiða í stað af- sláttar væru vegna búnaðar handa spítalanum. Annars kvaðst Wern- er ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvort afslátturinn bæri ákærða eða spítaianum. í bók- haldi apóteksins hefði ekki verið um að ræða nein viðskipti við spítalann heldur hefðu þetta að forminu til verið viðskipti apó- teksins við sjúklingana og ákærði nánast verið eins og sendisveinn, þar sem Landakotsspítali seldi sjúklingunum ekki lyfin. VIÐSKIPTIN VIÐ MEDICO Viðskipti Jóns Grétars við lyfja- fyrirtækið Medico hf. fá mikla umfjöllun í dómnum, enda kemur fram að fyrir tilstilli þeirra við- skipta tókst Jóni Grétari að stunda ólöglega lyfjaframleiðslu og -sölu. Samstarf Jóns Grétars og Medico hófst í desember 1988. Laut það í upphafi að því að fyrirtækið tók að sér að selja fyrir ákærða dreypi- lyf. Síðan jókst samstarfið og Medico tók að sér að selja lyf fyrir ákærða. Þessi lyfjaframleiðsla Jóns Grét- ars byggðist á endurvinnslu lyfja sem lyfjabúr Landakots fékk. Síð- an þegar lyfin voru til voru þau seld í nafni tvítugrar dóttur Jóns. Fyrir liggur að Jón Grétar gerði Medico reikninga í nafni dóttur sinnar. Þess má geta að Medico hf. endurgreiddi spítalanum að fullu reikninga upp á um 635 þúsund krónur eftir að málið komst upp. DÆMDUR FYRIR AÐ TAKA VIÐ GJÖFUM SEM HANN ÞVINGAÐIFRAM Þá var Jón Grétar dæmdur fyrir brot á 128. grein almennra hegn- ingarlaga en þar segir: „Ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöf- um eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum, eða sekt- um, ef málsbætur eru.“ Atvikið sem þarna er dæmt fyr- ir lýtur að 100 þúsund króna styrk sem hann nánast þvingaði fram hjá Lyfjum hf. Kom fram í máli forráðamanns fyrirtækisins að Jón Grétar hefði farið fram á þennan styrk vegna námsferðar og kallaði hann sjálfúr „persónulegan náms- ferðarstyrk". Töldu þeir sig ekki geta annað en veitt honum styrk- inn af ótta við að hann beindi við- skiptum spítalans til samkeppnis- fyrirtækisins, sem Jón Grétar hafði gefið í skyn að væri tilbúið að kosta slíka „námsferð“. Þess má geta að fjölmörgum liðum ákærunnar var hafnað vegna þess að ekki þótti sannað að um refsiverð athæfi væri að ræða. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.