Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 25.02.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Voðaverk í Liverpool og á Akureyri f PRESSUNNI er í dag tjallað um voðaverk barna. Tilefni þeirr- ar umfjöllunar er hið hryllilega morð tveggja tíu ára drengja í Li- verpool á tveggja ára barni. Það voðaverk hefur komið róti á hugi fólks. Það spyr sig hvernig það geti gerst að börn fremji slíka glæpi. Það spyr sig hvort rekja megi orsakir þessa grimmdarverks piltanna til bágra aðstæðna þeirra. Og það spyr sig hvort sam- bærileg mál geti komið upp hérlendis. Nokkur umræða hefur verið í ijölmiðlum í kjölfar fféttanna ffá Liverpool. Islenskir sérffæðingar hafa meðal annars bent á að hér á landi sé nánast engin aðstaða til að vista unglinga sem ffamið hafa alvarlega glæpi og grunur leikur á að séu hættulegir. í PRESSUNNI í dag eru rifjaðir upp hryllilegir atburðir sem urðu á Akureyri fyrir fáeinum árum. Þá kom í ljós að ungur piltur hafði orðið valdur að drukknun bams í Glerá. Við nánari rann- sókn vaknaði grunur um að þessi sami piltur hefði árið áður hrint öðm barni í Glerána með þeim afleiðingum að það drukkn- aði. Þessi sami piltur á að baki langa sögu ofbeldis gagnvart börn- um. Piltur þessi er nú vistaður á sveitabæ norður í landi ásamt öðrum dreng á svipuðu reki og með líkan bakgrunn, þótt hann sé ekki jafh ótrúlega hryllilegur. í ljósi hinna hræðilegu atburða á Akureyri annars vegar og hins vegar viðbragða hér heima við fréttunum ffá Liverpool er eðlilegt að staldra aðeins við. Hvernig stendur á því að íslenskir sérfræð- ingar benda á nauðsyn þess að við látum ekki nægja að fyllast óhug vegna atburðarins í Liverpool heldur notum tækifærið og skoðum hvernig málefnum unglinga sem ffemja slík voðaverk er háttað hér heima? Hvar var sú nauðsyn þegar voðaverkin á Akur- eyri voru ffamin? Ef pilturinn sem þau ffamdi hefur mátt þola aðbúnað og aðstæður, sem ekki hæfa fyllilega bömum með hans vandamál, er einkennilegt að hann skuli þurfa að bíða úrlausnar þar til voðaverk barna í Liverpool verða að heimsffétt. Það er ein- faldlega sorglegt. Og þetta er ekki eina dæmi þess að Islendingar vakni upp við vondan draum og átti sig á því að þeir búa við ófullnægjandi laga- ákvæði og vond úrræði í málum sem þessum. Það virðist loða við þjóðina að hafna því fyrirfram að eitthvað misjafnt geti átt sér stað meðal hennar. Það sanna mörg mál sem PRESSSAN hefur bent á að undanförnu. Við lokum augunum fyrir ofbeldi gagn- vart börnum, við afneitum voðaverkum unglinga og bama og við viðurkennum ofsóknir, ofbeldi og misþyrmingar innan heimil- anna svo takmarkað að fórnarlömbum þeirra er gert nánast ómögulegt að losna undan þeim. Annað af svipuðum toga, sem hefur verið að renna upp fyrir þjóðinni á undanförnum misserum, er að hérlendis eru mann- réttindi ekki höfð í ýkja miklum heiðri. Þrásinnis hefur Mann- réttindadómstóll Evrópu sent hingað upp tilskipanir um að lag- færa lagaákvæði þannig að grundvallarréttindi fólks séu virt. Á sama hátt sanna fféttirnar frá Liverpool og hin sorglega saga ffá Akureyri að við áttum okkur ekki á brotalömum í eigin sam- félagi nema við séum neydd til að horfast í augu við þær vegna áminningar að utan. Þótt við séum ánægð með fámennið og vilj- um njóta kosta þess eigum við ekki að beygja okkur undir gall- ana. Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89,skrifstofa6431 90,auglýsingar64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISAÆURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur I lausasölu BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, RagnhildurVigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Hin þráláta geðlœgð „ Verðbólgan er nœstum horfin. Stöðugleikinn í efna- hagslífi erslíkur aðflestum þykir nóg um. Þenslan eng- in. Allt er breytt — nema sjálft sístemið: hávextirnir, lánskjaravísitalan, fáokun bankanna — oggamla góða geðlœgðin. “ Það var vel ti! fundið hjá Bene- dikt Davíðssyni að bjóðast til að ráða sálffæðing til að leysa vaxta- vandann. Hérlendis virðist hinum þrengstu hagsmunum í vaxtamál- um svo sannarlega hafa fylgt brenglað sálarlíf, sem sálgreinend- ur mundu væntanlega helst skil- greina sem svonefnda geðhvarfa- sýki. En sá illvígi sjúkdómur lýsir sér einmitt þannig að annað kast- ið er sjúklingurinn glaður og reifur úr öllu hófi, fullur taum- lausrar bjartsýni og óstöðvandi at- hafnaþrár, vill blanda geði við einn og sérhvern og er óspar á glannalegar yfirlýsingar um eigin hag og annarra. Þetta skeið stend- ur oftast stutt, og þegar skamm- vinnur lífsofsi hins geðhorfna hef- ur íjarað út hefst að nýju lang- vinnt þunglyndistímabil eða geð- lægðar, þar sem ríkjum ráða nag- andi efasemdir um sjálfan sig, ótti við að skera sig úr, afneitun alls samneytis, áköf öryggisleit. Að lokum getur komið að því að sjúklingurinn verður hættulegur sér og umhverfi sínu vegna ein- angurs síns og sjálfhaturs. Einmitt svona hefur vaxtasagan gengið undanfarin ár. Einstakar geðsveiflur upphrópana og lof- orða frá valdsmönnum hafa með nokkru millibili rofið langdregið skeið þunglyndis og minnimáttar- kenndar þarsem ráðamenn af ýmsu tagi hafa fundið það út liggj- andi í fósturstellingum að hægast sé að reyna að slá á áhyggjurnar með því að binda hugann við yfir- standandi vaxtatímabil, og halda sér sem fastast í gömlu frjáls- hyggjukenningarnar ffá stúdents- árunum. Og undirstöður efna- hagslífsins — og vaxtanna — myljast smátt og smátt í duftið. Þessari hvarfasýki hefur reynd- ar sumstaðar fylgt svolítill snertur af annarskonar sálsýki, nefnilega geðklofa, sem best kemur fram í því að Benedikt Davíðsson, ný- orðinn forseti ASf, er enn ekki hættur störfum sem formaður stjórnar Sambands almennra líf- eyrissjóða, sem í vaxtaumræðu síðustu ára hefur ævinlega sest allra yst á vegasaltið þunglyndis- og hávaxtamegin. En nú er Benedikt sem betur fer vaknaður, og kannski von til að aðrir þátttakendur hristi sig uppúr geðhvörfunum og fari að virða fyrir sér veruleikann. Partur af þeim veruleika er sá að Islendingar glíma nú öðru fremur við tvennskonar stórfelld- an vanda. Annarsvegar er ofboðs- leg skuldsetning í fyrirtækjunum. Hinsvegar er ofboðsleg skuldsetn- ing á heimilunum. Astæðurnar eru auðvitað ýmislegar, og bæði heimilum og fyrirtækjum að kenna, stjórnvöldum og almenn- ingi, okkur öllum: eyðsla, heimska, stjórnleysi. En vandinn er samur. Og eitt af því fáa sem getur gerst hér hjá okkur á íslandi til að leysa hluta af vandanum er það að vextirnir lækki af innlendu skuldunum, þannig að almenn- ingur og fyrirtæki geti farið að borga niður sjálfar skuldirnar og laga hjá sér stöðuna. Og nýlega var sú fræðilega nið- urstaða kynnt að það þyrfti að draga hérumbil 2,5% af íslenskum vöxtum til að þeir væru sambæri- legir við helstu grannlönd, lækka raunvexti af ríkisskuldabréfum um þriðjung, úr 7,4 niðrí 5 pró- sent, segir Þorsteinn Ólafsson í Fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans. En meðan geðhvarfasýkin hel- tekur valdsmenn gerist ekki neitt. Nú heftir til dæmis sami ráðherr- ann setið við þennan keip gegn- um þrjár ríkisstjórnir, alltfrá 1987, og fengið samfellt sex ára tækifæri til að koma í gagnið margyfirlýst- um kenningum sínum um æski- legar aðstæður við vaxtalækkun. Afrekasagan í því máli er svona: Hagvísar Þjóðhagsstofnunar segja að meðalvextir af vísitölu- lánum í bönkum hafi verið árin 1984-6 frá 5 uppí 5,5%. Strax árið 1987 eru þeir 7,7 prósent. Næsta ár 9,2 prósent. Þarnæsta ár 7,8%. Svo 8 prósent. f hittifyrra 9 pró- sent. I fyrra 9,3 prósent. Núna í febrúar 9,5 prósent, en veruleg von sögð til þess að þeir sígi bráð- um niður um heilt hálftprósent og jafhvel meira. Einsog þessar tölur sýna kannski best hefur kenning bankamálaráðherrans og vopna- bræðra hans í vaxtamálum verið sú í sex löng ár að stjórnvöld megi alls ekki gera neitt. „Markaður- inn“ eigi að ráða. Jafnvel þótt stjórnvöld séu með einum og öðr- um hætti ráðandi á markaðnum. En öðru hvoru hefur einmitt runnið glaðværð á ráðherrann með loforðum um betri tíð og lækkandi vexti „á næstunni". Ástæðurnar sem um það bil fyrir sex árum voru taldar fram fyrir háum vöxtum á „markaðn- um“ voru einkum þrennskonar, og þó einum betur. Þá var veruleg verðbólga, og þessvegna eðlilegt að raunvextir væru í hærra lagi. Þá skorti mjög á stöðugleika í efha- hagslífinu, og þessvegna eðlilegt að fjáreigendur heimtuðu góðan ávöxt af sinni eign. Þá var þensla í samfélaginu, og þessvegna eðlilegt að stjórnvöld og bankar reyndu með hávöxtum að slá á eyðslu- semi og ævintýramennsku. Og svo var það náttúrlega ríkissjóður sem ruddist inná lánamarkaðinn og hélt vöxtunum uppi með fjár- hungri og heimtufrekju. Nú eftir sex ár hefur ástandið heldur en ekki breyst. Verðbólgan er næstum horfin. Stöðugleikinn í efnahagslífi er slíkur að flestum þykir nóg um. Þensla er núna orð sem menn smjatta á með fjarrænu bliki í auga. Og Þorsteinn Ölafsson hefur einsog litla barnið hjá H.C. Andersen bent á það að ef það er ríkissjóðshallinn sem heldur uppi hávöxtum á íslandi ættu vextir að vera tvöfaldir og þrefaldir í helstu Uðskiptalöndum okkar. Allt er breytt — nema sjálft sístemið: hávextirnir, Iánskjara- vístalan, fáokun bankanna — og gamla góða geðlægðin. Ef svo heldur ffarn sem horfir þá verður hér engin verðbólga, og ekki vott- ur af þenslu, og algjör stöðugleiki, — og engin atvinnustarfsemi og ekkert efhahagslíf. En alveg örugglega háir vextir og traust lánskjaravísitala, nokkrir virðulegir bankastjórar, og einn Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Höfundur er IslenskufræSingur FJÖLMIÐLAR Tvœr skemmtilegar fréttir „Efopinberir starfs- menn byggju við sama atvinnuöryggi og annaðfólk vceru ekki 100 þeirra at- vinnulausir heldur 625. Til að Eggert hefði réttfyrir sér þyrfti því að segja 525þeirra upp. “ Það voru tvær óvenju- skemmtilegar fréttir á sjónvarps- stöðvunum á þriðjudagskvöldið. Sú fyrri var á Stöð 2 og fjallaði um atvinnuleysi meðal opinberra starfsmanna og hin síðari var á Ríkissjónvarpinu og fjallaði um innbrot í heimahús. Hvorugt beint skemmtileg efni en frétta- mönnunum tókst samt að gera nokkra skemmtun úr með að- stoð viðmælenda sinna. Megininntak BSRB-fréttar Eggerts Skúlasonar á Stöð 2 var að atvinnuöryggi opinberra starfsmanna væri þjóðsögn. Þeir yrðu að þola atvinnuleysi eins og aðrar stéttir. Því til sönnunar dró hann ffarn tölur sem sýndu, ef ég man rétt, að af atvinnulausum í Reykjavík væru um 100 opinberir starfsmenn. Og ef ég má aftur vitna til minnis míns þá voru þetta um 4 prósent þeirra sem eru atvinnulausir. Nú er það í sjálfu sér sorglegt að þetta fólk skuli vera án vinnu. Það er hins vegar blekkjandi að setja þetta'svona fram. Opinberir starfsmenn í Reykjavfk eru miklu, miklu fleiri en 3 til 6 pró- sent vinnuatlsins. Líkast til eru þeir um 20 til 25 prósent vinn- andi fólks. Tölurnar sem Eggert setti fram sanna því ekki að opin- berir starfsmenn búi við jafnlítið atvinnuöryggi og aðrar stéttir heldur hið gagnstæða. Ef 25 pró- sent vinnuaflsins eiga 6 prósent af atvinnuleysingjunum þá eiga 75 prósent vinnuaflsins 94 pró- sent af atvinnuleysinu. Með öðr- um orðum; ef opinberir starfs- menn byggju við sama atvinnu- öryggi og annað fólk væru ekki 100 þeirra atvinnulausir heldur 625. Til að Eggert hefði rétt fyrir sér þyrfti því að segja 525 þeirra upp. Inntakið í frétt Ernu Indriða- dóttur var að innbrot á heimili hefðu aukist. Lögreglumaður sem hún ræddi við skýrði það með því að fyrirtæki væru betur varin en áður og því eftir minna að slægjast í þeim fyrir þjófa. Þess vegna sneru þeir sér að heimilun- um. Erna ræddi síðan við ntann sem lent hafði í þeirri ógæfu að brotist var inn á heimili hans. Mér létti nokkuð þegar hann upplýsti að frakkanum sínum hefði verið stolið og heimilisbók- haldinu og gat vart stillt mig um að glotta, enda er ég haldinn þeim leiða ósið að geta stundum brosað að óförum fólks (í þessu tilviki þjófsins sem sat uppi með heimilisbókhald). Síðar í fféttinni fór maðurinn síðan að lýsa áliti sínu á þessu óréttlæti og taldi það sérstaldega slæmt að fólk yrði fyr- ir innbrotum einmitt nú þegar stjórnvöld hafa skert kaupgetu heimilanna. Þeir Davíð, Jón og Sighvatur voru því orðnir hálf- gildings þjófsnautar. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.