Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 2
Sú gerbreyting, sem orðið hefur á utanrikisstefnu Islendinga siðan núverandi rikisstjórn tók við, getur varla farið fram hjá neinum, sem á annað borð fylgist svolitið með þeim málum. Undanfarinn áratug hafði rikt i megindráttum sú utan- rikisstefna að hafa náin samskipti og samstöðu við sterka bandamenn og kaupa sér í ýmsum greinum vild fyrir þá samstöðu, sem stundum leiddi til þess, að við snerumst beinlinis gegn þeim, sem við áttum málefnalega samleiö meö. Slikt gat að sjálfsögðu ekki talizt sjálfstæð utanrikisstefna. Nú hefur afstaðan um skeið verið öll önnur. Málefnaleg samstaða hverju sinni ræður þar i hverju til- viki. Við leggjum ekki lengur áherzlu á það að kaupa okkur vild með þjónustu, heldur á málefna- samstöðu.oghöfum meira að segja stundum um það frumkvæði. Gleggsta dæmiö um þetta er starf sendinefndar Islands á Allsherjar- þingi S.b. á s.l. ári. 1 ánægjulegu samtali á Timanum fyrir nokkrum dögum lýsti einn fulltrúi okkar, Hannes Pálsson, þessum vinnu- brögðum skýrt, og kom þar vel fram, hver breyting er þarna á orð- in. Það mikilvægasta viö breyting- una á utanrikisstefnunni er það, að við höfum ekki skipt um stóra bróð- ur, heldur tekiö upp sjálfstæði gagnvart öllum. Árangur þessa breytta viöhorfs og vinnubragða er þegar kominn vel i ljós, og hefur um leið aflað okkur virðingar, sem er mikils vis- ir. Þá hefur lika komið i ljós, hvar við eigum málefnalegri samstöðu að fagna. Það er ekki endilega hjá þeim voldugu þjóðum, sem næstar okkar eru, heldur hjá þeim, sem eru ungar að sjálfstæði og kljást við svipuð vandamál af þeim sökum. Við erum nú þeirri reynslu rikari, sem við gátum raunar sagt okkur sjálfir, vildum við trúa, aö það er ekki aö treysta á þær játningar, sem frændþjóðir hafa á vörum á ættarmótum, og þaö er ekki heldur einhlitt aö eiga sterka, samnings- bundna bandamenn, hvort sem þeir eru valdir i austri, vestri eða suðri. Þegar á reynir, fórna þeir engu af þvi sem þeir telja hags- muni sina eða valdastöðu. Það, sem gildir, er að vera sjálfstæður og láta málefnin ráða — að hætta að reyna að kaupa sér vild með þjónustu eða undirlægjuhætti við þann sterka og stóra, en leita sér samherja i málefnum. Afstaða Norðurlandaþjóða veld- ur okkur sérstökum vonbrigöum, ekki eingöngu af þvi, að þau vildu engu fórna fyrir málstað okkar, heldur fremur fyrir það ósamræmi, sem fram kemur i fyrri yfirlýsing- um þeirra og gerðum, þegar til at- kvæðis kom. Rikisstjórnir Norðurlanda höföu allar lýst yfir, að þær skildu sér- stöðu okkar og nauðsyn i land- helgismálinu og viöurkenndu jafn- framt rétt strandrikis, sem væri mjög háð landmiðum sinu, til þess að hafa forgang aö þeim. Finnar lýstu yfir fullri samstöðu og sam- þykki við útfærslu okkar. Stjórnir hinna Norðurlandanna sögðu að- eins að við færum ekki rétt að til þess að ná markinu, sem væri rétt- mætt. Við ættum að biða alþjóða- ráðstefnu og alþjóðlegrar stefnu- mörkunar. En þegar að þvi kom að ná áfanga á leið til þeirrar alþjóðlegu stefnumörkunar i anda þess rétt- lætis, sem stjórnir þessara landa höfðu haft i yfirlýsingum, brást þeim réttlætisþjónustan. Þær vildu ekki leggja lóö sitt á metaskál þess réttlætis, sem þær höföu haft á vör- um. Jafnvel Finnar höfðu ekki sið- ferðisafl til þess, hvort sem ok risa- nágrannans, var þeim of þungt þá eða ekki. I þessu eru vonbrigði okkar vegna afstöðu norrænu frændþjóð- anna fólgin, og við spyrjum sjálfa okkur, hvort það geti verið rétt, að við höfum ofmetið þetta bræðralag. Við hvorki eigum né getum ætlazt til þess, að Norðurlandaþjóðirnar víki af stefnu sinni eða frá hags- munum sinum okkur til framdrátt- ar, en við hljótum að gera þá kröfu til þeirra, að norræn samvinna sé eins haldgóð á borði sem i orði — að breytt sé i samræmi við yfirlýsing- ar. Það er lágmarkskrafa. Orð skulu standa i samstarfi þjóða. Það var gaman að heyra hinn látna málskörung, Helga Hjörvar, flytja i útvarpið gömul orð, sem enn eru ný. Hann sagði, að sala Dana á landhelgisréttindum ís- lendinga fyrir svinakjötsmarkað i Bretlandi 1903 væri eitthvert versta verk i samskiptum norrænna þjóða fyrr og siðar. Þetta voru sönn orð. En sú utanrikisstefna, sem byggir á þvi að kaupa sér stundarvild fyrir þjónustu og málefnalegan afslátt, er þessu skyld, jafnvel þótt verzlað sé meö eigin vöru. Við ættum nú að hafa lært það, að við björgum aldrei sjálfstæði okkar eða rétt- lætismálum út um slikar bakdyr kaupmennskunnar eða með þvilik- um svartamarkaðsviðskiptum, heldur með þvi einu að vera hreinir og beinir, óháðir og sjálfstæðir á borði, leitandi að raunverulegum málefnasamherjum, hvort sem þeir eru fjær eöa nær á jarðkringl- unni. Sagan frá allsherjarþinginu á að verða okkur mikilvæg dæmi- saga um langan aldur. —AK Að kaupa sér vild eða leita sér málefnasamherja 50 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.