Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 17
var séra Brandur á Hofi, einn raanna, sem lét sér fólkið á Bakka koma við Hann kom þar alloft. Hvað hann kenndi á Bakka vita menn ekki, en verið gæti að þar hefði minna fallið i grýtta jörð af orðum hans en á Hofi. Séra Brandur var búsæll maður og kenndi vel um kindur og hesta. Steinvör á Bakka hafði misst mann sinn, Rafn Jónsson.þegar elzta barnið af 6, Hallur, var 16 ára. Rafn og séra Brandur höfðu verið miklir vinir, og drengur á Bakka hét Brandur. Hann var yngsta barniðog 7 ára, þegar faðir hans dó. Steinvör hélt áfram búskap og Hallur gerðist grjótpáll fyrir búi hennar. Það dró úr þroska hans, og varð hann þó vel i vexti og allknár maður. Það stal æsku hans og hann varð einrænn i lund og mælti fátt, en starf beið hans á hverri stund. Það rækti hann án afláts. Steinvör dró ekki af sér og börnin fóru að þræla strax og þau höfðu orku til. Það var fljótt litið á Hall sem bóndann á Bakka, já, eins og litið var á bóndann á Bakka, og áfram hélt fólki að vera sama um fólk á Bakka, og vita litið um lifið á Bakka. Það sást þó að Hallur rak vænar kindur i kaupstað, og það sást að það var bjarglegt bú á Bakka fyrir litið lif. Hallur ól sér upp reiðhest. Það varð friður gripur, og hann hét Gautur. Hallur var ekki að sýna Gaut eða státa af Gaut. Hann reyndi ekki hesta eins og þeir gerðu, sem fóru til kirkju. Fólkið á Bakka gekk til kirkju. Það var eins og annað á Bakka. En það var einu sinni að Hallur kom úr kaupstað og reið á Gaut. Hann hafði farið að finna lækni fyrir móður sina. Hann lenti i floti með fjórum bændum. Þeir voru allir i hreppsnefnd og höfðu verið að skipa bændum að smala fénu af fjöllum ofan. Þetta voru menn sem vissu hvað þeir voru, enda vel hreykn- ir af hestum sinum. Jón á Mel spurði Hall. „Er þessi stóri hestur nokkuð annað en trunta?„Hann er eflaust bara trunta,” sagði Bárður á Mýri. Hann var vanur að éta allt eftir sem Jón á Mel sagði. Karl á Fossi og Sveinn á Grund hlógu snjallt. Hallur reiddist, en sagði ekki neitt, tók aðeins i tauma á Gaut. Nú var Steinsflöt fyrir framan. Þar urðu allir hestar að hlaupa. Það var eins og lögmál. Bændur hleyptu strax á Steinsflöt. Börkur á Mel var vanur að hafa það. Hallur taldi rétt að fylgja þeim eftir. En Steinsflöt var aðeins hálfnuð, þegar Gautur hafði fram úr þeim öllum og meira en það. Hallur skildi þá alla eftir, kvaddi þá ekki, og reið heim. Bændur sáu að hann fór mikinn. En svona var sagan ekki sögð. Bændur sögðu að þessi strákur á Bakka hefði þanið jálk sinn á undan þeim á Steinsflöt, allir nema Sunnudagsbiaö Tímans Einar fékk góða einkunn C.G.W. Lock, sem almennt var nefndur Brennisteins-Lock á Norðurlandi, sökum þess, að hann stundaði brennisteins-nám i Þing- cyjarsýslu, dvaldi eitt sinn vetrar- tima einn á Húsavik og Akureyri. En siðar meir ritaði hann bók um island, sem hann nefndi „The Iiome of the Eddas” (London 1879). Meðan hann dvaldi á Húsavik kenndi hann ensku nokkrum ung- lingum, sem þar áttu heima og i nágrcnni þorpsins. Getur hann þessa i bók sinni og hrósar nemendunum yfirleitt fyrir nám- fýsi og góða greind.og þegar hann hefir nefnt nöfn nokkurra þeirra segir hann: (á bls. 189 7 „Sá lærisveina minna, sem skaraði þó fram úr liinum öllum að skörpum skilningi og afburða námsgáfum, var fjórtán ára sveinn, Einar að nafni, sonur mins lærða, kæra og ofsótta vinar Bene- dikts, sýslumannsins i héraðinu, og er piltur þessi gædilur afburða- gáfum sins frábæra föður”. Karl á Fossi. Hann var sanngjarn maður og hafði orðið hrifinn af Gaut. „Það sem Gautur sýndi á Steinsflöt, er það mesta sem ég hef séð hest gera”, sagði hann. En nú fór orðspor af Gaut. Það var tvibent. Það var talað um jálk og átti að vera hin mesta smán, enda þótt sjálfur Óðinn héti jálkur. Nú var farið að fala Gaut af Halli. Hallur sagði nei, svo ekki meira. Þá kom Sveinn á Grund með brúna hryssu og bauð honum skipti. Sveinn hélt langa ræðu um þessa brúnu hryssu. Slikt hross að kynferð var ekki viða til. Siðan sagði Sveinn, eins og hann væri búinn að dæma sér úrslit þessa máls. „Ég vona að þessi brúna hryssa verði þér hentugt hross!'„Já, en Gautur er hvitur” sagði Hallur. Sveinn starði á Hall, en sá stóri kom upp i honum og hann sagði með þjósti. „Mér þykir það hart ef fátækt fólk þekkir ekki sóma sinn". „Já, en ég ætla að eiga Gaut”, sagði Hallur. Sveinn fór að svo búnu en Það orðspor varð af þessum fundi að það semdi enginn við þennan strák á Bakka. Fólkið væri einnrænt horn og heimskan tæki yfir allt, fara að tala um lit á hestum i kaupskap; Þetta varð vist orð að sönnu. En bændur héldu áfram að tala um hesta og þegar bændur tala um hesta, þá lyftast þeir i anda, eins og þeir séu i kirkju að tala við drottin, og mest lyftust þeir i anda, þegar þeir minntust á Gaut, og lá við að þeir segðu drottinn á Bakka. Siðan var það sem nýtt var þar i sveit. Brandur á Bakka var kominn i skóla. Séra Brandur hafði tekið eftir góðum gáfum hans og hvatt hann af stað. Nú hafði hann orðið hæstur á prófi. „Já, svo langtum hæstur,” sagði Nonni i Hvammi með öfund. Þvi hann vildi fara i skóla, en gat það ekki. Fólkið gat ekki að þvi gert, að það fór að hugsa um fólkið á Bakka, lengra náði það ekki, svo þagði það. Samt var eins og það væri farið að spretta eitthvað á Bakka, þar sem enginn hafði séð nema auðn. Hvað er að marka þetta, fólkið vill hafa auðn á Bakka, eins og áður. Þetta var það sem nóttin sagði Jónu þessa viku, sem var að liða. Jóna var búin að læra þetta og fór að skoða þetta. Hún haföi haldið eins og aðrir i dalnum, að það hefði verið auðn á Bakka og hún hafði svo sem litiö gætt að þvi, sem farið var að spretta á Bakka. Nú sá hún það betur. Það hafði gerzt saga á Bakka. Það eitt var vist, en það hafði ekki verið notað neitt skrautljós á þessa sögu, sem manna dæmin er. Jóna fann það, að það ætti að liggja vel fyrir henni að skilja þessa sögu, skilja að það gat sprottið úr auðn eins og túni ef til var sáð. Hún hafði einkum horft i fjarlægð sjaldan sér nær. Nú var þessi fjarlægð farin. Hvað var þá annað en horfa sér nær? Þó var eins og þessi fjarlægð væri ekki farin, aðeins komin nálægð að auki. Gat þetta ekki farið saman — hlautþaðekki að fara saman. Það lifir enginn á fjarlægð. Það lifir enginn fyrr en hann er kominn i nálægð við sjálfan sig , og Jóna var þaö fastgerð stúlka og greind, að fyrir þessu gat hún gert sér grein. Hún fann að hún varð aö halda áfram, ekkert annað var til.Hún fer ekki i ána, það er of kalt. Jóna sætt- ist við þessa nálægð er hefur nálgast hana óvænt, tekið hana á sitt vald —- og ræður. Hún fann, að hún gat ekki gleymt Árna. Hún hafði i raun og veru átt Árna um leið og hún átti hann ekki. Það var sú fjarlægð, sem ekki gat nálgazt. Þannig hafði það verið i tvö ár, og gat það ekki staðið áfram. Aldrei mundi hún eiga Arna annan veg. Það varð að hafa það. Samt var 65

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.