Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 13
Sovetrikjunum i austri til írlands i vestri. Þó verður að segjast, að i Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi eru engir þjóð- garðar i strangri merkingu þess orðs, heldur fremur verndarsvæði. Nefna má sem mikilvægustu friðunarsvæði i Evrópu óshólma Dónár i Rúmeniu, um 400 ferkilómetra að stærð, með sérstætt fugla- og jurtalif. Gran Paradiso i Italiu, þar sem siðustu steingeitur Evrópu lifðu af. I Bialowieza eru siðustu leifarevrópsksláglendisfrumskógar friðaðar, og þar er aðfinna siðustu sveit evrópskra visunda. í Las Marismas við ósa Guadalquivir-árinnar á Spáni var efnt til samþjóðlegs friðunarstarfs, sem Norðurlönd áttu hlut að. Þar er nú friðað 350 ferkilómetra svæði, þar sem varpstöðvar margra fuglategunda eru. Svipuð friðun á sér stað i Camargue við ósa Rhone-fljóts. Sviar urðu frumherjar þjóðgarðahreyfingarinnar i Evrópu. Þar voru f jallasvæðin Sarek og Stora Sjöfallet frið- uð þegar 1909. Þessi tvö svæði ásamt Padjelanta, sem var friðað 1962, eru nú samfellt friðunarsvæði um 5300 ferkiló- metrar að stærð. Þar hefur þó orðið mikil náttúruspilling á siðustu árum við gerð raforkuvirkjana. Ef til vill er okkur Islendingum hollast að lita til Noregs sem fyrirmyndar. Þar var friðunarstefnan býsna snemma á ferð. Arið 1904 kom fram tillaga um að gera Jötunheima- svæðið að þjóðgarði. Engin teljandi náttúrufriðun af opin- berri hálfu átti sér þó stað fyrr en hálfri öld siðar. Að visu voru sett náttúrufriðunarlög þegar 1910 að frumkvæði Norska landfræðifélagsins, en þau voru næsta ófullkomin. Ýmis smásvæði voru friðuð að kalla, en fyrsta stórátakið kom ekki fyrr en 1923, þegar Fokstu-mýrin var friðlýst. En litið fylgdi á eftir. Þótt landssambandið Náttúrufriðun og norska ferðafélagið reyndu aðfá yfirvöld til þess að friðlýsa Gjende og fjallasvæðið umhverfis, tókst það ekki vegna skorts á lagaheimildum. Tilmælin um þetta komu 1938, og fáum missirum siðar lagði styrjöldin allt i dróma I Noregi. Eftir striðið virtist almenningsálitið jákvæðara i þessum málum, en þó voru ný og timabærari náttúruverndunarlög ekki sett i Noregi fyrr en 1954, og þau lög voru siðan endur- skoðuð 1970. Með þeim lögum voru rýmkaðar heimildir til þessaðgera landsvæði að þjóðgörðum eða friðlýsa þau, svo og taka i taumana, ef framkvæmdir stofnuðu náttúruverð- mætum i hættu, og slfkar heimildir voru satt að segja á Sunnudagsblað Tímans Þetta er hákarlahjallur í Norðurfirði á Ströndum, merkilegt mannvirki, sem vel færi i væntaniegum þjóðgarði á þessu svæði. Slikum minjum liðinniar lifsbaráttu þarf að halda við svo sem kostur er og friðlysa þær. (Ljósm: P.J.) Þetta er Svartifoss í þjóögarðinum við Skaftafell, þar sem stuðlabergshveilfingin minnir á loftið i Þjóðleikhúsinu, eða það á fosshvolfið. —Friðlýsing á þessum slóðum 'og eftirlit kemur til á rcttum tima, áður en ferðamannaaldan skellur þar yfir með hringveginuin. (Ljósm-P.J.) 61

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.