Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 3
Réttlætismál Séra Gunnar Arnason: Árið 19B3 voru sett ný og ýtarleg lög um kirkjugarða. Voru þau á margan hátt til bóta. Samt orkar tvimælis, að lagt er skilyrðislaust bann á að heimila heimagrafreiti, og boðið að dufti skuli ætið að bál- för lokinni komið fyrir i grafreiti. I.ikur eru til að fyrr eða siðar komi á daginn. að réttmætt sé að veita uudanþágu á þessum fyrirmælum. Utanþjóðkirkjusöfnuðum er að sjálfsögðu heimilað að koma sér upp eigin grafreitum. Það fylgir trúfrelsinu. En i þessu samhandi er gloppa i lögin. Stafar hún efalaust af einberri óaðgæzlu. Eins og alkunnugt er, og i raun og veru 'er sjálfgefið, hafa hér á landi liingum verið og eru enn einstaklingar, sem ekki telja sig til neinna trúfélaga — hvort heldur kristinna né annarrar tegundar, svo sem Ásatrúarmanna. Sainkvæmt gildandi lögum virð- ist skvlt að jarða þessa menn i ein- hverjum grafreit löggiltra safnaða, þótt þeír hafi i lifinu talið sig and viga þeim öllum. Og hingað til hafa þcir flestir verið jarðaðir i kirkju- görðunum. En það liggur i augum uppi að ekki getur kirkjunni verið akkur i að sliku valdi sé beitt. Þaö er flest- um enn i fersku minni að jafnvel hér á landi var lengst af sú tið, að kirkjan bannaöi afbrotamönnum legstaö innan kirkjugarðs, jafnvel þótt þeir iðruðust. Og óskirð börn áttu rétt á harla litlum yfirsöng. Það verður að segja hverja sögu eins og gengur. Þessi viðhorf eru sem betur fer úr sögunni hér. En þau rikja enn sums staöar. Með tilliti til lögboðins trúfrelsis er liins vegar. ef að er gáð, álika fáránlegt að neyða menn beint eða óbeint til legs i vigðri mold, cða i grafreitum cinhvers löggilts trúfé- lags. Og engin ástæöa til þess, Það er afar auðvelt og kostnaðarlitið að hæta gloppuna i fyrrgreindum lög- um. Ekki þarf annaö en aö setja þar fáort ákvæði um að i tengslum við kirkjugaröa — og aðra grafreiti — skuli vera óvigður, afmarkaður reitur, innan eða utan aðal-girðing- arinnar, þar sem menn, sem ekki eru i neinum löghelgum söfnuöi. geti kosið sér leg. Séra Gunnar Árnason Þegar teknir eru upp nýir kirkju- garðar verður þetta sama og kostn- aöarlaust. V'iðast lika fyrirhafnar- litið, þótt um gamla grafreiti sé að ræða. En þetta er réttlætismál, sem enginn græðir á að biði lausnar. Sendibréf frá Kjarval Þegar dagblöðin fengu handrit frá meistara Kjarval á árunum, þóttu þau ekki lit- ill fengur á dagblöðunum, og eru sum geymd sem dýr- gripir, enda voru þau oft skreytt dráttmyndum lista- mannsins.— En sumir fengu lika skemmtileg sendibréf frá Kjarval. Hann átti það til að hafa bréfin sjálf ekki að- eins að hálfu rissteikningar um efni bréfsins eða aðrar hugdettur, heldur brá hann stundum á þann leik líka að skreyta umslögin að utan. Hér er til að mynda eitt slíkt umslag af bréfi til góðvinar hans. Kjarval hefur notað frímerkin sem ramma. Sunnudagsblaö Tímans 51

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.