Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 19
Árelíus Níelsson: Kirkju- þáttur Eitt handtak Sú breyting verður nú á, að kirkjuþáttur Timans flyzt í Sunnudagsbiaðið, og jafn- framt veröur hann með öðr- Timinn streymir fram. Margir eiga lifsstarf margra áratuga að baki. Um áramótin, syngjum við öll samtaka með bergmáli frá innstu hjartarótum: ,,bað flest allt er horfið i gleymskunnar sjá.” Flestir halda þá starf sitt ákaflega mikilsvert. Og satt er það, margir hafa miklu afrekað við ábyrgðarmikil störf. „En ég veit hvað fæsta grunar, sem fellur þyngst að hverfa, hve fljótt það er að gleymast, þeir hafa verið til.” segir Davið Stefánsson, og hann var vitur maður. begar komandi timar taka til að velja úr gersemar þær, sem við gjörðum og hvað það verður sem lengst lifir og eilifðargildi kemst næst, þá verður flestum að undrast. begar fjölskylda þin hefur gleymt öllum jólagjöfum þin- um, bæöi frá i fyrra og núna, gæti verið að þú fengir þakkir eða iaun fyrir svolitinn greiða sem þú lagðir i lófa blaðsölu- drengs eða telpu, sem var að selja merki. begar allar ræður þinar og blaðagreinar eru horfnar i djúp óminnis, gætri verið að örlitil hending. sem þú hvislaðir i eyra einstæðings beri þér blessun og gleði einhvern daginn, orðin að krafti og gæfuhnoða heillar fjöl- skyidu. Svona er lifið undarlegt og dularfullt og erfitt að átta sig á gildi þess og gersemum. En hvað og hvar er þá gullið helzt i gengnum sporum? bað glitarar helzt þar, sem þú gleymdir sjálfum þér i gæzlurikum hug. Og þótt undar- legt sé, þegar horft er til áhrifa tizku og áhugamála fjöldans, þá er það þar, sem þú sjálfrátt eða ósjálfrátt varst á valdi kenninga Krists. bá uppgötvar þú, að eitt bandtak hlýrrar samúðar gat orðið meira virði en árslaun þin öll, jafnvel þótt reiknað yrði út i peningum. Ein smágjöf helguð himins náð, getur vaxið og veitt kraft til ávöxtunar heils ævi- starfs og veitt óteljandi gjafir til blessunar þúsundum. „Eitt bros getur dimmu i dagsljóst breytt,” sagöi skáldið forðum. Fátt mun reynast sannara. Eitt bréf sem hjálpar eða huggar til heilla getur oröið meira 'virði en heill bunki af visindaskjölum sálfræðilegra rannsókna i háskólum heimsins. Eitt svipbrigði, sem sannar skilning þinn, samúð eða fórnarlund, getur haft meira að segja, frá djúpi þagnar, en heil hljómkviða flutt af snillingum. Ofurlitið tákn um ósvikið þakklæti á réttri stundu veitt, getur haft meira aö segja til gleði og gæfu en ljómandi vits- munir gáfaðs rithöfundar i heiili bók, sem ritskyrendur veita þá náð að hrósa. bessvegna skyldi hið smáa aldrei vanmetið. Gætum þess hverja sekúndu að við erum öll sáðmenn og þurfum að fylla út eyöublöð minútnanna með ástúð skapandi áreynslu eða starfsemi. Guð- og lifskrafturinn, sem skapar árin og aldirnar, gefur svo ávöxtinn. Um hann ráöum við engu öðru en óskinni, sem i gjöf starfsis felst. En eins og sólargeisli og daggardropi ráða mestu. um sprettu, ef jarövegur finnst fyrir fræ. Eins eru það elskukenndir, um hætti. Leitað hefur verið til nokkurra presta víðs veg- ar um land — verður leitað til fieiri á næstunni — um að skrifa kirkjuþætti i blaöið, svo sem fjóra hver, og fjalli einn um safnaðarstarf i prestakalli hans,en þrír veröi hugvekjur, ef höfundum þykir hæfa. Séra Arelius Nielsson, sem ritað hefur krikjuþátt i Tim- ann i 23 ár byrjar einnig hér i blaðinu nú. bættir hans hafa jafnan vakið athygli og verið timabær orö. Timinn og les- endur hans eiga honum mikiar þakkir að gjalda. —Ritstj. ástúð og kærleiki mannsvitund- ar, sem veita helzt von um vöxt og gróandi lif hverju brosi, handtaki, svipbrigði, tári og gjöf öðrum veitt i straumfalli timans. Kærleikurinn göfgar. An hans er afrekið einskisvirði. Við snertingu kærleikans verður hið minnsta happ að ævilangri blessun. An hans, verður heil prédikun eöa stórj bók full af orðum sannleikans einskisvirði. En á vængjum elskunnar getur eitt þögult augnatillit orðið sendiboði Guðs á villugjörnum vegi. „An kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver blómgrund föl. Og timinn likt og leikhústjöld og lifið eintóm kvöl,” segir sonur amtmannsins frá Stapa. Og það mun sannast sifellt, hvaða ártal sem verður yfirskrift kynslóöanna. Göfgi hinnar fórnandi elsku veitir umkomulausri mannveru virðuleika og kraft. Framhald á bls. 70 Sunnudagsblað Timans 67

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.