Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 22
Þegar Hofið brann Flutt af bls. 58 bjargaðist, enda náði eldurinn ekki i fjósið eða i útiskemmur á hlaðinu, þar sem hrútar voru leystir út til vonar og vara. Það eina lifandi, sem fórst i eldinum voru heimilishundarnir, þeir voru i frammihúsi, og köfnuðu þar. Skrifborðið og bókasafnið vandaða og fágæta varð allt eldinum að bráð, allt nema ein bók, Þorláksbiblia, sem kom ein óskemmd úr brunarústunum. Nú var klukkan orðin 5. Þá vaknaði kona ein austur undir „Fjöllum”, sem eru nokkrar bæjarleiðir frá Hofi. Henni varð litiö út um glugga, og þá blasti bálið við. 1 skyndi var sent á nærliggjandi býli, og skorin upp herör, ef einhverju yrði bjargað. Það tók nokkurn tima að vekja upp á næstu bæjum við Hof. Konur kveinuðu og veinuðu, af ótta við að fólkiö heföi brunnið inni, sem eðlilegt var. Ýmist gripu karlmenn hesta sina, eða fóru gangandi, og þegar þeir fyrstu komu i traðirnar, að rjúkandi rústunum, sást þar ekkert kvikt, þvi heimilisfólkið var allt úti i kirkju, sem áður segir. Þá gengu menn til kirkju, og fögnuðu þvi að sjá alla heila á húfi Prófastshjónin, ásamt börnum sinum tveim.fóru á næsta bæ, meðan verið var að innrétta samkomuhúsiö á Hofi til vetrardvalar. En húskarlarnir þrir ásamt tveim mönnum af næstu bæjum vöktu þann dag og næstu nótt yfir rústunum, ef eldurinn skyldi blossa upp aö nýju, en svo varð ekki, þvi veðrið lægði og varð stillt og milt. Vorið eftir,1934 var hafizt handa við að reisa steinhús á Hofi, sem stendur enn. 1 þann mund sem þetta nýja hús á Hofi var reist, gengu landskjálftarnir á Dalvik, sem eyöilögðu og skemmdu þar margar byggingar. Séra Jakob bjó mörg ár að Hofi eftir þetta og kom sér upp fallegu bóka- safni. Þegar séra Hermann, mágur hans, fór að vorkenna honum missi skrifborðsins góða sagði séra Jakob: „Hitt þótt mér verra, að hundarnir minir brunnu inni”. Nú er hljótt á Hofi. Prófastshjónin eru flutt til Reykjavikur fyrir mörgum árum. Þau sátu staðinn með sóma og prýði meðan þau gátu aldurs og heilsu vegna. Siðan hafa komið prestar i Hof, en ilentust þar ekki lengi. Nú eru háreistu byggingarnar á Hofi komnar i eyði, engin ljós sjást þar framar á gluggum. Menntaljósin sem báru fyrrum birtu vitt og breytt um nálægð og f jarlægð slokknuðu. Kirkjan stóð ein og yfirgefin nema þar var messað tvisvar á ári, og jarðaðir nákomnir ættingjar þeirra, sem áður voru komnir i kirkjugarðinn, sem er hreinsaður og prýddur á hverju vori. Stefán Asbjarnarson. Siðan þetta er skrifað, hefur Haukur Agústsson þjónað Hofi á hálft ár. Minningarmolar Framhald af bls. 55 byggðinni, aðra hjá Pétri, en hina i skólahúsinu. önnur verður á jóla- nóttina og hin á jólakvöldið. Ég hef verið beðinn um að tala á báðum sam- komunum, en hefi neitað þvi til þessa. — Eftir jólin ætla ég og við að fara til þess að draga að okkur tré i smiðju og koma henni upp. Ég hefi oft óskað mér eftir selskinnum i smiðjubelg að heiman. En þau hafa ekki komið. Ég hefi vist ekki hitt á óskastundina. Hún er lika svo sjaldan á árinu... Siðan veturinn kom, hafa svo að segja verið hér stöðugar bliður, logn og sólskin, en talsverð frost, mest 20 stig á Remeaur, en oft 4-7 stig og aldrei frostlaust. Snjór er nú orðinn um 8 þumlunga djúpur, en jörðin sýnist alauð af þvi að grasið er svo mikið. Grenitrén i kringum húsið okkar standa skrúðgræn, en fura og popli eru nakin. Það sýna falleg litaskipti, þegar það ber við loftið. Ég hefi oft óskað þess, að ljósmyndasmiður væri hér til að taka mynd af húsinu og trjánum i kringum það, til þess að senda ykkur heim, en hann er enginn hér i byggðinni. Jóna í Hlíð Framhald af bls 66 þeirra Halls og Jónu. Dagarnir halda siðan áfram að koma og fara og þannig gera þeir heila ævi, langa ævi og Jóna er orðin gömul kona. Þá stóð lát hennar i blaði. Þar var sagt meðal annars. Hún var fædd i Hlið og átti þar heima alla ævi. Hún var sérstök kona og ágæt kona, starfsöm, hjálpfús og liknsöm og bjó við rausn alla ævi. Hún átti 8 börn og tók á móti meira en hundrað börnum i heiminn. Hún var jarðsett i heimabyggð sinni, Hofi i Asdal. Séra Brandur Rafnsson á Hálsi i Hraundal jarðsöng hana. Séra Arni Hallsson á Hofi.sonur hennar,flutti bæn. Kirkjuþáttnr . . . Flutt af 'dis. 67 En sé handtak þitt tómt og snautt af kærleika, þá verður það engum til gleði. Og þó þú sért fulltrúi og framkvæmda- stjóri á vegum starfs i verk- smiðjum tækni og listar, og þér hampað þar sem hetju og snillingi i dag, þá verður þú gleymdurá morgun og verk þin duft og aska, ef þú lærir ekki listina, sem birtist i sjálfgleymi fórnandi elsku og mannúðar. Arelius Nielsson. oRnUF ■» r/> u nun ACiN r £ Rfy U N D A T k X n L r A M A AS I A T G'flTT K I 2> R I N U A/ H I N U M í l t Un AU MÍA? RKR KUS* OGGAR fyis KRAVl i> 'AT r n U T fy K ÖÞ S L I T I hJ K A /?’0 fiA RU RU T OP 'i> L C, U A A R /v / 6 T l U AK RA RÆT l NN A fyGA U 5 fy fy N fy D A N *S K R 7 £> J R 'OK fyD Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn WS:;: Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- ' . arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson;!:!:::::;: Andrés Kristjáhsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timáns). H-S: Augiýsingastjóri: Steingrimur Glslasoni. Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs ' ingasimi 19523. Aörar skrifstofurtsimi >8300. Askriftargjald .225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaöaprent h.f. Lausn á 42. krossgátu 70 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.