Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 12
\ þessu korti af Noregi, sem sniöinn er i tvennt til betra rýmis, eru merktir þjóðgarðar, fólkvangar og önnur friðuð svæði i Noregi samkvæmt núgildandi áætlun um þetta efni. Þetta land er ekki sérlega gróskumikiö að sjá eða skjóllegt til útivistar að sumri. Samt er það ákjósanlegt gönguland röskra manna. og jurta- og dýralif þessara háfjalla skoðun- ar vert. En er hægt að spilla slíkri auðn, sem þarf friðunar viö? Það finnst Norðmönnum, og reynslan af jeppa- og hifhjólaspjöllum i islenzkum mosahliöum á öræfum segir okkur sina sögu um slika þörf. — Þetta er Svartidaiur i Jötunheimum, en hann er á friðunar- og þjóðgarðaskrá Norömanna. 1 Bandarikjunum hefur gerzt mörg ljót sagan um rán- yrkju, landniðslu og skammsýni i umgengni við náttúruna, en þjóðgarðasagan er yfirbót þeirra, og nú við aldarafmæli þeirra hreyfingar eru nú verndunarstórvirki þar á prjónun- um, I ráði að taka ný svæði til friðunar og endurhæfingar. Hreyfingin um landvernd, stofnun þjóðgarða og fólk- vanga barst þvi miður siðla til margra landa, sem þó áttu sér lengri landniðingarsögu en Bandarikin. Um allar jarðir höfðu menn i venjulegum hofmóði sinum og fikn i svonefnd efnahagsleg og veraldleg gæði spillt landi og eytt dýra- og jurtarikið á marga lund. A Nýja-Sjálandi hafði hviti maðurinn til að mynda ger- spillt náttúru landsins með skefjalausri rányrkju og fyrir- hyggjulausum innflutningi dýra og jurta. Þó var fyrsti þjóð- garður þar stofnsettur aðeins 22 árum siðar en Gulsteins- garður. Það var þjóðgarðurinn Tongariro. Þetta landsvæði, þar sem þrjú eldfjöll setja mestan svip á, var gjöf Maori- höfðingjans Te Heuheu til Viktoriu drottningar árið 1887, og það varð þjóðgarður 1894. Um aldamótin var næsti þjóð- garður Ný-Sjálendinga stofnaður — Egmont. Nú eru Ný-Sjálendingar miklir náttúruverndarmenn og reyna af fremsta megni að bjarga þvi, sem bjargað verður og bæta fyrir syndir feðranna. Þar hafa verið stofnaðir tiu þjóðgarðar og fólkvangar, sem samtals eru um fimmtándi hluti landsins að flatarmáli, og mörg önnur svæði eru friðuð að meira eða minna leyti. Eitthvert stærsta náttúru- verndarsvæði iheimi er nú á Suðurey við Nýja-Sjáland, þar sem fjórtán þúsund ferkilómetrar lands eru friðaðir. Þetta er að mestu skóglendi, auðugt af sérstæðum tegundum trjáa og fugla, stórbrotið fjarðalandslag sem likist Noregi. Ný-Sjálendingar sjá einnig svo um, að eftirlit með náttúru- verndinni sé mjög gott, og rikið leggur árlega fram stórfé i þessu skyni. önnur riki, sem framarlega standa i þjóðgarðahreyfing- unni eru Kahada, Ceylon og Japan. Afrika er og var að likindum auðugasta heimsálfan að fjölbreytni i náttúrufari, en þvi miður hefur þar gerzt mikil eyðingarsaga. Fjölmörgum dýrategundum hefur veriö út- rýmt þar með öllu, og aðrar eru á barmi glötunar. En þar hafa náttúruverndarmenn nú einnig vaknað á elleftu stundu. 1 rikjum eins og Uganda, Kenya, Kongó og Tanzaniu eru þegar stórir þjóðgarðar og friðunarsvæði og eftirlit með þeim annast kunnir náttúrufræðingar, heima- menn og erlendir, i samvinnu við Unesco. 1 Tanzaniu er nú ef til vill dýrmætasti þjóðgarður i heiminum — Serengeti, fimmtán þúsund ferkilómetrar að stærð. 1 augum náttúru- fræðinga eru litt spillt savanna-svæöi einhver mestu undur heimsins, en á siðustu öld hefur flestum auðugustu svæðum af þvi tagi veriö stórspillt, og fylkingar gnúa, sebradýra og gazella eru horfnar. Þetta er mikil harmsaga, enda hefur með þeim þorrið mikilvægasta náttúrleg fæðuuppspretta heimafólksins. En þjóðgaröafræðingurinn Kai Curry- Lindahl á þó eina hughreystingu: „Samt er til eitt land- svæði i Afriku, þar sem þessi dýr eru enn i fylkingum þúsundum saman — sýnishorn af hinni gömlu og uppruna- legu Afriku, sem maðurinn hefur ekki spillt að ráði. Þetta svæöi er sléttur Serengetis i Tanzaniu. Þar eru stórmerki náttúrunnar, vitni um þróunarauölegð frjálsrar náttúru á milljónum ára. Þannigvarsavanna Afriku á margfalt stærra svæði, áður en maöurinn tók að spilla og ræna”. Nú er reynt að halda þarna við náttúrlegu jafnvægi, og þar fást miklar kjötbirgðir villidýra, sem ofaukið er. Ferða- fólkið streymir þangað og leggur landinu til gjaldeyri. Þessi þjóðgarður er i senn mikilvægasta náttúruvernd og mesta auðlind landsins. Þannig er hægt að eiga jákvæð skipti við náttúruna. f Evrópu er nú fjöldi þjóðgaröa og verndarsvæða, allt frá 60 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.