Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 18
óþarft að láta hann af hendi. Allar þær borgir sem hún hafði byggt með Arna gátu i raun og veru ekki hrunið. Þær voru staðreynd i lifi hennar um leið og þær voru aðeins tákn um ást og lif, hug og dug. Og þessar borgir gátu ekki hrunið meðan hún var Jóna i Hlið. Hún var búin að gera grunninn og það varð að byggja þær, þótt Arni væri fjarri og kæmi aldrei inn i neina þeirra. Hún þorði ekki að hugsa það. Það var of djúpt i vitund hennar. Voru þetta Árna ráð? Valdi hann þennan mann til að byggja þessar borgir með henni? Nótt- in var liðin og Jónu hafði dreymt að hún átti litinn strák. Hún vissi ekki hvað það þýddi ekki að það var draumur um gæfu, en henni fannst það vera boð um lifið. Hún braut taðið, stakk þvi undir pottinn og það fór að loga. Það var grautur i potti og hann sauð. Jóna gekk á hlað og horfði inn dalinn. Það sást ekki til bæja, bara fjalla sem gnæfðu yfir bæjum, yfir Hofi og Bakka var eitt þeirra, lengi bú- iðað vera fagurt fjall og fjallið hennar. Svo skildi enn vera. Það breytti aðeins um svip og kæmi nær. Vikan var liðin, hálfköld vika úti, heit vika inni. A morgun fer fólk til messu. Jóna ætlar að senda með þvi bréf. Fyrir tveim vikum fór hún sjálf. Nú fer bréfið ekki i Hof, heldur næsta bæ, Bakka, Það kemur nótt og þá skrifar Jóna bréf. Hlið 12/12 umrætt ár. Herra Hallur Rafnsson Þú skalt koma hér fjórum dögum fyrir jól, þá byrjar sólin að hækka og aftur kemur vor. Þin Jóna i Hlið. Nonni i Hvammi tók bréfið. Svo gekk Jóna til pabba sins út i f jós og bað hann að koma inn til mömmu sinnar. Páll gerði það. Anna gamla sat á rúmi sinu og sleit togið af svartri ull. Jóna bar hátt höfuð, leit út i gluggann og sagði þeim að hún ætlaði aö eiga Hall á Bakka. Gömlu hjónin supu hregg eins og hestar undir hrið, en þau þekktu Jónu dóttur sina, þeim fannst réttast að þegja, samtsagði Anna gamla, ,,Ég hélt að þú hefðir hugsað þér hærra”. „Já”, sagði Jóna^.Ég hef hugsað hátt, og ég hugsa aldrei hátt, kannske aldrei hærra!” Jóna gekk fram i eldhús. Gömlu hjdnin sátu og horföu, horfðu á hvað? Til hvers er að horfa á þaö, sem er blint fyrir mönnum, Svo sögðu gömlu hjónin eitthvað sem engum kom við. Þá gekk Páll i eldhús, Jóna smellti sundur taöskán á hnénu. „Við móðir þin óskum þér til lukku”, sagði gamli Páll, og röddin skalf litið eitt. „Það hefur alltaf verið bezt eins og þú vilt hafa það”. Jóna stóö upp og kyssti föður sinn, löngum,heitum kossi. Páll strauk sér um hvarminn, svo fór hann út i fjós. Næstu dagar liðu, einn af öðrum, og nóttin og Jóna ræddu um borgir. Svo . komu sólhvörf, þá sást maður koma vestan fitjar og stefna á Hlið. Hann gengur hratt og hiklaust, þó gengur hann kannske i nýjum heimi. Hann hefur verið að hugsa um þetta. Hann hefði ef til vill ekki skrifað þetta bréf, hefði Arni á Hofi ekki hálfgert rekið hann tíl þess og annast það sjálfur. Arna var farið að leiðast að sjá Jónu eins og éta sig með augunum, ef hún sá hann, og verst hafði þaö veriö, þegar hún kom siðast til kirkju. Þá hófst Arni handa og lét Hall senda bréf. Og enn þurfti Arni hálfgert að reka hann á stað. Nú vissi hann hvernig i öllu lá og hann þóttist ekki vera að láta þau Hall og Jónu kenna kalt. Honum var vel til þeirra beggja og þóttist sjá hvaö saman átti. Jóna sat við glugga og horfði á Hall koma. Þar sem hann bar undir sólroð á f jöllum. Svo gekk Hallur á hlað. Jóna kom út. „Komdu sæl, Jóna” sagöi Hallur. „Komdu sæll, Hallur” sagði Jóna. Báðum varö hverft við, en Hallur tók hnif sinn og skóf af sér snjóinn. Svo leit hann upp og strauk af sér svita með klútn- um. ,,Það er meining okkar aö þú sért hér góður gestur”, sagði Jóna. Hallur stanzar, svo hefur hann vit á aö þakka fyrir. Jóna fer með Hall i bæinn. Þar sitja gömlu hjónin. Hallur heilsar þeim og roðnar i framan. Páll gamli tekur til máls. „Við vitum til hvers ferð þin er gerð, og við höfum ekki nema gott um það að segja". Halli vefst tunga um tönn, og það hleypur eitthvað i hálsinn á honum, það liggur við að hann vilji stökkva á stað og koma ekki framar i Hlið, en Hallur situr kyrr, hann er ekki vanur að veifa sjálfum sér. Jóna kemur með kaffi og setur fyrir Hall. Svo sezt hún sjálf og tekur til orða .JÞaö er ætlun min að svara bréfi þinu vel Hallur, ef okkar kynni,sem nú byrja, verða okkur báðum geðþekk”. „Þakka þér fyrir,"sagöi Hallur. Jóna hellir aft- ur i bollann hjá Halli og Hallur drepst ekki úr feimni á meðan. Svo rétti Jóna Halli hönd sina og Hallur sina á móti og Hallur og Jóna eru búin að taka höndum saman. öllum var stirt um mál og þungt um andann. Þá sagði Jóna. „Þaðer eitt, Hallur.Ég ætla mér að læra að sitja yfir konum.'' Hallur sagði já, og bætti við.„Ég þarf að styöja Brand bróður minn að námi." „Já Brandur bróðir þinn”, segir Páll gamli og hlær út undir eyru „honum gengur vel að læra” bætti hann við, og undireins léttir yfir öllum. Hallur er spurður um Brand og Hallur svarar öllu um Brand, og allt er svo gott að segja um Brand. „Ertu búinn að járna Gaut” spyr Páll gamli. Hallur verður allt i einu meiri maður þegar Gautur er nefndur, það kom hestur i hann sjálfan, og nú er það röskur maður og hefur djarft upplit, sem svarar Páli. „Nei. Ég gat búizt við að járna hann ekki i vetur. Nú mun það brátt verða gert” Gautur á Bakka og Brandur á Bakka, um þaðer hægt að ræða, og allt i einu er þetta farið að lyfta upp fólki i Hlið. Jóna finnur að hún hefur tromp á hendi, og þeir taka ekki af henni slag- inn. Þetta bar nýja grasið, sem farið var aö vaxa úr auðn á Bakka. Það bar ilm, ilm af lifi, en bezt i fjarlægð. Það var hrörlegt enn að lita heim á Bakka og Steinvör orðin bogin af sliti og striti. Þaö gerðist kátt i Hlið og Hallur er þvi ekki vanur að hlæja. Hann verður aö gera það samt, af þvi að hann á Gaut og Brandur er bróðir hans. Svo býst Hallur á staö. Þau Jóna ganga á hlað, undir björtum stjórnum, fullu tungli. ísinn glampar við ljós- brot, isinn gnestur við kalt heiðloft, snjór á jörð, en litill. Hallur gengur á stað og Jóna fylgir honum, snjórinn er vel i skóvarp og förin liggja eftir. Snati gamli.vitur hundur i Hlið.labbar með þeim. Þau eru komin fram fyrir túnið. Þá stanzar Jóna og gengur að Halli og kyssir hann. Hallur reynir að svara þvi, en kann þetta ekki svo vel sé. Snati horf- ir á þetta og er hissa, þetta hefur hann aldrei séð Jónu gera. Hann kom aðeins með. af þvi að eitthvað gott lagðist i hann. Svo kveðjast þau heitum, löngum kossi, og nú kann Hallur þetta vel. Jóna gengur heim og Snati með henni. Hún sér förin i snjónum. Stór karl- mannsför við hliðina á hennar förum, skyldi það tákna eitthvað um för Halls i Hlið, þegar hann er kominn þangað. Svo fer Jóna að tala við nóttina um leynda hluti. Siöan kemur dagur eftir þennan dag, hver dagur af öðrum, og margir þeirra eru gerðir fyrir aukin kynni Halls og Jónu og reynast allir góðir dagar. Gautur fer á járn. Hann fær margan sprettinn þennan vetur og margir fá að sjá hvað Gautur getur. Það vex nýtt gras á Bakka, og það er kominn ilmur i loftið á Bakka. Já lika á Bakka. Loks eru allir dagar liðnir að sumri og Harpa gengur i garð með brúðkaup Framhald á bls 70 66 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.