Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 11
Þjóðgarðar, fólkvangar og önnur friðlýst svæði Um þessi áramót er öld liðin siðan fyrsti þjóðgarðurinn var stofnsettur i heiminum, og þar með hófst sú grein nátt- úruverndarhreyfingar, sem nú nær nálega um allan heim. Þessi bandariski þjóðgarður — Gulasteins-þjóðgarður — var stofnaður að frumkvæði hóps starfsmanna fylkisstjórn- arinnar I Wyoming. Þeir ferðuðust árið 1870 um litt kunnugt landsvæði i norðvesturhluta fylkisins og grannfylkjanna Montana og Idaho. Þarna sáu þeir beinlinis ævintýralegt landslag. Þar voru fjöll og dalir með straumhörðum ám og fossum, endalausir skógar með svo fjölskrúðugu dýralifi að undrun sætti og margvísleg náttúruundur önnur, svo sem laugar og hverir. öll þessi stórbrotna fegurð varð þeim umræðuefni við tjaldbúðaeldinn, og upp skaut hugmyndinni um verndun þessa svæðis. Þeir ræddu fram og aftur ráð til þess, og komu fram ýmsar hugmyndir. Það var einkum lögfræðing- urinn Cornelius Hedges, sem hélt þvi fram, að brýnast væri að hindra, að landnemar og námamenn tækju landið eða fengju það til nytja, og sett yrðu lög um, að þetta landsvæði yrði um aldur og ævi sameign bandarisku þjóðanna, og kom þá fram orðið þjóðgarður. Þessir menn hófu siðan áróður fyrir hugmyndum sinum, og þær fengu sterkan hljómgrunn. f bandariska þinginu var flutt þegar á næsta ári frumvarp um stofnun þjóðgarðs, eða fólkvangs, þar sem upprunalegt náttúrfar yrði varðveitt eins og unnt væri, en landsvæðið jafnframt nýtt á þann veg, að fólk gæti notið náttúruauðsins sér til gleði og hreysti. Þetta frumvarp var samþykkt i bandariska þinginu árið 1872, og skömmu siðar undirritaði Grant forseti lögin um friðun og afmörkun Gulasteins-þjóðgarðs, og er landsvæðið um niu þúsund ferkilómetrar. Fyrsti og stærsti þjóðgarður heims hafði verið stofnaður og þarna voru m.a. siðustu visundahjarðirnar vestra friðaðar. En þetta var aðeins upphaf að hreyfingu, sem breiddist um Bandarikin og siðan önnur lönd. I Bandarikjunum hafa verið friðuð mörg þjóðgarðssvæði, og má nefna fenjasvæðið (Everglades) á Flóridaskaga, þar sem verndaðar eru fjöl- margar tegundir merkilegra fugla, dýra og jurta, Colorado- gljúfrin (Grand Canyon) i Arizona, þar sem stórfenglegar náttúrumyndir bergsins gleðja augað, og Mount McKinley I Alaska, en það er hæsta fjall Norður-Ameriku. Eru þó aö- eins fáir bandariskir þjóðgarðar nefndir. Talið er, að eldhuginn Stephen Tyng Mather eigi stærstan hlut að framgangi hinnar merkilegu náttúruverndar- hreyfingar i Bandarikjunum. Mather var forystumaður i þjóðgarðastofnun Bandarikjanna á árunum 1914—1930 og kom þá á meginskipulagi þjóðgarðanna og endurbótum á landvörzlu og náttúruvernd, þrátt fyrir harða andspyrnu margra þingmanna, sem settu ofar „frjáls umsvif” og „hagræn” sjónarmið héraða og landshluta og töídu slíka friðun andstæða hagsmunum fólks. Mather gekk svo fast til verks og baráttu, að hann sleit sér gersamlega út á fáum árum og dó fyrir aldur fram. Þá hafði honum tekizt að ná undir verndarstjórn rikisins landsvæði, sem var á stærð við Holland. A efstu myndinni sést Gamli tryggur, goshverinn frægi I elzta þjóðgarði heims — Gulasteinsgarði i Bandarikjunum, en nú eru hundrað ár siðan þjóðgarðahreyfingin hófst með stofnun hans. — Neðar eru aðrar myndir úr þjóðgörðum Bandarikjanna. Bandaríkjamenn hyggjast nú herða enn á og taka mörg ný svæði til verndunar. Sunnudagsblað Tímans 59

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.