Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 15
Benedikt Gíslason Smásaga jóna í HLÍÐ Þaö koma nokkir menn við þessa sögu en þrátt fyrir það er þetta fyrst og fremst sagan af Jónu i Hlið. Hún hét alltaf Jóna i Hlið. Það var vani manna að hún héti ekki annað. Hún var dóttir Páls og önnu, sem voru vel stæð hjón og áttu kotið. Það heföi tæpast skilizt hefði einhver farið að segja annaö en Jóna i Hlið, og eiga þó við Jónu i Hliö. Þetta var fyrir það að Jóna var sér- stæð stúlka. Það var nokkur sök til þess. Piltum fannst hún ekki frið stúlkaen þeir sáuallir að hön var dug- leg stúlka og vissu aö hún þurfti á þvi að halda, og svo eitthvaö svo föst i rás, að það þurfti nokkuö til að hreyfa hana. Það leizt þeim ekki á. Það virtis* eitthvað i augum hennar sem var bundið henni sjálfri, og fór ekki á glámbekk meö hlátrum og ærslum. Hvar var æska Jónu, virtust þeir spyrja, en voru jafnnær. Hún var eins og tré við bæinn, sem allir vissu af, og svo var það ekki meira. Strákar sögðu að hún væri falleg á fæti og sperrtu upp eitthvaö i svipnum sem liktist ást, en gat bara verið veiöi. Veiöi og ást, það er svipað hvað öðru. Þó var Jóna hvorkiástnéveiðifyrir þá. En Jóna var falleg á fæti og gekk i bláum kjól þegar verið var að þurrka heyrið i Hlið og túnið söng undan hrifu hennar, nirr, narr, hvi, og taðan fauk undan henni i fögrum sveigum. Jóna greyið, sögðu frúrnar og ekki meira, og þetta Jóna greyiö var nokkuð rétt, fyrir utan tón- inn. Jóna var greind stúlka og hefði spjarað sig i hvaða skóla sem var, og þá kannske orðiö fin frú. Nú var hún i Hlið, og haföi tvo um tvitugt. Hún haföi ekki getað fariö að heiman. Þegar Jóna var fjórtán vetra hafði móöir hennar brotnað svo illa á læri, að hún gat ekki hreyft sig nema á hækju og þó litið. Jóna varö að taka viö að sjá fyrir búi föður slns, innanbæjar, og þar með var hún orðin svo bundin i Hlið, aö hún varð bara að heita Jóna i Hlið. Jóna var ekki að mögla. Pabbi hennar var góður bóndi, og það skorti ekki neitt i Hliö, eins og þá hét að láta sig ekki skorta, og ætti alltaf þannig að vera. Hún átti enga systur og ekki nema einn bróöur og hann flaug hér og þar, var alltaf finn maður i kaupstað. Stundum kom hann heim og fór að reykja. Jónu fannst þetta skrýtinn ilmur, fjarrænn og eins og fylgjandi honum ómurfrá fjörrum stöðum, sem byggju yfir ilmi og ómi, sem ekki var til i Hlið, og það kom svona aðeins fyrir, að Jónu fannst sjálfri, að hún væri Jóna greyið. En Jóna var stolt fyrir þvi, þótt hún kæmist aldrei i neinn ilm og óm á fjörrum stöðum. Hún vissi svo vel hvað var að elda matinn i Hlið, hafa hann við hæfi salt- an og láta ekki grautinn brenna við, brjóta taðið i eldinn og láta það risa á rönd, svo glóðin gæti farið að sleikja þær með logum. Hún sá hvernig hjólið gekk á bænum, meðal annars fyrir það, að hún lagði hönd á ásinn. Og það komu dagar og það reyndar fagrir dagar, björt kvöld undir stjörnum og Jóna starði út i geiminn. Já kannske ekki siður heiminn. Jóna gekk i félag ungra manna og hún lærði vel aö dansa, samt var eins og hana skorti eitthvað i augun til þess að hafa gaman af að dansa, eitthvað sem var komið á bak við augun en átti þó að vera þar. Svo þegar „böllin” voru haldin, kom það ekki sizt i hennar hlut, að búa undir það sem til glaðnings skyldi hafa, ásamt eldri konum. Jóna gat þvi veriö i búri þegar aðrar stúlkur voru að dansa. Þetta fórst Jónu lika vel úr hendi. Gamlir bændur gátu ekki séð annað en þetta væri efni i góða konu. ,,Eg vildi að hann Hallur minn næði i svona konu”, sagði Steinvör á Bakka, slitin eldri kona, sem ekki þótti of góð til að sjá um eldinn á Hofi, þegar unga fólk- ið var að skemmta sér. Svo var þaö eitt kvöld, Það var reyndar fyrir tveim árum, og siðan hafa komið mörg kvöld, og það var þetta kvöld. Unga fólkið er aö skemmta sér á Hofi, og Jóna er að sýsla við kaffi frammi i búri með fleiri konum, rosknum og reyndum. Kemur þá Árni ekki allt i einu i búriö. Hann hafði reyndar komiö þar stundum áöur og sýslaö i skápum. það sem honum sýndist. Nú hrökk hann frá öllum skápum. Hann rak augun i Jónu og var hitt þó fyrr að Jóna rak augun i hanaArni fór út, og Jónu fannst hann hafa horft á sig eins og menn eiga að horfa á konur. Vist var það. Arni kom ekki til einskis i búrið. Jóna vildi helzt ekki þurfa að horfa á annan mann upp frá þessu. Hún var nokkuð rjóð i kinnum. Nú mátti segja að hún yrði rauð i Ka.aum og þeim lit hélt hún fyrsta sprettinn. Jóna hafði aldrei fundið fyrir neinu sliku áður, og hún skildi ekki vel hvernig þetta var. Það var næsta dag, við pottinn sem hún skildi það að hún gat ekki hugsað sér að lifa án Arna. Hvaða vit var þetta? Jóna var ekki að spyrja um vit. Skyldi hún hafa verið aö spyrja um lif, eina lifið. Svo á ekki að hugsa meira um það. Jóna fann að hún hafði hjarta og það var komið eitt- hvað i þetta hjarta, sem var meira virði, en þetta hjarta, var reyndar sjálft hjartað, og nú var það stórt og rúmt og Arni var þar kominn og mundi ekki fara þaðan alla ævi. Mikið sauö súpan vel og Jóna hrærði i pottinum með Arna i stóru hjarta. Já, Arni. Hann var sonur prestsins á Hofi, einn sona hans, en átti þrjár systur og tvær af þeim giftar prestum. Hann átti að verða mikill maður, og var kannske mikill maður.Menn sögðu sitthvað um það. Hann var friður álits og glaður i lund, ekki stór á velli, en þéttur, en svo þótti hann laus i rás, glensgjarn og finn i fötum. Hann hafði farið i skóla, en reyndist ekki náms- gjarn, og námið varð litið. Nú var hann hættur þvi, og fólkið sagði, að hann bara lægi heima. Þaö var ekki satt. Arni dugði vel i ýmsu, og hann var góðgjarn maður. Menn litu á hann sem glaðan hrók á Hofi, og kannske þvi meiri hrók, sem þeim fannst hann minni biskup. Þetta kom engum við, og Jóna var ekki að hugsa um slikt. Arni var kominn, þar sem hann átti heima, i einu heitu hjarta og hvers þyrfti hann annars með. Jóna kom til kirkju og sá Arna , leit á Arna og alltaf varð Arni jafn skrýtinn við þetta tillit Jónu. Jóna hélt, að einmitt þetta skrýtna væri það skrýtna sem hún beið eftir, en aldrei varð Arni svo skrýtinn að neitt skrýtið gerðist. Nú haföi hann fimm um tvitugt, og hvað var þetta með manninn? Nú voru tvö ár liðin siðan Jóna varð fyrst skrýtin, en aldrei hafði Arni orði nema skrýtinn, þegar ‘•■’.nn sá Jónu. Hann var sá glaði hrókur á Hofi, og ef til vill voru fleiri 63 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.