Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 6
lönd. A þvi landi eru engjar, svo að grasið er mannhæð, fullt af dýrum, músdýr, hirtir, hérar og fleira. Þar sem húsið ætti að standa, er skógar- lundur svo þéttur, að varla sér til sólar i gegnum hann og tré 20-30 álna há, en ekki digur að þvi skapi. Þau eru jafn græn vetur og sumar. I þeim er greni, fura og sedrusviður. Flestum löndum hér liður betur i efnalegu tilliti en mönnum heima, enda láta þeir það sjást i verkunum. Járnbrautarlestin á að fara frá Vas- ar kl. 19.00, en þangað eru 7 milur, sem verður að keyra á hestum, svo ég verð nauðug að enda bréfið. Láttu mig heyra allt um ykkur. Þið hefðuð betur komið með. Skeð getur að pabbi þinn láti sjá sig áður en langir timar liða, en ekki til þess að setjast aftur að heima.. Nú er kaliinn að hugsa um að kaupa öll Nesin og þá Dilksnesið með og borga það allt vel, þvi nóg er hér til af gullinu til þess. Þin heitt elskandi, Halldóra Stefánsdóttir. Ekki er Eymundur og fjölskylda hans lengi búin að dvelja i Ameriku, þegar jörðin er farin að ýta við bænda- eðlinu i honum, eða ef til vill er það kona hans og börnin sem vilja fá um ráðarétt á landi og hefja þar einhver landbiinaðarstörf. Þau flytja brátt frá Winnipeg og taka sér land i Pine Valley, syðst i Manitoba. Þar reisa þau sér hús og heimili og nefna bæ sinn i Skógum. Fyrsta bréfið, sem vitað er um að hann hafi skrifað þaðan er til sonar hans, Björns i Lækjarnesi. Or þvi skulu hér tilfærðir nokkrir kaflar, sem eru á þessa leið: Skógum, 6. júni 1903 Af okkur hér er það að segja, að okk- ur liður öllum vel og betur en ég gerði mér nokkurn tima vonir um. Við höf- um öll góða heilsu og nóg og gott viður- væri, svo við áttum ekki sliku að venj- ast heima. Það eina, sem amar að, er það, að ég er ekki búinn að fá heimilis- rétt á þessu góða og fallega landi, sem við erum á ennþá. En við lifum i von- inni, að við náum honum áður en lýk- ur. En að kaupa það er nokkuð dýrt — 300-350 dalir. — En að þremur árum hér frá mundi mega selja það á 1600- 2000 dali þvi það er álitið eitt fallegasta og bezta landið i allri byggðinni. Mömmu þinni þykir það þvi fallegra sem hún er hér lengur. Við erum nú þrjú heima, ég, mamma þin og Siggi. — Jói, Mundi og Stebbi eru farn- ir til Winnipeg fyrir 14 dögum til þess að fá þar vinnu, en hafa ekki skrifað ennþá hvernig þeim gengur, en þar kvað vera nóg vinna. Þórður Sig- mundsson frá Skerhóli hefur skrifað mér mörg bréf. Hann er orðinn stór- bóndi i Dakota. Hann ráðgerir að heimsækja okkur i haust. Eftir að búið er að brjóta löndin hér, eru þau fljót að gefa auð og allsnægtir, en þó er vissast að byrja með naut- griparækt fyrst þó það gefi minna en hveitið, þá er það vissara og minni hættu undirorpið. Ekki eigum við nú ennþá nema 2 kýr og 1 kálf, þvi annar drapst. En það get- ur verið að ein eða tvær kýr bætist við, þó er það ekki vist. Við eigum eina á, tvilembda, undan henni eru tveir hrút- ar, hvitir. Við eigum 8 hænsni og 25 unga og ætlum að bæta við, ef við get- um. Svin vantar ennþá, hvað lengi sem það verður. Við erum búin að sá talsverðu af kartöflum, rófum, kálhöfðum, laukum og mörgu fleira, sem ég kann ekki að nefna. Siggi hefursáð einum kaffibolla af hveiti, grasið i þvi er orðið um sex þumlungar, en gras á jörð hér er orðið rúmlega hnéhátt, enda eru nú fjarska hitar á hverjum degi. Núna er hitinn 26 stig á Remeaur kl. 10 fyrir miðdag. Af og til koma gróðrarskúrir með þrumum og eykur það ekki litið gróðrarmagnið. 1 lækinn, sem rennur fram með húsveggnum kom dálitið af fiski, — tvær til þrjár tegundir. Við veiddum aðeins sjö fiska, þvi að okkur vantaði öll tilfæri, enda ekki hægðar- leikur að veiða i honum, þvi bæði vaxa trén yfir hann og svo er hann fullur af niðurföllnum við'i- Nú er ég hættur að skjóta öðru visi en rétt i pottinn daglega, þvi það er erfitt að geyma hér i þessum hitum á meðan ekki kemur hér ishús, sem ekki ætti lengi að biða, ef landið fæst. Hitinn og gróðrarskúrirnar, sem Eymundur skrifar um 3. júni virðast ekki hafa orðið varanleg, þvi 11. októ- ber sama ár skrifar hann Birni i Lækjarnesi á þessa leið: Þetta sumar segja kunnugir menn hér að hafi verið eitt það kaldasta og versta sem þeir múni eftir hér, enda hefur uppskera brugðist allviða, bæði hér og i Bandarikjunum og þar af leið- andi er þreskingarvinna með minnsta móti. Mundi fór suður til Dakota i þreskingu og hafði vinnu aðeins i 13 daga, enda vildi það óhapp til, að vél- in, sem hann vann við, brann upp. Fantar höfðu búið svo um að i henni kviknaði, þegar hún fór til að erfiða og var lukka, að ekki varð manntjón. Laun við hana var 2 1/2 dalir og fritt fæði... Ég heyjaði mikið i sumar og vann þó oftast einn við það og hafði miklar frá- tafir, svo slátturinn gat varla heitið nema hjáverk. Ég held helzt við hefð- um nóg hey fyrir 8 kýr i staðinn fyrir 2 og tvo vetrunga, þvi núna fyrir fáum dögum gaf Pétur Pálmason kaupmað- ur okkur vetrung, svo nú höfum við tvö uxaefni. Við höfum haft nóga mjólk f sumar, en hún minnkar nú þegar þessar kýr fara, sem verður eftir 2-3 vikur hér frá, þvi ekki eigum við nema tvær sjálf og eina á með lambi, þvi úlfar eða hundar drápu annað lambið, áður en ærin kom til okkar, en hún var tvi- lembd. Nú eigum við milli 20 og 30 hænsni, en i fyrra áttum við 7. Geti maður komið upp kúm og hænsnum hér, getur maður lifað eins og kóngur. Mamma þin segist nú eiga 60 pund af smjöri og hefur selt smjör fyrir 7 doll- ara og þó höfum við ekki borðað þurrt i sumar. Við höfum alltaf haft hlaupost og mysuost og annað góðgæti á borð- um, en sjaldan fisk, þó einstöku sinn- um lax en aldrei lúruf! Ég er orðinn leiður á steiktum eggjum. t sumar hef ég ekkert skotið, en þó eru brautir eftir elgsdýr ofan i lækinn rétt i kring um húsið, en aldrei hef ég séð þau, en 16 skota riffill liggur alltaf tilbúinn með 5-6 skot i pipunni, en allt til einskis. Ekki er hægt að segja að neinir séu rikir hér i Pine Valley, sem ekki er von i fjögurra ára nýlendu, en enga þekki ég, sem vilja skipta um bústað og flytja heim aftur, enda vil ég ekki breyta um, þvi hér sýnist mér lifvæn- legt, þó aldrei nema erfitt sé fyrstu ár- in, þá verður það ekki til lengdar fyrir þeim, sem nenna og geta unnið. Nokkru fyrr þetta sumar hefur Ey- mundur skrifað tengdasyni sinum Birni Jónssyni i Dilksnesi eftirfarandi bréf: Skógum 20. júni 1903. Elskulegi tengdasonur! Af okkur öllum hér er það að segja, að okkur liður vel, lof sé guði, okkur liður mikið betur en við imynduðum okkur, þegar við lögðum af stað hingað enda hugsa ég að þessi nýlenda sé með betri plássum hér i Manitoba og þann kost hefur hún að liggja fast við þau stórfrægu Bandariki, svo að frá mér er mest tveggja tima gangur yfir landa- mærin. Þetta land, sem ég settist á, hefir staka tölu, section 5, en þau lönd eru járnbrautarlönd og þvi erfitt að fá tökin á þeim. ... En þó hef ég von um, að það takist með timanum, en þó stendur sú bið fyrir framkvæmdum á landinu, þvi maður er tregur til að 54 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.