Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 7
bæta land að mun fyrir auðfélög og hækka þau i verði fyrir þau. En stjórn- in hér i Manitoba hefur beðið járn- brautarfélagið um skipti á þessu landi og öðru, en stjórninni eru félögin ekki vön að neita, þvi þá vita þau, hvað á eftir kemur. Þetta land hefi ég nefnt Skóga, ekki af þvi að hér sé meiri skógur en annars staðar hér i Pine Valley, heldur þvert á móti minni, og er það kostur. Hér er aðeins stór og fallegur furu- og greniskógur allt i kring um húsið, sum tré liklega 20 áln- ir á hæð. Hér eru engjar góðar, svo að vel mætti hafa hér 20 kýr, og svo er landið þar með ekki hveitiland, en til þess kemur ekki fyrst um sinn. Þessi byggð er nú aðeins fjögurra ára gömul og aðeins einn maður hefur brotið land til hveitis, og i haust fékk fyrsti maður hér eignarbréf fyrir landi sinu og i vetur einir 8-10...þeir hafa nú flestir sáð hveiti. Einum barnaskóla er búið að koma upp i byggðinni syðst-, en engum hér norður frá, enda hvila ekki svo mikið sem eins cents útgjöld á mönnum hér, og eru gjöld mest óbeinir skattar. Mestar vörur héðan úr byggð eru keyptar fyrir sunnan Bandarikjalinu og skroppið með þær tolllaust heim. Enginn getur klagað, þvi að allir eru sekir. Tveir islenzkir kaupmenn eru i byggðinni, og eru þeir vist ekki sak- lausir heldur. Nú erum við aðeins þrjú heima, við hjónin og Siggi, og ég vinn varla annað en að saga i eldinn og leika mér, svo góða daga hef ég ekki átt fyrir á æfinni. Drengirnir okkar stunda byggingavinnu i Winnipeg og hafa 20- 25 cent um timann. Þeir eru i húsi og fæði hjá Sigurleifu frændkonu þinni Pétursdóttur og borga um .vikuna hver, fyrir fæði, húsnæði og þjónustu 2 dollara og 45 cent og er það vist ekki dýrt.. Dollarinn hér er betri en ein króna heima og þegar vinnulaun hérna eru 1-2 dollarar á dag, þá er hægara að afla sér þess, sem maður þarf hér en heima. En þó borgar sig bezt að vinna á löndum sinum, en það geta ekki ný- byggjarar, eða fæstir þeirra. Þeir verða að vinna úti, til að afla sér peninga. Hér standa nú yfir stjórnar- kosningar. En sá gauragangur! Ég hefi ekki þekkt neitt þvilikt, — mútur, fals og allt mögulegt, — já, sumir hafa lofað báðum flokkunum fylgi o.sv.frv. Ég hefði ósköp vei getað fengið borgarabréf og meira, hefði ég viljað láta nafn mitt, en ég vildi heldur biða tvö ár til að fá borgararétt sem ær- iegur maður, en að fá hann með Björn Eymundsson, Dilksnesi svikum og eiga svo á hættu mannorð mitt. Berðu öllum kæra kveðju, Þinnelskandi tengdafaðir, Eymundur Jónsson. Eins og sjá má af þessum bréfum, virðast þau Eymundur og fjölskylda hans una hag sinum vel og lita á Kanada sem uppsprettulind mikillar lifshamingju. Hinn 22. nóv. 1903 skrifar hann Birni syni sinum svohljóðandi bréf: Nú höfum við fengið heimilisrétt á Skógum, þessu fallega og góða landi. En nú hefði ég þurft að vera yngri til þess að yrkja það og rækta. En ég kviði samt engu nú, þegar ég get verið hér kyrr i næði, ef guð gefur mér þessa heilsu. Mér verður svo að segja aldrei misdægurt siðan ég kom hingað og aldrei hef ég kennt giktar i bakinu siðan, enda hefégog við átt ólikt betri ævi hér en heima, og ég álit mjög ólik skilyrði hér og heima að öllu ólöstuðu og mér finnst nú ég elska fóstru mina eins og hún væri móðir min. Ég get ekki neitað þvi, þó sumum kunni að þykja það ljótt, enda er þessi fóstra min ekki eins ber um brjóstin og blessuð fjallkonan. Ekki er það samt henni að kenna, heldur ónytjungaskap bæði min og annarra, sem þar búa og bölvaðri og bandvitlausri stjórn, sem steindrepur allt gott og gagnlegt, og það varir svo lengi sem bændur verða nógu vitlausir til þess að velja eintóma embættlinga á þing, þó góðir menn séu i sjálfu sér. Ef Einar i Árnanesi kemur vestur, ætlum við mamma þin að biðja þig að senda okkur þrjú hringbrennaraglös á gamla lampann okkar. Þau fást ekki i Winnipeg, en einhvers staðar i Banda- rikjunum, en við vitum ekki ennþá hvar það er. Ég skal segja þér, að ég ersamur i enskunni og þegar ég fór að heiman, en drengirnir geta svolitið bjargað sér. Við heyrum aldrei ensku hér. Hér er talsverður undirbúningur undir jólin. Það á að halda tvær jóla- samkomur, sina á hvorum stað i Framhald á bls. 70 Knútur Þorsteinsson: Bak jólum Það bjarmaði skært gegnum myrkranna drunga og móður, og morgunn reis heiður við sólblik og fagnaðargjörð. Þá kom hann, er mælti svo: Elskið hver annan sem bróður og ástundið friðsemi og réttlæti um gervalla jörð. Og kynslóð frá kynslóð um órarás alda og daga, þau orð hafa hljómað i lofsöngvum, bænum og þrá. Og vist mundi okkar önnur og daprari saga, ef yljast ei hefði við mannbóta —lifsspeki þá. En einhverjar hafa þó orðið á þroskaleið tafir, svo enn virðist langsótt i friðar og kærleikans skjól. Að brenna og deyða var boðskapur þeirra og gjafir, sem borgirnar vietnömsku gistu um þessi jól. 55 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.