Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 20.01.1973, Blaðsíða 16
stúlkur skrýtnar en Jóna i Hlið. Jóna hélt að hún væri alltaf að vinna á, og hafði fengið sér reiöhatt, þegar hún fór til kirkju sem hafði verið oftar þessi tvö ár en áður. Svo kom loksins skrýtið. Jóna fékk bréf, fallegt bréf. Það var vel skrifað nafniö hennar og Jónu grunar gott. Hún braut það upp. Hallur Rafnsson á Bakka var að biðja hennar fyrir konu. Jóna reiddist, hún var skapstór kona. Þvi kom þetta bréf ekki frá allt öðrum manni! Var hún ekki búin að biða nógu lengi eftir bréfi frá honum? Hallur á Bakka! Sá skal fá svarið, hugsar Jóna, og var æst. Hún sat með bréfið og fann að það var lika nokkuð skrýtið aö fá svona bréf. Hún las „Mér hefur dottið það i hug, heiðursjómfrú", þá lét hún bréfið sfga, starði , fann til sjálfrar sin, kona sem hafði fengið svona bréf. Það lyftist eitthvað i Jónu. Samt er hún æst. Hún leggur bréfið á borðið. Já, Hallur á Bakka. Sá skal fá svarið. Og Jóna tekur pennann sinn og ritar á bréfiö undir nafni Halls. Nei. Jónu finnst þetta nei vera svo litið, gjört með smárri kvenhönd. Hún skrifar aftur nei, og enn er þetta litiö nei. Jóna reiðist og skrifar enn nei. En hvað er þetta bréfið svona vel skrifað? Getur Hallur á Bakka skrifað svona vel? Þó köttur hefði klórað henni i hálsinn þá gat hún ekki hrokkið meira við. Jónu syrtir fyrir augum. Veik, sár stuna kemur með harðan dóm. Arni á Hofi hefur skrifað bréfið fyrir Hall. Jónu finnst hún vera að hrapa. Þarna liggur bréfið sem hún er búin að rósa út meö neium, en hefur inni að halda stærsta neiið sem hún getur búizt við að fá á allri sinni ævi! Jóna hugsar ekki skýrt, finnst hún vera að hrapa. Hún starir á rithönd Arna, en skilur þó ekki til fulls hvað þarna er um að ræða. Er þetta skop- legt? Það mundi sumum finnast. Jóna hugsar ekki um slikt. Henni finnst það grátlegt, og hjartað þar sem Arni er inni, er farið aö ólmast. En það má ólmast. Það er ekki hætta á, að Arni hrapi út úr því fyrsta sprettinn. Jóna vonar aldrei. Jóna ber bréfið að ljósinu og loginn tekur i horn á þvi og étur þaö siðan upp til agna. Bréfið meö öllum þessum neium er ekki iengur til. Jú, vist er það til og til og ekki til Jóna sefast við þetta gengur i eldhús, brýtur taðskán i eldinn, sem fer að loga, og Jóna logar sjálf. Svo liöur þessi dagur og nóttin biður Jónu. Hana á hún sjálf og notar i harm og hugsun um borgir sem átti að byggja þegar lifiö væri komið. Eiga þær að hrynja? Og Jóna sem hafði séð taðið verða að ösku veit að borgir geta orðið aö ösku. En hennar borgir? 64 Eiga þær að veröa að ösku? Svo sættist Jóna við nóttina og nóttin sættist við hana, en það veit þessi nótt, að Jóna veit hvaö hún ætlar að gera. Stutt var liðið á dag þegar Pétur póstur á Stöðli kemur i Hlið. Hann gaf alltaf staðar i Hlið og sagði fréttir utan af Strönd og handan úr Hraundal. Hann fer i Hof og snýr þar við. Jóna tekur pappir og ritará hann „Herra Arni Brandsson á Hofi, hefur þú hugsað þér, að ég yrði konan þin? Jóna i Hlið”. Svo braut hún saman bréfið og það sýnir til hvers það á að fara. Svo fór Pétur á stað og Jóna gekk með honum fram fyrir bæ og bað hann fyrir brefið. Pétur leit upp, hátt, saklaus eins og engill. Er það nú svona hraut út úr honum, og Pétur sór við sjálfan sig að þegja. Það haföi nú reyndar gerzt annað eins og þetta, þar sem kóngsins þjónn var á ferð. Jóna varstór i sniðum og nóg var að gera þennan dag. Hún þóttist reyndar viss um svariö, en svarið skyldi hún fá. Þá gæti skeð að ekki brynnu borgir. Hún hafði lengst af mátt byggja borgir ein. Þaö logar samteitthvað , þar sem ekki á að loga, þegar hún hugsar aö vel geti það verið satt, sem fleygt hefur verið, að Arni sé farinn að strjúka um makkann á henni Disu á Skarði. Þar var von, dóttur hennar frú Höllu, sem átt hafði kaup- mann i Vik og gekk i fínum kjól. En Jóna hafði bæði skap og stál og brýndi þetta allan daginn. Daginn eftir kom Pétur póstur. Hann nam staðar i Hliö og þegar hann sá sér færi á, vék hann Jónu til hliðar og stakk bréfi i lófa hennar. og Pétur leit upp hátt, eins og hann var vanur, þegar svona kom fyrir, að hann var einn aö vita það, sem Öðinn mælti i eyra Baldri. Samt var fariö að tala um það i Hraundal, að Arni á Hofi mundi ætla að eiga Jónu i Hliö. Jóna fór með bréfið i eldhús. Þar stóð hún við pottinn og braut upp bréfið. Já, sagði Jóna sárt, en djúpt og þó með djúpri undrun, þarna hitti hún sjálfa sig fyrir. Þetta var hennar eigiö bréf og niður undan nafni hennar stóð „Nei”, stórt nei. Sá kunni nú að skrifa nei. Þaö var gola á vetri og nokkur snjór i jörð og Jóna gekk út i þessa golu og þennan snjó og leit yfir dalinn. Hafði hann breytzt. Nei, Jóna sá að hann var sá góði gamli dalur. Þennan dal átti hún, og þessi dalur átti hana, og fagur reis hann, sem fyrrum, Höttur, á bak við fjöllin við dalinn. Hann hafði seitt Jónu og gefið henni augu, sem menn ekki skildu. Jóna fór aftur inn i eldhús. Hún átti erfitt með aö hugsa en gola, snjór og dalur fylgdu henni eins og föst mynd, sjálf ráð mynd af iifi hennar. Jóna gat ekki fundið til, hún horfði i eldinn, glaður lék hann sér að taðskán þangað til hún var orðin aska, og Jónu fannst eins og bætast mynd i forlög sin, aska. Til þess kynda menn eldinn að taðið verði aska. Sárar sveiflur fóru um taugar Jónu þar sem hún stóð við eldinn. Svo tók hún bréfið , bréfið með hennar eigin hendi og neii Arna á Hofi, annað en þó sama bréf, sem hún bjóst við að senda öðrum manni, sem sama svar. Hallur á Bakka sagði Jóna lágt. Nú brann það á henni sem hún hafði ætlað honum og enn átti Jóna hjarta, kven- legt hjarta.gott hjarta. Svo stakk hún þessu bréfi i logann, og bjartur.heitur blossi sleikti botninn á svörtum potti. Svo dó hann. Jóna sá enn mynd, eldar brenna til þess að þeir deyja, deyja að lokum. Hiín átti einn slikan og átti hann aö deyja. Jóna svarar þvi með sárum sveiflum i kringum hennar eigin loga. Svo tekur hún pottinn ofan, heitur grautur, heitur kokkur margra ára gömul mynd þarna við hlóðir i Hlið. Svona var það, svona er það, lifið er hlóðir og grautur fyrir stúlku i sveit, sem ekkert kann. Og sárar sveiflur eru enn á ferð i huga Jónu i staðinn fyrir glaða hugsun, sem hún hafði þó oft átt við pottinn. Svo skammtar Jóna graut. Það hafði hún gert þúsund sinnum og þó oftar. Svo borðar Jóna graut. Það hafði hún gert eins oft. Og aftur eldar Jóna graut, aftur er eldur i hlóðum, aftur veröur taðskán að ösku i hlóðum og reykinn leggur upp um strompinn til merkis um lif á bænum, eld á bæn- um, lif og eld á bænum. Þetta er tákn og staðreynd af sama hlut, eldi á bæ.lifi á bæ, og þetta segir reykur, sem bara er reykur. Þetta er i byrjun viku og vikan liður. Nóttin og Jóna gera félag um áform, sem kannske koma á bjartan dag fyrr en varir. Og nóttin og Jóna taka Hall á Bakka upp á arma sina, litinn dreng i dal, sem kannske er orðinn stór, minnsta kosti getur orðið stór, eins og allir litlir drengir. Og hvað segir ekki nóttin við Jónu um Hall á Bakka? Fólkið vissi litið um fólkið á Bakka nema það var litiö fólk fram að þess- um tima. Þar býr ekkja, segir fólkið, sem berst áfram fyrir börnum sinum i fátækt og fáir skipta sér af. Þetta er kot, byggt undan Hofi, bætti það viö, og það var auðheyrt, að þannig fólk kom fólki ekki við. Þó er það ekki satt. Þegar eitthvað féll til á bæjum að vinna, sem fólk kallar verstu verk og fáirvilja vinna, þá var Steinvör fengin til að vinna þau, og hún setti sig aldrei úr færi að vinna sér inn aura. En þvi meira sem Steinvör vann af slikum verkum, þvi minni maður þótti hún vera, og þvi verri sem verkin voru, þvi minna fékk hún greitt fyrir þau. Þaö Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.