Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Side 1
ÍSLEN DINGAÞIETTIR , ___________________TÍIWIIIMS g> TBL, ~ 4. ARG._ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1971. NR. 58 JÓN JAKOBSSON Þann 9. apríl s.l. andaðist á Landspítalanum í Reykjavík Jón Jakobsson fyrrum bóndi að Varma læk í Borgarfirði, tæplega 83ja ára gamall. Með Jóni á Varmalæk er hnigið til moldar mikið val- menni, er sérstakra vinsælda naut hjá þeim er af honum höfðu kynni. Jón Jakobsson fæddist að Varma- læk 7. maí 1888, sonur hjónanna Herdísar Sigurðardóttur frá Efsta- bæ og Jakobs Jónssonar frá Deild- artungu. Foreldrar Jóns bjuggu að Varmalæk um áratugi við mikla rausn og skörungsskap. Jón á Varmalæk tilheyrði því tímabili í sögu þjóðarinnar þegar skólaganga féll fáum í skaut. Hann var í hópi þeirra, er lítið höfðu af henni að segja, annað en einhverja lieimakennslu veturna fyrir ferm- ingu. Hins vegar var hann uppal- inn á fyrirmyndarheimili um stjórnsemi og menningu, og var auk þess vel gefinn sjálfur. Hon- um sóttist því námið vel í skóla ■lífsins fram til síðustu stundar Það sannar lífssaga hans. Árið 1913 kvæntist Jón Kristínu Jónatansdóttur frá Stóra-Kroppi. Hófu þau félagsbúskap á Varma- læk það ár með Herdísi móður Jóns, sem þá var orðin ekkja, og Sigurði tvíburabróður hans, sem var þá orðinn ráðsmaður á búi móð ur sinnar. Þessum félagsbúskap héldu þeir bræður þar til að Jakob sonur Jóns tók við búskap á Varma- læk. Ekki orkar það tvímælis að félagsformið í búskap á íslandi mundi verða útbreiddara en raun er á, ef samstarf þeirra Varmalækj arbræðra einkenndi það. Það er allra manna mál, þeirra er til VARMAL/EK þekktu, að slík einlægni og heil- indi í samstarfi, er var hjá þeim Jóni og Sigurði á Varmalæk, væri sönn fyrirmynd þess sem bezt gæti verið þar um. Búskapur þeirra var vel rekinn og fjárhagurinn traust- ur. Þeir voru miklir ræktunar- menn, enda mun nú á Varmalæk tún af þeirri gerð, er einna stærst gerist á landi hér, og þó að Jakob, er þar býr nú, eigi stóran þátt þar í, var Varmilækur einnig í fremstu röð jarða um ræktun, er hann tók við. Jón á Varmalæk annaðist afgreiðslu á pósti og síma fyrir sveitunga sína. Afgreiðsla hans á símstöðinni á Varmalæk var orðlögð. Þar naut sín í ríkum mæli góðvilji hans og sívakandi áhugi til að verða öðrum að liði, enda mátti með sanni segja, að þjónusta Jóns á Varmalæk við símaafgreiðslu væri til staðar, hve nær sem hennar var þörf, enda er það ýkjulaust, að sveitungar Jóns sakna þess nú sárt, að hans hlýja rödd og hugljúfa skápgerð nær ekki til þeirra á línu símans svo sem áður var. Jón var og umboðs- maður Samvinnutrygginga í sveit sinni. Trúnaðarstörf sem önnur störf innti hann af hendi af mikilli vandvirkni og trúnaði. Jón á Varmalæk var umboðs- maður Framsóknarflokksins í sveit sinni og leysti öll störf í þágu flokksins af hendi með sérstakri prýði, er eftir var leitað. Hann var í þess orðs beztu merkingu mikill félagshyggiumaðnr, enda einn af máttarstólpum Kaupfélags Borg- firðinga. Fundum okkar Jóns á Varma- læk bar fyrst saman veturinn 1937. Ég var þá við nám í Reykholts- skóla Einn af herbergisfélögum mínum þar var Kristleifur sonur Jóns, en Jakob bróðir Kristleifs hafði einnig verið í Reykholtsskóla veturinn áður og var þá með okk- ur góður vinskapur og hefur svo verið æ síðan. Þeir bræður buðu mér heim að Varmalæk til dvalar um eina helgi þennan vetur. Svo stóð á þegar við Kristleif- ur komum að Varmalæk, að Jón var nýkominn heim úr Reykjavík, en þar hafði hann þá setið flokks- þing Framsóknarflokksins, en þau mun hann liafa setið frá upphafi að því er ég veit bezt. Ég man vel enn þann dag í dag, hvað gaman ég hafði af því að láta Jón segja mér fréttir frá flokksþinginu. At- vikin höguðu því svo til, að þetta vetrarkvöld í marz 1937 var ekki

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.