Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 11

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 11
KARL GUÐMUNDSSON FYRRV. LÖGREGLUÞJÓNN F. 16. júní 1895. D. 13. febrúar 1971. • Hér verður gert örstutt æviágrip um leið og minnzt er látins sam- verkamanns og félaga. Karl fæddist að Skerðingsstöð- um í Hvammssveit í Dalasýslu, son ur búandi hjóna þar: Sigurlaugar Snorradóttur og Guðmundar Guð- mundssonar Sigurlaug húsfreyja dó 1905 og Guðmundur bóndl 1906. Eftir það ólst Karl upp til 19 ára aldurs hiá móðurbróður sín- um, Hirti Snorrasyni skólastjóra á Hvanneyri og síðar á Skeliabrekku í Borgarfirði. Hann stundaði nám í Hvítárbakkaskóla veturna 1912 —1914, og eftir það var hann i lausamennsku og starfaði bæði til sjós og lands til 1919, þá hélt hann til Noregs til þess að kynna sér landbúnaðar- og jarðræktar- störf og vann þar á búgarði til 1921. Aftur heim kominn til ís- lands 1921 lagði hann stund á samskonar störf i nágrenni Reykjavíkur, aðallega í sam- bandi við nýtt og stór- virkt jarðræktarverkfæri, sem var kallað „þúfnabani" og þótti að Verðleikum mikið til koma. Árið 1923 gekk Karl í lögreglulið Reykjavíkur og gegndi þvi starfi síðan unz hann náði aldurshámarki opinberra starfsmanna, eða til sjö- tugsaldurs. Þótt það yrði hlutskipti Karls, að vinna sitt aðalævistarf i bæ og borg, þá stóð hugur hans jafnan til landbúnaðar og jarðræktar. I>ann hug sinn sýndi hann greini- lega i þvi, að hann var meðal hinna allra fyrstu. er féngu land og hófu tæktunarstörf og siðan byggingar á Kópavogsháisi: þar bjó hann sið- an til æviloka. Þann 18. júni 1929 kvæntist Karl ungri og glæsilegri konu, Gunnlaugu Karlottu Eggertsdótt- Ur kaupmanns og söðlasmiðs. Krist Jénssonar, og lifir hún mann sinn. Hún var Karli hinn ágætasti lífs- förunautur, byggði upp með hon- um ánægjulegt heimili og 61 hon- um fjögur mannvænleg börn, þau eru þessi: Snorri, fulltrúi hjá tollstjóraemb ættinu í Reykjavík. kvæntur Sig- riði Guðmundsdóttur. Hörður, teiknari hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum i Washington, kvæntur Rosabel Massip, sem er af spánskrí ætt. Rósa Björg, gift Hirti Hjartar- syni cand.jur. lögmanni hjá borgar stjóra i Revklavik. Sigurlaug Ragnheiður, gift Páli B. Helgasyni lækni. þau búa nú vestan hafs. Á öðrum áratug þessarar aldar voru Borgfirðingar vestra undir merkl Ungmennafélags íslands þegar teknir að standa allframar- lega í íþróttum Þá voru árlega haldin íþróttamót á Hvítárbakka og þangað sótti jafnan mannfjöldi víðs vegar að. Þar sá ég Karl Guð- mundsson í fyrsta skipti. Hann var þá á tvítugsaldri og í flokki borg- firzkra íþróttamanna. Engin kynni urðu með okkur Karli í það sinn,- að því undanskildu. að ég sá hann bera af öðrum í stökkkeppni, eng- inn stökk eins hátt og enginn eins langt og hann. Mér fannst hann ekki stökkva heldur fljúga, og ég verð að halda að fleiri en mér hafi orðið það fyrir að horfa á af- rek hans með aðdáun og kannski ekki alveg án öfundar. Þá datt mér ekki í hug, sem ekki var heldur von, að við Karl myndum hafa svo mikið saman að sælda. sem raun varð á síðar. Kynni okkar urðu svo engin að kalla, unz hann gekk í lögreglulið Reykjavíkur 1. febr. 1923, en þá var ég þar fyrir í starfi. Við vorum jafnaldrar og fylgdumst síðan að sem sam- verkamenn, unz við náðum aldurs- hámarki opinberra starfsmanna ár- ið 1965. Það kann fleiri en mér að hafa fundizt við fyrstu persónuleg kynni af Karli, að hann væri fremur hrjúfur og jafnvel kuldalegur í við- móti. En við nánari kynni kom brátt I ljós, að þar var aðeins um ytraborð hans að ræða og undir því kom I ljós glaðvær maður og góðviljaður, einarður í bezta lagi, vel vlti borinn, ærukær, hreinskil- inn og drenglyndur. Ég er þess fullviss, að í öllum sínum athöfn- um, gerðl hann það eitt hverju sinni, er hann vissi sennilegast og réttast. Loforð hans öli voru óbriffðul. og þeir. sem voru minni máttar eða stóðu höllum fæti f heiðarlegri baráttu. áttu visa sam úð hans. En hann gat Hka verið harður i horn að taka væri á hann ráðizt, sýndur mótþrói I starfi eða öðrum óréttl beittur, enda var fSLENDINGAÞÆTTIR n

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.