Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 20

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Page 20
hins andlega lífs, m.a. orðasöfnun úr alþýðumáli, sem ég varð var við að hann stundaði á Torfastöð- um. Þarna fann Halldór sér starfs- svið, og þegar er yfir það að líta, sem eftir Halldór liggur á því sviði, geta hér ekki nema fá orð á eftir farið, í því efni og 'verður meira síðar. Eitt hið fyrsta sem eftir Halldór liggur í þessum fræðistörfum hans, var Saga Möðrudals á Efra- Fialli. Hér kom til ræktarsemi, sem var ríkur þáttur í eðli Hall- dórs. Móðir hans var frá Möðrudal, og hér var.mikla og merka sögu að segja. Bókin þótti mér öndveg- isrit og hefur varla gengið mér hendi firr. Um líkt leyti gjörði Halldór niðjatal afa síns og ömmu, séra Péturs prests á Valþjófsstað, Jónssonar vefara Þorsteinssonar og síðari konu hans, Kristbiargar Þórðardóttur, sem jafnframt var móðurmóðir hans. Vísast hér til mikils fróðleiks um ætt Halldórs o® f^ændgarð. Á þessum árum hafði Halldór safnað drögum til sögu Heiða- bvggðarinnar og bar nú allt sam- an, að það tókst að hefja útgáfu áustfirzkrar sagnaritunar, og Hall- dór var hér siálfskipaður í fylk- inaarbrjóst. Útgáfa hófst og var Halldór formaður útgáfustjórnar ot ritstióri að verkunum. Kom saga hans um Jökuldalsheiðina út í fvrsta ritinu, sem nefndist „Aust urland I“. Hér með var Halldór kominn á samfellt óþrotlegUstarfs svið, og þótt hann væri nú 70 ára er Austurland I, kom út, er þó starf Halldórs á þessu sviði orðið framundir fiórðung aldar að árum. Hann entist óvenju vel. Áttræð- ur virtist hann enn á góðum aldri. Starf Halldórs í þessu efni er líka mikið, og til viðurkenningar í þeim efnum af Austfirðinga hálfu, var honum ásamt konu sinni, boð- ið á Menningarviku Héraðsbúa haustið 1969, er hann var 92 ára, og hélt hann þá glögga ræðu um sín sjónarmið. Halldór ritaði gott mál, sterkan, meitlaðan stíl, en setti punkt, ef viðkvæmnin og róm antíkin virtust eiga línuna, en í staðinn gátu komið íþróttarleg blæ brigði í stílinn, svo sem í sögu Möðrudals, en hann sótti aldrei um inngöngu í Rithöfundafélag ís- lands. Svo sem í upphafi sagði, höfum við Halldór verið miklir samferða- menn á æviskeiðinu. Við áttum samleið, fyrst í Búnaðarsambandi Austurlands, síðan í hreppsnefnd í Vopnafirði, þá í Bændaflokknum og nú síðast og lengst á sviði aust- firzkra fræða. Á öllum þessum sviðum hefur tekið til meiri hátt- ar mála um úrlausnir og Halldórs notið bezt við. Ég þekkti því Hallór flestum betur. Hann var í öllu sá raunhæfi og hófsami vitmaður. Það stóð hvergi af honum brim né súgur, honum dugði þung aldan til að sýna hvað á ferðinni var og þetta hóf hans gerði hann flestum mönn um geðfelldari í kynnum og vakti jafnframt það traust, sem Halldóri brást aldrei að eiga meðal sinna samferðamanna. Hann lét mig þess í mörgu njóta, að honum höfðu fallið vel okkar kynni, og nú síðast, lét hann svo um mælt, er tíðrætt varð um það, sem ég hef haft með höndum undanfarið, að „það hefði fárra verið frekar en mín, að leysa þennan mikla vanda bændanna“, sem um er að ræða. Sýndi það hversu hann fylgdist enn með tímanum, hart- nær 94 ára gamall. Fyrir öll okkar margháttuðu skipti, er ég Halldóri stórþakklát- ur, og tel hann með hinum allra merkustu mönnum, sem ég hef átt samleið með á ævinni. Ég set punkt við viðkvæmnina, sem hér liggur fyrir línunni, er svo margt er í minningunum, sem hér má rekja. Ég þakka það allt við þessi leiðamót. Hallór kvæntist í annað sinn 1928, Halldóru Sigfúsdóttur frá Hofströnd, Gíslasonar, hinni mestu hæfileika og mannkostakonu og lifir hún mann sinn. Þau Halldór og Björg áttu saman 5 börn, en dreng að nafni Stefán, misstu þau ungan, og stofnuðu sjóð til minn- ingar um. hann til afnota fyrir hans heimabyggð. Ragnhildur, sem gift var Sveini Sigurjónssyni og Halldór, kvæntur Stefaníu Þor- steinsdóttur, eru bæði látin. Arn- björg er gift Ólafi Tryggvasyni, hinum.mikla og merka dulfræð- ingi, og Pétur fv. deildarstjóri við Tryggingastofnun ríkisins, sem kvæntur var skozkri konu, Mabel að nafni, sem nú er látin fyrir nokkrum árum. Þau Halldóra og Halldór áttu tvö börn, Ragnar for- stjóra íslenzka Álfélagsins h.f., kvæntur Margréti K. Sigurðardótt ur og Herborgu, sem gift er Hregg viði Þorgeirssyni tæknifræðmgi. Halldórs var minnzt á Alþíngl 2. apríl s.l, með geðfelldum orÓ- um og viðurkenningu á marghátt- uðum störfum á sviði þjóðmála, sem‘ hér hefur að litlu verið getið sökum rúmleysis. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. t Ég virði fyrir mér fjölskyldu- mynd móður minnar. Mynd af prestshjónunum að Hjaltasfcað ár- in 1884—1887 og börnum þeirra 12, sem upp komust. Þetta er ekki hópmynd, heldur eru snyrtilega settar upp á spjald 16 myndir. í hring eru myndir af systkinunum 12. Öll glæsileg og bera með sér, að þau hafa öll með tölu, fengið óvenjulegt líkamlegt og andlegt atgerfi í vöggugjöf. Innan í hringnum af myndum syst kinanna, eru 4 stærri myndir: 2 þeirra eru af foreldrunum, séra Stefáni Péturssyni og Ragnhildi Metúsalemsdóttur. Ákaflega falleg hjón. Þau prestshjónin voru stjúp- systkini. Hinar 2 myndirnar inni í hringnum eru af sr. Pétri Jóns- syni föður Stefáns og Kristbjargair Þórðardóttur, móður Ragnhildar. Sterkustu persónueinkenni virðist mér þau liafa Pétur langafi og Kristbjörg langamma. Sem eðlilegt er, þykir mér mjög vænt um þenn an erfðahlut minn úr búi móður minnar. Eftir að móðir mín andaðist, snemma árs 1960 — 86 ára gömul — var Halldór orðinn elztur eftir- lifandi systkinahóps. Og nú er hann kvaddur hinztu kveðju tæp- lega 94 ára. Eftir eru á lífi 2 yngstu systkinin: Þorsteinn 87 ára og Aðalbjörg 84 ára, og bera bæði háan aldur mjög vel. Svo sem fyrr segir voru þau systkinin frá Hjaltastað atgerfis- fólk, og öll munu þau fá þann vitnisburð hjá samferða- og sam- tíðarfólki, að þau hvert um sig, hafi staðið sig með áægtum í lífs- baráttunni, og notið virðingar og mikilla vinsemda. Halldór komst til mestra mann- virðinga, og hefur hans því mest gætt á opinberum vettvangi, þótt einn bræðra lians (auk Halldórs sjálfs) hafi orðið alþingismaður og annar Búnaðarmálastjóri, svo nokkuð sé nefnt. .0 ÍSLENDINOAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.