Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 25.06.1971, Blaðsíða 8
Ingibjörg Þórarinsdóttir Brennistöðum Þann 17. des. s.l. anda'ðist í Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði Ingi- björg Þórarinsdóttir Brennistöð- um í Eiðaþinghá. Hún fæddist á Brennistöðum 22. maí 1890, dóttir merkishjónanna Þórarins Jónssonar, Magnússonar á Brennistöðum og Önnu Maríu Bergsveinsdóttur bónda í Nesi í Loðmundarfirði. Heimili þeirra Brennistaða- hjóna var efnalega sterkt og ramm- íslenzkt. Fjölmennt var þar jafnan og mikil hjúasæld. Brennistaðir voru í þjóðbraut meðan kaunstaða- leið Út-Héraðsmanna lá til Seyðis- fjarðar. Gistu þá margir þar eða fengu annan beina, sem jafnan var veittur af einstæðum hófðingskap. þjóðfélagi er iífsnauðsyn-að eiga sér að kjölfestu. Það er að vonum að atkorkumenn slitni öðrum fyrr, og það var þreyttur maður er heilsaði kærkominni hvíld að loknu dagsverki hinn 11. marz s.l. Ég hygg mér syndlaust að segja, að hann sé nú komTnn heim í dal- inn sinn, sem var honum kærast- ur allrar jarðar, og hugur hans var jafnan við bundinn. Heim í dal sinna drauma, æskuyndis, mann- dóms og metnaðar. Það mun ein- róma sammál allra er til þekkja, að heiðursmaður sé horfinn af hér- vistarsviði. Frú Amalíu, sem dvelst á sjúkra húsi, þrotin að heilsu og hefur ná séð á bak eiginmönnum sinum báð- um, einkadóttur og systur, send- um við hjónin hlýjar samúðar- kveðjur. Stefán sjálfan kveðjum við með kærri þökk fyrir kynni öll hin ágætu á langri samfylgd, allt frá æskudögum. Farðu vel, frændi og vinur. Jóhann Bjarnason frá Lciðólfsstöðum. Við þessar aðstæður óist Ingi- björg upp, enda var hún höfðing- lunduð, traust og alþýðleg. Ingibjörg var mjög vel greind og þó að hún kæmi aldrei á skóla- bekk, var hún hámenntuð, víðles- in og fróð um menn og má'efni hérlendis og erlendis. Hún las allt sem til náðist og stálminni hennar brást aldrei. Þannig þekkti hún vel sögu íslenzkrar þjóðar og dáði hana mjög. Jafnframt fylgdist hún vel með öllum framförum og nýjungum og trúði á þær til hagsbótar í nútfð og framtíð. Sem barn kom ég oft til Ingi- bjargar á Brennisstöðum, Imbu Þór, eins og hún var kölluð í dag- legu tali, til aðgreiningar frá móð- ursysturinni, nöfnunni, sem þar dvaldist löngum. Mér er það í minni, hvað hún tók hlýlega á móti börnum og gaf sér tíma til að tala við þau um þeirra hugðarefni, var þeim eins og elskuleg systir, þótt áratugir skildu um aldur. Seinna, er árum mínum fjölg- aði, kynntist ég því, að Jngibjörg átti þann eiginleika, gáfur og þekk ingu, að vera alltaf á sama þrepi og viðmælandinn, enda þótt hún sveigði ekki í neinu frá sinni skoð- un. í bernsku vandist hún öll- um störfum utan bæjar og innan svo sem algengast var og er um þá, sem alast upp í sveit. Hún var rösk og hagsýn í störfum. Á meðan foreldrar hennar lifðu, vann hún búi þeirra, en að þeim látnum bjó hún með bræðrum sín- um, Jóhanni, Gunnari og Sveini f tvíbýli móti Magnúsi bróður sín- um og Guðbjörgu konu hans. Naut hún mikils ástríkis bróðuibarn- anna, enda var hún þeim sem önn- ur móðir. Ingibjörg átti hreina og ofa- lausa guðstrú, enda var íramkoma hennar við menn og múlleysingia eftir því. Hér skulu að lokum bornar frnm alúðarþakkir mínar og fjölskyldu minnar fyrir allt, sem ingibiorg veitti okkur, meðan leiðir )águ saman. , Snæþór Sigurbjörnsson. h ÍSl. E WDIMO A h/rTT If?

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.